Morgunblaðið - 06.05.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1978
7
1
Verkaskipting
ríkis og
sveitarfélaga
Eitt af Þeim málum,
sem verið hefur efst á
baugi í þjóðfélagsum-
ræðu, er verkaskipting
ríkis og sveitarfélaga.
Það skiptir miklu máli, að
pessi verkaskipting sé
sem hreinust, p.e. að
sveitarfélög sjái um
ákveðin, afmörkuð verk-
efni, sem pau beri bæöi
stjórnunarlega og fjár-
málalega ábyrgð á. Fjöl-
mörg samfélagsverkefni
eru betur komin í hönd-
um sveitarstjórna en
ríkisvalds. Sú staðhæfing
styðst fyrst og fremst viö
tvær forsendur. Sveitar-
stjórnir pekkja betur en
fjarlægt ríkisvald, hverjar
eru parfir og óskir borg-
aranna og eiga pví auö-
veldara með að leysa mál
í samræmi við meiri-
hlutavilja. Heimamenn
pekkja og betur aðstæð-
ur ailar í hverju sveitarfé-
lagi og eru pví betur í
stakk búnir til að taka
ákvarðanir um, hvern veg
tiltækt fjármagn megi
nýta sem bezt. Það er
margur „grímseyjargarð-
urinn“, sem staðsettur
hefur verið gegn vilja
heimamanna að forskrift
minna kunnugra, sem
reynst hefur léleg fjár-
festing og komið borgur-
unum að litlu haldi.
En jafnhliða Því að
hyggilegt er aö auka á
sjálfstæði sveitarfélaga
með auknum verkefnum
verða pau að fá stærri
hlut af sameiginlegum
tekjum ríkis og sveitarfé-
laga, til að rísa undir
hlutverki sínu. Aukið
sjálfstæði sveitarfélaga
er og liður í sjálfsagðri
valddreifingu í pjóðfélag-
inu og lýðræðislegri
stjórnun samfélagsmála.
Flokkaskipting
og
sveitarstjórnir
Velflestar sveitar-
stjórnir hér á landi eru
kjörnar eftir flokkslínum.
Þetta hefur bæöi kosti og
galla. Sveitarstjórnarmál
eru oft óháð flokksstefn-
um, pótt pau geti einnig
á ýmsan hátt verið stór-
pólitísk. í flestum tilfell-
um fjalla sveitarstjórnir
pó um hagsmunamál
samborgara, er varða pá
á líkan hátt, hverjar sem
stjórnmálaskoðanir
peirra eru. Mikil flokka-
átök um einstök sveitar-
stjórnarmál hafa í mörg-
um tilfellum skaðað við-
komandi verkefni og
sveitarfélagið í heild.
Þegar horft er til
Reykjavíkurborgar, sem
haft hefur sterkan og
samstilltan borgarstjórn-
armeirihluta um langan
aldur, má glöggt sjá,
hverju samstaða og
ákveðin forysta getur
komið til leiöar. Það parf
engan að undra að Reyk-
víkingar hafi hafnað pví
að hverfa til veikrar borg-
arstjórnar, par sem
flokkaátök og hrossa-
kaup um hvert mál ein-
kenna afgreiðslu peirra.
Minnihlutinn í borgar-
stjórn Reykjavíkur hefur
og af fáu að státa, i stjórn
borgarinnar, öðru en
sundurpykkjunni og
samstöðuleysinu í hverju
málí. Þaö yrði raunveru-
lega „happa og glappa-
aðferð“ á stjórn borgar-
mála ef öll pau brotabrot
pyrftu að semja um hvert
mál, er kæmí til kasta
borgarstjórnar. Þetta hef-
ur flestum Reykvíkingum
verið Ijóst, hvar svo sem
peir standa í landspólitík.
Höföa til
andvaraleysis
Það sem nú hefur verið
sagt er frambjóðendum
mínnihlutaflokkanna í
borgarstjórn vel Ijóst.
Þess vegna er helzta
áróðursvopn peirra sú
staðhæfing, að núverandi
borgarstjórnarmeirihluti
sé ekki í hættu. Þess
vegna sé óhætt að greiða
Þessum eða hinum
minnihlutaflokknum at-
kvæði. Minnihlutaflokk-
arnir höfða hver í kapp
við annan til andvara-
leysis Reykvíkinga. í and-
varaleysinu eygja peir
pann möguleika að fella
borgarstjórnarmeiríhluta
Sjálfstæðisflokksins. Þeir
vita sem er að oft hefur
verið mjótt á munum í
borgarstjórnarkosningum.
Áriö 1966, pegar Sjálf-
stæðisflokkurinn hafði 9
borgarfulltrúa fyrir eins
og nú, munaði aöeins 276
atkvæðum að 8. maður
D-listans félli og par með
meirihlutinn. Ariö 1970
var munurinn enn minni
eða 224 atkvæði. Það er
pví rík ástæða til pess
fyrir Reykvíkinga að huga
vel að stöðu mála, er peir
ganga að kjörborðinu
síðar í pessum mánuði.
Meirihluti D-listans í
borgarstjórn Reykjavtkur
heldur ekki velli nema
Reykvíkingar haldi vel
vöku sinni og hver og
einn stuðningsmaöur
hans starfi ötullega pann
stutta tíma, sem til stefnu
er. Það parf fjöldasam-
starf reykvískra borgara,
lifandi og virkt, til að
halda meirihluta D-list-
ans. í pví efni getur pitt
atkvæði, pitt starf og pín
viðleitni ráðiö úrslitum.
jHpóöttr
á morgttn
GUÐSPJALL DAGSINSi
Jóh. 15.t Þogar
huKKarinn kcmur.
LITUR DAGSINSi
Ilvítur. Litur Kloóinnar.
DÓMKIRKJAN. Messa kl. 11
árd. Séra Hjalti Guömundsson.
ÁRBÆJARPRESTAKALL.
Guðsþjónusta í Safnaöarheimili
Árbæjarsóknar kl. 2 e.h. Helgi
Elíasson bankaútibússtjóri flyt-
ur ræðu. Starfsemi Gideonfé-
lagsins kynnt. Séra Guðmundur
Þorsteinsson.
ÁSPRESTAKALLi Messa kl 2
að Norðurbrún 1. Fundur i
Safnaðarfélagi Ásprestakalls
eftir messu. Veitingar. Bingó til
ágóða fyrir kirkjubygginguna.
Séra Grímur Grímsson.
BREIÐIIOLTSPRESTAKALL:
Helgistund j Breiðholtsskóla kl.
11. Ungt fólk syngur og talar.
Sóknarprestur.
BÚSTAÐAKIRKJA. Messa kl.
2. Organleikari Guðni Þ. Guð-
mundsson. Séra Ólafur Skúla-
son.
GRENSÁSKIRKJA. Guðsþjón-
usta kl. 11 (ath. breyttan
messutíma). Organleikari Jón
G. Þórarinsson. Séra Halldór S.
Gröndal.
IIALLGRÍMSKIRKJA. Messa
kl. 11. Lesmessa n.k. þriðjudag
kl. 10.30 árd. Séra Karl Sigur-
björnsson.
LANDSPÍTALINN. Messa kl.
10 'ard. Séra Ragnar Fjalar
Lárusson.
IIÁTEIGSKIRKJA. Messa kl.
11. Séra Tómas Sveinsson.
KÓPAVOGSKIRKJA. Guðs-
þjónusta kl. 2. Séra Þorbergur
Kristjánsson.
LANGIIOLTSPRESTAKALL.
Barnasamkoma kl. 10.30 árd.
Guðsþjónusta kl. 2. Safnaðar-
stjórnin.
LAUGARNESKIRKJA. Messa
kl. 11 (ath. breyttan messu-
tíma). Sóknarprestur.
NESKIRKJA. Guðsþjónusta kl.
2 e.h. Séra Frank M. Halldórs-
son. Mánudagskvöld: Samkoma
kl. 20.30 í félagsheimili kirkj-
unnar. Arnhold Rose talar og
sýnir kvikmynd frá kristilegu
starfi í Rússlandi.
FÍLADELFÍUKIRKJAN. Safn-
aðarguðsþjónusta kl. 2 síðd.
Alnienn guðsþjónusta kl. 8 síðd.
Einar J. Gíslason.
FRÍKIRKJAN Reykjavík.
Messa kl. 2 síðd. Órganisti
Sigurður ísólfsson. Séra Þor-
steinn Björnsson.
DÓMKIIiKJA Krists Konungs
í Landakoti. Lágmessa kl. 8.30
árd. Hámessa kl. 10.30 árd.
Lágmessa kl. 2 síðd. Alla virka
daga er lágmessa kl. 6 síðd.,
nema laugardaga, þá kl. 2 síðdi
í FELLAIIELLI. Biskupsmessa.
Frehen biskup flytur fyrstu
messu sína í Fellahelli og hefst
messan kl. 11 árd.
IIJÁLPRÆÐISIIERINN. Helg-
unarsamkoma kl. 11 árd. Hjálp-
ræðissamkoma kl. 20.30. Á
samkomunni tala Halldór Lár-
usson og Tony Fitzgerald, sem
starfað hefur í Ástralíu, en
starfar nú í Bretlandi.
FÆREYSKA Sjómannaheimil-
ið. Samkoma kl. 5 síðd. Johann
Olsen.
IIAFNARFJARÐARKIRKJA.
Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Bæna-
samkoma á þriðjudagskvöld kl.
8.30. Séra Gunnþór Ingason.
NJARÐVÍKURPRESTAKALL.
Sunnudagaskóli í Stapa kl. 11 og
í Safnaðarheimili Innri-Njarð-
víkurkirkju kl. 1.30 s.d. Páll
Þórðarson.
KEFLAVÍKURKIRKJA.
Sunnudagaskóli kl. 11 árd.
Sóknarprestur.
EYRARBAKKAKIRKJA.
Barnaguðsþjónusta kl. 10.30 árd.
Sóknarprestur.
STOKKSEYRARKIRKJA.
Guðþjónusta kl. 2 síðd. Ferming.
Sóknarprestur.
AKRANESKIRKJA. Barna-
samkoma kl. 10.30 árd. Lok
sunnudagaskólans. Börnin bjóði
foreldrum sínum til þátttöku.
Séra Björn Jónsson.
VANTAR ÞIG VINNIJ (n
VANTAR ÞIG FÓLK í
tP
Þl’ Al'GLÝSIR IM ALLT
LAND ÞEGAR ÞL ALG-
LÝSIR I MORGLNBLAÐINL
Hvítasunnukappreiðar
verða haldnar eins og venjulega II. hvítasunnu-
dag. Keppnisgreinar eru sem hér segir:
250 m skeið,
250 m, 350 m, og 800 m stökk
og 800 m brokk.
Gæðingakeppni í A og B flokkum
og skrásetning fyrir unglingadeildina.
Lokaskráning fer fram mánudaginn 8. maí á
skrifstofu félagsins, frá kl. 13—18.
Sími 30178.
Ath.
Gæðingar verða dæmdir laugardaginn 13. maí
kl. 14—17. Hestamannafélagid Fákur.
Dýrasýning —
Dýrasýning
Sunnudaginn 7. maí n.k. heldur
fjáröflunarnefnd Dýraspítala
Watsons hina árlegu dýrasýningu
í Laugardalshöllinni.
í ár verður sýningin ennþá stórkostlegri m.a. má nefna að Guðrún
Á. Símonar mætir með fögru liði katta, Guömundur Guömunds-
son (Gummi og Goggi) eftirherma og búktalari sér um aö
skemmta yngri kynslóðinni. Um 20 teg. hunda koma fram kl. 2
og 5, og verða þá einnig hlýðnisæfingar hunda sýndar.
Félag áhugamanna um dúfnarækt í Kópavogi sýna dúfur, sýndar
veröa yfir 12 teg. fugla, kanínur, skjaldbökur, fiskar og margt
fleira. Landsins minnsti hestur og sá stærsti veröa á útisvæöinu
og geitur með kiðlinga, einnig fá börnin aö fara á hestbak. 500
Fáksfélagar koma ríöandi kl. 3.30 og Fákskonur sjá um kaffi og
góögæti. Gunnar Eyjólfsson kynnir.
Forsala aðgöngumiða verður í Laugardalshöllinni laugar-
daginn 6. maí milli kl. 2—6.
Húsiö opnað kl. 1.30 á sunnudeginum.
Verð aðgöngumiöa kr. 500 fyrir börn og 1.000 kr.
7WHHBB vi'i
fyrir fullorðna.
Verið velkomin og styrkið gott málefni.
Fjáröflunarnefnd Dýraspítala Watsons V/^
^MMríwwHMiiiiniwwrirTf wnirfn r wwmfiwwwwaMiirfa^^
Flóamarkaður
Okkar vinsæli flóamarkaður er í dag 6. maí kl.
2 að Freyjugötu 14.
Kvenfélag Karlakórs Reykjavíkur.
Kökubazar
Kvenstúdentafélags íslands
veröur haldinn laugardaginn 6. maí kl. 2 e.h. að
Hallveigarstöðum, gengið inn frá Túngötu. Mikiö
af glæsilegum kökum.
Stjórnin.