Morgunblaðið - 06.05.1978, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 6. MAI 1978
Öskað opinberrar
rannsóknar á fésýslu
tveggja lögfræðinga
- vegna starfa fyrir verktaka-
fyrirtækið Jón V. Jónssson s.f.
JÓN V. Jónsson verktaki í Hafn-
aríirði hefur óskað eftir því við
Rannsóknarlögreglu rikisins að
hafin verði opinber rannsókn á
fésýslu og lögfræðistörfum
tveggja lögfræðinga í Reykjavík
fyrir hann og fyrirtæki hans á
árunum 1975—‘77 en á þcssu
tímabili var Jón m.a. aðalverk-
taki á Grundartanga við Hval-
fjörð.
Umræddir tveir lögfræðingar
sáu um fjármál og lögfræðiþjón-
ustu fyrir fyrirtækið Jón V.
JónSson sf á árunum 1975, 1976 og
fyrri hluta árs 1977.
Fóru fjárreiður fyrirtækisins að
stórum hluta í gegnum skrifstofu
lögfræðinganna en þeirra hlutverk
var m.a. að sjá um innheimtur og
greiða kröfur, samkvæmt
upplýsingum núverandi lög-
fræðings Jóns V. Jónssonar.
Heldur Jón því fram að sögn
lögfræðingsins að misbrestur hafi
verið á því að lögfræðingarnir
tveir hafi haldið nægilega gott
bókhald yfir fjárreiðurnar og þeir
hafi lagt fram um þær ófuilkomið
uppgjör þannig að vanti að gera
grein fyrirfjármunum. Byggir Jón
þetta á endurskoðun, sem hann
hefur látið framkvæma. Hefur Jón
ákveðið að óska eftir opinberri
rannsókn eins og að framan I
greindi. I
Guðmundur Löwe látinn
GUÐMUNDUR Löwe, fram-
kvæmdastjóri Öryrkjabandalags
Islands, lézt af völdum hjarta-
áfalls í Kaupmannahöfn að
morgni 3. maí.
Guðmundur var 59 ára, fæddur
13. febrúar 1919. I Kaupmanna-
höfn sat hann alþjóðlegan fund
um málefni öryrkja og dvaldi að
honum loknum á heimili sonar
síns, þar sem hann lézt.
Sovézkur
fjármagns-
straumur
til íslands?
TVEIR þingmenn minntust á
það á Alþingi í gær, er umræður
fóru fram um frumvarp til laga
um bann við fjárhagslegum
stuðningi erlendra aðila við
fslenzka stjórnmálaflokka, að
stórfellt fjármagnsstreymi ætti
sér stað frá Sovétríkjunum til
Vesturlanda til aðila, scm Sovét-
stjórnin teldi sér hagkvæmt að
styrkja. Kom þetta fram i máli
þingmannanna Guðmundar H.
Garðarssonar og Sighvats Björg-
vinssonar.
Guðmundur H. Garðarsson kvað
þessari starfsemi mjög vel lýst í
bók, sem héti „Styrjöldin, sem
aldrei varð“. Þar sé lýst aðferðum
kommúnista við fjármagns-
Framhald á bls. 26
'mmmm=- -
Guðmundur var kennari að
mennt, en vann alla starfsævi sína
að málefnum öryrkja. Hann var
einn af stofnendum SIBS og
starfsmaður 1946—1961, einnig
var hann einn af stofnendum
Öryrkjabandalagsins og fram-
kvæmdastjóri þess frá upphafi. Þá
var hann formaður endurhæfing-
arráðs.
Guðmundur Löwe lætur eftir sig
eiginkonu og tvö börn.
Guðmundur Löwe
Alþýðublaðið:
Kemur aftur
út í dag
„ALÞÝÐUBLAÐið kemur út á
morgun, en við vitum ekket hvað
tekur við eftir helgina, þó einhvern
veginn verði að leysa þetta fram
að kosningum," sagði Arni
Gunnarsson ritstjóri Alþýðublaðs-
ins í samtali við Mbl. í gær, en á
miðvikudag kom Alþýðublaðið
ekki út, þar sem ekki var hægt að
greiða starfsfólki laun. Arni sagði,
að í gær hefði hverjum starfs-
manni verið greiddar 50 þúsund
krónur og hefðu þeir þá fallizt á
að vinna svo að blaðið kæmi út, en
á þriðjudaginn vann starfsfólkið
aðeins dagvinnu sem ekki hrökk til
að blaðið gæti komið út.
Fimmti hverfa-
fundur borgar-
stjóra í dag
FIMMTI hverfafundur Birgis
ísleifs Gunnarssonar borgar-
stjóra verður í dag og er hann
fyrir íbúa í Austurbæ, Norður
mýri. Illíða- og Iloltahverfi.
Fundurinn verður í Domus
Medica Egilsgötu 3 og hefst
klukkan 14i30. Fundarstjóri verð-
ur Barði Friðriksson, hrl., og
fundarritarar Magnús Asgeirs-
son viðskiptafræðinemi og Rúna
Guðmundsdóttir verzlunarstjóri.
Nú er lokið við að mála togara Greenpeacc-samtakanna, sem hefur hlotið nafnið Rainbow Warrior.
Myndin var tekin af togaranum við bryggju í London. Ljósm. Ingibjörg Dagfinnsdóttir
Sendinefnd frá Green-
peace til Reykjavíkur
FULLTRUAR Greenpeace-sam-
takanna í Evrópu eru væntan-
legir til íslands um helgina í
því skyni að fá íslendinga til að
hverfa frá hvaladrápi og þá
sérstaklega á langreyði, að því
er segir í frétt sem Morgun-
blaðinu barst frá samtökunum
í gær. „Fulltrúar þessara sam-
taka hafa ekki enn haft neitt
samband við okkur í sjávarút-
vegsráðuneytinu," sagði Þórð-
ur Ásgeirsson skrifstofustjóri
þcss og varaformaður Alþjóða-
hvalveiðiráðsins þegar Morg- *
unhlaðið ræddi við hann f gær.
Þórður kvaðst vera hissa á að
fulltrúar þessara samtaka ætl-
uðu sér að fá íslendinga til að
hverfa frá veiðum á langreyði,
þar sem sá hvalastofn væri
talinn mjög stöðugur hér við
land, enda hefðu íslendingar
alltaf takmarkað sínar veiðar á
þessari tegund sem öðrum sem
þeir veiddu og þá samkvæmt
ákvörðun Alþjóðahvalveiðiráðs-
ins.“
Greenpeace-samtökin hafa nú
fest kaup á 145 feta löngum
togara, sem þau ætla með á mið
hvalveiðibátanna í byrjun júní.
Togarinn hefur hlotið nafnið
„Rainbow Warrior", og segja
Greenpeacemenn að þeir verði
með litla gúmmíbáta um borð í
togaranum, sem þeir ætla síðan
að sigla á í skotlínu hvalveiði-
bátanna. Samtökin hafa áður
beitt sömu aðferð og þá til að
koma í veg fyrir hvalveiðar
Rússa, Japana og Ástrala.
I fréttaskeyti Greenpeace seg-
ir, að samtökin muni beina
öllum sínum kröftum á næst-
unni til að stöðva hvalveiðar
Islendinga.
Gne£nPERce
GREEnPERCE
Slf TME «M».ES
1
Þessu skilti hefur verið komið fyrir á stjórnborðssíðu togarans.
Blýteinn í stað steinateins:
„Hefur haft í för með
sér byltingu á veið-
um með þorskanet”
segir Hafsteinn Sæmundsson skipstjóri á Hörpu GK
NOKKUR fjöldi netabáta er nú
farinn að nota blýtein á þorska-
netin í stað steinateins, sem
notaður hefur verið til þessa um
áratugi. Ber öllum þeim, sem
reynt hafa, saman um að blý-
teinninn hafi reynst ákaflega vel,
yfirleitt fá bátarnir miklu meiri
afla í net með þessum teini.
Skipstjóri, sem Morgunblaðið
ræddi við í gær, sagði að þessi
teinn hefði í för með sér byltingu
á þorskanetaveiðum. Bæði væri
aflinn meiri og svo væri öll vinna
minni og léttari en áður.
blýteini en með steinateini, þá
notuðu menn nærri helmingi færri
hringi á netin en áður, og í stað
13 steina væru nú notaðir 3.
„Við getum nú lagt netin hraðar
en áður, og höfum útbúið sérstaka
rennu á síðu bátsins til þess, þá
eru menh miklu fljótari að greiða
úr netunum þegar dregið er en
áður og eins slitna netin minna
með þessum teini, og því tel ég
blýteininn valda byltingu við
þorskveiðar með net,“ sagði hann.
Að sögn Hafsteins rífast menn
hreinlega um þann netablýtein,
sem fáanlegur er á marKaönum.
Bæði er hann fluttur inn og eins
er Hampiðjan farin að framleiða
hann. Blýteinn á eitt þorskanet
kostar 13—14 þús. krónur en
hefðbundinn teinn á net með
steinum kostar 3—4 þús. kr., þar
við bætast síðan fleiri hringir og
steinar en á blýteinanet og enn-
fremur fleiri hankar, þannig að
verðmunurinn er ekki eins mikill
og virðist í fljótu bragði, sagði
Hafsteinn, og bætti við að meiri
afli í þessi net væri líka fljótur að
borga stofnkostnað.
„Ég byrjaði með 15—16 net með
blýteini, þ.e.a.s ekki eina trossu,
eftir áramótin. Reynslan af
þessum teini varð svo góð, að eftir
páska bætti honum á eins mörg
net og ég hafði möguleika á,“ sagði
Hafsteinn Sæmundsson skipstjóri
á Hörpu GK frá Grindavík í
samtali við Morgunblaðið í gær.
„Að jafnaði fiskast miklu betur
í net með blýteini en með venjuleg-
um steinateini. Stundum fær
maður litlu meira, en stundum
meira en helmingi meiri afla í
blýteinanetin. Annars finnst mér
það fara eftir botnlaginu hve
aflamunurinn er mikill og hvað
sjálfan mig snertir finnst mér
fiskast áberandi betur í net með
blýteini á hörðum botni,“ sagði
Hafsteinn ennfremur.
Þá sagði Hafsteinn að þar sem
netin væru mun léttari með
Tveir piltar réðust
að litlu bami svo að
það hlaut heilahristing
SA atburður varð á Bræðra-
borgarstíg í Reykjavík um
hálfsexleytið á miðvikudag
að tveir piltar, 12 og 13 ára
gamlir, gerðu aðsúg að jafn-
öldru sinni, sem var þar á
gangi með barnakerru. I
kerrunni var systir
stúlkunnar, tveggja ára
gömul. Setti annar piltanna
fótinn fyrir kerruna svo að
hún steyptist fram og skall
andlit barnsins á harða
gangstéttina, en barnið var
ólað. niður í kerruna. Þá
slógu piltarnir ennfremur
stúlku í andlitið, sem hugðist
koma til hjálpar. Litla barn-
ið hlaut heilabristing og
talsverða áverka í andliti og
hefur það síðan verið undir
umsjá lækna.