Morgunblaðið - 06.05.1978, Page 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK
92. tbl. 65. árg.
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1978
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Brezhnev og
Schmidt undir-
rita 25 ára sam-
vinnusamning
^ikil mótmæli í Bonn gegn komu Brezhnevs
Bofin, 5. maí. AP. Reuter.
“kEZHNEV forseti Sovétríkj-
v’a'k \araði Vesturvcldin í dag
' Arvi,að heimurinn gæti brátt
_ aðið í kjarnorkuháli ef vopna-
aPphlaupi austurs og vesturs
HuaJ
Norður-
Kóreu:
Kínverjar eru
fylgjandi sam-
einingu Kóreu
iriL°^°' maí- Reuter, AP
*'NVERSKI Þjóöarleiötoginn,
. Ua Kuo-feng, sagöi í dag við
omuna til Pyongyang í Norð-
f-Kóreu að Kínverjar styddu
ooilshugar ótorm Norður-Kóreu-
anna um friðsamlega samein-
Hua rílt*anna ,V099Í» ■ Kóreu.
Sa9ði ennfremur aö Banda-
rJ. . ' WHIIIIBIHUI dU DdllUd-
n að vera á brott með
allan
*inn ögrandi herafla frá
Ur-K6reu og að leysa yrði
PP nerstjórn Sameinuðu pjóð-
an,na « landinu.
Hua
^ opinDerri heimsokn i
Ur"Kóreu og mun þetta vera
heimsókn æösta manns
til
Vsta
TseL ,H u,landa frá því Mao
bet. un9 fór til Moskvu árið 1957.
uta_? mun iafnframt vera fyrsta
ko" Tndsterö Hua sjál,s- Hann
tók flLerS,akri lest *ra Pekin9 °g
förjnnj °ln 24 ,,rna- Með honum '
aöstoöe^ m a' Ten9 Hsiao-ping
Huanq HM°rSæ,isráðherra °9
b,-,a.Hua utanríkisráöherra.
Hua Kereumanna fögnuðu
,eróaðis^9'r, les,in sem hann
sem J* , kom y*ir Yalu-fljótiö
H-Kóreu og Kína.
ferð H. ' Pekin9 telja að j>essi
,eröalanU\.Sé undan,ari f|eiri
til ann= kln^erskra ráöamanna
■^nnarra |anda.
linnti ekki. Brezhnev lét það
einnig koma skýrt fram, að
Sovétmenn myndu ekki fallast á
að minnka herafla sinn í Evrópu
gegn því að Bandarikjamenn
féllu frá því að framleiða nift-
eindasprengjuna svoköliuðu.
Sovétleiðtoginn lét þetta hvort
tveggja koma fram í viðræðum
sínum við Helmut Schmidt kanzl-
ara V-Þýzkalands, en Brezhnev er
nú í Bonn í fjögurra daga opin-
berri heimsókn. Mjög mikið hefur
verið um mótmæli í V-Þýzkalandi
gegn heimsókn Brezhnevs og hefur
lögreglan tekið fasta nokkra mót-
mælendur. A stærsta mótmæla-
fundinum sem haldinn var í dag í
Bonn flutti sovézki andófsmaður-
inn Pyotr Grigorenko, fyrrum
hershöfðingi í Rauða hernum,
aðalræðuna, en hann var fyrir
skemmstu sviptur sovézkum borg-
araréttindum. I ræðu sinni sagði
Grigorenko að mannréttindamál
ættu að skipa æðri sess í samskipt-
um ríkja en efnahags- og við-
skiptamál.
Brezhnev og Schmidt áttu með
sér tvo viðræðufundi í dag og að
sögn blaðafulltrúa þeirra var fyrst
Framhald á bls. 26
Brezhnev forseti Sovétríkjanna og Schmidt kanzlari Vestur-Þýzkalands
lyfta glösum í hádcgisverðarboði sem Brezhnev héit gestgjöfum sínum í
Bonn í gær. (Sfmamynd AP)
Pyotr Grigorenko, fyrrum hershöfðingi í sovézka hernum. flytur ræðu á
útifundi í Bonn þar sem hann’skoraði á Brezhnev að hætta að ofsækja
einstaka borgara í Austur-Evrópu. Fundurinn var haldinn skammt þar
frá sem Brezhnev og Schmidt áttu með sér fund. (Símamynd AP).
„Moro
verdur
tekinn
aflífi”
segir í nýrri til-
kynningu Rauðu
herdeildanna
Róm, 5. maí. Reuter, AP
RAUÐU herdeildirnar tilkynntu í
dag í bréfi sem sent var dag-
blöðunum í fjórum ítölskum
borgum. að Aldo Moro yrði
tekinn af lífi eins og ..dómstóll
alþýðunnar“ hefði ákveðið með
dómi sfnum. Orðalag tilkynn-
ingarinnar var með þeim hætti.
að ckki var ljóst hvort Moro
hefur þegar verið tekinn af lífi.
en miðað við fyrri tilkynningar
hryðjuverkasamtakanna er það
þó heldur talið óliklegt.
Þegar hin nýja yfirlýsing
hryðjuverkamannanna barst gerði
Gulio Anderotti forsætisráðherra
hlé á fundi með efnahagsráðgjöf-
um sínum og boðaði til fundar með
sínum nánustu ráðgjöfum í máli
Moros. Yfirlýsing Rauðu herdeild-
anna var birt nokkrum tímum
eftir að ítalska öryggisráðið, en í
því sitja helztu ráðherrar í ríkis-
stjórninni, hafði ákveðið að hvika
í engu frá þeirri afstöðu sinni að
semja ekki við hryðjuverkamenn-
ina undir neinum ’kringumstæð-
um.
Framhald á bls. 27
Árás S-Afríkumanna í
Angóla víða fordæmd
Viðræður um framtíð Namibíu halda áfram hjá SÞ
Pretoriu, New York, London,
, 5. maí, AP-Reuter.
ÁRÁS Suður-Afríkumanna á
stöðvar frelsishreyfingar Suð-'
vestur-Afríku, SWAPO. innan
landamæra Angóla í gær, hefur
verið fordæmd víða um heim.
Stjórnir Bandaríkjanna og Bret-
lands hafa harðíega mótmælt
þessari árás og sömuleiðis hefur
Kurt Waldheim framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna látið í
ljós áhyggjur um að árásin kunni
að spilla fyrir viðræðum um
framtíð Namibíu, eins og Suðvest-
ur-Afríka er kölluð.
Leiðtogi SWAPO kallaði
árásirnar á stöðvar samtakanna
villimannlegar, en forseti sam-
takanna lýsti því þó yfir að árásin
mundi ekki hafa áhrif á umfjöllun
Sameinuðu þjóðanna' um tillögu
vestrænna ríkja, um framtíð
Namibíu. I Suður-Afríku var því
lýst yfir að árásin hefði verið gerð
í hefndarskyni og til að bæla niður
hryðjuverkastarfsemi SWAPO
sem hefði farið mjög í vöxt
undanfarið, en Suður-Afríka væri
eins og áður hefði verið lýst yfir
S^ggk þingnefnd um þorskastríðið:
Vítir Hattersley fyrir fram-
komu við íslendinga
iI>KamaðurBÍeteyí .Aaðalsamn'
við íslenzk Jtu* ‘ Xíöræðunuln
þor.skastr'A-*,0rnvo d meðan á
5a i£2?”8t6é’ var harð-
Eomu sín'i , Vn.^fUr.. iyrir fram’
'sienzkum '*!La.fstoðu K»Knvart
f.inKnefnd llSSjlnX5ldu® a,f
útkomu Breta, skuidinni er
skellt á Hattersley.
„Hattersley virðist ekki hafa
gert sér grein fyrir hversu
alvarlegt ástand fiskstofnanna
við íslandsstrendur var. Hefði
hann tekið tillit til þess hefði
honum örugglega orðið það Ijóst
að nauðsynlegt var að minnka
sókn flota okkar á miðin við
Island. Því hefði verið hægt að
ná samningum við ísiendinga ef
afstaða Hattersleys hefði verið
.önnur,“ segir í skýrslunni.
„Með samningum við íslend-
inga hefði sókn togara frá
Fleetwood, Grimsby og Hull á
Islandsmið minnkað jafnt og
þétt. Samningar hefðu komið í
veg fyrir það áfall sem þessir
staðir urðu fyrir þegar floti
Framhald á bls. 26
reiðubúin að fallast á tillögur
Vesturlanda um Namibíu. SWAPO
hefur ekki opinberlega lýst yfir
afstöðu sinni til tillagnanna en í
þeim er gert ráð fyrir að landið
hljóti sjálfstæði fyrir árslok.
Árásir Suður-Afríku beindust
einkum að aðalstöðvum SWAPO í
námubænum Cassinga, sem er um
240 kílómetra innan landamæra
Angóla. Einnig var ráðizt á
landamærastöðvar sem eru á valdi
SWAPO-manna. Flugvélar úr loft-
her Suður-Afríku og landherinn
gerðu þessar árásir, en talið er að
3—700 hermenn úr liði S-Afríku í
Namibíu hafi tekið þátt í þeim.
Skv. tilkynningu stjórnar Suð-
ur-Afríku létu fimm hermenn lífið
en mun meira mannfall varð hjá
SWAPO-mönnum auk þess sem
aðalstöðvarnar munu hafa verið
því sem næst lagðar í rúst. Talið
er að aðgerðir þessar hafi verið
ákveðnar með litlum fyrirvara í
kjölfar skotárásar SWAPO-manna
á virkjun og aflstöðvar í Namibíu.
Stjórnvöld í Angóla hafa harð-
lega fordæmt árásina og segja að
hún hafi beinzt að flóttamanna-
búðum í Cassinga en ekki höfuð-
stöðvum SWAPO. Þessu hefur
stjórn S-Afríku mótmælt og segir
að hermenn sínir hafi náö stöðv-
unum á sitt vald og farið þar um
Framhald á bls. 27