Morgunblaðið - 06.05.1978, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1978
11
Valjterður Dan og borsteinn Gunnarsson í hlutverkum sínum.
Skjaldhamrar
í sídasta sinn
Kaffisala Kvenfé-
lags Háteigssóknar
upplýsingar um ástand auðlind-
anna, nýtingarleiðir og þjóðhags-
lega arðsemi mismunandi kosta.
Hafa ber í huga að varðveisla
landsvæða og auðlinda til síðari
tíma eða ráðstöfun þeirra í þágu
félags- og menningarlegra nota
svo sem útilífs og vísindarann-
sókna getúr verið farsæl og ekki
síður haft gildi fyrir lífskjör
landsmanna en efnahagsleg hag-
nýting.
Staðgóðar upplýsingar um á-
stand auðlinda landsins og horfur
um nýtingu þeirra geta gegnt
fjölþættu hlutverki í tengslum við
skipulags- og áætlanagerð og
ákvarðanir í efnahags- og atvinnu-
málum. Með sjíkar heildarupplýs-
ingar að bakhjalli er unnt að móta
betur þróun atvinnulifsins og
afstýra hugsanlegum áföllum í
tæka tíð. Slíkar upplýsingar má
einnig hafa að leiðarljósi til að
þróa framleiðsluaðferðir og bæta
afrakstur af auðlindunum án þess
að ofbjóða þeim.
Náttúruverndarþing 1978 felur
náttúruverndarráði að kanna við
rétta aðila möguleikana á því að
hafið verði starf í þessum anda og
með því formi og skipulagi sem
hagkvæmt kann að þykja.
Fagna umhverfis-
málafrumvarpi
Náttúruverndarþing ályktaði
um hið nýja umhverfismálafrum-
varp sem lagt hefur verið fram á
Alþingi og ræddi endurskoðun
náttúruverndarlaga.
Fagnaði þingið framkomnu
frumvarpi ríkisstjórnarinnar um
umhverfismál og gerði nokkrar
athugasemdir í samræmi við
umsögn náttúruverndarráðs um
það, m.a. að stofnað verði sjálf-
stætt umhverfismálaráðuneyti og
lagðir til þess fleiri flokkar. Verði
hins vegar að ráði að tengja
umhverfismál og félagsmál eða
aðra málaflokka saman í stjórn-
sýslunni fyrst um sinn, komi heiti
umhverfismála fram í. nafngift
viðkomandi ráðuneytis.
Fjallað var um einstakar grein-
ar náttúruverndarlaga og endur-
skoðun þeirra. Urðu einkum um-
ræður um 11. gr. og ekki allir
sammála, en samþykkt var að
leggja til að á eftir 1. málsgrein
skyldi koma: „Gangandi fólki er
heimil för um óræktuð eignarlönd
manna, og dvöl þar í því skyni að
njóta náttúrunnar, enda hafi dvöl
þess þar ekki í för með sér
óhagræði fyrir landeigendur eða
aðra rétthafa að landinu. Sé land
girt, er aðeins heimilt að fara um
hlið á girðingu eða gangstiga, þar
sem þeir eru fyrir hendi. Almenn-
ingi er frjálst að tjalda á óræktuðu
landi næturlangt, sé það ekki
sérstaklega bannað með greinilegu
merki á staðnum, enda sé í
hvívetna gætt góðrar umgengni
sbr. 13. gr. För um ræktuð lönd er
háð leyfi forráðamanna lands svo
og dvöl þar.“
Hvalveiðar og olíuleit
Ýmsar fleiri ályktanir voru
gerðar, m.a. um landmælingar,
kortagerð og fjarkönnun, um
undirbúningsrannsóknir vegna
iðnreksturs, um mengun frá iðn-
rekstri um endurnýtingu úrgangs-
efna, um framleiðslu og notkun
lífræns áburðar, um mengunareft-
irlit og mengunarvarnir, um sorp-
losun á sjó, sorphreinsun í höfnum
og notkun á plasti, um meðferð
lífrænna úrgangsefna, um skrán-
ingu og vernd söguminja, um
verndun og nýtingu gróðurmoldar,
um torfæruakstur og ýmis vélknú-
in ökutæki, um olíumengun á sjó
og um olíuborun, þar sem m.a. var
talið nauðsynlegt að farið verði
með ýtrustu varúð í olíuleit við
ísland og ýtarleg könnun fari fram
á líklegum áhrifum olíuborana,
hvort heldur er til leitar eða
vinnslu, á lífríki sjávar og þjóðfé-
lag okkar, áður en til greina kemur
að veita leyfi til olíuleitar við
landið.
Um hvalveiðar Islendinga var
ályktað að fela náttúruverndar-
ráði að gangast fyrir hlutlausri
könnun á fyrirliggjandi upplýsing-
um um hvalveiði Islendinga og
framhald á bls. 30
SKJALDHAMRAR. leikrit Jónas-
ar Árnasonar. verður sýnt í
síðasta sinn í kviild laugardaginn
G. maí og hefur þá verið sýnt
oftar á fjölum Iðnó en nokkurt
annað íslenskt verk, eða 187
sinnum. Með veigamestu hlut-
verkin í leiknum fara Þorsteinn
Gunnarsson. Valgerður Dan og
Karl Guðmundsson. leikmyndin
er eftir Steinþór Sigurðsson. en
leikstjóri er Jón Sigurbjörnsson.
Skjaldhamrar hafa vakið áhuga
leikhúsmanna víða erlendis og er
ÞÝZKI trúhoðinn Arnhold Rose.
sem uppalinn er í Sovétríkjunum.
mun halda samkomur í Reykja-
vík í vikunni. Ilann mun þar
vitna í reynslu sína og sýna
kvikmyndir. er fjalla um kristni-
líf í Rússlandi. Rose starfar í
samtökum er nefnast „Botschaft
des Friedes“. boðskapur friðar-
ins. sem hafa það að markmiði að
efla kristna trú í Sovétríkjunum.
Rose talar á eftirfarandi sam-
komum:
Sunnudagur 7. maí kl. 16 —
Kristiiegt sjómannafélag, Fálka-
götu 10.
Sunnudagur 7. maí kl. 20.30 —
Elím, Grettisgötu 62.
Mánudagur 8. maí kl. 20.30 —
Safnaðarheimili Neskirkju.
Þriðjudagur 9. maí kl. 20.30 —
Sumarskemmt-
un í Stapa
SUMARSKEMMTUN Systrafélags
Ytri-Njarðvíkurkirkju fer fram í
Stapa sunnudaginn 7. maí og hefst
kl. 20.30. Mjög er til skemmtunar-
innar vandað. Á boðstólum er
tískusýning, kaffiveitingar og
bingó. Meðal góðra vinninga er
utanlandsferð. Suðurnesjamenn
hafa í gegn um tíðina fjölmennt á
skemmtanir þeirra systranna og
vonandi verður svo nú. Allur ágóði
af henni rennur til kirkjubygg-
ingarinnar í Ytri-Njarðvík, sem
systrafélagskonurnar hafa stutt
mjög kröftuglega á undanförnum
árum. Megi þetta fórnfúsa framtak
þeirra takast með ágætum.
Páll Þórðarson.
nú verið að undirbúa sýningar á
verkinu í tveimur leikhúsum í
Póllandi, í Wroclaw og Bialystok,
þar sem það verður leikið í pólskri
þúðingu Piotr Szymanowski. Enn-
fremur eru fyrirhugaðar sýningar
á Skjaldhömrum í Luleá í Svíþjóð
og Kemi í Finnlandi, — Einnig
mun mikill áhugi hjá leikfélögum
víða úti á landi á að taka verkið
til sýningar.
— Alls hafa nú um 45
þúsund manns séð verkið hjá
Leikfélagi Reykjavíkur.
Elím, Grettisgötu 62.
Miðvikudagur 10. maí kl. 20.30 —
Hjálpræðisherinn.
Fimmtudagur 11. maí kl. 20.30 —
Safnaðarheimili Grensássóknar.
Föstudagur 12. maí kl. 20.30 —
KFUM og K og Kristniboðssam-
bandið, Amtmannsstíg 2 B.
Á MORGUN, sunnudaginn 7. maí, kl.
3 e.h. verður hin árlega kaffisala
Kvenfélags Háteigssóknar í Domus
Medica við Egilsgötu.
Ég vek athygli allra velunnara
Háteigskirkju á þessari kaffisölu. Að
vanda munu félagskonur bera fram
veitingar af alkunnri rausn, enda
notið verðugra vinsælda hinna
mörgu, er notið hafa.
Á síðast liðnu ári hóf Kvenfélag
Háteigssóknar að afla fjár til kaupa
á krikjuklukkum til Háteigskirkju.
Rann ágóðinn af kaffisölunni þá til
þessa verkefnis, en kirkjuklukkur eru
mjög dýrar og mikils fjár vant.
Ágóðinn af kaffisölunni nú verður því
varið til sama verkefnis, svo að hægt
verði að afla klukknanna sem fyrst
má verða. Þykist ég vita, að
safnaðarfólk vilji stuðla að þessu eftir
megni, enda hafa ýmsir gefið í
klukknasjóð á undanförnum árum af
kærleika og rausn.
Drög hafa þegar verið lögð að
útvegun krikjuklukkna, sem eru við
hæfi Háteigskirkju, en ekki hefir
reynzt unnt að festa kaup á þeim
ennþá vegna fjárskorts.
Ég biö alla velunnara Háteigskirkju
að bregðast vel við og fjölmenna í
Domus Medica á sunnudaginn og
leggja Kvenfélagi Háteigssóknar lið í
starfi þeirra og fórnfýsi um leið og
þeir njóta ágætra veitinga og ánægju
af því að styðja gott verk.
Arngrímur Jónsson
sóknarprestur.
Kirkjukaffi Kvenfé-
lags Grensássóknar
Kvenfélag Grensás-
sóknar heldur kaffi-
sölu sunnudaginn 7.
maí í Safnaðarheimil-
inu við Háaleitisbraut
og hefst hún kl. 3.00.
Guðsbjónusta verður
kl. 11 f.h.
Kvenfélag Grensás-
sóknar hefur frá upp-
hafi verið lifandi og
traust félag. Það er vel
skipulagt, heldur reglu-
lega fundi og þar eru
konur, sem kunna vel
til verka í félagsmálum
og unna kirkjunni af
alhug, en það hafa þær
sýnt með því að færa
kirkjunni margar veg-
legar gjafir, t.d. kirkju-
klukkur, silfurbúnað,
hökla o.fl.
Ég vil skora á allt
safnaðarfólk í
Grensássókn og aðra
velunnendur krikjunnar
að fjölmenna í
Safnaðarheimilið,
sunnudaginn 7. maí og
sýna konunum, að við
kunnum vel að meta
og þakka hið mikla og
fórnfúsa starf þeirra og
um leið efla, styðja og
styrkja kirkjuna og
safnaðarheimilið. A
boöstólnum verður
gott kaffi og mikið
úrval af kökum.
Kvenfélagskonur,
hafið þökk fyrir
dugnaðinn og Guð
blessi starf ykkar allt.
Halldór S. Gröndal
Kappræðufundur
á Egilsstöðum
Samband ungra sjálfstæöismanna og Æskulýös-
nefnd Alþýöubandalagsins efna til kappræöufund-
ar á Egilsstööum sunnudaginn 7. maí í Valaskjálf
kl. 17.
Umræðuefnið er:
Höfuöágreiningur íslenskra stjórnmála.
Efnahagsmál — utanríkismál
Fundarstjóri af hálfu S.U.S.:
Rúnar Pálsson
og ræðumenn S.U.S.:
Haraldur Blöndal
Anders Hansen
Theódor Blöndal.
Sjálfstæðisfólk á Austurlandi er eindregið hvatt til að fjölmenna
og mæta stundvíslega.
S.U.S.
Islandsmeistaramót
í fimleikum veröur í íþróttahúsi kennaraháskólans.
Laugardag 6. maí, skylduæfingar — sunnudag 7. maí, frjálsar æfingar.
Hefst kl. 15.00 báöa dagana.
Spennandi keppni — alþjóölegar keppnisreglur. Norskir yfirdómarar.
Fimleikasambandið.
Talar um kristni-
líf í Rússlandi