Morgunblaðið - 06.05.1978, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1978
+
Eiginmaöur minn faöir og sonur,
JÓHANN ÓSKAR ÓLAFSSON,
Leifsgötu 26,
andaöist í Borgarsjúkrahúsinu 3. maí síöastliöinn.
Díana Einarsdóttir,
Ólafur Jóhannsson,
Björg Helgadóttir,
og aörir aóstandendur.
Í
Eiginmaöur minn,
GUÐMUNDUR LÖVE,
framkvœmdastjóri,
Öryrkjabandalags íslands,
andaðist snögglega aö morgni 3. maí á heimili sonar okkar í Kaupmannahöfn.
Rannveig Löve.
t
Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
ÓSKAR GUDMUNDSSON,
Sigahlíó 36,
lést aö heimili sínu 3. maí.
Jaröarförin auglýst síðar. Kristjana Alexandersdóttir,
Alla Ó. Óskarsdóttir, Karl K. Guómundsson,
Daníel G. Óskarsson, Guörún Siguróardóttir,
og barnabörn.
+
Moöir okkar,
JAKOBÍNA GUNNALUGSDÓTTIR,
Jörfabakka 18,
andaöist miövikudaginn 3. maí.
Börnin.
+
Móðir mín,
GUÐRÚN TÓMASDÓTTIR,
frá Kanastöóum,
andaöist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 4. maí.
F.h. aðstandenda.
Marta Þ. Geirsdóttir.
+
Faðir minn og bróðir okkar,
GUDMUNDUR JÓHANNSSON,
fyrrum skipstjóri í Boston,
lést í sjúkrahúsi í Winter Haven, Flórída 3. þ.m.
Einar Guómundsson,
Sigmundur,
Pjetur,
Ólafur.
Eiginkona mín. + VILBORG VIGFÚSDÓTTIR,
andaöisl í Landspítalanum 24. apríl. Jaröarförin fór fram í kyrrþey aö ósk
hinnar látnu. Daniel Hjartarson, börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma,
SOFFÍA GUDBJARTSDÓTTIR,
Helgamagrastræti 32,
veröur jarösungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 8. maí kl. 13.30.
Erna Sígmundsdóttir,
Guómundur Sigmundsson,
. Ófeigur Eiríksson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu vegna andláts og jaröarfarar
systur okkar
JÓNÍNU EINARSDÓTTUR,
saumakonu.
Una Einarsdóttir, Bergpóra Einarsdóttir.
Carlton J. Keyser
—Minningarorð
Fæddur 24. marz 1917
Dáinn 11. marz 1978
Carlton Jerome Keyser var
fæddur í New York-fylki í Banda-
ríkjunum. Forfeður hans komu frá
Þýzkalandi til Bandaríkjanna og
gerðust þar bændur. Kornungur
missti Carlton föður sinn og ólst
því upp hjá Jerome afa sínum og
ömmu á sveitabýli þeirra.
I byrjun síðustu heimsstyrjald-
ar gekk Carlton snemma í sveit
bandarískra sjálfboðaliða, Amer-
ican Field Service, en fluttist yfir
í her Bandaríkjanna, er þau
gerðust stríðsaðilar.
Carlton var í þeim mikla hildar-
leik víðförull og harðþjálfaður,
enda tók hann þátt í hernaðar-
aðgerðum, bæði í Indlandi, Afríku
og fyrir botni Miðjarðarhafs og
kunni hann frá mörgu að segja frá
þeim árum. Að styrjöldinni lokinni
gerðist hann starfsmaður hjá
American Airlines og kom á
vegum þeirra hingað til lands
1947. Það sama ár kynntist hann
eftirlifandi eiginkonu sinni Gyðu
Gísladóttur, en hún var þá nýkom-
in heim frá námsdvöl í Bandaríkj-
unum. Þau giftust 7. des. 1948 og
settu bú hér í borg, þar eð Carlton
hafði þá hlotið starfa á vegum
bandarísku ríkisstjórnarinnar við
eftirlitsstörf á Keflavíkurflugvelli,
án þess að teljast til hersins. Eftir
12 ára dvöl hér var hann sendur
til svipaðra starfa í Portúgal og
dvaldi þar í 5 ár, en var þá fluttur
til Englands, þar sem hann hafði
ábyrgðarmiklu og erfiðu starfi að
gegna til ársins 1971, er hann lét
af störfum að ráði bandaríksra
lækna, sökum heilsubrests, er
ágerðist svo, að hann var telinn
óvinnufær aðeins 54 ára að aldri.
Fluttust þau hjón Gyða og
Carlton þá hingað heim til Reykja-
víkur ásamt börnum sínum tveim,
Cynthiu og Gísla William. Hafa
þau síðan búið að Bárugötu 29,
háöldruðum foreldrum frú Gyðu,
Gísla skipstjóra Guðmundssyni og
frú Sigríði til ánægju og lífsléttis.
Síðustu árin hefur Carlton
starfað hjá h.f. Vökli, hálfan dag
eftir því sem heilsa hans leyfði og
hann treysti sér til.
Carlton var bjartsýnn um batn-
andi heilsufar og í þeirri von fór
hann nú í vetur til Englands í
fylgd sinnar góðu konu. Sú
lækningatilraun reyndist mjög
erfið og árangurslaus. Hann var
fluttur heim eftir 4 vikna dvöl í
London og lést í sjúkrahúsi hinn
11. marz síðast. liðinn.
Nokkru áður höfðu látist í
Bandaríkjunurrij 2 eldri bræður
hans.
Þessi örstutti æviþráður segir
lítið frá því, að hér var á ferð
merkur maður og drengur góður.
Hann var prúðmenni hið mesta,
hæglátur, friðsamur og orðvar um
allt og alla. Tryggur og sannur
vinum sínum og afskiptalítill um
aðra. Hann elskaði og dáði konu
sína, börn og heimili framar öllu
og bar mikla virðingu fyrir „afa og
ömmu“ og venzlafólki sínu.
Carlton var maður greindur vel,
bókelskur og víðlesinn. Hann var
áhugamaöur mikill um útilíf og
ágætur laxveiðimaður og undi sér
bezt við hina bláu strauma og
blikandi sporða. Sjálfur hnýtti
hann allar sínar fallegu flugur,
sem sumar hafa hlotið veiðifrægð
(Pale blue). Hann var skytta góð
og áhugasamur og duglegur kylf-
ingur. Fádæma árrisull og starfs-
glaður.
Brostið vinnuþrek varð Carlton
erfitt hlut.skipti og mikil raun
síðustu 10 árin, en ástúð og
umhyggja konu hans og barna og
samvistir góðra vinnufélaga mild-
uðu sárustu vonbrigði og áhyggjur.
Við hjónin minnumst með þakk-
læti margra ánægjulegra sam-
verustunda, bæði innanlands og
utan, og samhryggjumst Gyðu,
börnunum, tengdasyninum og fal-
legu 2 ára afastúlkunni. Ennfrem-
ur sendum við innilegar samúða-
kveðjur öldruðu heiðurshjónunum,
Sigríði og Gísla og öðru tengda-
fólki.
Ólafur Jóhannsson
Kveðja frá samstarfs-
mönnum í H.f. Vökli.
Um leið og við kveðjum Carlton
J. Keyser þökkum við honum gott
samstarf og ánægjulega viðkynn-
ingu.
Hann var einstakt prúðmenni og
nákvæmni hans, árvekni og at-
hygli var frábær. Höfðum við
vonast til þess að njóta verka hans
og þekkingar miklu lengur, en því
miður varð okkur ekki að þeirri
ósk, því hann lézt fyrir aldur fram
hinn 11. marz 1978 eftir skamma
legu en erfið og langvinn veikindi.
Við flytjum eiginkonu háns og
fjölskyldu innilegustu samúðar-
kveðjur.
Starfsfélagar í Vökli
Guðmundur Svan Ingi-
marsson —Minning
Fæddur 15. janúar 1932.
Dáinn 15. apríl 1978.
Guðmundur Svan Ingimarsson
var sonur Ingimars Ólafssonar frá
Akureyri og Sigríðar Hannesdótt-
ur frá Hlíðargarði í Eyjafirði. Þau
bjuggu á Akureyri, þar fæddist
Guðmundur og fluttist til Reykja-
víkur með foreldrum sinum árið
1937, þá 5 ára gamall og hefir átt
+
Minningarathöfn um fööur okkar,
EYSTEIN BJÖRNSSON,
frá Guörúnarstööum,
verður í Fossvogskirkju, mánudaginn 8. maí kl. 10.30.
Jaröarförin fer fram frá Blönduóskirkju, þriöjudaginn 9. maí kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Héraöshæliö á Blönduósi og
líknarstofnanir.
Börnin.
+
Hjartans þakkir sendum viö öllum þeim er auösýndu okkur samúö og
vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar og afa,
JÓNS MAGDALS JÓNSSONAR
Efri-Engidal
Ísafiröi
Sérstakar þakkir sendum viö læknum og ööru starfsfólki Sjúkrahúss
ísafjaröar fyrir góöa umönnun í veikindum hans. Guö blessi ykkur öll.
Kristín Magnúsdóttir
Sigurgeir Jónsson
Guóný Jónsdóttir
Magnúsína Jónsdóttir
Jón J. Jónsson Ásta Dóra Egilsdóttir
Halldór Jónsson Guöný Indrióadóttir
Magdalena Jónsdóttír Ögmundur Einarsson
þar heima síðan. Guðmundur var
tvíkvæntur, fyrri kona hans heitir
Þórunn Björgúlfsdóttir, þau gengu
í hjónaband árið 1957, en slitu
samvistum. Áttu þau einn son,
Ingimund, sem alist hefir upp hjá
Sigríði ömmu sinni og seinni
manni hennar Birni Vigfússyni, og
er nú tvítugur að aldri.
Árið 1963 kvæntist Guðmundur
Rögnu Ólafsdóttur og hafa þau
ekki átt börn saman. Guðmundur
stundaði margs konar störf hér í
Reykjavík, en mörg síðustu árin
vann hann aðallega við kjöt-
vinnslu. Guðmundur kom sér vel
hvar sem hann var eða vann,
verklaginn, trúr og dyggur. Hann
var mjög listfengur og laginn við
hvað sem hann vann við eða snerti
á.
Þegar Guðmundur var lítill
drengur varð hann veikur og
tapaði þá til muna heyrninni og
náði aldrei fullri heyrn eftir það.
Þetta bagaði hann mjög mikið á
margan hátt. Guðmundur var
fríður maður, stór og sterkur,
prúður í framkomu og átti aldrei
í illdeilum við nokkurn mann.
Fyrir þremur árum varð Guð-
mundur að gangast undir mikla
skurðaðgerð vegna lungnasjúk-
dóms og náði aldrei góðri heilsu
eftir það. Þessi þrjú síðustu ár
bjuggu þau Guðmundur og Ragna
í litla húsinu sínu á Baldursgötu
3B. Ragna varð að vinna alla daga
utan heimilis, en Guðmundur varð
að dvelja heima veikur, oft með
sótthita og bíða þess, að eiginkon-
an kæmi heim að afloknu dags-
verki. Þetta var erfitt líf fyrir þau
bæði. Það getur hver og einn
skilið, en aldrei kvörtuðu þau.
Guðmundur vissi vel á hvaða leið
hann var, en hann var rólegur og
bar sinn kross með prýði.
Guðmundur andaðist að morgni
laugardagsins 15. apríl á heimili
sínu. Sigríður móðir hans og ég
sem þessar línur skrifa, komum að
hvílu Guðmundar er hann var
nýlátinn. Yfir andliti hans hvíldi
mildur og rólegur blær eins og
ávallt hafði verið í lifanda lífi. A
náttborðinu var Guðsorðabók, sem
hann mun hafa verið að lesa í rétt
fyrir andlátið.
Allt frá barnæsku trúði Guð-
mundur á boðorð Guðs og allt hið
góða og heiðarlega í tilverunni, og
Framhald á bls. 26