Morgunblaðið - 22.04.1978, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 22.04.1978, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1978 Skólasagan er einn þáttur í þeim margbrotna menningarvef, sem gengnar kynslóðir hafa ofið allt frá upphafi vega. íslenzk skóla- saga, allt frá landnámsöld, er nátengd lífi þjóðarinnar, baráttu hennar fyrir tilveru sinni í menn- ingarlegu og efnalegu tilliti. Tuttugasta . öldin markar að sumu leyti þáttaskil þegar rætt er um uppeldis- og skólamál á íslandi. Þessi málaflokkur, sem fram til þess tíma hafði þróast sem liður í stærri heild, fór nú í vaxandi mæli að taka á sig ýmis einkenni sjálfstæðrar þróunar. Það, sem við í dag nefnum skólakerfi, er því fyrst og fremst afsprengi tuttugustu aldarinnar. Hann hafði sterk áhrif á samferðamenn sína Einn er sá skólamaður, íslensk- ur, sem með lífi sínu og starfi er svo nátengdur skólasögu þjóðar- innar allt frá jþví um aldamót til þessa dags, að.fáir eða engir koma þar til jafnaðar. Þetta er hug- sjóna- og athafnamaðurinn Snorri Sigfússon. Hann var fulltrúi alda- mótakynslóðarinnar í þess orðs bestu merkingu, fullur af eldmóði og áræði, sem entist honum allt til hinsta dags. Líf hans og starf bar þess merki að hann hefur verið snortinn af því besta, sem íslenskt þjóðlíf átti að geyma, iðjusemi, hlýju og glöggum skilningi á því, hvernig leysa mátti hinn ýmsu vandamál, stór eða smá. Gunnar Stefánsson kemst svo að orði um Snorra í afmælisgrein 1974: „Samræður við hann hafa orðið mér líkt og að komast í persónulegt návígi við sögu þjóðarinnar á tuttugustu öld, straumfáll hennar og bylgjurót. Sjálfur hefur hann siglt mikinn, einatt krappan sjó, en heill náð landi og hjálpað til að greiða för ótöldum samferðarmönnum." 1) Þórarni Kr. Eldjárn, fóstbróður Snorra, farast svo orð í grein er hann skrifar í Tímann 1954: „Af þeim ungu mönnum, er þá voru að vaxa upp í Svarfaðardal, tel ég hiklaust að Snorri hafi verið sérkennilegastur. Ærslabelgur og öllum glaðari. Hugkvæmnin og hugdetturnar furðulegar, komu svo óvart og skringilega, að það hefði mátt var dauður maður, sem ekki veltist um af hlátri. I vinnubrögðum var áhuginn og framfarirnar með afbrigðum ... Hitt gat þó líka hent, að áhuginn bæri athyglina ofurliði, en aldrei man ég til að það kæmi að sök. Vakti aðeins græskulausan hlátur og sjálfur hló hann hjartanlegast, að skyssunum." 2) I þessari lýsingu kemur fram n hlið hins sérstæða persónuleika, sem ekki er ástæða til að sneiða hjá. En höfundur heldur áfram: „En það var líka apnar flötur á sálarlífi Snorra ... Ef um alvar- lega hluti var að ræða, ábyrgðar- starf, eða greiða skyldi fram úr vanda, þurfti ekki að óttast fljótfærni. Þá var athyglin í besta lagi.“ Það, sem gerði hann öllum kæran og eftirsóttan félaga, segir höfundur að hafi verið „gleðin, ábyrgðartilfinningin og hjarta- hlýjan." í sömu grein segir hann einnig um Snorra: „Trölltryggari vin get ég ekki hugsað mér“ Orð Þórarins Kr. Eldjárn tala sínu máli. Persónuleiki Snorra Sigfússonar var óvenjulegur og svo marg- breytilegur og heillandi, að það ætti ekki að kpma mönnum á óvart þótt þessi maður hafi haft sterk áhrif á samferðamenn sína. í framkomu hans má greina slíka fjölbreytni, að furðu sætir. Hann var prúðmenni, sem umgekkst alla af nærfærni og með hógværð. Hann var ljúfmenni, léttur í lund og hressiiegur, áhlaupamaður með sterkan vilja, raunsær, viðkvæmur og hugmyndaríkur. Til þess að varpa nokkru ljósi á þessi persónu- einkenni skulu tilfærð nokkur dæmi. Bréf hans og skýrslur hafa að geyma gagnmerkar heimildir fyrir íslenska skólasögu Eins og víða hefur komið fram er áberandi hversu mjög Snorri Sigfússon tók alvarlega öll þau störf, sem honum var falið að inna af höndum. Fátt virtist ólíkara vinnubrögðum Snorra en að kasta höndunum til verka. I hvert skipti, sem hann tók að sér tiltekið verkefni kannaði hann það ræki- lega og gerði sér grein fyrir Dr. Bragi Jósepsson: • Atburðirnir í lífi hans urðu frá fyrstu tíö dýrmætar myndir, sem hann safnaði og meöhöndlaði af virðingu og þakklæti, andlegur forði, sem geröi hann aö beim manni, sem hann var í raun. • Hann þurfti að segja öllum frá þeirri stórkostlegu opinberun að upplifa lífið sjálft, fyrir mann sem var fullur af lífsorku. • Hvar sem hann kom í skóla fylgdi pví alltaf einhver hreyfing, sem rótaöi upp í hreiöri vanans og hversdagsleikans. • Ef til vill var pað einlægnin í fari hans, sem hefur gert pað að verkum öðru fremur, að menn hlustuðu og tóku mark á pví, sem hann var a^segja. Hver var Snorri Sigfússon? ástandi þess þannig að hægt væri að benda á leiðir, sem að gagni máttu koma. Þegar Snorri sendi frá sér síðustu skýrslu sína um náms- stjórn á Norðurlandi í desember 1954 segir hann á þessa leið: „Þar sem þetta verður síðasta starfs- skýrsla mín, virðist mér tilhlýði- legt að hún verði nokkuð ítarlegri en hinar. Þykir mér rétt að rifja nokkuð upp af því hvernig þessu starfi hefir verið hagað frá fyrstu árum og fram til þessa.,, 3) Snorri gerði sér nefnilega grein fyrir, að hann hafði ekki aðeins lokið löngu dagsverki, heldur gerði hann sér grein fyrir því, að skýrslur hans frá ári til árs höfðu að geyma mikinn og gagnlegan fróðleik. Hann taldi sér því skylt að vega og meta atburðarásina í skólmál- um Norðurlands yfir allt tímabil- ið, sem hann hafði starfað þar sem námsstjóri og binda þar með endahnútinn á það hlutverk sitt, að safna gögnum um framkvæmd skólastarfsins á Norðurlandi. í þessari síðuktu skýrslu sinni vitnar hann einnig í fyrstu skýrsluna, sem hann gekk frá til fræðslumálastjóra. Þar kemur skýrt fram, að Snorri hugsaði sér að hafa glögga mynd af því viðfangsefni, sem hann hafði tekist á hendur. Þar segir: „Þá er ég hafði lofað að taka að mér eftirlit með barnafræðslunni á Norðurlandi þótti mér einsætt að hafa tal af sem allra flestum kennurum, áður en kennsla byrj- aði s.l. haust. Hóf ég því ferð um svæðið til viðtals við kennara og skólanefndir, eftir því sem við varð komið. Umræðuefnið var: Grein þossi er kafli úr úprontaóri ritiíeró dr. Brajía Jósepssonar um Snorra SÍKfússon. Ekki her að líta á ritiíorð þessa sem minninjíarjírein. enda þótt Snorri Sigfússon sé nú nýlátinns dr. Brajíi hefur unnió aó ritjjeró þessari um alllanjft skeió ojf mun hún væntanlejía hirtast í hókarformi síóar. 1. Tilgangur eftirlitsins og náms- stjórnarinnar og væntanlegar framkvæmdir í vetur. 2. Hið ytra fyrirkomulag fræðslumálanna í hreppnum og skynsamlegustu framtíðarúrræðin. 3. Hið innra starf (kennslutæknin, móðurmáls- námið, hinn þjóðlegi og andlegi þáttur í starfinu, agi og þýðing hans, bókhald skólanna, mætingar barnanna, sparifjárstarfsemi í skólum, vín og tóbak og loks nauðsyn á samstarfi heimila og skóla). Þegar þessum fundahöldum og viðræðum öllum var lokið, ritaði ég öllum kennurum á svæðinu bréf, til áréttingar og leiðbeining- ar, og minntist nokkuð á námsefni skólanna og hvaða tökum rétt mundi að taka það og á hvað bæri einkum að leggja megin áherslu, að mínum dómi. Fann ég greini- lega síðar í vetur, þá er ég heimsótti skólana, að fundahöldin og bréfið höfðu unnið gagn.“ 3). Hann þurfti að láta alla kennara landsins vita hvað hann var að gera I frásögn Snorra af því, er hann fyrst kom í skólann á Flateyri, kemur glöggt fram hve fljótur hann var til, að gera sér grein fyrir ástandinu og hvernig mátti úr bæta. Hann segir: „Skólastofa sú, sem nú hafði verið notuð s.l. ár þótti mér sem nothæf mundi reyrfast fyrst um sinn, en sá strax, að leikfimisal vantaði, og mætti þá nota minni stofuna til kennslu líka.-Þetta mundi allt geta staðið til bóta. Hugði ég nú gott til lífs og starfs þarna, því að bæði fólkið og aðstaðan öll orkaði vel á mig“4) Einlægnin leynir sér heldur ekki í þessum orðum. En þó að Snorri hafi yfirleitt verið djarfur í flestum efnum átti hann einnig til að bera sérstaka hógværð. Eftir nokkra reynslu af starfinu á Flateyri skrifar hann á þessa leið í Skólablaðið árið 1915: „En nú, þegar ég lít yfir starfið mitt mitt í vetur blöskrar mér hve veigalítið það er, hve margt er ógert af því, sem gera þarf og hve sljór maður er fyrir ábyrgðinni miklu ... En ekki ber að gefast upp. Best að kannast við brestina og reyna að bæta þá.“ 5) Það er greinilegt að Snorri gat hreinlega ekki þagað. Hann þurfti að láta alla kennara landsins vita að hann stóð í stórræðum eins og þeir reyndar allir og yfir þessu mátti ekki þaga hvort sem vel gekk eða illa. Árið 1946 skrifar hann í Heimili og Skóla> „Þótt persónuleg reynsla mín sé ekkert merkileg og síst merkilegri en margra annarra, þá er hún staðreynd fyrir mig, sem ég hef þráfaldlega hugsað um, og getur þá ef til vill einnig orðið umhugsunarefni fyrir aðra.“6)5 Snorri Sigfússon var áhlaupa- maður í öllu, sem hann tók sér fyrir hendur hvort sem það var síldarsöltun, heyskapur, sveitar- stjórnarstörf eða kennslustörf. Og alls staðar, sem Snorri tók til höndum var það sama sagan, hann var hvarvetna farinn að stjórna og skipuleggja og ekki nóg með það, heldur þurfti hann líka að segja öllum öðrum frá þeirri stórkostlegu opinberun að upplifa lífið sjálft, fyrir mann, sem var fullur af lífsorku og hafði auk þess óvenjulega skipulags- og stjórnun- arhæfileika. Atburðirnir í lífi Snorra urðu frá fyrstu tíð dýr- mætar myndir, sem hann safnaði og meðhöndlaði af virðingu og þakklæti, andlegur forði, sem gerði hann að þeim manni, sem hann var í raun. Að skynja það góða í mannlífinu Halldór Kristjánsson segir um Snorra í Tímanum 1974: „Snorri Sigfússon hefur alltaf verið áliugamaður — jafnvel ákafa- maður. Hann hefur aldrei staðið hlutlaus álengdar ... Ævi Snorra Sigfússonar sannar, að áhuginn og kappið kalíar fram kraft, sem mönnum væri annars ekki til- tækur." 7) Helgi Elíasson skrifar um Snorra í Morgunblaðið 1954 og segir: „Fjör, alvara, hugkvæmni og umhyggja fyrir góðu uppeldi og hagnýtri fræðslu barna og ung- linga hefur mótað störf hans alla tíð. Hann hefur gert sér far um að skilja samtíð sína, kynna henni sem best þjóðleg verðmæti for- tíðarinnar, gildi söngs og ljóða og siðgæðishugsjónir kristin- dómsins." 8) í formála að öðru bindi minningarits Snorra Sigfússonar segir Asgeir Ásgeirsson á þessa leið: „Hófsemi hans í dómum um samferðafólkið er áberandi, góð- vild í umgengni, áhugi á öllu sem mannlegt er. Kjarkur og dugnaður í þeim störfum, sem lífið hefur lagt honum á hendur, skín út úr hverri línu.“ 9) Eitt af einkennum Snorra var einmitt það, að bera glöggt skyn á mannkosti annarra og eiga auðvelt með að skynja það góða í mann- lífinu. Hann skildi vel hugtakið, hver er sinnar gæfu smiður. Han vildi snemma verða að manni og vandaði mjög sjálfsuppeldi sitt og lífsfarveg. Honum varð það einnig til láns, að efniviðurinn var góður og ytri aðstæður hagstæðar. Viljinn og skapfestan voru það afl, sem fremur öllu öðru gerðu hann að þeim manni, sem hann vildi verða. Víða kemur fram í ræðu hans og ritum að hann hreinlega „stúderaði" sjálfan sig niður í kjölinn og reynslu sína notar hann óspart til að miðla öðrum, sem uppalandi og skólamaður. I minningum frá æskuárunum segir hann á einum stað: „Þetta, að geta ef maður vildi, var dásamleg uppgötvun fyrir umkomulausan 12 ára snáða, sem langaði til að verða að manni." 6) Minningar sínar frá langri starfsævi meðhöndlaði Snorri sem helgan sjóð. Afstaða hans til eigin athafna mótaðist af því sjónar- miði, að allt, sem gera þurfti væri mikilvægt —< aukaatriði ekki til, og þess vegna var alltaf eitthvað stórt og mikið að gerast hvern dag. Kennarastarfið var honum einstaklega hugleikið Það er áhrifamikið að lesa orð Snorra er hann minnist gamla barnaskólahússins á Flateyri. Árið 1961 dvaldi hann á Flateyri og fékk þá að sofa í gömlu kennara- stofunni sinni þrjár nætur. „Þar leið mér vel, sem oft áður.“ 4) Um það leyti, sem hann er að hefja starf á Flateyri haustið 1912 lýkur hann bréfi til Jóns Þórarins- sonar, fræðslumálastjóra, með þessum orðum: „Svo vona ég að hamingjan gefi að ég geti unnið af alúð á Flateyri." 10) Hann vissi að hann mundi sakna Svarfaðar- dalsins, en var eigi að síður staðráðinn í því, að leggja sig allan fram á nýjum og ókunnum slóðum. Hannes J. Magnússon segir á einum stað um Snorra: „Með honum kemur alltaf einhver hressandi gustur. Hann er fullur af nýjum hugmyndum og nýjum tillögum. Hvar sem Snorri kemur í skóla fylgir því alltaf einhver hreyfing, sem rótar upp í hreiðri vanans og hversdagsleikans." n) Snorri virðist hafa haft mikla unun af því að kenna. Helstu erfiðleikarnir voru annars eðlis, það er að segja fjárhagslegir. Þannig hefur það lengst af verið hjá þeim, sem lögðu fyrir sig kennslustörf á íslandi. En jafnvel á þessum sviðum tókst Snorra að leysa vandann. I bréfi, sem hann skrifar fræðslumálastjóra 1919 segir hann á þessa leið: „Annars verð ég að segja það, að mér hefur aldrei fundist kennsla mjög erfið eða mæðusöm. og hef ég stundum verið hræddur um að ég færi skakkt eftir „veginum" þegar aðrir kvarta um mæðu ... En það er annað, sem mæðir og á ekkert skylt við kennslu." 12) Þarna á S.'> i:"’ án efa við fjármálin þótt hann segi ekki meira um það.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.