Morgunblaðið - 06.05.1978, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1978
Þrjú tilboð í
Laugaveg 1
Margir sýna áhuga á Fjalakettinum
I>RÍR aðilar hafa nú sent tilboð
í húseijínirnar við Laugaveg 1 í
Reykjavík, cn þær voru auglýstar
til sölu fyrir skömmu. í núvcr-
andi húsakynnum er verzlunin
Vísir. skóverzlunin Laugavegi 1
<>K fleiri fyrirtæki. Óskar Kristj-
ánsson hjá fasteixnasöiunni i'
Akranesi 5. maí.
ÞAÐ berast nú fleiri fisktegundir
til Akraness en áður. Togarinn
Óskar Magnússon AK 177 kom inn
í gær með 157 lesta afla, mest-
megnis þorsk og ýsu, karfabland-
aðan. Vélskipið Árni Sigurður AK
370 var einnig í höfn með 90 lestir
af spaerlingi, sem fer til vinnslu í
Síldar- og fiskimjölsverksmiðj-
unni, og loks kemur v/s Víkingur
AK 100 með til hafnar á hádegi á
morgun af Faereyjamiðum með um
950 lestir af kolmunna, en þetta er
fyrsta kolmunnaveiðiferð skipsins
ASÍ og vinnu-
veitendur:
Næsti fundur
á föstudag
FYRSTI samningafundur milli
Alþýðusambands íslands annars
vegar og Vinnuveitendasambands
Islands og Vinnumálasambands
samvinnufélaganna hins vegar var
haldinn hjá sáttasemjara ríkisins
í gaerdag. Fátt tíðinda gerðist á
fundinum, en menn skiptust á
skoðunum og lýstu viðhorfum
sínum fyrir sáttasemjara. Næsti
fundur er boðaður eftir viku,
föstudaginn 12. maí, klukkan 14.
Ákveðið var að fundurinn yrði
ekki fyrr en að viku liðinni, m.a.
vegna þess að fulltrúar Verka-
mannasambands íslands og vinnu-
veitenda hittast á mánudag klukk-
an 14. Þriðjudag, miðvikudag og
fimmtudag stendur svo yfir í
Reykjavík aðalfundur Vinnuveit-
endasambands Islands og verður
því sambandið ekki í stakk búið til
þess að sækja sáttafundi á meðan.
Ferming
á morgun
Ferming í Stokkseyrarkirkju kl. 2
síðd. Prestur séra Valgeir
Ástráösson.
Anna Harðardóttir,
Holti.
Anna Dóra Pélsdóttir,
Móhúsum.
Einar Jóelsson,
Sslundi.
Gunnar Maxnússon.
Hátúni.
Hjördís Rögnvaldsdóttir.
Bláskógum.
Jóhanna Katrín Vernharðsdóttir,
Holti.
Jónína Sesselja Jónsdóttir,
Hcllukoti.
Jón Kristinn Hafsteinsson,
Silfurtúni.
Júlíus Geir Geirsson,
Jaðri.
Kjartan Jónsson,
Fagradal,
Kristín Sigurðardóttir*
Eyjaseli 10.
Ólafur Vixnir Si>{urvinsson.
Scvarlandi.
Steinar ingi Valdimarsson,
Heiðarhvammi.
Steinþór Einarsson.
Scbenfi-
Morgunhlaðshúsinu, sem hefur
þessa eign til sölu. kvaðst í gær
ekki geta skýrt frá upphæð
tilhoðanna. Hins vegar aflaði
Morgunblaðið scr þeirra upplýs-
inga. að fasteignamat Laugaveg-
ar 1 hljóðaði upp á 40—50 millj.
kr.
á þessu ári. Kolmunninn verður
unninn í Síldar- og fiskimjölsverk-
smiðjunni.
Þessi afli ásamt þorsk- og
hrognkelsaaflanum skapar mikla
atvinnu hér í bæ. Þar af leiðandi
varð t.d. að vinna í frystihúsum á
uppstigningardag. Fiskiðjan Artic
vinnur kavíar úr grásleppuhrogn-
um ásamt öðrum afla.
Júlíus.
Smokie með
17 tonn af
hljóðfærum
GENGIÐ hefur verið fram samn-
ingum um komu brezku hljóm-
sveitarinnar Smokie á Listahátíð í
sumar og mun hljómsveitin koma
fram á hljómleikum í Laugardals-
höll 7. júní. Hljómsveitin mun
hafa með sér hljóðfærabúnað sem
vegur samtals 17 tonn.
Biðskák
hjá
Friðriki
SKÁK Friðriks Ólafssonar og
Sovétmannsins Alexandre Panchi-
enko í fimmtu umferð skákmóts-
ins í Las Palmas í gær fór í bið,
og er Friðrik þá með tvo vinninga
og biðskák. Miles er efstur með 3 'k
vinning og biðskák gegn Medina úr
fimmtu umferð.
Úrslit í gær: Mariotti vann
Garcia, Del Corral og Sax gerðu
jafntefli, einnig Vesterinen og
Larsen, en Dominques vann Sanz.
Skákir Tukmakov og Stean og
Rodrigues og Cson fóru í bið auk
tveggja áðurnefndra skáka. Miles
vann í gær biðskákina við Padron
og Rodrigues vann biðskákina við
Medina.
Næstir Miles eru Tukmakov með
3 vinninga og biðskák og Stean,
Sanz, Sax, Corral og Larsen með
3 vinninga, Westerinen og
Mariotti hafa 2Vfe vinning hvor,
Friðrik 2 og biðskák, Cson og
Rodrigues IV2 og biðskák, Padron
og Dominguez 1V2 Panchienko 1 og
biðskák og Medina ‘/2 vinning og
biðskák.
24 árekstrar
í Reykjavík
TUTTUGU og fjórir árekstrar
urðu í Reykjavík í gær. Flestir
voru þeir minniháttar en nokkrir
mjög harðir. en enginn hlaut
alvarleg meiðsl.
í Kópavogi urðu fimm árekstr-
ar, en enginn hlaut alvarleg meiðsl
í þeim.
Þá hefur sama fasteignasala
ennfremur til sölu húseignina
Fjalaköttinn við Bröttugötu. Að
sögn Óskars rennur tilboðsfrestur
úr 10. maí n.k. og kvað hann
nokkra aðila hafa spurst fyrir um
eignina.
Fasteignamat Fjalakattarins og
lóðarinnar, sem húsið stendur á, er
nú 92 milljónir króna. Margir hafa
sýnt áhuga á að húsið yrði friðað,
en samkvæmt því sem Morg-
unblaðinu var tjáð þarf það 80%
endurnýjunar við, ef það á að
standa áfram.
— Þinglausnir
Framhald af bls. 48
sögu. Síðan mælti Lárus Jóns-
son fyrir áliti meirihluta alls-
herjarnefndar um íslenzka
stafsetningu, sem leggur til að
tillagan verði samþykkt og
Magnús Torfi Ölafsson mælti
fyrir áliti minnihlutans, sem
mælir gegn tillögunni. Forseti
frestaði svo umræðum um
málið, um klukkan 22:30, en
nokkrir þingmenn voru á
mælendaskrá. Gunnar
Thoroddsen, iðnaðarráðherra,
flutti svo skýrslu um Kröflu-
virkjun og var búist við að
umræður stæðu fram á nótt og
jafnvel fram undir morgun.
Fjölmargir áheyrendur mættu
á þingpalla í gærkvöldi.
— Sovézkur...
Framhald af bls. 2
flutninga bæði til flokka og
fyrirtækja, sem þeim væru hlið-
holl. Sighvatur Björgvinsson vitn-
aði til annarar bókar, sem rituð
væri af fyrrverandi kommúnista,
sem lýsti kerfi Sovétr.'kjanna og
hvernig fjármagn streymdi eftir
því til afla, sem þau teldu sér
vinveitt. í þessu sambandi kvað
hann þennan fyrrverandi
kommúnista hafa minnst á Island
og sagði að í því sambandi hefði
hann minnst á íslenzkt skipafélag,
sem komið hefði sérstaklega við
sögu þessara fjármagnsflutninga
hingað.
— Fimmtungur
Framhald af bls. 48
ur fyrirtækjanna hefði reynzt
greiða samkvæmt samningum
laun og að í gær hefði það verið
um fimmtungur fyrirtækjanna.
Davíð sagðist ekki þekkja neitt
dæmi þess, að iðnrekendur greiddu
samkvæmt samningum og tækju
ekki tillit til laga ríkisstjórnarinn-
ar. Hann kvaðst hins vegar ekki
efast um að Bjarni færi með rétt
mál, en hann taldi að 20%
fyrirtækjanna segðu ekki alla
söguna — spurningin væri, hve
stór eru fyrirtækin. Ef hér væri
um að ræða fyrirtæki með fáa
starfsmenn, þá væri hér að sjálf-
sögðu ekki um að ræða 20% eða
33% af iðnaðinum. „Mér detta í
hug mjög lítil fyrirtæki, þar sem
eru mjög fáir starfsmenn, sem
vinna með eiganda," sagði Davíð
Scheving og bætti við að öll
stærstu fyrirtækin, Álafoss,
Kassagerðin, Hampiðjan, Johnson
& Kaaber, Vífilfell, Smjörlíki,
Egill Skallagrímsson o.fl., greiddu
öll samkvæmt lögunum. Fyrirtæki
með tveimur til þremur sauma-
konum teldist eitt fyrirtæki eins
og Kassagerðin með tugum og
hundruðum starfsmanna.
— Tel tjónið
Framhald af bls. 48
tjónið af eldsvoðanúm á milli 5
og 600 milljónir króna."
Haraldur sagði, að í næstu viku
yrðu teknar ákvarðanir um
viðgerð á skipinu, en ljóst væri
að útgerðin þyrfti að verða sér
úti um annað skip, þar sem
Breki yrði frá fram undir
áramót.
Haraldur sagði, að honum
virtist sem forlestin og fram-
partur skipsins væru í lagi og
að menn teldu að vélarrúmið
hefði sloppið og afturlestin ekki
Akranes:
Víkingur væntanlegur með
950 lestir af kolmunna
farið illa. Hins vegar væri
millidekk, íbúðir og brú „allt í
flaki".
— Blaðaútgáfa
Framhald af bls. 48
væntanlegra laga, sem var: „Bann
við fjárhagslegum stuðningi
erlendra aðila við íslenzka stjórn-
málaflokka" og vildu þar við láta
bætast: „og blaðaútgáfu erlendra
sendiráða á Islandi."
Breytingartillaga þessi var sam-
þykkt í gær með 26 samhljóða
atkvæðum og frumvarpið þannig
með áorðnum breýtingum sent
aftur til efri deildar.
Verði frumvarpið að lögum, sem
allt benti til í gærkveldi, hafa
lögin þau áhrif að t.d. blað eins og
Fréttir frá Sovétríkjunum, sem
gefnar hafa verið út á kostnað
sovézka sendiráðsins, verður bann-
að með lögum þessum.
- Brezhnev í Bonn
Framhald af bls. 1.
og fremst fjallað um afvopnunar-
mál á fundunum, en einnig um
gagnkvæm samskipti V-Þýzka-
lands og Sovétríkjanna og málefni
Berlínar. Leiðtogarnir tveir munu
á morgun undirrita 25 ára sam-
starfssamning á sviði viðskipta og
iðnaðar og að því búnu halda til
Hamborgar á heimaslóðir
Schmidts og eiga þar enn formleg-
ár vlðræður.
Brezhnev hefur einnig átt við-
ræður við Scheel forseta V-Þýzka-
lands og aðra ráðamenn, en
Andrei Gromyko utanríkisráð-
herra sem með er í förinni hefur
rætt við Genscher kollega sinn. Á
leið Brezhnevs til fundar við
Scheel bar það við að hjólbarði
sprakk á brynvarinni bifreið
Brezhnev þar sem ekið var á 120
kílómetra hraða eftir hraðbraut.
Engan sakaði, en ýmsum varð að
sögn bilt við. Brezhnev hélt áfram
ferð sinni í varabíl sem hafður var
meðferðis.
Rússneski ballettdansarinn
Rudolf Nureyev hefur skrifað
Brezhnev opið bréf, þar sem farið
er fram á heimild fyrir móður
Nureyevs til að heimsækja son
sinn á Vesturlöndum. Bréfið er
birt í blaðinu Hamburger Abend-
blatt og þar segir Nureyev að
móðir sín hafi árangurslaust í 16
ár reynt að fá leyfi til að
heimsækja sig og hún sé nú 74 ára
gömul og eigi e.t.v. skammt eftir
ólifað. Skorar dansarinn á Brezhn-
ev að beita sér fyrir því að gamla
konan fái að hitta son sinn á ný.
— Vítir
Hattersley
Framhald af bls. 1.
þeirra var skyndilega útilokaður
frá þessum fiskimiðum," heldur
skýrslan áfram.
í skýrslu nefndarinnar er
utanríkisráðuneytið einnig
gagnrýnt og sagt að lengi hafi
litill skilningur ríkt þar á
fiskverndunarmálum. Einnig
fær Efnahagsbandalagið (EBE)
sinn skerf og segir skýrslan, að
árangur sameiginlegrar fisk-
veiðistefnu bandalagsins hafi
ekki verið nokkur fyrir Breta og
brezkur fiskiðnaður ekki orðið
að bættari.
Þingnefndin segir að brezka
sendinefndin á Hafréttarráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna hafi
á fundum ráðstefnunnar verið
framan af um of upptekin af að
viðhalda ákvæðum um frelsi til
siglinga í gegnum innhöf og á
úthöfunum. „Afleiðingin var sú
að fulltrúar okkar gerðu sér
ekki fyrr en seint og síðar meir
grein fyrir vaxandi pólitísku
fylgi við 200 sjómílna einkafisk-
veiðilögsögu, sem Chile, Perú og
Equador tóku sér fyrst árið
1952.
Ef stjórnin hefði í tíma gert
sér ljóst mikilvægi afstöðunnar
til einkafiskveiðilögsögu í stað
þess að berjast gegn henni fram
til 1975, þá hefðum við líklegast
komið betur út gagnvart þeim
ákvæðum sameigirlegíar fisk-
veiðistefnu EBE sem kveða á
um fiskveiðifrelsi bandalags-
ríkjanna þegar lagður var
grunnur að fiskveiðistefnu
bandalagsins 1970—72,“ segir
skýrslan.
Loks segir í skýrslunni að
samkvæmt vitnisburði Davids
Owens, þáverandi varautanrík-
isráðherra, virðist utanríkis-
ráðuneytið hafa „lært af afstöðu
samningamanna þess gagnvart
Islendingunum".
— Greinargerð
Framhald af bls. 21
tryggjendur, enda gerir útgerðar-
félag Rauðanúps sér fyllilega grein
fyrir, að tjónsbætur geta ekki
farið fram úr lægsta tilboðsverði.
Öllum fullyrðingum um, að
Almennar Tryggingar h.f., hafi
beitt blekkingum eða að einhver
annarleg sjónarmið hafi ráðið
varðandi ofangreinda ákvörðun er
algjörlega vísað til föðurhúsanna
þ.e. forystumanns Félags járniðn-
aðarmanna, sem með athöfnum
sínum og þeim ólögmætu aðgerð-
um sem af þeim leiddu, hefur
valdið mörgum aðilum miklu tjóni
og sem sárast hlýtur þó að bitna
á Raufarhafnarbúum, sem byggja
afkomu sína á útgerð Rauðanúps.
Að lokum skal ítrekað, að
íslenzkir vátryggjendur vilja veg
innlends skipasmíðaiðnaðar hinn
mestan, og um langan aldur hafa
þessir aðilar haft mikil og góð
samskipti sín á milli og munu að
sjálfsögðu eiga það í framtíðinni,
en þá kröfu verður að gera til
þessarar atvinnugreinar, að hún sé
fyllilega samkeppnisfær við er-
lenda aðila, hvað verð og viðgerð-
artíma skipa áhrærir, en vátryggj-
endur munu alltaf leita eftir
hagstæðustu fáanlegu tilboðum
vegna viðgerða, enda ber þeim það
samkvæmt vátryggingarskilmál-
um og góðri vátryggingahefð.
Reykjavík 5. maí 1978.
Baldvin Einarsson.
— Minning
Guðmundur
Framhald af bls. 36.
reyndi af fremsta megni að hegða
sér samkvæmt því.
Þegar ég lít til baka og hugsa
um kynni okkar Guðmundar, þá
get ég með sanni sagt það, að þau
voru sérlega góð. Hann var mjög
hlédrægur, tranaði sér hvergi
fram, en var skýr í hugsun og vildi
alltaf fylgja sinni bestu sannfær-
ingu í einu og öllu.
Ég vil bæta því við, að öll
framkoma Guðmundar var sann-
arlega eftirbreytniverð.
Þeir sem Guðirnir elska verða
sjaldan langlífir. Við sem næst
stóðum Guðmundi söknum hans
sárt.
Far þú í friði, hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Björn Vigfússon.
— Deilur
í borgarstjórn
Framhald af bls. 35
þessari skipulagstillögu styddi
hann hana eindregið.
Björgvin Guðmundsson (A) tók
næst tii máls og sagði, að nú væri
heimilisfriðurinn úti hjá Sjálf-
stæðisflokknum því Magnús L.
Sveinsson og Ragnar Júlíusson
væru farnir í hár saman. Björgvin
sagðist fylgjandi, að gerð yrði
smábátahöfn, því það væri í raun
ámælisvert, að hún væri ekki til.
Enginn ágreiningur væri um, að
skapa þyrfti aðstöðuna. Björgvin
sagðist telja, að þetta væri mikið
slys og ráðleysi til lengdar. Eftir
þessar löngu umræður voru síðan
greidd atkvæði og fór fram nafna-
kall. Já sögðu: Álfreð Þorsteins-
son, Birgir Isleifur Gunnarsson,
Valgarð Briem, Elín Pálmadóttir,
Magnús L. Sveinsson, Markús Örn
Antonssqn, Sveinn Björnsson
kaupm., Úlfar Þórðarson og Albert
Guðmundsson. Nei sögðu: Kristján
Benediktsson, Ragnar Júlíusson,
Sigurjón Pétursson, Þorbjörn
Broddason og Adda Bára Sigfús-
dóttir. Björgvin Guðmundsson sat
hjá.