Morgunblaðið - 22.04.1978, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1978
Hvatar-fund-
ur á mánudag
HVÖT, félag
sjálfstæðis-
kvenna, efnir til
fundar í Valhöll
við Háaleitis-
braut n.k. mánu-
dag.
Frummælandi á fundinum verð-
ur Friðrik Sophusson og ræðir
hann um efnið: Hvað hefur sjálf-
stæðisstefnan fram yfir aðrar
stjórnmálastefnur? Síðan verða
umræður.
Fundurinn hefst kl. 8,30 e.h. og
er allt sjálfstæðisfólk velkomið.
Kínversk
kvikmynd
sýnd
KÍNVERSK-íslenzka menningar-
félagið og Fjalakötturinn, kvik-
myndaklúbbur framhaldsskól-
anna, efna til sýningar á kín-
verskri kvikmynd, Haihsia, í
Tjarnarbæ klukkan 15 í dag.
Myndin fjallar um líf og starf
fiskimanna á smáeyju við strönd
Kínaveldis. Efnisúrdráttur verður
afhentur við innganginn.
Norrænir
bakarar
þinga hér-
lendis
SÍÐDEGIS á sunnudag eru
væntanlegir til landsins norrænir
bakarar og kökugerðarmenn
ásamt mökum sínum, alls um 125
manns. en fyrirhugað er að halda
ráðstefnu norrænna bakarameist-
ara á Hótel Sögu, þar sem
gestirnir munu búa.
Samkvæmt upplýsingum Gísla
Ólafssonar, bakarameistara, eru
Danir fjölmennastir í þessum
hópi. Fundir verða haldnir á Hótel
Sögu, en að auki eru ráðgerðar
ferðir fyrir ráðstefnugesti til
Þingvalla, austur í sveitir og til
Vestmannaeyja. Hópurinn mun
síðan halda utan aftur á föstu-
dagsmorgun.
Fríkirkjan:
Höklarnir
ófundnir
HÖKLARNIR þrír, sem teknir
voru úr Fríkirkjunni í Reykjavík
hinn 20. mars s.l. hafa enn ekki
komið í leitirnar. Höklar þessir
hafa ómetanlegt gildi fyrir kirkj-
una. Einn þeirra hefur verið
notaður af prestum safnaðarins
frá upphafi, annan gaf Hjalti
Jónsson, skipstjóri og útgerðar-
maður, Fríkirkjunni árið 1949.
Ekki verður séð að unnt sé að
koma höklunum í verð, og heitir
safnaðarstjórnin á fólk að hafa
augun opin og láta rannsóknarlög-'
regluna vita ef það gæti gefið
einhverjar upplýsingar um hvar
þeir séu niður komnir.
— S.Í.F.
Framhald af bls. 48
þeirra stærðar- og gæðafiokka,
Sem vanalega væru seldir til
Grikklands, Italíu og Spánar.
Til Ítalíu hefðu verið seld 1800
tonn áður og þar að auki hefðu
nýlega verið gerðir sarnningar um
sölu á 1500 2000 tonnum, auk
þess sem Italir keyptu meíra í
haust að ölium líkindum, ef um
verð semdist. „Við töldum , hins
vegar ekki rétí að sernja um meira
magn á þessu ;tigi," sagði Friðrik.
Fyrr á árinu var gengið frá
samningum við Spánvterja um sölu
á 6000—7000 tonnum og nú ný-
verið á 700 tonnum til Grikklands.
Það voru þeir Tómas Þorvaldsson,
stjórnarformaður S.Í.F., og fram-
kvæmdastjórarnir Friðrik Pálsson
og Helgi Þórarinsson sem gengu
frá þessum samningum
Að sögn Friðriks Pálssonar eru
samningarnir við framangreind
þrjú lönd hliðstæðir þeim, sem
verið hafa undanfarin ár og það
sama væri að segja um afskipun-
arskilmála.
„Samið var um talsvert aukið
hlutfall af svokölluðum tvö fiski.
Ennfremur féjfckst nokkru hærra
verð en áður, en þar sem enn
vantar upp á að söluverð nái
viðmiðunarverði úr Verðjöfnunar-
sjóði, þá kemur lítill hluti verð-
hækkunarinnar til framleiðenda,
en minnkar hins vegar greiðslur
úr Verðjöfnunarsjóði," sagði Frið-
rik.
Þegar Friðrik var inntur nánar
eftir viðræðum við Portúgala sagði
hann: „Það hafa ekki verið viðræð-
ur við Portúgali nýlega, þar sem
fyrir dyrum stendur koma portú-
galskrar viðskiptanefndar til ís-
lands eftir helgi. En ég vona að
framhald geti orðið á saltfiskvið-
ræðunum mjög fljótlega.
Það er kannski rétt að ítreka
það, að oft hefur dregist fram á
vordaga að ganga frá sölum á
vertíðarfiski til hinna ýmsu við-
skiptalanda, en hér er um sérstak-
ar ástæður að ræða, eins og alþjóð
er kunnugt, þ.e. hinn mikla halla
á viðskiptum Portúgals við ís-
land.“
— Undanþágur
Framhald af bls. 48
milli þessara tveggja húsa.
Þá er undanþágubeiðni komin
frá Sölusambandi íslenzkra fisk-
framleiðenda um afgreiðslu salt-
fisks til Spánar — eins og getið er
í annarri frétt í Morgunblaðinu í
dag. Guðmundur sagði að þessari
beiðni hefði enn ekki verið svarað,
en hann benti á, að allmargir
saltfiskverkendur hefðu þegar
samið við aðildarfélög VMSÍ og
taldi hann að SÍF gæti tekið fisk
frá þessum aðilum til þess að
flytja á Spánarmarkað. Kvað hann
allt annað gilda í saltfiskverkun en
frystiiðnaðinum, þar sem stöðvun
væri víða yfirvofandi.
— íþróttir
Framhald af bls. 47.
Jóhannsson léku ekki með Fram
að þessu sinni.
Haukarnir léku þennan leik rétt
sæmilega, sóttu sig er á leið
leikinn og sýndu ágæta baráttu í
lokin. Besti maður Hauka var
Þorlákur Kjartansson markvörð-
ur.
Mörk Franti Arnar Guðlaugsson
7, Atli Hilmarsson 4, Sigurbergur
Sigsteinsson 4, Jens Jensson 2,
Pétur Jóhannsson 1, Magnús
Sigurðsson 1.
Mörk Ilaukai Elías Jónasson 4,
Sigurður Aðalsteinsson 4, Stefán
Jónsson 3, Sigurgeir Marteinsson
3, Árni Hermannsson 3, Þórir
Gíslason 2, Ólafur Jóhannsson 2,
Svavar Geirsson 2.
-þr.
— Viðskipta-
nefnd
Framhald af bls. 48
neytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu
sagði í samtali við'Morgunblaðið í
gær, að viðskiptanefndn sem
hingað kæmi væri undir forsæti
Fernado Reino sendiherra
Portúgals á íslandi, en hann hefur
aðsetur í Ósló. Sagði Þórhallur að
sendiherrann kæmi á mánudag, og
nokkrir fylgdarmenn, en aðrir
nefndarmenn kæmu á þriðjudag.
Þórhallur kvað fundina með
Portúgölum hefjast á Hótel Holti
á miðvikudag og ættu að standa
fram á fimmtudag. Sagði hann, að
eins og margoft hefði komið fram
í fjölmiðlum hefðu íslenzk stjórn-
völd lagt sig fram við að auka
viðskipti við Portúgali og reynt að
auka þau eftir mætti, en ekki væri
hægt að skipa mönnum að gera
neitt þar sem hér væru frjáls
viðskipti. Portúgalir reyndu nú að
fá íslendinga til meiri viðskipta á
sviði virkjana, skipasmíða og
skipaviðgerða, en þetta væru
atriði, sem skiptu milljónum
króna í hvert sinn. Því væri ekki
að neita að íslendingar hefðu
aukið innkaup sín frá Portúgal að
undanförnu og væri skemmst að
minnast olíu- og bensínsamnings,
sem ríkisstjórnin hefði gert við
Portúgali.
— Sækir um
undanþágu
Framhald af bls. 48
á 15—20 höfnum hér heima og
eftir er að lesta skipið. Því er
nauðsynlegt að fá svar við undan-
þágubeiðninni, sem fyrst," sagði
Friðrik.
Þá sagði Friðrik að það gerðist
æ erfiðara að fá innflutningsleyfi
fyrir saltfisk til Spánar og teldi
hann það alvarlegt mál, ef ekki
yrði hægt að skipa út saltfisknum
á næstunni, nú þegar leyfið væri
fyrir hendi. Þar við bættist að
saltfiskur væri mjög viðkvæmur í
meðförum og þyldi ekki langa
geymslu.
„Við höfum mikla trú á, að
Verkamannasambandið veiti
okkur undanþágu, þar sem það
hefur komið fram, að það vill ekki
valda landinu óþarfa tjóni, enda
eru framleiðendur sem þarna eiga
hlut að máli 250 og dreifðir um allt
land,“ sagði Friðrik Pálsson.
— 93 fóru
Framhald af bls. 3.
byltingarsinna, maóista, sem með
ofríki hefðu' mótmælt einhverju,
sem þeir hefðu kallað „veizluhöld".
Hins vegar vildu starfsmenn við
Sigöldu viðhalda góðum og göml-
um íslenzkum sið, sem kallaður
hefði verið gestrisni. Kvað hann
alþingismenn ávallt velkomna á
virkjunarsvæðið og ef ekki ríkis-
valdið vildi veita þeim ferðalöng-
um langt að komnum mat og
góðgerðir, þá myndu starfsmenn-
irnir tilbúnir til þess hvenær sem
væri.
— Kynna sér
Framhald af bls. 3.
íslendingar gætu orðið að liði á
eyjunum. Hafa þeir þremenningar
m.a. rætt tillögur Baldvins á
meðan þeir hafa dvalizt hér.
Gestirnir hafa skoðað frystihús,
Hafrannóknarstofnunina, haf-
rannsóknarskip, skipasmíðastöðv-
ar og í fyrradag voru þeir í
Vestmannaeyjum og í gær skoðuðu
þeir Stýrimannaskólann, Hamp-
iðjuna og fleiri fyrirtæki. Baldvin
kvað þá alls staðar hafa mætt
mikum velvilja, nema í Vinnslu-
stöðinni í Eyjum, þar sem einn
verkstjóranna nánast varpaði
þeim á dyr. Stungu móttökurnar í
Vinnslustöðinni mjög í stúf við
móttökur í Fiskiðjunni, þar sem
gestunum var tekið með kostum og
kynjum og þeim boðið í mat. Þá
tóku forystumenn bæjaryfirvalda
einnig mjög vel á móti gestunum
og tók bæjarstjórinn sér frí frá
daglegu amstri til þess að annast
gestina.
— Stjórnarskrár-
nefnd
Framhald af bls. 48
slegið -á frest. í upphafi þings
hafi ríkisstjórnin lýst yfir þeim
vilja sínum að efna til viðræðna
þingflokka um ofangreind mál.
Einhverjar viðræður hafi farið
fram, en engan árangur borið,
m.a. vegna þess að stjórnar-
skrárnefnd hefur engum tillög-
um .skilað og virðist að mestu
óstarfhæf. Af þessum ástæðum
telji allsherjarnefnd s.þ. rétt að
núverandi stjórnarskrárnefnd
verði leyst frá störfum og skipuð
verði ný nefnd með ákveðnara
verkSvið, eins og tekið er fram
í tillögugreininni.
Allsherjarnefnd, sem stendur
Öll að þessari tillögu, er þann
veg skipuð: Ellert B. Schram (S),
formaður, Jón Skaftason (F),
varaformaður, Jón Helgason
(F), fundarskrifari, Ólafur G.
Einarsson (S), Jónas Árnason
(Abl), Magnús T. Ólafsson
(SFV).
í stjórnarskránefnd eru:
Hannibal Valdimarsson, for-
maður, Emil Jónsson, Ragnar
Arnalds, Gunnar Thoroddsen,
Ingólfur Jónsson, Tómas Árna-
son og Sigurður Gissurarson.
— Viðræður
Framhald af bls. 48
væri það í lagi frá hendi vinnuveit-
ena.
Guðmundur J. Guðmundsson
kvað það hafa vakið furðu fulltrúa
Verkamannasambandsins að af-
staða Vinnumálasambands sam-
vinnufélaganna hafi verið efnis-
lega hin sama og Vinnuveitenda-
sambands ísllands, þar sem vara-
formaður Vinnumálasambandsins,
Ólafur Sverrisson, sem einnig væri
einn af stjórnarmönnum SÍS, hafi
sem hreppsnefndarmaður í Borg-
arnesi þá rétt um sama leyti verið
að ganga frá samningi hrepps-
nefndarinnar við Verkalýðsfélag
Borgarness um að bæta vísitölu-
skerðinguna frá 1. marz og meira
til. Kvað Guðmundur fátt hafa
orðið um svör hjá þeim fulltrúum
Vinnumálasambandsins, sem sátu
viðræðufundinn í gær.
— Kambódíu-
réttarhöld
Framhald af bls. 1.
bindinu af andlitinu og hlaupa
út í skóginn. Þeir skutu á eftir
mér með hríðskotabyssum en ég
féll sem betur fer í ána og þeir
misstu af mér. Eftir klukkutíma
hættu þeir að elta mig og héldu
áfram'verki sínu, hafa líklega1
talið að ég kæmist ekki langt.
En ég var vanur að skríða
langar leiðir þegar ég var í
hernum. Næsta morgun hafði ég
skreiðzt að járnbrautarteinum í
Tram Kna og faldi mig um
nóttina og tókst að flýja lengra.
Ég heyrði hræðileg óp, áður
en ég komst í burtu. Khmerarn-
ir höfðu skipt sér í þrjá 10—12
manna hópa. Sá fyrsti leiddi
fram fólkið, annar batt fyrir
augun á því og sá þriðji drap
það. Ég hef ekkert frétt af konu
og börnum, síðan ég heyrði ópin
frá fólkinu, er ég var að skríða
í burtu."
Miklar umræður urðu um
frásögn Kongs Samrachs og
spurningar voru bornar fram.
Hann lýsti ástandinu í þorpinu
þar sem hann var og var þar
enga læknisþjónustu að fá og
lítinn mat. Allt fólkið þjáðist af
taugaveiki eða beri-beri.
Síðasta ársfjórðunginn fór vagn
með uxa spenntum fyrir um
götur þorpsins á hverjum
morgni og hirti iík þeirra sem
höfðu dáið, þar eð fólkið var
orðið of veikburða til að geta séð
um að grafa ástvini sína.
Sjúklingar voru teknir inn i
sjúkrastofu og fjölskyldum var
ekki leyft að heimsækja það.
Fjölskyldur voru leystar upp og
börn og mæður og feður látin
vinna á mismunandi stöðum. í
árslok 1976 dóu um tíu fjöl-
skyldur, hver þeirra var 4—10
manns, í þorpinu. Þar voru
íbúar 800 árið 1975 en ekki nema
500 1977, þar af aðeins fjórðung-
ur karlmenn. Tala látinna var
skelfileg og fæðingar nær engar.
í ræðu rithöfundarins
Anthony Pauls kom fram að
uppreisnartilraun sem verið var
að undirbúa 1975 til 1976 fór út
um þúfur. Samkvæmt vitnum
mun upphafið hafa verið að
Phea herforingi hafði fengið nóg
af grimmdarskap félaga í 116.
herdeild kommúnista. Enn einn
flóttamaður sagði frá hrotta-
skap eins Rauðu khmeranna er
hann drap mann með því að
binda hendur fyrir aftan bak,
slá á hálsinn á honum með haka,
rista upp kviðinn og taka lifrina
og láta grilla hana handa sér í
hermannaeldhúsinu. Phea
byrjaði þá að tala við félaga sína
um að þeir yrðu að bjarga
byltingunni fráAnka Leou eða
miðstjórninni í Phnom Penh.
Rakti Anthony Paul hvernig
undirbúningurinn var um allt
land. Var haft samband við
hópa um allt land en á miðju ári
1976 virðist stjórnin hafa
komist að samsærinu og byrjaði
hreinsanir, sem hafa staðið yfir
allt fram á þennan dag. Voru
yfirmenn þorpa fjarlægðir og
nýir menn komu í staðinn og
uppreisnarmenn sendu boð um
að nú yrði hver að bjarga sér.
Hafa hreinsanirnar innan
Rauðu khmeranna verið geysi-
mikiar. Pot Pol forsætisráð-
herra hefur líka gefið þetta í
skyn í ræðu í útvarpinu í Phnom
Penh þar sem hann talar um
óvinina innan raða Rauðu
khmeranna. Um mitt ár 1977
virtist enginn endir á hreinsun-
um innan Rauðu khmeranna.
Allir eru drepnir því sl. þrjú ár
síðan Rauðu khmerarnir komu
til valda hafa engin fangelsi
verið í landinu og engir dóm-
stólar. „Allir grunaðir eða þeir
sem óhlýðnast eru teknir og
drepnir," sagði rithöfundurinn.
— Spenna
Framhald af bls. 1.
neska konan Irena McClellan sem
á fimmtudag hlekkjaði sig við
girðingu við sendiráð Bandaríkj-
anna í Moskvu til að vekja
athygii á málstað sínum, en henni
hefur í fjögur ár verið neitað um
leyfi til að flytjast til eiginmanns
síns sem er háskólaprófessor í
Virginíu í Bandaríkjunum.
Vance mótmælti í dag opinber-
lega við stjórnina í Kreml að
konunni skyldi ekki leyft að
flytjast til eiginmanns síns. Enn-
fremur sagði Vance það vera brot
á Helsinki-sáttmálanum að
sovézka sjónvarpið skyldi neita að
senda bandaríska fréttamynd af
handtöku Irenu McClellan við
sendiráðið og að Tass skyldi neita
að símsenda myndir af atburðun-
um.
Sovétmenn sögðu í dag, að
aðgerðir McClellans væru sviðsett
ögrun bandarískra fréttamanna
við stjórn Sovétríkjanna og tilraun
til að hindra afvopnunarviðræð-
urnar. Bandarískir embættismenn
tjáðu Reuter, að það væri ætlun
Vance að skýra Andrei Gromyko
utanríkisráðherra Sovétríkjanna
frá því, að frumorsök aðgerða
McClellans og fjaðrafoksins í
kjölfar þeirra lægi í neitun
sovézkra ráðamanna við beiðni
konunnar um að fá að fara úr
landi.
Vance og Gromyko hittust í
þrjár klukkustundir í morgun og
einnig ætluðu þeir að ræðast við í
þrjár klukkustundir síðdegis.
Leonid Brezhnev forseti Sovétríkj-
anna tekur þátt í viðræðunum á
lokadegi þeirra.
Að þessu sinni hefur Vance
brugðið á það ráð að kalla ekki til
daglegs blaðamannafundar, eins
og hann gerði þegar hann var
síðast í Moskvu vegna SALT-við-
ræðna og því hafa takmarkaðar
upplýsingar um gang viðræðna
borizt út. Bandarískir embættis-
menn sem taka þátt í viðræðunum
hafa þó látið svo um mælt að gott
andrúmsloft sé á fundunum.
Þeir segja þó að hvorugur aðili
reikni með meiri háttar árangri af.
viðræðunum að þessu sinni. Haft
er meira að segja eftir sumum
þeirra að lágmarksárangur sé í
rauninni mikill árangur þar sem
viðræðurnar snúist nú einkum um
erfið og viðkvæm viðfangsefni á
sviði afvopnunar. Haft er eftir
Vance að það sé hans skoðun að
þegar hafi verið komizt að sam-
komulagi um 90% væntanlegs
SALT-samkomulags.
Meðal þeirra mála sem upp eru
talin koma og sögð eru liður í þeim
ágreiningi sem enn ríkir á milli.
stórveldanna á sviði afvopnunar-
mála, eru mannréttindamál,
Mið-Austurlönd og íhlutun Sovét-
manna í Afríku. Þar á meðal mun
Vance bera upp mál frá McClell-
ans og neitun Tass og sovézka
sjónvarpsins um að senda frétta-
myndir til Bandaríkjanna, að sögn
bandarískra embættismanna í
Moskvu.