Morgunblaðið - 22.04.1978, Page 37

Morgunblaðið - 22.04.1978, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1978 37 — Minning — Snorri Framhald af bls. 39 ar, yrði hann af einhverjum orsökum frá að hverfa, en hann var bæði eini kennarinn og þá um leið skólastjóri. Aldursflokkarnir voru þá fjórir. Trúi menn því, að mönnum séu ásköpuð örlög og vaxandi starfs- svið, sannaðist það á Snorra. Skólabjalla mikil og þung hékk uppi undir lofti í horni skólagangs. Taug úr hc-nni hékk niður, sem í var gripið, þegar hringt var inn. Eitt sinn, þegar Snorri greip til taugarinnar, féll bjallan niður, straukst við höfuð hans, mölbraut gólfið og fór niður úr því. Snorri leit svo á, að þetta væri vísbending um, að hann ætti eftir að inna mikilvæg störf af höndum. Sú varð og raunin á. Snorri var trúmaður mikill. Hvern skóladag hóf hann með morgunbæn, sálmur var sunginn, og nemendur skiptust á að biðja faðirvorið. A sama hátt lauk hann deginum. Það fór ekki hjá því að slíkt hefði áhrif. Fjöldi nemenda sóttu’ til hans ráð og Oáðu. Það gerðu einnig heimili, og var náin samvinna milli skóla og heimila. í einkalífi sínu var Snorri hamingjumaður. Samhent og skilningsrík fyrri eiginkona hans, Guðrún Jóhannesdóttir, og glæsi- legur ærslafullur barnahópur skópu honum hina dýpstu lífsham- ingju. Seinni kona hans, Bjarnveig Bjarnadóttir, hefir síðasta aldar- fjórðung æfinnar brugðið birtu yfir líf hans méð fórnfúsri ástúð sinni. Öllum ástvinum hans er nú vottuð samúð, og með þeim eiga allir vinir þeirra sameiginlega dýran minningasjóð. Sveinbjörn Finnsson. ALLMÖRG ár eru liðin frá því að nafn Snorra Sigfússonar var letrað á spjöld sögu Blaðamanna- félags íslands. Snorri hafði áhuga á starfi blaðamanna. Hann kynntist því persónulega er sonur hans, Hauk- ur heitinn, gerðizt ungur blaða- maður og ritstjóri norður á Akureyri. Þetta samband hans við blaðamannastarfið endurnýjaðist síðar á æviskeiði Snorra, er sonarsonur hans Haukur, sonur Hauks ritstjóra, fetaði í fótspor föður síns og varð blaðamaður. Við sviplegt fráfall Hauks sonar síns ákvað Snorri að stofna sjóð. Tengja minninguna og nafn Hauks bættri menntun blaðamanna. Stofnaði Snorri sérstakan sjóð í þessu skyni: Minningarsjóð Hauks Snorrasonar, en það nafn ber sjóður þessi. Hefur hann það markmið að veita starfandi blaða- mönnum fjárhagslegan stuðning til að auka og efla starfsmenntun þeirra. Þennan sjóð bar Snorri ætíð fyrir brjósti og sýndi það í verki, svo um munaði. Er sjóðurinn í vörzlu Blaðamannafélagsins. Nokkra fundi átti ég, sem stjórnarmaður þessa sjóðs, og starfsbræður mínir, með Snorra á heimili hans og frú Bjarnveigar, vestur á Stýrimannastíg. Á þenn- an hátt kynntist ég Snorra. Á þessum fundum bar ýmislegt fleira á góma. Áhugasvið þessa aldurhnigna eldhuga var ótrúlega víðfemt. Munum við, sem þannig kynntumst Snorra, minnast þess- ara funda. Kynni við slíka menn eru manni eftirminnileg. Nú við ferðalok Snorra Sigfús- sonar, færa blaðamenn honum einlægar þakkir. Aðstandendum hans senda þeir samúðarkveðjur. Sv.Þ. — Söluskatts- rannsókn Framhald af bls. 2 viðskiptum ætti að fara fram. Hvort t.d. það væri vafamál, hvort greiða ætti allan söluskattinn af viðskiptum, sem færu fram með afborgunarskilmálum, eða um leið og greitt yrði af hverri upphæð. Garðar kvað ekki unnt að mynda þar neitt ágreiningsefni, þar sem reglugerð kvæði svo á um að söluskatti skyldi skila um leið og viðskiptin væru gerð og tæki hún ekki tillit til afborgunarskilmála í því efni. Hins vegar sagði Garðar að þegar reglugerðin hafi verið gefnin út, hefðu raunar aðrar aðstæður verið, bæði hefði sölu- skattur ekki verið eins hátt hlutfall af söluverði vörunnar (hann er nú 20%) og eins hefði innheimtan ekki verið eins ör yfir árið. Þá hefði söluskattur verið innheimtur tvisvar á ári, en nú væri hann innheimtur 12 sinnum á ári. Ef ætti að heimila, að söluskatt- ur yrði fyrst greiddur af útborgun í keyptan hlut og síðan af afborgunum um leið og þær yrðu greiddar, kvað hann slíkt kerfi vera erfitt í framkvæmd, sérstak- lega að því er varðar eftirlit með því að söluskattur skilaði sér til ríkissjóðs. Um efni þeirra mála, sem nú væru í rannsókn, kvað hann brot á. reglugerð að því er varðar þessi afborgunaratriði ekki vera alvarlegustu brotin. Læknaráðstefna um blódþrýsting MILLI 50 og 60 heimilislæknar sitja nú ráðstefnu í Reykjavík þar sem fjallað er um hvernig heimilis- læknar eigi að bregðast við og meðhöndla of háan bíóðþrýsting. Rætt er ma. um hvernig læknar hafa brugðist við þessu vandamáli fram að þessu og hvernig þeir eigi að gera það í framtíðinni. Ráðstefnan fer fram á vegum lyfjadeildar fyrirtækisins Imperial Chemical Industries og hófst hún í gær og stendur til sunnudags. Ráðstefnuna sitja heimilislæknar ffrá Noregi, Hollandi, Belgíu, Bret- landi og íslandi og eru fluttir fyrirlestrar og síðan starfað í umræðuhópum að loknum hverjum fyrirlestri. — Drepnir Framhald af bls. 22. sem ferst í Ródesíustríðinu sem hefur nú staðið á sjötta ár. Richard lávarður var barnabarna- barnabarn markgreifans af Salis- bury Robert Cecil sem var for- sætisráðherra Bretlands um þær mundir sem fyrstu hvítu land- nemarnir komu til Ródesíu árið 1890. Salisbury var skírð eftir honum. ♦ ♦ ♦ — Berjast saman Framhald af bls. 22. því í tilkynningunni um samkomu- lagið, þá reikna embættismenn með að verkalýðssamtökin tak- marki kaupkröfur sínar við 15% hækkun til að koma til móts við ákvarðanir stjórnvalda. Sérfræðingar sögðu í dag að þetta samkomulag fæli í sér stefnubreytingu stjórnar Begins í efnahagsmálum, en hún hefur aðhyllst hugmyndir Freedmans um frjálst markaðskerfi. Borg Grímsnesi Vignir Rúnar Hrólfur Geimsteinn Þaö veröur Geimsteinaflug aö Borg laugardagskvöld. Sætaferöir frá B.S.Í. og úr öllum áttum. Jónatan. BjB]E]E|E|E]E]E]gE]E]E]E]BlE]E]E]ElB]E][3l i SMútl | | Bingó kí. 3 í dag. | 51 Aðalvinningur vöruúttekt fyrir kr. 40.000.— 51 E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]g|E] SPONSK HATIÐ GRISAVEISLA Hótel Sögu, sunnudagskvöld 23. apríl Fegurðarsamkeppni Islands Kjörin og krýnd ungfrú Reykjavík 1978. 6. Fegurðarsamkeppni íslands. Úrslitakjör og krýning ungfrú Reykjavík 1978, fulltrúi höfuöborgarinnar í keppninni um titilinn Feguröardrottning íslands 1978. 7. BINGO. 3 glæsiiegar sólarlandaferðir eftir frjálsu vali til 8 sólarlandastaða, sem Sunna flýgur til. Aðalvinningur vetrarins ítalskur sportbíll, Alfa Romeo 8. Dans. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar og Þuríður sjá um fjörið í dansinum til kl. 1.00. 9. Enginn aögangseyrir, nema rúllugjaldið, en pantið borð tímanlega hjá yfirþjóni í síma 20221 e. kl. 16, því nú verður troöfullt á Hótel Sögu eins og ævinlega á Sunnukvöldum. kl. 19, húsið opnaö f. matargesti, sem eiga frátekin borð. Glæsileg spönsk veisla í grísaveislustíl, svínakjöt og kjúklingar fyrir aðeins kr. 2850- Guöni Þórðarson, forstjóri Sunnu segir frá hinum fjölbreyttu og spennandi ferðamögu- leikum sem bjóöast á vegum Sunnu. Ný litkvikmynd frá Spáni. Hinir óviðjafnanlegu Halli og Laddi skemmtiþætti, m.a. splunkunýtt efni. Tískusýning, feguröardrotting íslands og sýningarstúlkur frá Karon sýna sumartískuna. Óvæntur skemmtiþáttur í lok tískusýningar innar. flytja 1977 nýju Missið ekki af ódýrri og góðri skemmtun. Velkomin á Sunnuhátí

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.