Morgunblaðið - 22.04.1978, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1978
25
kattgreiðenda 1977?
gjöld nema 3,0% og eignarskattar
1,4%. Af óbeinu sköttunum er
sölugjald langmikilvægast og
nemur 36% heildartekna ríkis-
sjóðs eða 36,2 milljörðum króna.
Almenn aðflutningsgjöld eru
16,8% heildarteknanna eða 16,9
milljarðar króna, rekstrarhagnað-
ur A.T.V.R. 8,2% eða 8,2 milljarð-
ar króna, launaskattur 5,9% eða
5,9 milljarðar króna, sérstakt
vörugjald 5,9% eða 5,9 milljarðar
króna, innflutningsgjald af
bensíni, bifreiðum og bifhjólum
ásamt gúmmígjaldi 5,0% eða 5,1
milljarður króna, og aðrir óbeinir
skattar 6,2%.
Starfsmannaskrá
Starfsmannaskrá er nú gerð í
fjórða sinn, sbr. lög nr. 97 1974, og
er hún lögð fram miklu fyrr en
áður. Stöðugildi skv. starfsmanna-
skrá 1. janúar 1978 eru samtals
12.632.5, þar af voru æviráðnir
starfsmenn ríkisins sem svarar til
5289,9 stöðugilda, ráðningar með
a.m.k. 3 mánaða uppsagnarfresti
2789,6 stöðugilda og lausráðnir
sem svarar til 4552,97 stöðugilda.
Samkvæmt starfsmannaskrá 1.
janúar 1977 voru heildarstöðugildi
12.298.6. Aukning stöðugilda sam-
kvæmt skránni 1978 varð því 333,9
stöðugildi.
Mesta fjölgun starfsmanna er
hjá menntamálaráðuneytinu eða
136,7 stöðugildi, sem nær allt er
kennarafjölgun, og er kennara-
fjöldinn í samræmi við fjölda
nemenda og bekkjardeilda á hverj-
um tíma. Hjá dómsmálaráðuneyt-
inu hefur fjölgað um 37,1 stöðu-
gildi og munar þar mest um
Rannsóknarlögreglu ríkisins og
aðrar nýskipanir í dómsmálum.
Hjá Landhelgisgæslu hefur aftur á
móti fækkað um 13,5 stöðugildi.
Hjá heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu hefur fjölgað um
91,5 stöðugildi, sem nær allt er hjá
ríkisspítölum og stofnunum þeim
tengdúm. Þá hefur fjölgað um 33,2
stöðugiidi hjá Póst- og símamála-
stofnun en þess ber að geta, að 48
stöður eru til meðferðar hjá Póst-
og símanefnd og mun því breyt-
inga að vænta í starfsmannamál-
um stofnunarinnar.
Óheimilar stöður eru 1. janúar
1978 426,4 stöðugildi, en ónotaðar
stöður 391,7 stöðugildi og er því
um að ræða óheimilaðar stöður
umfram ónotaðar 34,7 stöðugildi.
Samkvæmt starfsmannaskrá 1.
janúar 1978 er meir en helmingur
af óheimilum stöðum á ríkisspítöl-
unum eða 254,4 af 426,4 stöðugild-
um eða 60%. Hjá Póst- og
símamálastofnun er fjöldi óheim-
illa staða 68,3 þannig að í heild er
að finna yfir 34 af öllum óheimil-
uðum stöðum hjá þessum tveim
stofnunum.
Fjármálaráðherra hefur óskað
eftir því við fjárveitinganefnd
Alþingis, að nefndin í samráði við
fjármálaráðuneytið og ríkisendur-
skoðun taki óheimilar stöður hjá
ríkisstofnunum og ríkisfyrirtækj-
um til sérstakrar skoðunar og
ráðstafanir verði gerðar, þannig
að stofnanir starfi innan heimilda.
Hlutfallsleg skipting ríkisútgjalda eftir gjalda-
tegundum
1976
40,1 %<
59
.9 %\
20,2
7,2
2,9
3,3
6,5
Ýmis
rekstrargjöld
Viöhald
Vextir
Gjaldfæröur
stofnkostnaöur
46,6 % <
Tilfærslur
53,4 %
1977
25,3
7,8
2,8
3,2
7,5
r
Artúnshöfði:
Malbikað f yr-
ir 104 millj.
kr. á þessu ári
Sý innkeyrsla 1 hverfið frá Elliðaám
Á þessu ári er áætlað að
malbika götur í Ártúnshöfða-
hverfinu fyrir 104 millj. kr. og
samkvæmt áætlun er gert ráð
fyrir að ljúka malbikunarfram-
kvæmdum í hverfinu að mestu
á næsta ári. Kom þetta fram á
fundi sem Birgir ísleifur
Gunnarsson borgarstjóri hélt
s. l. þriðjudag með Ártúns-
höfðasamtökunum. Að sögn
Kristmundar Sörlasonar, for-
manns Ártúnshöfðasamtak-
anna, ríkti mikil ánægja með
þennan fund og ljóst væri að
margt myndi batna mikið í
hverfinu á næstunni, eins og
t. d. minni hætta á umferðar-
slysum við Vesturlandsveg, þar
sem breyta ætti inn- og út-
keyrslu í hverfið.
Birgir Isleifur Gunnarsson
gerði á fundinum grein fyrir
fyrirhuguðum framkvæmdum í
Ártúnshöfðahverfinu ásamt
Þórði Þorbjarnarsyni borgar-
verkfræðingi. I samtali við
Morgunblaðið í gær sagði borg-
arstjóri: „Á þessum fundi gerð-
um við grein fyrir framkvæmd-
um í hverfinu á þessu ári og gert
er ráð fyrir að malbika í
hverfinu fyrir 104 millj. kr. og
malbikunarframkvæmdum
verður skipt á tvö ár.
Það liggur fyrir ákveðin áætl-
un um í hvaða röð göturnar
verða malbikaðar, en við buðum,
að ef meðlimir Ártúnshöfða-
samtakanna hefðu sérstakan
áhuga á að hafa aðra fram-
kvæmdaröð þá væri borgin
tilbúin að ræða það,“ sagði
Birgir Isleifur.
kvæmdinni verði ekki lokið þá,“
sagði borgarstjóri. Þá gat hann
þess að fyrirhugað væri að koma
upp gatnaljósum á mótum
Höfðabakka og Vesturlands-
vegar, en ekki væri enn búið að
tímasetja uppsetningu þeirra.
„Það verður að segjast, að
áætlun borgaryfirvalda um
framkvæmdir í Ártúnshöfða-
hverfinu, eins og borgarstjóri og
borgarverkfræðingur lögðu
hana fram á fundinum með
okkur, er mjög jákvæð. Að vísu
lagði borgarstjóri þessa áætlun
fram með þeim fyrir vara, að
nægilegt fé yrði til fram-
kvæmda, og við í Ártúnshöfða-
samtökunum erum mjög
ánægðir með heimsókn borgar-
stjóra og borgarverkfræðings,"
sagði Kristmundur Sörlason,
formaður Ártúnshöfðasamtak-
anna, þegar rætt var við hann.
Kristmundur sagði, að það
hefði komið fram í ræðu borgar-
stjóra, að ástæðan fyrir því að
malbikunarframkvæmdir í Ár-
túnshöfða væru seinna á
ferðinni en í öðrum hverfum
borgarinnar væri, að lægri
gatnagerðargjöld hefðu verið
viðhöfð við lóðaúthlutun í hverf-
inu en annars staðar, en þetta
atriði hefði verið gagnrýnt.
„Við höfum fagnað því mjög,
að Strætisvagnar Reykjavíkur
skuli nú vera farnir að ganga
inn í þetta hverfi, og eins að
Breiðhöfða verður lokað við
Vesturlandsveg, en þar hafa oft
orðið alvarleg slys. Framvegis
verður ekið inn í hverfið frá
Elliðaám og verður það til
Frá fundi borgarstjóra með aðiljum Ártúnshöfðasamtakanna.
Þá sagði borgarstjóri, að hann
og Þórður Þorbjarnarson hefðu
skýrt frá hvaða götur í hverfinu
ætti nú að lýsa og hvaða aðstoð
borgin gæti boðið upp á við
frágang lóða, en menn ættu kost
á að fá vissa fyrirgreiðslu úr
svokölluðum lóðasjóði borgar-
innar. Kvað hann # alla
fundarmenn hafa sýnt áhuga á
að reyna að gera hverfið sem
snyrtilegast úr garði.
Það er áætlað að útkeyrslan
úr Breiðhöfða út á Vesturlands-
veg hverfi, enda er hún til
bráðabirgða og meginútkeyrsla
úr þessum hluta hverfisins
verður eftir braut sem verður í
framhaldi af Bíldshöfða og
niður Ártúnsbrekkuna á svip-
uðum slóðum og gamli vegurinn
lá áður. Verður þá hægt að nota
slaufurnar við Elliðaárbrýrnar
til að komast til og frá hverfinu.
„Á ég von á að þessi leið verði
orðin fær í haust, þótt fram-
mikilla bóta,“ sagði Kristmund-
ur.
Þá sagði Kristmundur að
borgarstjóri og borgarverk-
fræðingur hefðu upplýst á fund-
inum, að umferðarljós ættu að
koma upp á mótum Höfðabakka
og Vesturlandsvegar og í fram-
tíðinni ætti að koma brú yfir
veginn þarna.
„Ef þessi áætlun stenzt, þá
erum við í Ártúnshöfðasamtök-
unum mjög ánægðir með okkar
viðskipti við borgaryfirvöld, og
viðskipti samtakanna við borg-
ina hafa í alla staði verið mjög
ánægjuleg þann stutta tíma,
sem þau hafa starfað," sagði
Kristmundur.
Að sögn Kristmundar skýrði
borgarstjóri frá því að í sumar
væri fyrirhugað að malbika
Höfðabakka niður að Dverg-
höfða, allan Hyrjarhöfðann,
Funahöfða, Breiðhöfða niður að
Stórhöfða og Bíldshöfða niður
undir Þórshöfða.