Morgunblaðið - 22.04.1978, Side 23

Morgunblaðið - 22.04.1978, Side 23
M0RGUNBLAMÐ,.L4UGARDAGUR 22. APRÍL 1978 23 Dýrmœtum listaverk- um stolið Flórens 21. apríl. AP. NOKKRUM mjðg dýrmætum listaverkum, þar á meðal mál- verkum eftir Rubens, var stolið aðfararnótt föstudags úr Pittilistasafninu í Flórens að því er lögreglan skýrði frá í dag. Þetta er einhver mesti mál- verkaþjófnaður á Ítalíu í mörg ár og kalla þeir þó ekki allt ömmú sína í þeim efnum, þar sem málverkaþjófar hafa verið mjög athafnasamir síðustu árin. Þjófarnir komust inn með því að fara upp á þak byggingarinnar og notuðu síðan kaðalstiga til að komast inn í húsið. Verkin eru metin á um 1.1 milljón dollara. Pittilistasfnið í Flórens er mjög sótt af gestum, ekki sízt erlendum ferðamönnum. Lög- regla segir að þjófabjöllukerfi hafi nýlega verið sett í safnið — en það hafi hins vegar ekki enn verið t'engt. Bretar dæma land- helgisbrjóta Plvmouth 21. apr. Reuter. SKIPSTJÓRI á spánskum tog- ara sem tekinn var að ólöglegum veiðum innan brezkrar land- helgi nýlega án þess að hafa til þess nauðsynlegt EBE-leyfi, var í dag dæmdur til þess að greiða þrjú þúsund steriingspund í sekt og 175 pund í kostnað. Spánski togarinn hélt á braut eftir að skipstjórinn Manuel Fraga hafði greitt sektina. Heimsmeist- ari hand- tekinn St. Louis, Missouri 21. apríl Reuter AP. LEON Spinks, heimsmeistari í þungavigt hnefaleika eftir að hafa sigrað Muhammed Ali, var handtekinn í Missouri í dag, og verður ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum kókaín og maríhuana. Lögregla stöðvaði Spinks vegna umferðarlagabrots og kom þá i ljós að hann hafði ekki ökuréttindi. Hann var látinn laus gegn 3.700 dollara trygg ingu og verður ákæra birt honum upp úr helginni. Ekki er Ijóst hvort mál þetta muni hafa einhver áhrif á heimsmeistara- tign Spinks. Eiturlyfin voru í litlum pok- um í bílnum. Með Spinks í bílnum var stúlka sem var einnig handtekin og bar hún á sér maríhuana. Þetta er í annað skipti sem Spinks er handtekinn í heimabæ sínum, St. Louis, síðan hann hreppti heims meistaratitilinn í þungavigt. í f.vrra skiptið var um aö ræða umferðarlagabrot og missti hann þá ökuréttindi. Sovétnjósnari rekinn í Ir an Alfred Atherton Atherton í friðarför Teheran, 21. arpíl. AP. SOVÉZKUM njósnara hefur verið vísað úr landi í íran. Hann er fjórði maðurinn sem hefur verið staðinn að því að útvega Rússum leynilegar upplýsingar á átta mánuðum að. sögn íranskra embættismanna. Njósnarinn heitir Shamirof Ebrahim Oughli og er sagður hafa starfað í skjóli sovézku flutninga- þjónustunnar í Teheran. Hann var staðinn að verki 28. marz þegar hann steig út úr sovézkum sendi- ráðsbíl og afhenti manni nokkrum pakka. Sá maður var Ali-Akbar Darakshani fyrrverandi hershöfð- ingi. Hershöfðinginn játaði seinna að hann hefði njósnað fyrir Rússa. Hann var hjartveikur og lézt í yfirheyrslum daginn eftir að hann var handtekinn. I ágúst í fyrra var Ahmed Mogharrebi hershöfðingi tekinn eftir að hann hafði njósnað fyrir Rússa í 30 ár. Hann var forseti herráðsins. Ali-Naghi fyrrverandi starfsmaður forsætisráðuneytisins var einnig handtekinn í ágúst og dæmdur til dauða fyrir njósnir í þágu Rússa, en aftökunni hefur verið frestað. Kaíró, 21. apríl. AP. Reuter. SÉRLEGUR sendimaður Carters forseta, Alfred Atherton að- stoðarutanríkisráðherra. kom í dag til Kairó til viðræðna við egypzka ráðamenn með það fyrir augum að hleypa lífi í friðartil- raunir í Miðausturlöndum. Atherton sagði við komuna að hann hefði enga bandaríska friðaráætlun meðferðis. Hann kvað Cyrus Vance utanríkisráð- herra hafa beðið sig að fara í ferðina til þess að' koma skriði á friðartilraunirnar. „Ég er ekki hingað kominn til að leggja fram tillögur," sagði Atherton. Hann ítrekaði samt að Banda- ríkjamenn mundu leggja fram sínar eigin tillögur og hugmyndir ef þeir teldu að það gæti komið að gagni. Atherton kom síðast til Egyptalands 6. marz og var síðan í förum milli Kaíró og Jerúsalems. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa meðferðis boð til Anwar Sadats forseta um að koma til Washingt- on. I Jerúsalem hefur Moshe Dayan utanríkisráðherra skýrt frá því að hann ætli að fara til Washington á þriðjudaginn til viðræðna við Vance utanríkisráðherra í því skyni að endurvekja friðartil- raunirnar í Miðausturlöndum. Hann kvað hugsanlegt að Banda- ríkjamenn skýrðu frá einhverjum tillögum og að Atherton kynni að hafa meðferðis egypzkar tillögur þegar hann kæmi til ísraels frá Egyptalandi. Aðspurður um hvort hann mundi hafa meðferðis nýjar hug- myndir til Washington sagði Dayan: „Ekkert sem er í grund- vallaratriðum ólíkt (því sem hefur áður komið fram), en við erum Framhald á bls. 28 Eurovision í kvöld: Bretland, Belgía og Luxemburg sigurstranglegust London 21. apr. AP. ÞRJU lög eru talin líklegust til að fá verðlaun í söngvakeppni sjón- varpsstöðva í Evrópu, EUROVIS- ON, þ.e. þau sem send eru í keppnina frá Belgíu, Bretlandi og Luxembourg. Keppnin mun fara fram í Palais des Congres í París á morgun, laugardag, og verður sjónvarpað beint til um 500 milljóna áhorfenda víðs vegar um heim. Brezki hópurinn heitir „Co-Co“ og flytur lag sem heitir „The bad old days“. Luxembourg sendir lagið „Parlez vous Franca- is“ og flytja það tvær stúlkur sem nefna sig Baccarra. Þriðja lagið, sem sigurstranglegast er, er flutt af höfundi, Belgíumanninum Jean Vallee, og heitir það „L‘amour ca fait chanter la vie“. Að þessu sinni senda tuttugu Evrópuþjóðir fulltrúa til söngva- keppninnar. Þetta gerðist 1975 — Fyrstu víetnömsku flóttamennirnir koma til vestur- strandar Bandaríkjanna og ósigur Suður-Víetnama vofir yfir. 1974 — Verkamannaflokkur ísraels tilnefnir Yitzhak Rabin eftirmann Goldu Meir forsætis- ráðherra. 1972 — Geimfararnir í Apollo 16, John Young og Charles Duke, ferðast níu kílómetra á fjalli á tunglinu í tunglvagni sínum. 1971 — Francois Duvalier, forseti Haiti, deyr, 64, ára gamall, og Jean-Claude Duvalier, sonur hans, verður forseti. 1945 —• Bandamenn taka Bologna á Ítalíu. 1944 — Bandamenn undir forystu MacArthurs, hershöfð- ingja ganga á land i Hollandiu, Nýju-Guineu. 1941 — Brottflutningur brezkra hersveita frá Grikk- landi hefst. 1915 — Þýzki herinn b&tir eit- urgasi í fyrsta skipti á vestur- vígstöðvunum. 1898 — Bandaríska herskipið „Nashville" tekur spænskt kaup- skip út af Key West, Florida, og fyrsta skotinu í stríði Spánverja og Bandaríkjamanna hleypt af. 1822 — Tyrkneskur floti tekur eyna Chios og fremur fjöldamorð á kristnum íbúum eða selur þá í ánauö. 1821 — Gríski patríarkinn í Konstantínópei veginn og tyrknesk ógnarstjórn hefst í kjölfar uppreisna í Morera og fjöldamorða Grikkja á Tyrkjum. 1796 — Napoleon sigrar her Piedmont við Mondovi. 1529 — Hagsmunir Spán- verja og Portúgala á Kyrrahafi skilgreindir í Saragossa-sátt- málanum — Spánverjar afsala sér tilkalli til Mólukkaeyja. Afmæli dagsins: John Cartaret, enskur stjórnmála- leiðtogi (1690-1763) - Henry Fielding, enskur rithöfundur (1707—1754) — Immanuel Kant, þýzkur heimspekingur (1721-1804) - Madame de Staél, franskur rithöfundur (1766-1817) - Yehudi Menhuin, bandarískur fiðluleik- ari (1916—) — Kathleen Ferrier, ensk söngkona (1912-1953) - Eddie Albert, bandarískur leikari (1908--). Orð dagsins. Það er merkilegt við lífið, að ef maður neitar að sætta sig við annað en það bezta, hlotnast manni það oft. — W. Somerset Maughman, brezk- ur rithöfundur (1874—1966). Aðalhlutverkið að sjá um að „ís- lenzka greinin” falli ekki niður segir Hans G. Andersen í samtali við Morgunblaðið Hér fer á eftir frétt frá Eyjólfi Konráði Jónssyni alþingismanni um gang mála á hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Genf, ásamt viðtali við Hans G. Andersen aðalfulltrúa íslands á ráðstefnunn8. Eins og menn vita fór hér allt hægt af stað. Tvennt tafði, staða forsetans og skipulag starfa. Niðurstaðan varð sú að forsetinn, Amerasinghe, hélt áfram og sjö samninganefndir voru skipulagð- ar til að fjalla um þýðingarmestu málin, sem enn hefur ekki náðst samkomulag um. Fyrstu þrjár nefndirnar fjalla um alþjóða hafsbotnssvæðið, fjórða um að- gang landluktra og landfræði- lega afskiptra ríkja að efnahags- lögsögu annarra ríkja, fimmta um lausn deilumála um ákvarð- anir strandríkis í efnahagslög- sögunni, sjötta um ytri mörk landgrunnsins og sjöunda um afmörkun hafsvæða milli landa. ísland á fast sæti í fjórðu og Hans G. Andersen fimmtu nefnd, en hefur áheyrnar- fulltrúa í hinum fimm. Ákveðið var á allsherjarfundi að miða að því eftir því sem unnt væri að samningaviðræðum nefnda yrði lokið 25. apríl. Allsherjarþingið mundi ræða skýrslur nefndanna 26. apríl til 5. maí, endurskoðun heildaruppkasts skyldi fara fram 8. til 12. maí og loks, að allsherjar- fundur fjallaði um hið endurskoð- aða uppkast 15. til 19. maí. Unnið hefur verið eftir þessari áætlun en ekki er útlit fyrir að hún standist. Ástæðurnar eru eins og áður, hversu mörg ríki taka þátt í ráðstefnunni, og enn er miðað að því að ná samkomulagi án at- kvæðagreiðslna. Fundir eru ráðgerðir í stjórnar- nefnd ráðstefnunnar næstkomandi miðvikudag og allsherjarfundur þann sama dag til að meta stöðuna og skýrast málin þá betur. Hans G. Andersen var að því spurður hvað liði þeim málum ráðstefnunnar, sem skipta Islend- inga mestu: — Þau eru eins og fyrr réttindi landluktra og landfræðilega af- skiptra ríkja innan efnahagslög- sögunnar og ennfremur lausn deilumála varðandi ákvarðanir strandríkisins á því svæði. Varð- andi fyrra atriðið er staðan sú, að í heildaruppkastinu er greinin um að réttindi landluktra og land-' fræðilegra afskiptra taki ekki til ríkja, þar sem þjóðin byggir afkomu sína aðallega á fiskveið- um. Er sú grein í daglegu tali nefnd „íslenzka greinin" og er það að sjálfsögðu aðalhlutverk ís- lenzku sendinefndarinnar að reyna að sjá um að hún falli ekki niður. — Er nokkur hætta á því? — Innan strandríkjahópsins hafa Norðmenn lagt áherzlu á, að greininni yrði breytt þannig, að hún taki ekki einungis til landa heldur einnig landsvæða, sem byggðu af-komu sína á fiskveiðum og strandríkjahópurinn hefur tek- ið vel í það mál. Hitt er ljóst, að það orðalag yrði að falla niður, ef samkomulag kynni að stranda á því atriði, en vonandi tekst að halda greininni að öðru leyti inni. Um hitt atriðið, lausn deilu- Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.