Morgunblaðið - 21.03.1978, Side 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
59. tbl. 65. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Alvarlegt áfall fyrir evrópukommúnismann:
Mikill sigur frönsku
stjómarinnar—staða
Giscardsinna eflist
Mitterand: kommúnistum
Marchais: úrslitin mikil
að kenna
vonbrigði
París, 20. marz.
AP. — Reuter.
Sjá einnÍK á bls. 46 og 47
FRANSKI frankinn styrktist á gjaldeyrismörkuðum í dag og blöð í Evrópu kölluðu sigur mið-
og hægriflokkanna í frönsku þingkosningunum persónulegan sigur fyrir d'Estaing forseta.
Forsetinn fór til Rambouillet kastala skammt frá París þar sem gert er ráð fyrir að hann
hugleiði miyndun nýrrar stjórnar eftir kosningarnar. Gizkað er á að Raymond Barre verði áfram
forsætisráðherra en Giscard d‘Estaing forseti vill ekkert láta eftir sér hafa fyrr en hann ávarpar
þjóðina í sjónvarpi á miðvikudagskvöld.
Stjórnarflokkarnir hlutu 291 þingsæti af 491 en stjórnarandstöðuflokkarnir 200 þannig að
stjórnin hefur öruggan meirihluta þótt hún hafi tapað nokkrum þingsætum. Aðstaða Giscard
d'Estaings forseta hefur styrkzt við það að miðflokkarnir sem fylgja honum að málum bættu
við sig 20 þingsætum en gaullistar töpuðu rúmlega 30 þótt þeir séu ennþá stærsti flokkurinn.
Þar með er talið að forsetanum reynist auðveldara en fyrr að koma frjálslyndum frumvörpum
gegnum þingið og að hann geti jafnvel biðlað til hófsamra vinstrimanna þótt mjög ólíklegt
sé talið að hann geti komizt af án stuðnings gaullista.
Þegar úrslitin lágu fyrir hringdi
Helmut Schmidt kanzlari í Gis-
card d'Estaing forseta til að óska
honum til hamingju og talsmaður
Bonn-stjórnarinnar sagði í dag, að
kanzlarinn teldi úrslitin styrkja
samvinnu Vestur-Þjóðverja og
Frakka. Leiðtogi stjórnarandstöð-
unnar í Bonn, Helmut Kohl, kvað
úrslitin uppörvun öllum stjórn-
málaöflum í Evrópu sem höfnuðu
evrópukommúnisma.
ítölsk blöð sögðu að Giscard
Framhald á bls. 30.
Kina hafn-
ar Rússum
Moskvu, 20. marz. AP
Sovétstjórnin tilkynnti í dag að
stjórn Kína hefði hafnað nýju
boði Sovétmanna um að taka á ný
upp eðlilegt samband milli land-
anna, en sambúð þessara tveggja
risavelda kommúnismans hefur
verið afar slæm undanfarin ár.
Tass-fréttastofan í Moskvu
skýrði svo frá að Æðstaráð
Sovétríkjanna hefði í síðasta
Framhald á bls. 30.
Israelskir hermenn hvfla sig í Bint Jbeil í Suður-Líbanon eftir árás
sem þeir gerðu á staðinn. Aðalstöðvar E1 Fatah. illa leiknar eftir
árásina, í baksýn.
Líbanon sunnan Litani-
árinnar á valdi ísraels
Sjá viðtal á bls. 47
□ ------------------------------------------------------------- □
Tel Aviv, 20. marz. Reuter — AP.
ÍSRAELSMENN tilkynntu í dag að þeir hefðu að mestu lokið
við að ná yfirráðum yfir Suður-Líbanon og lýstu sig reiðubúna
til að semja um vopnahlé við palestínska skæruliða sem veita
enn viðnám, sex dögum eftir kð innrás ísraelsmanna í Líbanon
hófst.
Ezer Weizman iandvarnaráðherra lýsti þessu yfir og sagði á
hlaðamannafundi í Tei Aviv að ísraelsstjórn hefði enn ekki
ákveðið hvort hún ætti að verða við áskorun Öryggisráðsins frá
þvf í gærkvöldi þess efnis að kalla burtu herlið sitt frá
Suður-Líbanon og fá stjórnina þar í hendur 4.000 manna
friðargæzluliði Sameinuðu þjóðanna sem ákveðið hefur verið að
setja á iaggirnar.
„Eina ákvörðunin sem hefur Tyros. ísraelsmenn réðust með
verið tekin er sú að Suður-Líbanon
má ekki vera bækistöð hryðju-
verkamanna," sagði hann. Hann
bætti því við að hann vonaðist til
að ákvörðun Öryggisráðsins þyrfti
ekki að hafa deilur í för með sér.
Þar með er talið líklegt að
Israelsstjórn viðurkenni gæzlulið
SÞ þótt hún sé treg til þess.
Aður hafði talsmaður ísraels-
hers tilkynnt í Tel Aviv, að
írsaelskir hermenn hefðu náð á
sitt vald svo að segja öllu líbönsku
yfirráðasvæði sunnan Litani-ár-
innar, sem hefur mikla hernaðar-
þýðingu, að undanskilinni smá-
landræmu umhverfis borgina
fallbyssubátum og stórskotaliði á
stöðvar skæruliða umhverfis borg-
ina í dag. Fréttir bárust einnig af
hörðum bardögum á svæðinu á
ströndinni.
Framhald á bls. 3o
Aldo Moro dreginn
fyrir alþýðudómstól
Sjá viötal á bls 46
□----------------------------------------------------— □
Torino, 20. marz. AP. Reuter.
LIÐSMENN Rauðu herdeildarinnar tilkynntu í réttarhöldum
í máli þeirra í Torino í dag, að félagar þeirra mundu leiða
Aldo Moro fyrrverandi forsætisráðherra fyrir „alþýðudóm-
stól“.
Fimmtán hryðjuverkamenn úr samtökunum eru fyrir rétti
í TorinoMg þeir hreyktu sér af því í dag, að Moro væri á valdi
félaga þeirra. En þeir gerðu engar kröfur og hótuðu ekki að
myrða Moro.
„Moro er í höndum öreiganna,“ hrópaði sakborningurinn
Alberto Franceschini í dómsalnum. „Hann verður leiddur fyrir
rétt,“ sagði leiðtogi hryðjuverkamannanna, Renato Curcio.
Þegar sækjandinn í málinu,
Luigi Mischella, fór fram á að
sakborningarnir yrðu færðir aftur
til klefa sinnæ hrópaði Franchess-
chini: „Þegiðu, taugasjúklingur,"
en flestir sakborningarnir kváðust
vilja fara þar sem dómarinn,
Guido Barbaro, neitaði að verða
við beiðni frá þeim um að þeir
fengju að lesa pólitíska tilkynn-
ingu.
„Þetta eru pólitísk réttarhöld,"
hrópuðu sakborningarnir í kór.
Franceschini sagði að „alþýðu-
réttarhöldin" gegn Moro yrðu
„einnig málaferli gegn ríkinu og
Framhald á bls. 30.
Páfinn
veikur
Róm, 20. marz. AP.
PÁLL páfi VI. hefur aflýst
flestum af störfum sfnum í
páskavikunni vegna veikinda,
en páfi hefur að undanförnu
verið með flensu. Veikindi
páfa að undanförnu hafa vald-
ið áhyggjum af heilsufari hans
almennt. en páfi sem nú er 80
ára. hefur ekki áður á 15 ára
páfaferli sínum hætt við að
vinna verk sín í páskavikunni,
sem að jafnaði er ein hin
annasamasta í starfi hans.
Páll páfi er sagður hafa tekið
það ákaflega nærri* sér þegar
hann frétti af ráninu á Aldo
Moro og hafi þegar þurft að
Framhald á bls. 30.