Morgunblaðið - 16.03.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1978
33
— Setningarræða
Framhald af bls. 30
Þessi mikilvægu rök fríverzlunar
standa enn óhögguð og hafa gert
í eina og hálfa öld. Reynsla okkar
sjálfra er ólygnust um réttmæti
þessara raka. Frjáls utanríkisvið-
skipti eru þjóðinni tvímælalaust
farsælust og ættu stjórnvöld að
gera inn- og útflutning frjálsan í
öllum vörutegundum, nema raun-
verulegar heilbrigðis- og öryggis-
ástæður réttlæti annað.
Aðild að Verzlunarráðinu eiga
nær öll helztu fyrirtæki og samtök
á sviði útflutnings vöru og þjón-
ustu, nær öll stærstu innflutnings-
fyrirtæki landsins og fjöldi fyrir-
tækja í ýmsum greinum iðnaðar.
Fríverzlun er eina fyrirkomulag
utanríkisviðskipta, sem samrýmist
hagsmunum allra þessara aðila og
jafnframt hagsmunum þjóðarinn-
ar allrar. Hins vegar verður að
brýna stjórnvöld til þess að stefna
ekki fríverzlun í hættu með
óraunhæfri gengisskráningu, mis-
jöfnum álögum á innfluttar vörur
og lakari starfsskilyrðum til
handa íslenzkum atvinnuvegum en
keppinautar þeirra njóta erlendis.
Framvinda og
horfur í
efnahagsmálum
Þessa dagana eru hugmyndir
um framvindu efnahagsmála á
síðasta ári óðum að skýrast.
Kemur þar fátt á óvart. Þessu efni
eru gerð allítarleg skil í ársskýrslu
ráðsins. Horfurnar framundan eru
óljósari. A þessu ári virðist að
einkaneyzla muni aukast að magni
til um 4%, nokkru minni aukning
verður í samneyzlu, en fjárfesting
ætti að standa í stað eða dragast
saman vegna hækkandi vaxta og
10% skyldusparnaðar á félög.
Þjóðarframleiðslan ætti því að
aukast um 3—4% og þjóðartekjur
svipað, þar sem ósennilegt er, að
batnandi viðskiptakjör færi okkur
búbót á þessu ári.
Þrátt fyrir þær aðgerðir í
efnahagsmálum, sem gerðar voru
fyrr í mánuðinum, verður verð-
bólgan enn verulegt vandamál á
þessu ári. Þó ætti að slaka á
þenslunni í efnahagslífinu, þegar
líður á árið. Allir spádómar á
þessu sviði eru þó erfiðir, þegar
verkalýðsforingjar eru sem óðast
að grafa upp stríðsaxirnar. Þeir
þurfa þó að gæta þess, þar sem
þeir hafa nánast sjálfdæmi í
kjaradeilum, að fjármagns-
kostnaður er orðinn það hár,
afkoma atvinnuveganna er það
knöpp og starfsskilyrði þeirra það
þröng, að þeir geta hæglega
verðlagt vinnu félagsmanna sinna
það hátt, að atvinnuleysi skapist.
Hlutverk
V erzlunarráðsins
Það hefur verið eitt af meginein-
kennum og styrk verzlunar og
viðskipta um aldaskeið, að þau eru
ekki fyrst og fremst þjóðleg í eðli
sínu heldur alþjóðleg. Þannig
hefur menning, þekking og fram-
farir flutzt milli þjóða, auðgað líf
fólks og bætt lífskjör almennings
um víða veröld.
Viðskipti og fjölþætt menning
renna oftast eftir sama farvegi og
veraldarsagan greinir frá mörgum
dæmum þess, að í þeim efnum
dregur hver dám að sínum sessu-
naut. En í viðskiptum eins og í
stjórnmálum er leiðin til jákvæðs
árangurs oftast vörðuð mála-
miðlunum milli stríðandi og and-
stæðra afla.
Þar ríður á, að um einingu án
tilbreytingarleysis sé að ræða,
fjölbreytni án sundurlyndis, skipu-
lag án miðstýringar eða harð-
stjórnar, frelsi án ringlureiðar.
Sem heildarsamtök fyrirtækja
úr nær öllum greinum atvinnulífs-
ins, hefur stefna Verzlunarráðsins
í atvinnumálum ekki getað mótazt
af sérhagsmunum einstakra at-
vinnugreina, heldur af hagsmun-
um atvinnulífsins í heild og þá
jafnframt hagsmunum þjóðarinn-
ar allrar.
I hnotskurn hefur stefna
Verzlunarráðsins verið sú að efia
skilyrði fyrir frjáls framtak ein-
staklinga og samtaka þeirra í
atvinnulífinu og stuðla að frjáls-
um viðskiptaháttum og frjálsu
markaðshagkerfi, sem grund-
vallarskipulagi efnahagslífsins.
Framtíð frjáls atvinnurekstrar
á Islandi er undir því komin, að
okkur takist að skýra eðli hans og
tilgang. Ef Verzlunarráð íslands á
að lifa og dafna, vera virkt og ef
starfsemi þess á að bera einhvern
jákvæðan árangur í anda laga
þess, verðum við að læra að koma
skoðunum okkar á framfæri við
félagsmenn, stjórnmálamenn og
síðast en ekki sízt almenning á
annan og virkari hátt en verið
hefur.
Góð tjáning gerir kröfur til þess,
að við vitum, hvað við ætlum að
segja, hvenær við ætlum að segja
það, hverjum við ætlum að segja
það og hvernig við ætlum að segja
það.
A starfstíma fráfarandi stjórn-
ar hefur verið lögð mikil grund-
vallarvinna í það, hvað við ætlum
að segja. Við höfum haldið við-
skiptaþing um hlutverk verzlunar
og verðmyndunar í frjálsu
markaðshagkerfi, við höfum hald-
ið viðskiptaþing um nýsköpun
íslenzkra fjármála og mikil vinna
hefur verið lögð í mótun alhliða
atvinnustefnu Verzlunarráðsins.
Þetta ásamt öðru snýst að miklu
leyti um það, hvað við viljum
segja.
En hafa verður í huga, að
hugmynd er því aðeins góð, að hún
sé framkvæmd á réttum tíma. Það
hlýtur því að verða eitt af
þýðingarmeiri verkefnum næstu
stjórnar að taka ákvörðun um það,
hvenær, hvernig og hverjum
Verzlunarráðið tjáir hugmyndir
sínar og skoðanir með nýjum
hætti.
Framlag okkar til þjóðmála
gæti og ætti að vera mun meira.
Við getum ekki unað því lengur
eða sætt okkur við það að vera
einungis ráðgjafar á mjög afmörk-
uðu sviði, við verðum að læra að
taka virkari þátt í almennri
þjóðfélagsumræðu og vérða þar
leiðandi afl.
Gerið
Ritz kex 1 pk.
Leyft Okkar
verð verð
....1517 1365
.. 1192 1073
.. 3410 3069
659 592
870 783
202 182
333 299
Páskaegg í úrvali á Vörumarkaðsverði
Athugið
Opið til kl. 10 föstudag
Vörumarkaðurinn hf.
Sími86111
Þinn bíll 15. apríl n.k.f
- sértu hinn heppni áskrifandi Dagblaðsins.
Verðmæti er 4.4 miljónir króna.
Gerstu áskrifandi að Dagblaðinu strax í dag.
Áskriftarsími 27022. Opíö til 10 í kvöld.
WMBIMW
fijálst, nháð dagblað