Morgunblaðið - 06.05.1978, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1978
Forsætisráðherra um stjórnarskrármálið:
Tilraun til að ná sam-
stöðu þingflokkanna
Tillaga stjórnarskrárnefndar sameinaós Þings um skipun nýrrar
nefndar til aó gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá kom til umræðu
á Alpingi í gær. Geir Hallgrímsson, forsætisráöherra, fór fram á pað
við pingforseta, að umræöu lyki ekki nú, heldur yröi frestað, til pess
að freista Þess að ná samstöðu formanna pingflokka um vinnubrögð,
hvað snerti endurskoðun stjórnarskrárinnar.
• Umboð eldri
nefndar úr sögu
Ellert B. Schram (S) formaöur
allsherjarnefndar, geröi grein fyrir
tillögu, sem nefndin flytur, þess
efnis, að umboöi núverandi stjórn-
arskrárnefndar skuli lokiö en ný
nefnd skipuö til aö sinna endur-
skoðun stjórnarskrár — meö
ákveönara verksviði — m.a. varö-
andi kosningalög og starfshætti
Alþingis. Óþarfi væri, eins og
starfsstööu þings væri nú háttaö,
að eyða löngum tíma í að rök-
styðja slíka tillögu. Núverandi
stjórnarskrárnefnd heföi setið síö-
an 1972, í 6 ár, en engar tillögur
frá henni heföu enn séð dagsins
Ijós. Nefndin hefði ekki verið
kölluö saman til fundar í meira en
ár og væri nánast óstarfhæf. Fyrir
þessu þingi lægju a.m.k. þrjú mál
varöandi kjördæmaskipan eöa
kosningalög, sem ekki fengju
eölilegan framgang, m.a. með
tilvísan til þess að stjórnarskrár-
nefnd væri að sinna þessum
verkefnum. Slíkum málum heföi í
gegnum árin verið vísað til nefnd-
arinnar. Nauösynleg og eðlileg
breyting kosningalaga heföi
strandað á starfsleysi stjórnar-
skrárnefndar. Allsherjarnefnd væri
öll sammála um þessa tillögu. Meö
hliðsjón af undirtektum, utan þings
sem innan, mætti búast viö aö
tillagan fengi greiöan gang á
Alþingi.
• Ekki við einn
mann að sakast
Karvel Pálmason (SVF) vitnaöi
til yfirlýsingar forsætisráöherra á
liönu hausti varðandi samstarf
þingflokka um þessi mál. Ekki
heföi borið á þessum viðræöum
fyrr en skammt var eftir þings —
og þá með lítilli reisn. Þessi
seinagangur yröi ekki skrifaöur á
reikning stjórnarskrárnefndar, og
alls ekki á reikning formanns
hennar einvörðungu, eins og
viöleitni heföi verið til aö gera. Því
mætti heldur ekki gleyma aö fleiri
væru í stjórnarskrárnefnd en
formaður hennar. Þar væru og
fulltrúar hinna stærri þingflokka.
Þeir heföu haft sama kost á að
koma málum áfram og formaður-
inn, ef vilji heföi veriö fyrir hendi.
Hér væri ekki við neinn einn að
sakast, ef um sök væri aö ræöa.
E.Sch. heföi sagt undirtektir slíkar
að tillagan ætti greiöan gang
gegnum þingiö. Á slíkt ætti eftir aö
• Utanþingsnefnd
í stjórnarskrána
Benedikt Gröndal (A) sagöist
ekki taka þátt í persónulegum
deilum á formann stjórnarskrár-
nefndar. Ljóst væri hins vegar aö
nauösyn bæri til aö gera einhverjar
ráöstafanir til aö koma aö leiörétta
stööu mála. Ég hefi hreyf þeim
hugmyndum, sagöi B.Gr., þó ekki
á þingi, aö fela endurskoöun
stjórnarskrár utanþingsnefnd.
Hann sagði þá tímaákvöröun, sem
í tillögunni fælist (skila áliti í haust),
vera þrönga. Og næðu nefndar-
menn samkomulagi um stjórnar-
skrárbreytingar, sem þing féllist á,
væri stefnt í þingrof og tvennar
kosningar.
• Rangtúlkun
á tillögu
allsherjarnefndar
Magnús Torfi Ólafsson (SVF)
sagöi þaö rangtúlkun á tillögu
allsherjarnefndar s.þ. að reyna að
snúa henni upp í vantraust á
formann stjórnarskrárnefndar. Slík
túlkun væri óvönduð vinnubrögð
sem því miður heföu fengið
bergmál í blöðum, sem ætla mætti
að gættu viröingar sinnar.
Ég lýsi fyrst og fremst ábyrgö á
hendur stjórnmálaflokkum, sem
myndað hafa meirihluta til að fara
meö stjórn landsins og ráöa
skipan nefnda. Sökin er stjórnar-
flokkanna, sem hafa látið kjörtíma-
biliö Iföa án þess aö sinna þessu
brýna máli eöa hverfa aö kosn-
ingalagabreytingum. Skýringin er
einfaldlega sú aö ekki var vilji né
samstaða í stjórnarflokkunum til
slíks.
Ljóst er e.t.v. aö engin knýjandi
pólitísk eöa þjóöfélagsleg nauösyn
er til að knýja fram stjórnarskrár-
breytingar. Þau ákvæöi, sem kalla
á breytingar, snerta fyrst og fremst
kosningalagaákvæði og ákvæöi
um Alþingi. Þann veg þarf að
standa aö þessu máli að kjör-
dæmaskipan leiöréttist sjálfvirkt,
eftir því sem mannfjöldaþróun í
landinu segir til um, svo ekki þurfi
oft að fjalla um stjórnarskrárbreyt-
ingar.
• Hver er vilji
flokksformanna?
Jón Árm. Héðinsson (A) minnti
á yfirlýsingar formanna beggja
stjórnarflokkanna um kosningalög
og kjördæmaskipan í sjónvarps-
þætti á sl. hausti — frammi fyrir
alþjóö. Ég vil fá skýrt fram hér,
sagði J.ÁH, hvort sú afstaöa þeirra
er óbreytt. Ný nefndaskipan hefur
takmarkaöa þýöingu nema raun-
verulegur vilji til breytinga sé fyrir
hendi.
• Umræðu frestað —
samkomulags leitað
Geir Hallgrímsson, forsæt
isráðherra, sagöi m.a., aö hann
heföi óskaö þess við forseta s.þ.,
• Geir:
Stjórnarand-
staöan ýtti
hægt á eftir.
• Eliert:
Stjórnar-
skrárnefnd
óstarfhæf.
• Karvei:
Ekki viö
einn mann
að sakast.
• Benedikt:
Utanpings-
nefnd
í málið.
• Magnús Torfi:
Tillaga
allsherjarnefndar
rangtúlkuð.
• Jón Ármann:
Það Þarf viija
ekki síður
en nýja nefnd.
• Olafur:
Hér á aö starfa
Þing í einni
málstofu.
aö umræðu um tillögu þess yröi
ekki lokið nú, heldur frestaö, til
þess að leita enn samstööu
formanna þingfiokka um, hvern
veg mætti taka á endurskoðun
stjórnarskrár og skyldum málum. í
stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar hefði
ekki veriö kveðið á um, hvenær
endurskoðun stjórnarskrár skyldi
lokiö. Þaö hefði ekki veriö gert í
Ijósi þess, hve viðamikið verkið
væri og hvern tíma þaö heföi tekið
í fyrri meðferð. Mér uröu þaö
vonbrigði, hve störf gengu hægt í
þessu máli. Fulltrúar voru tilnefndir
til viöræöna snemma þings af
hálfu beggja stjórnarflokkanna.
Vera má að þessar viðræður hafi
ekki oröiö eins ítarlegar og æski-
legt hefði verið. En þá er einnig við
þá aö sakast, sem tilnefndir voru
af stjórnarandstööu, og ekki hafa
haft sig mikið í frammi fyrr en þá
síöla þings.
Ég fer fram á umbeöinn frest til
að láta enn á þaö reyna, hvort
samstaöa geti tekizt milli þing-
flokka um mál þetta.
• Deildaskipting
pings úrelt
Olafur Jóhannesson, dóms
málaráöherra, sagöist enn sömu
skoöunar og á sl. hausti, varöandi
endurbætur á kjördæmaskipan
eöa kosningafyrirkomulagi. Sá
landshluti, sem safnað hefur til sín
miklum mannfjölda, á suðvestur-
horni landsins, verður aö fá fleiri
fulltrúa. Meö hvaöa hætti þaö á aö
vera er ekki einfalt mál. E.t.v. er
einfaldast aö færa þá uppbótar-
þingmenn til þessara kjördæma,
sem nú ná kjöri á hlutfalli. Hins
vegar er ekki hægt aö koma aftan
aö mönnum og flokkum nú, þegar
búiö er aö ganga frá framboöum,
víöa með prófkjörum, miöaö viö
gildandi kosningareglur.
Ól. J. kvaöst ekki kasta steini aö
stjórnarskrárnefnd. Hið rétta væri
aö stjórnmálaflokkarnir heföu ekki
síður gengiö hægt fram í málinu.
Þeir heöu getað ýtt betur á etir.
Þetta gilti ekki síður um stjórnar-
andstööuflokka en stjórnarflokka.
Þeir heföu ekki sýnt mikla ýtni í
málinu.
Ólafur taldi aö lokum aö breyt-
inga væri þörf, bæði á stjórnarskrá
og ákvæðum um Alþingi. Deilda-
skiptingin heföi gengið sér til
húöar. Hér ætti að starfa þing í
einni málstofu. 'A þingmanna ætti
ekki aö ráða jöfnu og %. Vinnu-
brögö, sem rætur ættu í deilda-
skiptingu, væru og fyrir neöan allar
hellur.
Aukning á verðgildi krónunnar:
Liður í samvirkum aðgerð-
um gegnverðbólguhugarfari
Lárus Jónsson (S) bar nýlega íram á Alþingi
fyrirspurn til viðskiptaráðherra, svohljóðandii „Hefur
ríkisstjórnin til athugunar gjaldmiðilsbreytingu, þannig
að verðgildi íslenzkrar krónu hundraðfaldist — í
samræmi við þingsályktun, sem vísað var til ríkisstjórn-
ar með jákvæðri umsögn á síðasta þingi? Ef svo er,
hversu langan tíma tekur að undirbúa gjaldmiðilsbreyt-
inguna og hvernig er fyrirhugað, að hún verði
framkvæmd.“
Umsögn Seðlabanka
Ólafur Jóhannesson, viðskipta-
ráðherra, sagði að tillögu Lárusar
Jónssonar um þetta efni, sem vísað
hefði verið til ríkisstjórnarinnar á
sl. vori, hefði verið vísað til
umsagnar Seðlabanka Islands í
maímánuði 1977. Bráðabirgðasvar
hefði borizt 3. apríl sl. Las
ráðherra hluta úr þessu svari. Þar
kom m.a. fram að í fyrsta lagi
getur verið unnt að breyta mynt-
kerfinu í ársbyrjun 1980, enda sé
ákvörðun tekin um breytinguna í
síðasta lagi á næsta hausti. Þar er
ennfremur sagt að gjaldmiðils-
breyting geti orðið þáttur í heild-
arátaki til að draga úr þeirri
alvarlegu verðbólgu, sem geisað
hafi hér á landi."
Síðar, eða 21. apríl sl. hafi síðan
borizt viðbótarsvar frá Seðlabank-
anum, þar sem m.a. væri sagt:
„Vér vísum til bréfs vors frá 3.
apríl s.l. vegna fsp. Lárusar
Jónssonar alþm. til viðskrh. um
hundraðföldun á verðgildi krón-
unnar og þeirri grg. bankans um
þessi mál, svo og fyrri skýrslur og
umr. um mynt- og seðlamál. Hér
með sendist yður álitsgerð banka-
stjórnar Seðlabankans um endur-
skipulagningu seðla og myntút-
gáfunnar og hugsanlega aukningu
á verðgildi krónunnar. Hefur hún
nú verið rædd í bankaráði Seðla-
bankans, sem lýst -hefur samþykki
sínu á birtingu hennar. Er þar
m.a. gerð grein fyrir þeim breyt-
ingum, sem óhjákvæmilega verður
að gera á seðla- og myntstærðum
og sú skoðun látin í ljós, að nú sé
rétti tíminn til að taka afstöðu til
þess, hvort taka skuli upp nýja
mynteiningu. Jafnframt er nokkur
grein gerð fyrir hugsanlegri fram-
kvæmd gjaldmiðilsbreytingar og
lýst þeirri undirbúningsvinnu, sem
fram hefur farið til þessa og fylgja
till. að úthlutagerð nýrrar mynt-
og seðlaraðar. Og þessi skýrsla,
sem fylgir með þessu bréfi, er nú
nokkuð löng og sé ég mér ekki fært
að fara að lesa upp úr henni, enda
mun hún verða kynnt af banka-
stjórn Seðlabankans einmitt í dag
fyrir blaðamönnum og frétta-
mönnum frá fjölmiðlum, þannig
að ég geri ráð fyrir því, að hv.
alþm. eigi kost á því að lesa í
blöðum eða heyra í fjölmiðlum á
morgun hverjar skoðanir Seðla-
bankans eru á þessu máli. Það er
ekki hægt að segja, að seðlabanka-
stjórnin taki beint afstöðu í þessu
til spurningarinnar, heldur er það
grg. af hennar hálfu við því
hvernig þetta skuli gert, en
ákvörðun ekki tekin, enda er það
ríkisstj. og Alþ. og löggjafans að
taka ákvörðun og málinu vísað
þangað. Ég held þó að það fari ekki
á milli mála, að það verði að draga
þá ályktun af þessari grg. Seðla-
bankans, að stjórn hans sé jákvæð
í þessu efni.“
Virðingin fyrir
krónunni
Benedikt Gröndal (A) sagði
hugmyndina um að breyta verð-
gildi peninga, þar sem erfiðar
efnahagsaðstæður og verðbólga
hefðu verið fyrir hendi, væri ekki
ný. Nefndi hann dæmi um slíkar
aðgerðir í Frakklandi og Finn-
landi, sem ýmislegt mætti af læra.
Til lítils væri þó að hundraðfalda
verðgildi krónunnar, ef 30 til 40%
verðbólga héldi áfram. Mál væru
þó svo alvarleg nú að þjóðin hefði
misst verðskyn og virðingu fyrir
gjaldmiðli sínum. Þessi breyting
gæti því verið til góðs, samhliða
öðrum aðgerðum, m.a. til að draga
úr hraða verðbólgunnar. Vitnaði
BGr til yfirlýsingar Alþýðufl. um
markmið og leiðir í efnahagsmál-
um, en þar væri eitt af 10
tilgreindum atriðum að „stefna að
því að auka verðgildi krónunnar".
V orhr einger ning
í efnahagsmálum
Lárus Jónsson (S) þakkaði svör
ráðherra, undirtektir og umsögn
Seðlabanka og stuðning formanns
Alþýðuflokksins varðandi þetta
mál. Bankastjórn Seðlabankans
hefði nú tekið eindregnari afstöðu
til þessa máls en hún hefði áður
haft.
Ég hefi lengi verið þeirrar
skoðunar, sagði LJ, að þetta geti
verið ein af samvirkum aðgerðum,
sem grípa þurfi til, til að snúast
gegn verðbólguhugarfarinu, sem
gripið hefur þjóðina. Fólk virðist
ekki gera sér grein fyrir því hversu
mun hættulegra það er að búa að
meirá en 30% verðbólgu — viðvar-
andi — en t.d. 10 til 15%, eins og
hún var hér löngum áður. Umrædd
aðgerð ein sér dugar e.t.v. skammt.
En hún er liður í lækningunni. Til
þess að þjóðin geti hafið nýtt og
heilbrigðara efnahagslíf þarf að
fara fram vorhreingerning í efna-
hagsmálum hennar.