Morgunblaðið - 06.05.1978, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1978
3
Akureyri:
Úrgangsefni frá Sambands-
verksmiðjum hindra köfun
Akureyri, 5. maí.
NÚ UM skeið hefur ailmikið
borið á því að ýmiss konar
litarefni og einhvers konar kem-
ísk efni hafi horizt til sjávar í
grennd við athafnasvæði Dráttar-
brautar Akureyrar og Slippstöðv-
arinnar hf. Ljóst er að efni þessi
koma úr skópræsi sem opnast til
sjávar fram undan Tryggvábraut
og sunnan til við umrætt svæði.
Undanfarið hafa menn verið að
ganga frá framlengingu dráttar-
brautarinnar og þar hefur m.a.
þurft að kafa í sjóinn við það verk.
Kafarar hafa stundum orðið að
hætta vinnu af því að þeir hafa
ekki séð handa sinna skil vegna
litarefna í sjónum. Þannig hafa
dagpartar og jafnvel heilir vinnu-
dagar orðið ónýtir. Einnig kvarta
kafarar og aðstoðarmenn þeirra
undan kláða á höndum og kenna
um áhrifum aðskotaefna í sjónum.
Nýlega óskaði Jóhann Gauti
Gestsson kafari eftir því , við
bæjarfógeta að hann léti kanna
þessa mengun, hver hún væri,
hvaðan hún stafaði og hvort eða
8. þing
málm- og
skipasmiða
ÁTTUNDA þing Málm- og skipa-
smiðasambands Islands hófst í
gærmorgun í Félagsheimili Kópa-
vogs, en slík þing eru haldin á 2ja
ára fresti. Þingið sitja um 80
fulltrúar frá 19 félögum víðs vegar
um land.
Samkvæmt upplýsingum Guð-
jóns Jónssonar, formanns Félags
járniðnaðarmanna mun þingið
standa um helgina. Helztu mál,
sem til umræðu verða, eru kjara-
málin, vinnuverndarmál, fræðslu-
mál sambandsins og lífeyrissjóða-
mál. Þá verður og fjallað um
reikninga sambandsins o.fl.
Stefnir syng-
ur í Egilsbúð
KARLAKÓRINN Stefnir í Mos-
fellssveit heldur tónleika í Egils-
búð í kvöld klukkan 20.30. Stjórn-
andi kórsins er Lárus Sveinsson.
Einsöng syngja Þórður Guð-
mundsson og Halldór Vilhelmsson,
en undirleikari er Guðni Þ. Guð-
mundsson. Að tónleikunum lokn-
um verður dansleikur.
hvernig ráa mætti bót á ástand-
inu. I framhaldi af því hefur farið
fram athugun á mengun þessari á
vegum bæjarfógetaembættisins en
þó hefur efnagreining sýna ekki
farið fram enn sem koniið er. Þó
þykir augljóst að efni þessi munu
vera komin frá verksmiðjum SIS
og þá helzt frá skinnaverksmiðj-
unni Iðunni, Ullarverksmiðjunni
Gefjun og ullarþvottastöðinni.
Hér mun einkum vera um að
ræða litarefni með ýmsum lit.
Einnig gætir skolvatns frá ullar-
og gæruþvotti í verksmiðjunum en
í vatninu eru m.a. sódi og bleyting-
arefni (klór) sem þaðan kemur
nær daglega og hefur svo verið
órum saman. Hér eru svipuð efni
á ferðinni og koma frá flestum
heimilum en i miklu meira magni.
Annars er ekki búið að kanna til
fulls hvort um einhver fleiri efni 1
sé að ræða.
Fyrir skömmu var garðurinn \
norðan við Dráttarbrautina lengd-
ur að mun til austurs og það hafði
þau áhrif að það sem berst til
sjávar með skolpræsinu i Tryggva-
braut skolast síður burt en áður
var og hreinsast oft ekki út í
fjörðinn á einu sjávarfalli heldur
leggst meðfram fjörunni og helzt
þar jafnvel dögum saman með
fyrrgreindum afleiðingum, óþæg-
indum og vinnutöfum.
í viðtali við Mbl. gat Ragnar
Ólason verksmiðjustjóri Iðunnar
þess, að engin leið væri fyrir
forráðamenn verksmiðjanna að
draga úr þessu frárennsli efna
þaðan, hvað þá að koma í veg fyrir
það. Að vísu væri hugsanleg sú
lausn að hreinsa allt frárennsli frá
verksmiðjunum en bæði væri það
of dýrt og tæki mjög langan tíma
að koma slíku á.
Hins vegar þyrfti að koma
skolpleiðslunni þá leið í sjó sem
fyrirhugað væri þannig að hún
opnaðist í fjörðinn miklu norðar
en nú er, þar sem straumur væri
mun meiri og sjávarskipti örari.
Fyrst þyrfti þó að færa farveg
Glerár til norðurs en með því yrði
líka núverandi mengunarvanda-
mál að mestu eða öllu úr sögunni.
Ragnar kvaðst skilja mæta vel
að við núverandi aðstæður væri
óvinnandi við köfun í námunda við
op skolpleiðslunnar svo sem í
smábátakvínni og við Dráttar-
brautina. Hann benti á þá hugsan-
legu lausn að meðan nauðsynleg
köfunarvinna færi fram yrði
skolplögnin leidd út i Glerá,
vitaskuld í samráði við heilbrigðis-
nefnd. Glerá hefði fyrrum tekið
við öllu frárennsli frá verksmiðj-
um SIS. Hins vegar væri það mál
bæjaryfirvalda en ekki stjórnenda
verksmiðjanna að segja fyrir um
hvernig eða hvar skólpleiðslur
lægju til sjávar.
Sv.P.
Fjárhags-
áætlun Hafn-
arhrepps
Höfn, Hornafirði 5. maí
FJÁRHAGSÁÆTLUN Hafnar-
hrepps hefur verið lögð fram og
eru áætlaðar tekjur 243 milljónir
króna.
Helztu tekjuliðir eru útsvör og
fasteignagjöld 194 millj. kr. Til
verkiegra framkvæmda er áætlað
að verja 50 milljónum, til bygg-
inga við gagnfræðaskóla og dag-
heimili 40 milljónir, til heilbrigðis-
og félagsmála eru áætlaðar 29
milljónir og til fræðslumála 25
milljónir. Kostnaður við sveitar-
stjórn er áætlaður 17 milljónir
króna. Yms lögboðin gjöld eru 25
milljónir og vextir og afborganir
lána 50 milljónir króna.
Tekjur og gjöld vatnsveitu eru
áætluð 42 milljónir króna og
hafnarsjóðs 53 millj. kr.
Gunnar
AUGLYSINGASIMINN ER:
224BD
Jti«r0uitblnbib
R:@
Aðalfundur og
fyrirlestur Fé-
lags áhugamanna
um heimspeki
AÐALFUNDUR Félags áhuga-
manna um heimspeki verður hald-
inn næstkomandi sunnudag 7. maí
1978, kl. 14:30 í Lögbergi, húsi
Lagadeildar H.í. Á dagskrá
fundarins eru meðal annars tillög-
ur um breytingar á lögum félags-
ins, kjör nýrra manna í stjórn, o.fl.
Félagar eru hvattir til að fjöl-
menna.
Síðasti reglulegi fyrirlestur
vetrarins verður sunnudaginn 28.
maí, kl. 14:30 í Lögbergi. Vilhjálm-
ur Árnason flytur erindi sem hann
nefnir „Siðfræði Jean-Paul
Sartres". Að erindi hans loknu
verða frjálsar umræður og fyrir-
spurnir. Fundurinn er öllum opinn
og skráðir verða nýir félagar.
(Frá Félagi áhugamanna um
heimspeki).
Hötel Sögu
sunnudaginn 7. maí
Húsiö opnaö kl. 19.00.
Samkoman hefst meö glæsilegri matar-
veislu í herragarösstíl.
Grísasteikur, kjúklingar o.fl. góögæti.
Veislumaturinn kostar aöeins 2.850.-
TISKUSYNING
ítalska tískan frá MOONS, sýningarfólk
frá KARON
UNGFRÚ REYKJAVIK 1978
Dóra Björk, hin nýkjörna feguröar-
drottning Reykjavíkur kemur fram og
sýnir tískufatnaö.
DANSSÝNING
Heiöar Ástvaldsson stjórnar skerr\mti-
legri sýningu nokkurra valdra nemenda
úr skóla sínum.
FERÐAFRETTIR
Sagt frá mörgum spennandi feröa-
möguleikum sem bjóöast í sumar á
vegum SUNNU.
Hagstæöustu feröakjörin kynnt.
s? m
YOUNG LOVE
Frábær dans-
og söngvaflokkur
skemmtir.
HAPPDRÆTTI
Samkomugestir, sem mæta fyrir kl. 20.00 fá
ókeypis happdrættismiöa þar sem vinningur er
ferö til COSTA DEL SOL 13/5 með dvöl í hinum
glæsilegu lúxusíbúðum PLAYAMAR. Vinnings-
hafi má taka meö sér gest, frítt, á kostnað
SUNNU.
FERÐABINGO
Vinningar, 3 sólarlandaferöir eftir frjálsu vali
með flugi SUNNU til 8 eftirsóttra sólarstaöa.
crrtecr
Munið að þessi
glæsilegi, ítalski
sportbíll er
aukavinningur
vetrarins
á Sunnukvöldum.
DANSAÐ
TIL KL.1
Hljómsveit Ragnars
Bjarnasonar og
Þuríður leika og
syngja m.a. vin-
sælustu lögin frá
Spáni.
PANTIÐ BORÐ
Athugiö aö gleyma ekki aö panta borö
tímanlega, því Sunnukvöld eru vinsæl og
fjölsótt.
Missið ekki af góöri og ódýrri skemmtun.
Boröapantanir hjá yfirþjóni eftir kl. 16.00 í síma
20221.