Morgunblaðið - 06.05.1978, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAI 1978
llbýlihurfu
í leirskriðu
ELLEFU bóndabýli hurfu af
yfirborði jarðar í mikilii leir-
skriðu í Rissa-sveit í Suð-
ur-Þrændalögum um fyrri helgi.
Ein kona iézt í náttúruhamför
unum.
Ekki þykir enn mcð öllu ljóst
hvað olli skriðunni í Rissa sem
sögð er sú mesta í Noregi frá
1893, en skriðuföil eru nokkuð
algeng þótt flcst séu smávægilcg
miðað við skriðuna i' Rissa.
Norsk blöð skýra svo frá að
jarðvegurinn hafi hreinlega
breytzt í kvikleir, líkt og kvik-
sand, sem sé mjög óstöðugur
einkum í leysingum, og þurfi ekki
ýkja mikinn hristing til að allt
fari af stað. Hafa t.d. verið uppi
getgátur um að tvær vélskóflur
hafi valdið titringi sem kom
skriðunni í Rissa af stað.
Um það bil 500 hektarar
ræktaðs lands eyðilögðust í leir-
skriðunni. Alls misstu 68 manns
heimili sín og eigur undir leirinn,
og þriggja metra flóðbylgja sem
myndaðist í aðliggjandi vatni olli
skaða á húsum í þorpum handan
vatnsins.
Þar sem leirskriðan átti upptök
sín er nú tveggja kílómetra
langur og um 300 metra breiður
aurflekkur, og stál kantsins í
hlíðinni er um 25 metrar.
I mikilli leirskriðu við Verdal í
Þrændalögum árið 1893 skriðu
fram um öó mmilljónir rúmmetra
af kvikleir, og týndu þá 112
manns lífi. Fyrr og síðar hafa
leirskriður átt sér stað í Þrænda-
lögum, en flestar smávægilegar.
Meðal þeirra stærri og afdrifa-
ríkari eru skriðurnar í Namdal
1959 og í Stjördal 1962. Stærsta
kvikleirsskriða sem sögur fara af
í Noregi rann árið 1345 í Gaul-
dalnum. Þar eyðilögðust um 50
bóndabýli og um 500 manns
létust í náttúruhamförunum.
Fremst á myndinni sést
hvar leirskriðan féll, en
hún hófst við býlið Fiss-
um (fjær). Nokkur hús í
þorpinu Leira skemmd-
ust í flóðbylgju sem
myndaðist við skriðuna. í
Fissum (nær) lézt kona í
skriðuföllunum.
Húsið sem Solvor Halten
Eriksson bjó í. Hún lézt í
leirskriðunni.
Á þessu korti sést afstaða Rissa
við Þrándheim. Einnig eru
íærðir inn á kortið þcir staðir
þar sem mestar leirskriður í
Noregi hafa orðið og getið er í
fréttinni.
Laker flýg-
ur til Los
Angeles
London, 5. maí, AP.
LAKER-flugfélagið brezka íékk í
dag leyfi til að haida uppi
áætlunarferðum milli London og
Los Angeles í Bandaríkjunum. að
því er bandan'ska flugmálaráðið
tilkynnti.
Freddie Laker, forsvarsmaður
félagsins, sagði í London í dag að
ferðirnar til Los Angeles hæfust
26. september, en þá er eitt ár liðið
frá því hann hóf j,fluglest-
ar„-ferðir til New York. Á leiðinni
verður notast við 345 sæta DC-10
flugvélar og sagðist Laker reikna
með að flytja 190.000 farþega á ári.
Járnbrautar-
slys í Madrid
Madrid 5. maí AP.
FIMMTÍU manns slösuðust í dag
þegar hemlar biluðu snögglega í
neðanjarðarjárnbrautarlest í
Madrid með þeim afleiðingum að
sex vagna lest rann stjórnlaust út
fyrir teina sína. Þetta óhapp er
eitt af mörgum líkum í Madrid
síðustu mánuði en það varð að
morgni dags þegar borgarbúar
voru að flykkjast til vinnu sinnar.
Talið er að aðeins einn hinna
slösuðu sé alvarlega meiddur.
Bók um
Biko
Höfðaborg, Suður-Afríku. 5. maí
STJÓRNSKIPAÐIR ritskoðaðar
bönnuðu í dag bók eftir þekktan
suður-afrískan fréttastjóra. sem
nú er í útlegð, Donald Woods.
Bókin heitir „Biko“ og eins og
nafnið gefur til kynna fjallar hún
meðal annars um andlát svert-
ingjaforingjans Stevens Biko í
suðurafrísku fangelsi í fyrra.
Eins og venja er við slík tækifæri
voru engar forsendur gefnar
fvrir bókarbanninu.
Steven Biko dó af heilablæðingu
þegar hann sat í gæzluvarðhaldi.
FjaHgöngu-
menn fórust
Grindelwald, Sviss, 5. maí
AP.
TVEIR tékkneskir fjallgöngu-
menn, sem reyndu að klífa
norðurtind Eigerfjalls eftir
nýrri leið, hröpuðu til bana er
þeir voru í aðeins 200 m
fjarlægð frá tindinum, en
hæsti tindur Eigers er 3.900
metra hár. Mennirnir tveir
voru í hópi sex fjallgöngu-
manna sem lögðu af stað í
þessa för fyrir þremur vikum.
Allir sex mennirnir hröpuðu og
munu hafa runnið um 1500
metra. Tveir þeirra slösuðust
og hafa verið fluttir í sjúkra-
hús en tveir sluppu lítt
meiddir.
Cameron
í London
London, 5. maí, AP
SIR Neil Cameron, yfirmaður
brezkra varnarmála, kom í dag tii
Lundúna frá Hong Kong í sérstakri
flugvél brezka flughersins. Hann
neitaði við komuna að svara
spurningum fréttamanna um þau
ummæli sín, að Rússar væru sameig-
inlegur óvinur Breta og Kínverja.
Frétzt hefur að honum hafi verið
bannað að segja nokkuð opinberlega
um þessi ummæii fyrr en hann hefur
gefið stjórnvöldum skýrslu. Ummæli
Camerons ollu fjaðrafoki í Bretlandi
og Moskvu á sinum tíma.
Sanjay
hand-
tekinn
Nýju-Delhi 5. maí AP.
SANJAY Gandhi, sonur Indiru
Gandhi fyrrv. forsætisráð-
herra, var handtekinn í dag
eftir að hæstiréttur hafði
komist að þeirri niðurstöðu að
hann hefði beitt óviðurkvæmi-
legum aðferðum til að fá vitni
til að breyta framburði sínum
í sakamáli gegn honum. Gandhi
var fluttur í Tiharfangelsið í
Nýju-Delhi, þar sem hundruð
pólitískra fanga sátu á árunum
1975—1977 þegar móðir hans
hélt í gildi undanþágulögunum
frægu.
Sanjay Gandhi er 31 árs.
Hann hefur löngum verið litinn
hornauga í Indlandi og talið er
að mál hans verði tekið fyrir
strax í byrjun næstu viku.
Gengi lækkað um
6,1% í Portúgal
Talið hefur verið nær sannað að
hann hafi sætt pyndingum.
Donald Woods sem skrifaði um
málið mjög opinskátt neyddist til
að flýja úr landi eftir að ráð-
stafanir höfðu verið gerðar gegn
honum vegna skrifa hans.
Lissabon, 5. maí. AP-Reuter.
PORTÚGALSBANKI felldi í
dag gengi myntar lands-
manna, escudos, um 6,1%. Um
leið var tilkynnt að genginu
yrði einnig leyft að síga um að
minnsta kosti 1.25% á mánuði
næstu mánuðina. ...
Akvorðun
Portúgalsbbanka er í beinu
framhaldi af samkomulagi við
Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um
ieiðir til að blása nýju lífi i
bágborinn efnahag landsins.
Fyrir einn Bandaríkjadal feng-
ust í gær 42 escudos, en miðað við
gengisfellinguna mun hann kosta
um 44,5 escudos þegar bankar í
Portúgal opna eftir helgina. Sér-
fræðingar telja að breytingin
muni auka ferðamannastraum til
Portúgals strax í sumar, en
Portúgalir fá mestar gjaldeyris-
tekjur sínar af erlendum ferða-
mönnum.
Juan Carlos Spánarkonungur er
nú í opinberri heimsókn í Portúgal
og í dag undirrituðu hann og
Antonio Ramalho Eanes forseti
Portúgals sáttmála um vináttu og
samvinnu landanna.
Þetta gerðist
1976 — Jarðskjálfti á Norðaust-
ur-ítaliu: um 900 lík finnast, 400
saknað.
1975 — Ungverski kardinálinn
Mindzenty deyr í útlegð í Róm, 83
ára gamall.
1974 — Brandt kansiari segir af
sér út af Guillaume-málínu.
1942 — Lið Bandaríkjamanna á
eynni Corregidor í Manila-fióa
gefst upp.
1932 — Paui Doumcr Frakk-
landsforseti ráðinn af dögum.
1919 — Versalaráðstefnan veitir
Bretum umboð til að stjórna
Þýzku Austur-Afríku og Suð-
ur-Afríkumönnum umboð til að
stjórna Suðvestur-Afríku.
1913 — Nikita, konungur
Montenegro, afsalar sér Skutari
sem Albanir fá.
1910 — Georg V verður konung-
ur Englands við fráfall Játvarðs
VII.
1889 — Eiffelturn opinberlega
opnaður.
1808 — Karl V Spánarkonungur
afsalar sér völdum.
1757 — Friðrik II af Prússlandi
sigrar óvinalið við Prag.
1576 — Fimmta trúarstríðinu í
Frakkiandi lýkur með friðnum í
Monsieur.
1527 — Hermenn Karls V fara
ránshendi um Róm og taka
Klemenz páfa CII tii fanga.
Bananatré
banaði 30
Dacca 5. maí, Reuter.
ÞRJÁTÍU manns létust og á
annað hundrað slösuðust
þegar ævafornt bananatré
rifnaði upp með rótum í
stormi og skall á fólksfjölda á
markaðstorgi í Jessore í suður
hlpta Bangladesh í gærkvöldi.
Afmæli Dagsinsi Sigmund Freud
austurrískur sálfræðingur
(1856—1939) Robert Peary,
bandarískur landkönnður
(1856—1920), Rabindranath Tag-
ore, indverskt skáld (1861—1941),
Orson Welies, bandarískur ieik-
ari - leikstjóri (1915 - --),
Rudolph Valentino ítalskfæddur
kvikmyndaleikari (1895—1926).
Orð dagsins. Yfirleitt eru bækur
tvenns konar: þær sem enginn les
og þær sem enginn ætti að lesa.
— H.L. Mencken bandarískur
rithöfundur (1880-1956).