Morgunblaðið - 21.03.1978, Page 15

Morgunblaðið - 21.03.1978, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978 15 Brldge Umsjón ARNÓR RAGNARSSON íslandsmót í bridge — undankeppni Á morgun, miðvikudag, hefst á hótel Loftleiðum kl. 20 undanúrslit í íslandsmótinu í bridge, sveitakeppni. 24 sveitir eru skráðar til leiks og eru 12 úr Reykjavík. Spilað verður á fjórum sex sveita riðlum og hefir verið dregið í riðlana. A — riðill Dagbjartur Grímsson Rvík Páll Áskellsson Vestf. Ármann J. Lárusson Rnes Hjalti Elíasson Rvík (íslandsm.) Páll Valdemarsson Rvík Jón Guðmundsson Vesturl. B — riðill Jón Hauksson Suðurl. Steingrímur Jónsson Rvík Gísli Torfason Rnes Stefán Guðjóhnsen Rvík Ingimundur Árnason Norðurl. Jón Hjaltason Rvík C - riðill Albert Þorsteinsson Rnes Jón Ásbjörnsson Rvík Guðmundur T. Gíslason Rvík Þorsteinn Ólafsson Austurl. Björn Eysteinsson Rnes D — riðill Þórður Björgvinsson Vesturl. Ester Jakobsdóttir Rvík Guðmundur Pálsson Rnes Sigurjón Tryggvason Rvík Vilhjálmur Pálsson Suðurl. Guðmundur Hermannsson Rvík Eins og áður sagði hefst keppnin klukkan 20 annað kvöld og lýkur aðfararnótt laugar- dags. Áhorfendur eru velkomn- ir. Bridgefélag Kópavogs S.l. fimmtudag hófst baromet- er-tvímenningskeppni hjá Bridgefélagi Kópavogs. 28 pör taka þátt í keppninni og voru spilaðar 5 umferðir, 5 spil á milli para. Besta árangri náðu: stig Jónatan Líndal — Þórir Sveinss. 118 Guðbrandur Sigurbergsson — Jón Páil Sigurjs. 118 Árni Jónasson — Matthías Andrésson 52 Guðmundur Jakobsson — Valgerður Bára Guðmd. 51 Grímur Thorarensen — Guðmundur Pálsson 50 Bjarni Pétursson — Sævin Bjarnason 50 Pjetur Helgason — Gunnar Ólafsson 45 Meðalskor 0 Ekki verður spilað á skírdag, en keppninni verður haldið áfram fimmtudaginn 30. mars kl. 20.00 í Þinghól, Hamraborg 11. Ferðaleikhúsið sýndi á 8 stöðnm í Bandaríkjunum FERÐALEIKHÚSIÐ er nýkomið úr mikilli leikför til Bandaríkjanna, par sem leikfólkiö kom fram á 8 sýning- um víðs vegar um Bandaríkin. Alls munu um 2500 manns hafa séð sýningar hópsins. Að sögn Kristínar Magnúss sem stendur fyrir sýningum hópsins var í sýningum leikhússins brugðið upp mynd af fornu íslenzku baöstofulífi, par sem um 30 mismun- andi atriði voru tengd saman i samfellda sýningu. Meðal efnis sem þar kom fram má nefna, að lesnir voru kaflar úr þjóðsögum, fariö með minni úr þjóðtrúnni um álfa og tröll, kynnt var íslenzka langspiliö svo og fimmundar- söngur. Upphafið að þessari ferð okkar er, að ég skrifaði til mjög margra skóla víðs vegar um Bandaríkin, sem allir svöruðu mjög fljótlega og voru flestir mjög jákv/aeðir fyrir því að við kæmum og skemmtum. Þá ýtti það mjög undir aö þetta var mögulegt aö Flugleiöir gáfu okkur mjög góðan afslátt af fargjaldinu fram og til baka, sagöi Kristín ennfremur Þó svo þetta sé mjög góð og mikil landkynning tókst okkur ekki meö neinum ráðum aö fá styrk til fararinnar frá Ferðamálaráði, sem þó hefur yfir að ráða stórum upphæðum árlega til landkynningar eins og þessarar. Hvað varðar undirbúning fyrir ferð- ina þá var hann töluvert mikill og er hvert einasta atriði þaulæft, en það tók okkur þó allt frá 3—10 klukkutíma að undirbúa hverja sýningu þar sem oftast þurftum við að breyta Ijósakerf- um á einhvern hátt. En það má segja að allar sýningarnar hafi tekist meö ágætum, fengum eins og áöur sagöi 2500 áhorfendur eða rúmlega 300 manns á sýningu, en það er meira en fullt lönó hverju sinni. Eins og undanfarin sumur mun Ferðaleikhúsið standa fyrir sýningum á Light Nights á Hótel Loftleiðum fyrir erlenda feröamenn og í haust hefur hópnum verið boðið á Edinborgar- hátíðina meö tvo einþáttunga eftir Odd Björnsson, en ekkert verður úr þeirri för nema til komi einhverjir styrkir til að greiöa feröa- og auglýs- inqakostnað, sagði Kristín aö lokum. Athugasemd frá samstarfsnefnd fulltrúa fiskvinnslunnar Sigfús J. Johnsen, kennari, ritar grein í Morgunblaðið 1. marz sl., þar sem hann fjallar um þróun ýmissa þátta efnahagslífs- ins og þó aðallega um þróum fiskvinnslunnar. Sigfús byggir grein sína þannig upp, að fyrst er farið með ýmsar tölur, sem sýna eiga þróunina 1967—1977 og síðan dregur hann ályktanir af þeim tölum, er nefndar eru. Augljóst er því, að ef talnameðferðin er röng, þá eru niðurstöðurnar það einnig. Sigfús nefnir grein sína „Er þetta svara vert?“, og þar sem talnameðferð og ályktanir eru ekki réttar, sér samstarfsnefnd fulltrúa fisk- vinnslufyrirtækja sér ekki annað fært en að svara fyrrnefndri grein um leið og bent er á ýmis atriði, er Sigfús nefnir ekki í gein sinni. Sigfús segir, að verð á blokk- inni hafi verið 20 cent pr. lb. 1967. Víst er það rétt, að verðið komst niður í þetta verð, en aðeins um stuttan tíma. Algengustu verð á þessu tímabili munu hafa legið milli 20—24 cent pr. lb. Tvö önnur atriði er mikilvægt að hafa í huga, þegar meta á markaðs- málin. í fyrsta lagi er nauðsyn- legt að gera sér grein fyrir því, að blokkin er aðeins ein tegund pakkningar af mörgum, sem fara á Bandaríkjamarkað. Á árinu 1977 var þorskblokkin aðeins um 25% af heildarframleiðslumagni botnfiskafurða í frystingu. Hlut- ur neytendapakkninga þroskaf- urða var hins vegar um 35%. Raunhæfast hefði því verið að meta þessar tvær tegundir pakkninga. í öðru lagi er það staðreynd, að verðið á þorski er mun hærr en á öðrum fisk- tegundum. Þetta er öfugt við það, sem átti sér stað 1967. Hallinn er í dag mestur í vinnslu annarra tegunda en þorsks. Rétt mun vera hjá Sigfúsi að gengi á síðari hluta ársins 1967 hafi verið um 57 kr. pr. $. En lítum nú nánar á stöðu frysti- iðnaðarins um áramótin 1967—68. Þá gerðist það í fyrsta og síðasta skipti að svo til öll frystihús, að Vestfjörðum undan- skildum stöðvuðust vegna rekstrarerfiðleika. Fyrir árslok 1968 var gengið hins vegar orðið 88 kr. pr. dollar sem jafngildir 54% gengislækkun gagnvart $ á því ári. Það ætti að vera óþarfi að minna á, að gengisfellingar eru ekki einungis þáttur, sem verkar hvetjandi á tekjur útflutningsatvinnuveganna, heldur hefur einnig aukningu í för með sér á alla innlenda kostnaðarliði. Það sér vísitölu- kerfið um. Fiskverð segir Sigfús hafa verið 5.21 pr. kg. 1967 og var það verð miðað við stórþorsk í fyrsta flokki, þ.e.a.s. einungis er miðað við hæsta verð á hverjum tíma. Verð þetta, kr. 5.21, var verð til útgerðaraðila með sérstakri ríkissjóðsuppbót, sem nam 52 aurum, og verð fiskkaupenda var því 4.69 kr. pr. kg. af stórþorski. Sigfús segir slíkt verð hafa verið á síðasta ári 83 kr. pr. kg., sem ekki er alls kostar rétt, því það er verð, er gilti frá 1.1. — 30.6. 1977. I árslok ar verðið hins vegar orðið 98 kr., en við bætast 10% vegna stofnfjársjóðsgjalds og í mörgum tilfellum kassabæt- ur 12% , þannig að verðið í lokin er orðið 120.74 pr. kg. Hækkun Framhald á bls. 31 nusgogn í káetustíl ATH. Efni: Mahogny (rauöbrúnt). Svefnbekkir, háir — lágir, dýnustærö 90x190 cm. Fataskápar, breidd 110 fm., hæö 184 cm. eöa 210 cm. dýpt 59 cm. Skrifpúltskápar, breidd 89 cm., hæö 184 cm., eöa 210 cm., dýpt 46 cm. Bókahilluskápar, breidd 89 cm., hæö 184 cm., eöa 210 cm., dýpt 46 cm. Skrifborð, lengd 123 cm., breidd 60 cm. Stílhrein og falleg húsgögn. Opið til kl. 10 miðvikudag og ffrá kl. 9—12 laugardag ffyrir páska. Vdrumarkaöurinn hf. Ármúla 1 A, sími86112.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.