Morgunblaðið - 06.05.1978, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1978
Deilur í borgarstjórn um smábátahöfn í Elliðavogi:
Siglingaijirótt nýtur vaxandi vinsælda
komið til móts við stóran hóps fólks
- segir Markús Orn
— Mistök -segir Ragnar Júlíusson — Onnur
verkefni þarfari -segir Sigurjón Pétursson
Á FUNDI borgarstjórnar
27. apríl urðu þriggja
klukkustunda langar um-
ræður vegna skipulagstil-
lögu að smábátahöfn í
Elliðavogi. Voru borgarfull*
trúar hvassyrtir í ræðum
sfnum. Á áheyrendapöllum
borgarstjórnarsalarins voru
smábátaeigendur mættir,
varð þar nokkuð þröngt á
tímabili.
Borgarráð samþykkti á
fundi sínum 25. apríl skipu-
lagstillöguna með þremur
atkvæðum gegn tveim og
bætti þar við, 1. Þar sem
80% af laxagöngum í Elliða-
árnar fara fram í júlímán-
uði er áskilinn réttur til
fyrirvaralausrar takmörk-
unar á notkun smábátahafn-
arinnar í þeim mánuði.
Borgarverkfræðingi í sam-
ráði við fiskiræktarfulltrúa
er falin framkvæmd slíkra
takmarkana. 2. Reykjavík-
urborg verði falin umsjón og
eftirlit með umgengni smá-
bátaeigenda bæði á sjó og
landi.
Markús Örn Antonsson (S)
kvaddi sér fyrstur hljóðs vegna
málsins og sagði þetta mál vera
sennilega betur kannað en vel flest
mál sem komið hefðu fyrir borgar-
stjórn. Leitað hefði verið álits
erlendra sérfræðinga, sem hefði í
heild reynst jákvætt. Markús Örn
sagði, að menn hefðu staldrað við,
hvort ekki væru aðrir möguleikar
á staðsetningu hafnarinnar en í
Elliðavogi, svo sem í Skerjafirði
hvar öflug siglingaíþrótt væri
stunduð. En sá galli væri á þeim
þætti, að þar væru fyrir seglbátar
og gæti verið slysahætta ef
vélbátar yrðu settir innan um þá.
Markús Örn sagði, að einnig hefði
verið rætt um Eiðsvík en þar yrði
mun meiri kostnaður við hafnar-
gerðina en í Elliðavogi. Höfnin í
Elliðavogi myndi kosta u.þ.b.
96-100 milljónir en höfn í Eiðsvík
yrði 40-60 milljónum dýrari. Aug-
ljóst væri því, að staðsetning í
né þeim hávaða, sem kæmi vegna
umferðar um Elliðaárbrúna. Elín
Pálmadóttir sagði, að smábáta-
höfnin væri ekki stakt mál, heldur
yrði það að skoðast í samhengi við
Ráðið vill benda á, að þó meira sé
vitað um laxagöngur í Elliðaarnar
en í nokkra aðra íslenzka á, þá
virðist lítið um haldgóðar upplýs-
ingar um göngu laxins áður en
hann leitar í árnar. Vitað er, að
80% af heildargöngu fer fram í
júlímánuði. Er umhverfismálaráð
fylgjandi tillögu borgarverkfræð-
ings þess efnis, að heimilt sé áð
takmarka fyrirvaralaust notkun
smábátahafnar í samráði við
fiskiræktarfulltrúa meðan laxinn
gengur. I framhaldi af ofan-
um og reglum um umgengni, sem
gert er ráð fyrir í áætluninni, sé
ekki skaðlegri laxagöngum eða
seiðum en umferð stærri skipa um
voginn með vaxandi höfn úti fyrir
og þéttbýli í kring, en leggur sem
fyrr áherzlu á, að farið sé með gát
og cllum fyrrnefndum reglum sé
hlýtt um frágang ekki sízt á olíu
og um umferð út úr smábátahöfn-
inni. Hvetur ráðið til að fylgt sé
tillögum borgarverkfræðings um
að takmörkuð verði fyrirvaralaust
ef þurfa þykir notkun hafnarinnar
EUiðavogi væri mun hagstæðari.
Borgarfulltrúinn sagði, að því
hefði verið haldið fram hve dýrt
yrði að setja höfnina upp, en hann
kvaðst sannfærður um, að þessi
siglingaíþrótt muni njóta vaxandi
vinsælda í framtíðinni. Með bygg-
ingu smábátahafnar væri komið
til móts við stóran hóp fólks, sem
ekki væri neinn forréttindahópur
heldur almenningur sjálfur.
Elín Pálmadóttir formaður
umhverfismálaráðs (S) tók næst
til máls. Hún sagði, að hér væri til
ákvörðunar mál, sem búið væri að
vera lengi í umfjöllun í umhverfis-
málaráði. Fá mál hefðu fengið
meiri athugun, sem reyndar væri
ekki undarlegt því öll vildum við
halda þeirri perlu sem Elliðaárnar
væru. Nú hefði Reykjavíkurhöfn
smám saman teygt sig inn Elliða-
voginn og inn við Artúnshöfða þar
sem laxinn gengi í árnar færu
fram allir sementsflutningar til
borgarinnar, sanddæluskip væru
stöðugt á ferðinni og malbikunar-
stöðin væri á bakkanum. Vestan
megin við voginn, rétt utan við
smábátahafnarsvæðið væri áform-
uð skipaviðgerðarstöð og þar
skammt frá væru vöruskemmur
Sambands ísl. samvinnufélaga, og
hún hefði heyrt því fleygt, að þar
myndi í framtíðinni um 80% af
flutningum Sambandsins fara
fram. Það yrði þarna því talsverð
skipaumferð hvort sem smábáta-
höfnin yrði þarna eða ekki. Enn
sem komið væri hefði laxinn ekki
látið trufla sig af siglingum skipa
aðra umferð fyrir utan. Nú væru
um 200 smábátar á hrakhólum og
það væri af hinu góða ef Reykvík-
ingar gætu haft smábáta sér til
ánægju, þetta væri tómstunda-
sport sem öll fjölskyldan gæti
stundað saman.
I skipulagstillögunni væri gert
ráð fyrir, að stóru seglbátarnir
verði við Geldinganes en þeir litlu
á Skerjafirði. Elín sagði, að
smábátahöfnin myndi opnast vest-
an megin í Elliðavogi við Súðarvog
og þeim megin verði siglt út úr
henni. Frá mynni ánna yrðu um
200 metrar í höfnina. Hér væri
deiluefnið hvort laxinn og seiðin
myndu styggjast. Umhverfismála-
ráði hefði fundist þess vegna
nauðsynlegt að láta kanna málið
til hlítar. Borgarfulltrúinn sagðist
vilja taka það skýrt fram, að aldrei
hefði verið um annað talað, en fara
ákaflega varlega í þessu máli. Elín
Pálmadóttir vitnaði síðan í fund-
argerð umhverfismálaráðs frá 23.
nóvember 1977, en þar segir:
Umhverfismálaráð vísar í bókun
sína í fundargerð ráðsins frá 26.
maí 1976. Þar segir:
„Umhverfismálaráð telur, að
smábátahöfn í Réykjavík geti
orðið mikilvægur þáttur í lífi
borgarbúa og fari vel saman við
aðra útivist á Elliðaársvæðinu.
Efasemdir hafa komið fram þess
efnis, hvort umferð báta utan við
ósa Elliðaánna kynni að styggja
laxinn á göngu hans í árnar og
telur umhverfismálaráð að sjálf-
sagt sé að fara þar af mikilli gát.
greindri bókun umhverfismála-
ráðs hefur veiði- og fiskiræktar-
fulltrúi borgarinnar að beiðni
ráðsins aflað upplýsinga og álits
erlendra sérfræðinga sem fást við
svipuð mál. Hefur hann fengið
bréflegar umsagnir frá Frakk-
landi, Englandi, Svíþjóð, Finn-
landi og Noregi, auk þess sem
ráðið hefur fengið afrit af upplýs-
ingum, sem smábátafélagið Snar-
fari hefur aflað um rannsóknir í
Noregi og Bandaríkjunum og sent
borgarráði. Þessir aðilar telja
flestir, að hætta kunni frekar að
stafa af mengun vegna vaxandi
umferðar og byggðar en vélaháv-
aða, er trufli laxinn á göngu hans,
þ.e. þar sem aðstæður eru sam-
bærilegar. I framhaldi af því var
fiskiræktarfulitrúa falið að annast
á þessu vori mælingar á súrefnisá-
standi í Elliðavogi og könnun
hugsanlegrar olíumengunar. Gefa
súrefnismælingar ekki ástæðu til
að ætla, að þar sé hætta á ferðum.,
Vill ráðið benda á, að skolpræsi
út í voginn eru ekki síður en
bátaumferð varhugaverð með til-
liti til súrefnisskorts, er valdið
gæti skaða á fiski og seiðum, en að
á næsta ári séu' að hefjast
framkvæmdir til að leiða skolp-
leiðslur úr voginum, sem ættu að
bæta ástandið. Þær upplýsingar,
sem umhverfismálaráð hefur aflað
sér til þessa hafa því ekki breytt
þeirri skoðun, sem fram kom í
bókun 26.05.76. Telur ráðið, að
smábátahöfn 1. áfangi á tilteknum
stað og með öllum þeim fyrirvör-
í samráði við fiskiræktarfulltrúa á
meðan laxinn gengur. Einnig að
flýtt verði, svo sem kostur er, því
verki að fjarlægja útföll úr botni
vogsins. Þá vísar umhverfismála-
ráð í umsögn veiðimálastjóra til
ráðsins. Þar segir m.a.:
„Með byggingu smábátahafnar
við Elliðavog verður vafalaust
tekin áhætta fyrir laxastofninn í
Elliðaánum, sem ekki er auðvelt að
gera sér grein fyrir á þessu stigi
málsins. Ef ákveðið verður að
byggja höfnina verður nauðsyn-
legt að fylgja þeim ráðleggingum
í áður umræddum bréfum er-
lendra aðila um að forðast hvers
konar mengun og setja strangar
reglur um umferð um voginn
meðan á laxagöngum stendur,
bæði í og úr sjó. Ennfremur verður
nauðsynlegt að fylgjast með hegð-
un laxins í Elliðavogi og í ósum
Elliöaánna og gera ráðstafanir til
að bæta úr, ef vart verður við
óheillavænleg áhrif frá rekstri
smábátahafnar við voginn."
Elín Pálmadóttir kvaðst síðan
vilja ítreka, að allt yrði gert til að
halda Elliðaánum í sem eðlileg-
ústu ástandi.
Ragnar Júlíusson (S) tók næst
til máls. Hann sagði, að á tímum
iðnvæddrar menningar og ört
vaxandi stórborgar er það oft á
tíðum svo, að náttúran sjálf
gleymist, annað hvort af hand-
vömm eða með vilja. Hún er kæfð
undir steinsteypu eða malbiki svo
að lítið verður eftir af fegurð
náttúrunnar og landsins gæða
Ragnar Júlíusson:
Stofnum ekki fjölbrautar-
skóla, sem vantar nemendur
Nýverið urðu deilur í fræðslu-
ráði vegna hugmynda, um að
breyta Ármúlaskóla í fjölbrautar-
skóla. Á fundi borgarstjórnar 27.
apríl kvaddi Þorbjörn Broddason
(Ábl) sér hljóðs vegna málsins.
Hann sagði alla sammála um, að
bæta þurfi úr ástandi á fram-
haldsskólastigi í Reykjavík en
þrátt fyrir það hefði meirihluti
fræðsluráðs ákveðið að bregðast
við með því að neita að taka
ákvörðun í málinu. Það væri svo,
að 56 nemendur í Ármúlaskóla
hefðu sent fræðsluráði bréf og
spurt það hvað yrði um þá næsta
vetur. Þessu bréfi hefði ekki verið
svarað skýrt. I bréfi frá mennta-
málaráðuneytinu 10. apríl hafi
komið fram hugmyndir um, að
Ármúlaskóii verði fjölbrautarskóli
næsta vetur, Laugalækjarskóli
verði með 8. og 9. bekk grunnskóla
næstu tvö árin og annað húsa í
Laugalækjarskóla verði notað
undir Fósturskólann.
Þorbjörn gat bókunar, sem
hann, Björgvin Guðmundsson og
Árni Þórðarson gerðu í fræðslu-
ráði en þar segir: „Við áteljum
harðlega það ábyrgðarleysi meiri-
hluta fræðsluráðs að hafna tillög-
um menntamálaráðuneytisins og
fræðslustjóra en leggja ekki fram
neinar aðrar tillögur. Með þessu
móti bregst meirihlutinn gersam-
lega skyldum sínum til stefnumót-
unar í fræðslumálum í borginni
og stefnir í óefni skólastarfi í
tveim skólum. Ennfremur lýsum
við furðu okkar á því að hunzuð
skuli ósk kennara Ármúlaskóla
um, að tillögur um afgreiðslu
málsins skuli kynntar þeim áður
en ákvörðun er tekin." Ragnar
Júliusson (S) tók næst til máls og
sagði, að um þetta sama leyti sl.
vor hefði verið leitað að úrræðum
um með hverjum hætti mætti
starfrækja nám á nokkrum náms-
brautumá framhaldsskólastigi á
þeim vetri sem nú er að líða, þar
sem ekki voru til lagaákvæði um
samrekstur ríkis og sveitarfélaga
á því skólastigi. Þannig stóð þá á,
að óvenju stór hópur nemenda var
að ljúka námi frá grunnskóla eða
um 2100 nemendur í Reykjavík
einni, þar eð tveir árgangar
nemenda 9. og 10. bekkur voru þá
að kveðja grunnskólann samtímis
en 10. bekkur starfaði þá í síðasta
sinn sem kunnugt er. Áætlað var
því að verulegur fjöldi nemenda
myndi óska eftir innritun á ýmsar
brautir framhaldsnáms, sem boðn-
ar voru fram til viðbótar mennta-
skóla-, iðnskóla og þeim sérskóla-
brautum, sem fyrir voru. Sam-
starfsnefnd menntamálaráðuneyt-
isins og fræðsluráðs var því að
leita leiða og vissulega þótti
fjölbrautarskólaleiðin koma til
greina en nauðsynlega með aðild
Iðnskólans ef vel ætti að vera. Á
þennan hnút var svo loks höggvið
með bréfi ráðherra menntamaála-
ráðuneytisins 10. maí 1977. Þar
segir m.a. efnislega, að þar sem
ekki hafa verið gerðar breytingar
á lagaákvæðum um framhaldsnám
sé heimilt að starfrækja fram-
haldsdeildir við grunnskóla vetur-
inn 1977—1978 og að kostnaður við
slíkar deildir greiðist samkvæmt
lögum um grunnskóla. Ennfremur
kemur fram í bréfinu að þess sé að
vænta, að fjármálaþáttur fram-
haldsskólastigsins verði afgreidd-
ur áður en ákvarðanir eru teknar
um skólahald á framhaldsskóla-
stigi haustið 1978. Ragnar sagði,
að við innritun í framhaldsdeildir
grunnskóla sl. vor hefðu komið
samtals 209 nýnemar á heilsu-
gæzlubraut, uppeldisbraut og við-
skiptabraut, með gildar einkunnir.
Auk þess hefðu tugir nemenda
leitað eftir fornámi vegna ófull-
nægjandi einkunna. All stór hluti
hópsins hefði líka búið utan
Reykjavíkur. Nú væri lausn þessa
sama vandamáls fyrir næsta
skólaár aftur til umræðu og hefði
fræðsluráð Reykjavíkur raunar
þegar samþykkt eins og hér liggur
fyrir í fundargerð þess frá 10. apríl
s.l. — hvern hátt það kýs að hafa
á. Bókunin í fræðsluráði hljóðaði
svo:
„Endurskoðað frumvarp til laga
um framhaldsskóla sem gert hefir
verið ráð fyrir að fram verði lagt
á Alþingi hefir ekki enn komið
fram og er þess því ekki að vænta
að það verði að lögum á þessu
þingi. Gera verður því ráð fyrir að
næsta skólaár verði ekki við að
styðjast neina heildarlöggjöf er
taki til þess framhaldsnáms að
grunnskóla loknum, er ríki og
sveitarfélög reki sameiginlega, og
er því grundvöllur óbreyttur frá
því var er menntamálaráðuneytið
skrifaði bréf sitt 10. maí 1977.
Meðan svo er telur fræðsluráð ekki
tímabært að breyta rekstrarformi
þeirra skóla er hér um ræðir frá
því sem var síðastliðið skólaár". í
þessvl felast skýr rök sagði Ragn-
ar. Það hefur ekkert gerst í málinu
á því ári sem liðið er síðan
framhaldsdeildir við grunnskóla
þóttu skársta lausnin, og hvers
vegna að hlaupa þá frá einni
bráðabirgðalausninni til annarrar
bráðabirgðalausnar spurði Ragn-
ar, meðan enginn lagagrundvöllur