Morgunblaðið - 22.04.1978, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 22.04.1978, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAÖGARDAGUR 22. APRÍL 1978 Skel lif. kynnir plast- bát, alíslenzkan, er tek ur við af trébátunum Gkki var hann alveg fullbúinn að innan en fárra daga fr&gangsvinna eftir. Þessi bátur er einkum hugsaður til handfæraveiða. Silla HF 21 frá Skel h.f. er 2.6 tonna bátur og kostar með vél og öðrum búnaði um 3.6 milljónir króna. ÍSLENZKIR bátaframleiðendur eru ekki margir, en tveir þeirra sýna framleiðslu sína á bflasýning- unni. Gru það Skel h.f. og Mótun h.f. Á sýningarsvæði Skeljar h.f. er sýndur fyrsti báturinn sem þeir framleiða, en fyrirtækið var stofn- að á liðnu hausti. Runólfur Hall- dórsson varð fyrir svörum og veitti uppiýsingar um framleiðslunai — Það hefur tekið nokkuð mikinn tíma að koma þessari framleiðslu af stað og þessi fyrsti bátur okkar er ekki enn fullfrágenginn. Enn á eftir að ganga frá innréttingum og yfirbyggingunni að nokkru leyti, en vinna við það gæti tekið 3—4 daga og gerum við ráð fyrir að sjósetja hann skömmu eftir að sýningunni lýkur. — Þessi bátur okkar er að öllu leyti íslenzk framleiðsla, teikningin er íslenzk og ber hann nokkuð sterkan keim af hinu gamla breið- firzka lagi, en við höfum sem sagt smíðað bæði mótin og náttúrlega bátinn sjálfan. Sjómenn og aðrir sem hafa skoðað hann og þekkja til sjómennsku hafa lokið lofsorði á hann, en auðvitað vantar alla reynslu og almennilega prófun, sagði Runólfur. í fyrstunni verður framleidd þessi eina tegund hjá Skel h.f. en Runólfur kvaðst gera ráð fyrir að reynt yrði að koma stærri bát á markaðinn i framtíðinni, en fyrst yrði að fá reynslu á þessa frumsmíði. — Við stefnum að því að afgreiða allt að einum báti á viku, sagði Runólfur, en við vitum ekki hvenær við náum því markmiði. Okkur virðist áhugi fyrir bátnum mikill og erum við því bjartsýnir á viðtökurn- ar. Þessi fyrsti bátur sem nefnist Silla HF 21 er með 20 hestafla Buckvél og er ganghraði væntanlega 8—9 mílur. Verðið er um 3.6 m.kr. með véiinni svo og þeim tækjum sem gerðar eru kröfur um til að báturinn fái haffærniskírteini, en þau eru m.a. innréttaður lúkar, stýrisvél, legu- færi, lensidæla og siglingaljós og er teikning bátsins viðurkennd af siglingamálastofnun. Runólfur gat um nýjung sem Skel hefur tekið upp: — Sú nýbreytni er í okkar bát að holrúm eru öll fyllt með svonefndri úreþaneinangrun þannig að báturinn á ekki að sökkva jafnvel þótt hann fyllist af sjó. — Þennan bát er hentugt að nota fyrir hvers kyns handfæraveiðar, grásleppuveiðar o.þ.h., og jafnvel má nota hann á netum svona fyrir innanfjarðarfiskerí, sagði Runólfur. Að lokum sagðist Runólfur vera bjartsýnn á framtíð plastbáta: — þeir eiga eftir að slá trébátunum við, því öll vinna og viðhald einnig er mun minna en á trébátunum. Þessi bátur, sem framleiddur er f Englandi, kostar um 3 milljónir króna. MONRO Jón ó. Hjörleifsson situr hér frammí en þar getur verið svefnpláss fyrir tvo eða ein flatsæng. Þar er líka eldavél og afturá er einnig svefnaðstaða. Kemur að bæði fyrir margs konar notum sportmenn og aðra JÓN ó. Hjörleifsson er einn þeirra er hefur bát á sýningunni og sýnir hann enskan bát sem er framleidd- ur af Stuart Stevens Boatbuilders. Þetta er fyrsti báturinn sem Jón flytur inn, en hann sagðist eigin- lega hafa tekið „bakteríuna" er hann fór á sjó frá Sandgerði á liðnu sumri á sjóstangaveiðar. — Þessi bátur er 19 feta langur og er hann því rétt undir þeirri stærð sem siglingakunnáttu þarf til að stjórna, eins og segir í reglum þar um. Hann er innréttaður með káetu fyrir 2 eða fleiri því hægt er að setja pall eða setu milli bekkjanna þannig að þrír geta sofið í henni. Afturá er líka rými fyrir flatsæng, en þar má hafa bekki og er hægt að tjalda yfir hann allan þar með blæjunni. — Með bátnum fáum við 70 hestafla vél sem gefur honum um það bil 13—35 hnúta ferð þannig að ekki tekur lengri tíma en 15—20 mínútur að sigla uppá Akranes og um klukkutíma út að Garðskaga. Hvers konar not má einkum hafa af báti sem þessum? — Það má bregða sér á fiskirí, sagði Jón, því stutt er á miðin hér í flóanum, t.d. ýsumið og lúðumið skammt sunnan Akraness, þorskur í Garðsjónum og svo mætti lengi telja. Nú, það er líka margt fallegt að sjá á siglingu hér um nágrenni Reykja- víkur og ég held að Reykvíkingar hafi almennt ekki gert sér grein fyrir því hvað borgin hefur upp á að bjóða bæði á landi og á sjónum hér í kring. Enn má nefna einn mögu- leika, en það er að bregða sér á skelfiskveiðar í Hvalfirði, svo ég held að svona bátur geti komið að margs konar notum bæði fyrir sportmenn og aðra sem vilja e.t.v. reyna að hafa bein not af honum t.d. fyrir sjó- stangaveiði eða beint fiskirí. Báturinn sem Jón sýndi þarna á sýningunni kostar um 3 milljónir og hann má einnig fá með utanborðs- mótor sem er allt að 100 hestöflum. Honum fylgir áttaviti og dýptarmæl- ir, en annan búnað verður að panta sérstaklega t.d. talstöðvar, björgun- artæki sem Jón taldi algjörlega nauðsynlegt, ekki sízt ef nota ætti bátinn sem skemmtisiglingabát fyrir alla fjölskylduna. — segir Jón O. Hjörleifsson — Annars er mjög lítil aðstaða hér í Reykjavíkurhöfn fyrir svona báta, sagði Jón, og naumast er hvergi hægt að hafa þá. Ekki er enn ákveðið endanlega hvar smábáta- höfn verður fyrir komið í framtíð- inni og er það mjög slæmt fyrir borg eins og Reykjavík, sem er ein af fáum borgum í heiminum sem getur státað af þessu umhverfi hér og hentar svo vel til alls kyns íþrótta- mennsku á bátum og tel ég að menn séu að fá smám saman meiri og meirkáhuga á allri siglingu af þessu tagi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.