Morgunblaðið - 06.05.1978, Síða 35

Morgunblaðið - 06.05.1978, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAI 1978 35 nema minningar einar. Það eru ekki nema fá ár síðan menn urðu sér þess meðvitandi að náttúru- vernd var nauðsyn til þess að aftra því, að ekki yrði eftir nema auðn og tóm. Mýmörg dæmi eru til um þá eyðileggingu sem skeð hefur þegar iðnvæðingin hefur vaðið yfir láð og lög. Ragnar Júlíusson sagði það hafa verið fyrir réttum tveim árum, sem erindi um byggingu smábáta- hafnar við ósa Elliðaánna barst veiði- og fiskiræktarráði til um- sagnar. Þá þegar tók ráðið á- kveðna afstöðu gegn því, að smábátahöfn yrði reist á þessum stað í borgarlandinu, en taldi jafnframt nauðsyn að fá smábáta- höfn í Reykjavík. Ragnar Júlíus- son sagði, að alla tíð síðan hugmyndir hefðu verið uppi um staðsetningu smábátahafnar í Fílliðavogi hefði veiði- og fiski- ræktarráð staðið gegn því, en jafnframt bent á aðra möguleika i þessu sambandi. Að frumkvæði umhverfismálaráðs ritaði fiski- ræktarfulltrúi bréf sem send voru ýmsum aðilum erlendis tii þess að leita upplýsinga og leiðbeininga hvort óhætt væri og réttlætanlegt að reist yrði smábátahöfn svo nærri mynni Elliðaánna sem tillagan gerir ráð fyrir. Að fengn- um þeim svörum hefði verið augljóst, að skoðanir manna voru mjög skiptar. Hitt væri sameigin- legt öllum svörunum, að þau bentu á mengunarhættu og nauðsyn þess að fyllsta hreinlætis og öryggis sé gætt. Það þarf ekki að deila um það, að hætta verður á ferðum fyrir lífríki Elliðaánna með til- komu smábátahafnar svo nálægt árósnum. Hve mikil sú hætta er, getur tíminn einn úr skorið, og sagði Ragnar að það væri sín sannfæring, að sú reynsla yrði neikvæð og ef til vill of dýru verði keypt. Ragnar Júlíusson sagðist vilja leyfa sér að taka svo sterkt til orða, að með þessari ráðstöfun væri verið að fremja bæði fiski- ræktarleg og umhverfisverndarleg mistök á því svæði borgarlandsins, sem mest þarf að vernda og forða frá hvers konar hættu og áföllum. Ragnar sagði, að til þess að laxveiðiá geti áfram verið góð veiðiá með mikilli laxagengd, þurfi seiðin, sem ganga til sjávar að vorinu, að vera vel undir það búin að mæta hinum breyttu aðstæðum sem mæta þeim í hinu salta hafi. Það er vísindaleg staðreynd, að 70-80% sjógönguseiðanna ferst við þessa umhverfisbreytingu og það er því ómaksins vert að reyna að búa svo um hnúta, að þetta háa dauðahlutfall aukist ekki með tilkomu mannvirkja á því svæði, þar sem sjógönguseiðin eru að búa sig undir að hverfa í hið salta djúp.. Ragnar sagðist vilja minna á, að geysimiklum verðmætum væri varið árlega til eflingar laxaræktar í Elliðaánum með sleppingu seiða í árnar. Sjógöngu- seiðin, sem úr ánum gengju væru árangurinn af þessari ræktun til viðbótar hinu náttú’-ulega klaki. Þau væru grundvöllurinn fyrir því, að mikil laxagengd sé tryggð í Elliðaánum og þær verði áfram „perla Reykjavíkur". Ragnar sagði það vitað, að seiðin fylgdu í fyrstu skilum hins salta og ferska vatns og straumar væru þannig í Elliða- vogi, að töluverð hætta væri á, að seiðin bærust inn á svæðið sem yrði siglingasvæði smábáta. Ekki þyrfti að orðlengja það, að þá yrði seiðunum veruleg hætta búin. Ragnar sagði, að hættan á óhappi sem óhjákvæmilega myndi skaða lífríki Elliðaánna væri enn frekar fyrir hendi ef smábátahöfn fengi stofnun borgarstjórnar í veiði- og fiskiræktarmálum stendur ein- huga og óskipt um það, að mótmæla þessum fyrirætlunum um staðsetningu smábátahafnar á ósasvæði Elliðaánna en telur jafnframt nauðsyn á að byggja smábátahöfn annars staðar. Af þessum ástæðum vildi hann varpa fram eftirfarandi spurningu: Eru borgarstjórnarmenn þess um- komnir og telja þeir sig hafa umboð til þess frá umbjóðendum sínum að stofna fegurð og verð- mætum Elliðaánna í fyrirsjáan- legan voða og hættu? Ragnar sagðist ekki trúa því að óreyndu og leggði hann því til, að tillaga sú sem fyrir lægi yrði felld og betri um hraðbátahöfn í Elliðavogi af eftirgreindum ástæðum. 1. Ekki hefur verið sýnt fram á svo óyggjandi sé, að umferð hraðbáta hafi ekki skaðleg áhrif á laxagengd í Eliiðaárnar. Við telj- um að mjög ríkar samfélagslegar þarfir þurfi að liggja til grundvall- ar ef hin minnsta áhætta er tekin í sambandi við fiskigengd í Elliða- árnar. 2. Ekki hefur verið kannað til neinnar hlítar hvort aðrir staðir í borgarlandinu komi til álita við slíka hafnargerð ef hún er talin nauðsynleg framkvæmd. 3 Um 60—80 sportbátar munu nú vera í eigu Reykvíkinga. Kostnað- ur borgarinnar við hafnargerðina er áætlaður a.m.k. 100 milljónir að rísa á ósasvæði þeirra. Elliða- árnar væru slík náttúruauðæfi fyrir borgarbúa alla, að það næði ekki nokkurri átt að hætta þeim að óþörfu. Þá sagðist Ragnar vilja leggja áherzlu á eftirfarandi staðreyndir: Enginn hinna erlendu sérfræð- inga og fræðimanna mæltu með því, að smábátahöfnin yrði reist við mynni Elliðaánna. Þetta væri veigamikið atriði, þó sumir mæli því ekki á móti. 2. Allir hinna erlendu sérfræðinga bentu á mengunarhættuna sem mikinn skaðvald og áhættu. 3. Nokkrir mæltu beinlínis á móti byggingu smábátahafnarinnar á þessum stað. 4. Veiðimálastjóri varar ákveðið viö hættunni af starfsemi smábátahafnarinnar í Elliðavogi. 5. Stangveiðifélag Reykjavíkur andmælir byggingu smábátahafn- arinnar við ósa Elliðaánna. 6. Fiskiræktarfulltrúi varar við byggingu smábátahafnarinnar á umræddum stað. 7. Veiði- og fiskiræktarráð, sem er ráðgefandi staður fundinn fyrir sportbáta í Skerjafirði, Grafarvogi, Gufunes- höfða eða Geldinganesi, en þessir str.ðir hefðu ekki verið kannaðir til hlítar heldur einblínt á ós Elliða- ánna laxinum og lífríki ánna til óbætanlegs tjóns. I lok máls síns gat Ragnar þess, að Davíð Odds- son sem einnig ætti sæti í veiði- og fiskiræktarráði væri einnig mótfallinn gerð smábátahafnar á þessum stað. Sigurjón Pétursson (abl) talaði næst og sagðist vita, að í framtíð- inni yrði smábátahöfn nauðsynleg í Reykjav'k, en nú væru í sínum huga önnur verkefni sem væru mun brýnni. Vert væri í þessu sambandi að minna á, að engum hefði dottið í hug að byggja hesthús fyrir hestaeigendur. Aðal- atriðið hér væri þó, að ekki mætti stofna lífríki Elliðaánna í hættu. Hann lagði síðan fram bókun frá borgarfulltrúum Alþýðubanda- lagsins þar sem segir: „Við leggj- umst eindregið gegn hugmyndum króna. Við teljum að skattpening- um Reykvikinga beri að verja til nytsamari hluta en sportbátahafn- ar. Kristján Benediktsson (F) tók næst til máls. Hann sagði ekkert vafamál, að hér vantaði aðstöðu fyrir smábáta. Kristján sagðist telja Eiðsvík aðgengilegasta stað- inn í Reykjavík og hann hefði engin rök fengið af hverju borgar- stjórn ætti að setja höfnina í Elliðaárvog. Kristján sagðist sannfærður um, að allir Reykvík- ingar vildu í hjarta sínu vernda Elliðaárnar. Hann sagðist vera talsmaður smábátahafnar, en hún ætti að vera í Eiðsvíkinni. Líkur væru á að ^portbátum myndi fjölga með komu hafnarinnar, og í Elliðavogi væru engir stækkun- armöguleikar en það væri hins vegar í Eiðsvíkinni. Hann sagði, að sér findist lítið á álitsgerðunum að græða því máli skipti hve litlar árnar væru í raun. Kristján Benediktsson kvaðst myndu greiða atkvæði gegn því, að höfnin yrði reist í Elliðavogi, en hins vegar styðja, að kannað verði hvort ekki verði unnt að koma henni fyrir annars staðar. Magnús L. Sveins- son (S) sagði það ekki nýtt, að deilt sé um framkvæmdir um- hverfis Elliðaárnar. Því hefði verið haldið fram hvað eftir annað, að lífríki Elliðaánna væri í hættu. Fyrst var Elliðaárstöðin byggð, síðan voru gerðar brýr, síðast stórar brýr, það hefðu verið gerðar uppfyllingar í voginum. Þrátt fyrir allar þessar fram- kvæmdir, siglingar skipa og verk- stæði umhverfis Elliðaárvog þá væri staðreyndin sú, að laxagengd- in færi stöðugt vaxandi í ánum. Magnús sagði, að Kristján Bene- diktsson hefði í sínu máli ekki minnzt á, að skammt frá smábáta- höfninni ætti að koma bryggja fyrir stór kaupskip á vegum Sambands ísl. samvinnufélaga og enn nær skipasmíðastöð. Síðastlið- ið haust hefði Sigurjón Pétursson flutt hér tillögu um að flýta könnun á gerð skipasmíðastöðvar. Henni væri ætlaður staður þarna og þessi málflutningur væri alls ekki í samræmi við það sem þá var sagt. Magnús L. Sveinsson sagði, að smábátahöfnin yrði aðeins brot af þeirri umferð, sem borgarfull- trúar hefðu áður samþykkt að færi um voginn. Gert væri ráð fyrir að fara mjög varlega í þessu máli og hægt verði að stöðva umferð fyrirvaralaust ef þurfa þykir. Magnús sagði það rangt, að ekki hafi verið könnuð aðstaða annars staðar í borgarlandinu. Hann sagðist ekki telja það vandalaust, að borgaryfirvöld hefðu ekki skapað aðstöðu yfir smábáta og það væri út í hött að tala um 60-80 báta. Þeir væru um 200. Hann sagðist vart geta hugsað sér hollara tómstundastarf en að fjölskyldan fari saman í skemmti- siglingu. Sigurjón Pétursson borg- arfulltrúi hafi á fundi um daginn sagt, að Reykjavík væri leiðinleg- asta borg í heimi. Magnús sagðist vita, að ekki hugsuðu allir svo. Á umræddum fundi hefði Sigurjón sagt, að til væri sviðsvagn hjá borginni, en hann væri einungis notaður einu sinni á ári. Magnús sagðist ekki viss um að borgin yrði eitthvað skemmtilegri þó vagninn væri notaður oftar, jafnvel þótt Sigurjón Pétursson væri í honum á hverjum degi. Magnús L. Sveins- son sagðist hafa miklu meiri áhyggjur af annarri starfsemi en smábátahöfn þarna en hann vildí leggja sérstaka áherzlu á, að aðgát skyldi höfð. Reykjavíkurborg sæmdi ekki annað en að skapa aðstöðu fyrir smábátaeigendur, sem fram að þessu hefðu orðið að sætta sig við að hafa enga aðstöðu fyrir tómstundastarf sitt í Reykja- vík og hefði það þegar valdið þeim margra milljóna tjóni. Með þeim varúðarskilmálum, sem fylgdu Framhald á bls. 26 er enn fenginn fyrir rekstrarform- inu. Ennfremur er allt í óvissu um aðsókn að þessu námi. Það mál skýrist ekki fyrr en við innritun í júnímánuði n.k. og ekki fullkom- lega fyrr en við staðfestingu umsókna í haust. En miðað við aðsóknina s.l. vor og reiknað hlutfallslega af stærð þess hóps sem nú lýkur grunnskólaprófi, gæti aðsóknin farið niður fyrir 150 nýnema samtals í námsbrautirnar þrjár sem um er að ræða. Meðan slík óvissa ríkir hlýtur að vera hagkvæmara að tengja rekstur starfseminnar því skólastigi sem fyrir er og sjá henni þar fyrir húsnæði og kennaraliði eftir þörf- um, en að fá henni sérstaka skólastofnun sem ekki er vitað hvernig hún fyllir út í. Um fjölbrautarskólalausnina væri ekkert nema gott að segja, svo framarlega sem hún risi undir nafni, sem hún myndi tæpast gera með þremur fámennum bóklegum brautum. Vonandi verður þess ekki langt að bíða, að sú leið verði fær með nauðsynlegri fjölbreytni og samrekstri bóklegra og verk- legra framkvæmda sagði Ragnar Júlíusson að lokum. F.lín Pálmadóttir (S) sagði, að nú væri fræðsiuráði ætlað að taka eina skólahúsið í borginni Ár- múlaskóla sem sérbyggður er fyrir verknám og gera úr honum fá- mennan fjölbrautarskóla með eng- um verknámsbrautum og láta helminginn af Laugalækjarskóla til ríkisins undir Fósturskólann. Nú væri ætlast til að gera ráðstafanir sem væru bráða- birgðalausnir og leystu engan vanda. Fjölbrautarskólinn sem í raun væri verið að sækjast eftir væri fjölmennur skóli þar sem hægt yrði að bjóða nemendum upp á margar brautir og jafnt verk- nám sem bóknám. Slík lausn sem nú væri verið að reyna að ná fram væri ekkert annað en kák og þó slæmur sé sá kostur að bíða um sinn sé það þó betra en að vera með sííelldar bráðabirgðalausnir. Þorbjörn Broddason sagði málið sér hugleikið og hann vonaðist til að aðrir bæru gæfu til þess að fá farsælli lausn en Elín Pálmadótt- ir. Ekki væri verið að loka dyrum á framtíðarlausnir, en hann vildi vekja athygli á því, að með þessu leystist vandi Fósturskólans. Með svona hegðan væri fræðsluráð að kalla yfir sig miðstýringu. Ragnar Júlíusson sagði, aö höfuðatriðið væri — að ekki yrði stofnaður Fjölbrautarskóli sem ekki hefði næga nemendur. Stað- reyndin væri sú miðað við daginn í dag þá myndu 302 nemendur á næsta vetri skiptast á Iðnskólann, Vélskólann og aðra sérskóla svo það lægi í augum uppi að með breyttu fyrirkomulagi í Ármúla- skóla væri verið að stofna skóla sem ekki hefði næga nemendur og slíkt væri miður skynsamlegt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.