Morgunblaðið - 06.05.1978, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1978
D-listi í
Mosfells-
hreppi
FRAMBOÐSLISTI sjálfstæðis-
manna í Mosfollshrcppi við hrepps-
nofndarkosninKarnar 28. maí naost-
komandi hofur vorið hirtur. Hann
skipa eftirtaldir rnenn:
1. Salome Þorkelsdóttir, gjaldkeri,
Reykjahlíð, 2. Jón M. Guðmundsson,
bóndi, Suður-Reykjum, 3. Bernhard
Linn, bifreiðastjóri, Merkjateigi 5, 4.
Magnús Sigsteinsson, ráðunautur,
Blikastöðum, 5. Örn Kærnested,
rafvirkjameistari, Byggðarholti 9, 6.
Uilmar Sigurðsson, viðskiptafræð-
ingur, Ásholti 3, 7. Ingunn Finnboga-
dóttir, húsmóðir, Álafossi, 8. Einar
Tryggvason, arkitekt, Miðdal, 9.
Hilmar Þorbjörnsson, varðstjóri,
Markholti 9, 10. Svanhildur Guð-
mundsdóttir, húsmóðir, Arnartanga
23, 11. Björn Baldvinsson, verktaki,
Stórateigi 25, 12. Júlíus Baidvinsson,
fulltrúi, Reykjalundi, 13. Þorlákur
Ásgeirsson, húsasmíðameistari,
Stórateigi 34 og 14. Gunnlaugur
Jóhannsson, skrifstofustjóri, Lækj-
artúni 5.
Aðalmaður til sýslunefndar er
Gunnlaugur Briem, fulltrúi, Lækjar-
túni 3, og varamaður: Jón M.
Guðmundsson, bóndi, Suður-Reykj-
um.
Salome Horkolsdóttir
Örn Kærnestod
Jón M. Guðmundsson
Hilmar Sigurðsson
Ingunn Finnbogadóttir
Einar Tryggvason
Framboðslisti Sjálfstæð-
isflokksins á Reyðarfirði
FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðisfó-
lags Reyðarfjarðar við sveitar-
stjórnarkosningar 1978. er þann-
ig skipaðun
1. Þorvaldur Aðalsteinsson bif-
vélav., 2. Jóhann P. Halldórsson
járnsmiður, 3. Kristinn Briem
skrifstofustj., 4. Hilmar Sigurjóns-
son húsasmiður, 5. Gunnar Egils-
son járnsmiður, 6. Sigurjón Ólason
verkstjóri, 7. Bóas Jónasson kokk-
ur, 8. Árni Elísson rafvirkjam., 9.
Þórir Stefánsson bifreiðarstj., 10.
Björn Þ. Jónsson verkstjóri, 11.
Sigurður Guttormsson bifreiðar-
stj., 12. Gunnar Þorsteinsson
matsmaður, 13. Jónas P. Jónsson
skipstjóri, 14. Arnþór Þórólfsson
verkamaður.
/
Anægjuleg
HIN'árloga héraðsvaka Rangadnga
var haldin í fólagshoimilinu Hvoli á
Ilvolsvelli 30. apríl s.l. og var
fjölsótt og ánægjuleg að vanda.
Meðal dagskráratriða var það
helst að ávörp fluttu Albert Jó-
hannsson, kennari í Skógum og
Kristján J. Gunnarsson, fræðslu-
stjóri í Reykjavík, samkór Rangæ-
inga og barnakór tónlistarskólans
sungu undir stjórn Friðriks Guðna
héraðsvaka
Þórleifssonar og Sigríðar Sigurðar-
dóttur, og Leikfélag Austur-Eyfell-
inga sýndi þætti úr Gullna hliðinu
eftir Davíð Stefánsson. Þá léku tveir
nemendur í tónlistarskóla Rangæ-
inga á hljóðfæri, Hanna Einarsdótt-
ir á píanó og Ingi Karl Jónsson á
klarinettu. Fjöldi Rangæinga heima
og heiman sótti vökuna og úr hópi
gesta kom fram Sigfús Halldórsson
tónskáld, sem ættaður er úr Rangár-
Rangæinga
þingi, og lék tvö frumsamin verk a
píanó við geysilega hrifningu áheyr-
enda. Að lokum skemmti tríó Helga
Hermannssonar og dansinn dunaði
fram á nótt.
Héraðsvakan er orðinn fastur
liður á félags- og menningarlnj
Rangæinga og er sótt af fo1 1
víðsvegar að. Átthagafélag Panga:
inga í Reykjavík hefur alltaf átt hlu
að samkomunni beint eða óbeint.
Hveragerði
Til sölu mjög vandað 70 m2 i næsta
nágrenni Hverageröis, stendur á 5000 m2
eignarlóö, á kyrrlátum kemmtilegum staö. Hentar
vel fyrir minni félagssamtök eöa stóra fjölskyldu.
Nánari uppl.á skrifstofu minni.
Einar Sigurðsson, hrl.
Ingólfsstræti 4, s. 16767.
16180 — 28030
Opið í dag frá kl. 1—6
Höfum til sölu m.a. íbúðir við: Kóngsbakki
Asparfell 4ra herb. 108 ferm. íbúð.
2ja og 4ra herb. fallegar íbúðir. Krummahólar
Álfhólsvegur 4ra herb. 120 ferm. íbúö.
4ra herb. um 100 ferm. íbúö. Leirubakki
Blikahólar 2ja herb. 65 ferm.
Um 90 ferm. íbúð. Sogavegur
Frakkastígur 2ja herb. ódýr íbúð.
4ra íbúða hús á eignarlóö. Skálaheiði Kóp.
Grundarfjörður Tvö einbýlishús. 3ja herb. íbúð.
Grundagerði Akureyri Nýtt einbýlishús á góðu verði. Vogar Vatnsleysuströnd
Hraunbær Einstaklingsíbúö. Hveragerði Einbýlishús. Höfum kaupendur að íbúðum í Vesturbæ, einbýl- ishúsum eða raðhúsum á Sel-
Einbýlishús, selst fokhelt. tjarnarnesi, einbýlishúsum í
Hvolsvöllur Hafnarfirði, einnig íbúðum í
Einbýlishús tilbúið. Hafnarfirði, góðum íbúðum í
Kleppsmýrarvegur Fossvogi og Háaleiti, íbúð efst
Einbýlishús. eða ofarlega í Heimunum.
SKÚLATÚN sf.
Fasteigna- og skipasala, Skúiatúni 6, 3. hæð.
Sölumenn: Esther Jónsdóttir og kvöld- og helgarsími 35130. Guömundur Þóröarson,
Róbert Arni Hreiöarsson, lögfræðingur.
Slippstöðin hcfur nú gert samning við Hilmi s.f. á Fáskrúðsfirði um smiði á 56 metra löngu nótaskipi-
Hór getur að líta útlitsteikningu af skipinu.
Góð rekstrarafkoma Slippstöðvarinnar:
Tillaga um að fjölga
starfsmönnum í 530
REKSTRARAFKOMA SIipp
stöðvarinnar á Akureyri batnaði
mikið á s.l. ári og batnaði
rekstrarstaða fyrirtækisins um
45,5 millj. kr. frá árinu 1976.
Kom þetta fram á aðalfundi
Slippstöðvarinnar h.f., scm hald-
inn var á Akureyri s.l. laugar-
dag.
Það kom fram í ársskýrslu
stjórnar að efnahagsstaða fyrir-
tækisins er nú orðin mjög traust
og með tilliti til þess, að nú er búið
að ganga frá samningi á 56 m
löngu nótaveiðiskipi er verkefna-
leg staða fyrirtækisins einnig með
betra móti. Segir að auk þess sé
mikil eftirspurn eftir ýmsum
breytingum og viðgerðum og hafi
ekki verið hægt að sinna því öllu
vegna skorts á aðstöðu og vinnu-
afli. Ofangreind nýsmíði á að fara
í framleiðslu um mitt sumar og nú
þegar eru uppi viðræður um smíði
á öðru sams konar skipi. í
ársskýrslu Slippstöðvarinnar seg-
ir að aðal áhyggjuefnið sé fjár-
mögnunin, þar sem fyrir liggi, að
öllu fjármagni Fiskveiðasjóðs og
Byggðasjóðs sé ráðstafað á þessu
ári, en ef skjóta ætti þessum
smíðum á frest væri allt eins víst
að ekkert yrði úr þeim, auk þess
sem slíkt myndi raska framleiðsl-
unni verulega með ófyrirsjáanleg-
um afleiðingum.
Þá segir að Slippstöðin standi
nú að vissu leyti á krossgötum í
sambandi við hvaða stefnu eigi að
taka í framtíðaruppbyggingu.
Ljóst sé að sú aðstaða sem nú sé
fyrir hendi sé að verða fullnýtt og
megi benda á, að dráttarbrautirn-
ar anni ekki fleiri skipum. Með
þetta í huga hafi stjórn fyrir-
tækisins ákveðið að láta gera
tillögur að nokkrum valkostum í
sambandi við uppbyggingu og
útvíkkun á starfseminni og til
þess verks ráðinn sérfræðingur
frá Svejsecentralen í Kaupmanna-
höfn, en hann hefur áöur unnið við
stöðina að ýmsum hagræðingar-
og skipulagsmálum.
Nú liggja fyrir tillögur um
þessa uppbyggingu, en meginfors-
endur eru þær að auka vinnuaflið
upp í u.þ.b. 530 manns og að
skiptingin milli nýsmíða og við-
gerða verði 50/50. Þetta hefði í för
með sér að stöðin gæti afhent þrjú
skip á ári, af þeirri stærð og gerð,
sem smiðuð hafa verið undanfarið
auk þess sem viðgerðaraðstaðan
efldist verulega.