Morgunblaðið - 22.04.1978, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.04.1978, Qupperneq 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK V 82. tbl. 65 árg. LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Rússar skutu á farþega- vélina frá S-Kóreu Vélin brotlenti á ísilögðu vatni, 2 létust og 13 slösuðust Washington, Moskvu, Seoul, 21. apríl. Reuter. AP. SOVÉZKAR orrustuvélar skutu á suðurkóreanska farþegaflugféla af gerðinni Boeing 707 og neyddu hana til að lenda eftir að Boeing- vélin hafði farið inn í sovézka iofthelgi. Svo sagði í tilkynningu öryggisráðgjafa Carters forseta, Brzezinskis, í kvöld eftir að ýmsar fréttir höfðu verið sendar út um málið og var það lengi fram eftir degi afar óljóst og mótsagnakennt. Enn hafa sovézk stjórnvöld ekki staðfest að þau hafi neytt vélina til að lenda, heldur sagt að hún hafi að líkindum villzt inn í sovézka lofthelgi og síðan brotlent. Sovét- menn hafa staðfest að vélin hafi lent þar og segja að farþegar fái að fara heim hið fyrsta. I tilkynningu Brzezinskis sagði að tveir farþegar væru látnir og tveir alvarlega slasaðir. Samtals hefðu þrettán hlotið einhver meiðsli. Ráðgjafinn skýrði málið ekki í neinum smáatriðum og sagðist ekki vita gjörla um skot- hríðina á vélina né heldur um þjóðerni hinna látnu. Japanskar Myndin er af Kim Chang Kyu, flugstjóra á KAL-flugvélinni Boeing 707, sem var á leið frá París til Alaska. heimildir sögðu að annar hinna látnu væri Japani. I Moskvu sögðu starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna þar í borg, að sovézka stjórnin hefði boðizt til að leyfa að bandarísk vél færi að sækja farþegana og áhöfnina í Murmansk, 230 mílur norður af lendingarstað vélarinn- ar. Bandaríska sendiráðið hefur ekki svarað þessu og sagði tals- maður þess, að ekki hefði verið óskað eftir meðalgöngu Bandaríkj- anna. Bandarískar heimildir í Moskvu sögðu, að embættismenn sendiráðsins hefðu fengið fregnir af því frá sovézkum embættis- mönnum, að vélin sem lenti á ísilögðu stöðuvatni væri nokkuð skemmd. I fréttum frá Seoul í kvöld sagði að suður-kóreönsk vél af sömu gerð og sú sem fyrir óhappinu varð væri að leggja af stað til Helsinki í Finnlandi til að vera tilbúin að ná í farþega og áhöfn. Forseti flugfélagsins KAL, Cho Choong Hoon, var í forsvari sendinefndar- innar sem fór til Helsinki en einnig voru með vélinni læknar og hjúkrunarfólk. Hann kvaðst von- ast til að engar tafir yrðu á því að farþegar og áhöfn fengju að fara leiðar sinnar. Finnska utanríkis- ráðuneytið tilkynnti í kvöld, að það væri þess albúið að veita hvers Framhald á bls. 27 Þessa nýju mynd sendu mannræningjar Aldo Moros á fimmtudag og er hann þarna með blað frá deginum áður í höndunum. Er með þessu ætlað að sanna að Moro sé enn á lífi en í gærkvöldi lá ekki fyrir úrskurðurinn um hvort myndin væri ósvikin. Fresturinn, sem mannræningarnir hafa nú gefið, rennur út kl. 14 í dag, laugardag. Oryggisráðið ræddi ránið á Aldo Moro Mannræningjarnir hafa sett frest til kl. 2 eh. í dag yrði sleppt tafarlaust úr haldi. Young er forseti Öryggisráðsins nú í aprílmánuði. í kvöld var tilkynnt af hálfu ríkisstjórnar Ítalíu eða flokks Moros, Kristilega demókrataflokksins, að eingin breyting yrði á afstöðunni til þeirra krafna sem ræningjar Mores hafa sett fram og væri þeim vísað á bug. Þeir segjast gefa stjórninni frest til kl. 14 síðdegis á morgun, laugardag. Ef ekki verði gengið að kröfum þeirra, muni Moro verða tekinn af lífi segir í tilkynningunni frá Rauðu herdeildinni. óuiiis Konar gerð tlugvélar og sú vél Suður-Kóreumanna sem neydd var til að lenda í Sovétríkjunum. Rómaborg 21. apríl. AP. í KVÖLD var haldinn skyndi- fundur í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sem fulltrúi Bandaríkj- anna, Andrew Young, boðaði til, þar sem átti að ræða ránið á Aldo Moro og var búizt við að gerð yrði einróma samþykkt um að Moro „Engin f angelsi eða dómstóll - allir, sem óhlýðnast eda grun- samlegir þykja, eru drepnir” Kambódíuréttarhöldin hafin í Ósló: - óttalegar lýsingar flóttamanna frá Kambódíu Osló 21. aprfl Frá hlaðam. Mbl. Elínu Pálmadóttur I>RÍR flóttamenn frá Kambódíu voru yfirheyrðir við réttarhöldin í Osló síðdegis og voru sögur þeirra skelfilegar. Þeir voru Lim Pecht Kuon, flugmaður, sem starfaði við þyrluflugkennslu fyrir Rauðu khmerana og tókst að flýja 30. apríl 1976, Pam Moeun, hermaður sem flýði í apríl 1976 og skildi eftir konu og þrjú börn, og Kong Samrach, sem slapp í burtu í júní og gat lýst nákvæmlega ástandinu allan tímann eftir að Rauðu khmer- arnir tóku völdin. Einnig talaði Asíuritstjóri Readers digest, Anthony Paul, annar höfundur hinnar frægu bókar „Kamhodia, Murder of A Gentle Land“, og gerði grein fyrir því sem gcrzt hefur síðan þeirri bók lauk og sérstaklega tilraunum til uppreisnar 1976—77 sem orðrómur hefur verið um. Hefur hann safnað upplýsingum frá flótta- mönnum. Pam Moeun segir m.a. frá morðunum í Pagodunni í Thmar Trap, 5 km frá Tonle Bati, en þangað var hann fluttur ásamt konu sinni og börnum í stórum hópi fólks, sem var flutt á stórum vörubílum 3. maí 1975. Hann segir svo frá: „Klukkan 20,30 var röðin komin að okkur. Ég vakti yngsta son minn og við vorum látnir fara út úr vagninum. Um 10 verðir létu aðra verði taka við okkur, en þeir komu út úr skóginum. Þeir bundu fyrir augun á okkur og bundu hendur fullorðinna fyrir aftan bak. Það var þá að ég skildi að það átti að drepa okkur og ég spurði hvers vegna. Þeir sögðu að ég væri hermaður og ekki hægt að treysta mér. Það herti rigninguna og við fylgdum þeim holdvot, ég og kona mín og börn. Annar hópur af Rauðum khmerum kom og spurt var hvaðan ég væri og ég laug eins og venjulega að ég væri leigubílstjóri frá Phnom Pehn og kona mín gat sagt það sama, þótt hún væri skajlfandi á beinunum af ótta. Rauðu khmerarnir rifu þá af henni barnið sem hún hafði í fanginu og tóku hin tvö. Þá þrifu þeir til konu minnar og skipuðu henni að afklæðast. Mér var rétt reipi sem ég tók og var ég leiddur út að tekinni gröf. Allt í einu tókst mér að losa um hendurnar, ná Framhald á bls. 26 Stjórnarfundur Andreotti- stjórnarinnar var í dag og fjallaði um ránið á Moro enn einu sinni eftir að mynd hafði verið send af Moro þar sem hann virðist vera að lesa dagblað frá því á miðviku- daginn. Sagði í tilkynningu með myndinni að fyrri fregnir um að Moro hefði verið drepinn væru tilhæfulausar með öllu. í fréttaskeytum segir að ítalska Framhald á bls. 27 Spenna á fundum Vance og Rússa Moskvu, 21. apríl AP. Reuter. TIL talsverðra deilna og nokkurs fjarðafoks hefur komið í Moskvu í sambandi við viðræður Cyrus Vance utanríkisráðherra Banda- ríkjanna við sovézka embættis- menn um frekari tilslakanir á sviði afvopnunarmála (SALT). Þungamiðjan í deilunum er rúss- Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.