Morgunblaðið - 06.05.1978, Síða 46

Morgunblaðið - 06.05.1978, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1978 Páll Björjfvinsson tók við sigurlaunum Víkinga Stcíán Gunnarsson, fyrirliði Valsmanna, hampar fyrir bikarkeppni Handknattleikssambandsins. íslandsbikarnum. Mikið um dýrðir og glatt á hjalla HANDKNATTLEIKSMENN héldu uppskeruhátíð í Sigtúni á miðvikudaginn. Þar var að venju glatt á hjalla og mikið um dýrðir. Sigurliðin í deildunum og bikarmótunum tóku þar við verðlaunapeningum sínum, en einnig voru einstaklingar heiðraðir. Með þessu hófi lauk keppnistímabili handknattleiksmanna í ár og myndirnar hér á síðunni sýna hluta þeirra, sem tóku við verðlaunum á miðvikudaginn. íþróttafréttamenn völdu Gunnar Einarsson leikmann íslandsmóts- ins ok afhenti Sigmundur Steinarsson ritstjóri Sportblaðs- ins honum laglega styttu til minja um árangurinn. Ilandknattleikskona ársins var valin Katrín Danivalsdóttir úr FII og sést hún hér taka við verðlaunagrip sinum. Einar Ágústsson er fyrirliði Fylkis. sem eins og IIK. er ungt félag en getur státað af miklum frama á skömmum tíma. Fylkir sigraði í 2. deild í vetur og leikur meðal þeirra „stóru“ næsta keppnistímabil. Oddný Sigursteinsdóttir hafði í mörgu að snúast þetta kvöld, en hún tók bæði við bikarnum fyrir sigurinn í 1. dcild og bikarkeppn- inni. Hið skemmtilega lið HK, sem leikur í 1. deild næsta vetur. Árangur liðsins er einstakur, sigur í 3. deild í fyrra og nú annað sæti í 2. deild. (Ljósm. Kristján). ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 TOPUÐU GEGN UNGVERJUM UNGLINGALANDSLIÐIÐ í knattspyrnu tapaði í gærkvöldi fyrsta leik sínum í lokakcppni Evrópumóts unglinga í Pállandi. Leikið var gegn Ungverjum, sem unnu 3tl. Núverandi Evrópumeistarar Belga töpuðu fyrirJúgóslövum 2>1 og Englendingar, sem oftast hafa unnið þessa keppni, máttu gera sér að góðu jafntcfli við Tyrki, 1*1. ísland er eina Norðurlandaþjóðin, sem ávann sér rétt til keppninnar. en Norðmönnum var boðið að vera með sem gestir. Þeir léku í gærkvöldi við Hollcndinga og töpuðu 0>1. Rússar ciga greinilega mjög sterku liði á að skipa og þeir unnu Grikki 4>0. Fregnir voru mjög óljósar af gangi mála á mótinu í gær og svo virðist, sem tveimur leikjanna hafi ekki verið hægt að ljúka. FJÖGUR LIÐ GETA UNNIÐ VALUR vann KR 2:1 í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu á fimmtudaginn. Það var Magnús Ingimundarson, sem skoraði fyrsta mark leiksins með fallegum skalla. Eftir markið drógu leikmenn Vesturbæjarliðsins sig aftar á vellinum, en misstu við það tökin á miðjunni. Valsmenn sóttu í sig veðrið og þeir Ingi Björn Albertsson og Atli Eðvaldsson tryggðu liðinu sanngjarnan sigur. Að þessum úrslitum fegnum er staðan í mótinu sú að fjögur félög geta sigrað í mótinu, KR, Valur, Víkingur og Fram. Tveir leikir fara fram í Reykja- víkurmótinu í knattspyrnu um helgina. Á laugardag leika Fram og Ármann og á sunnudag Víking- ur og Þróttur. Leikirnir fara fram á Melavellinum og hefjast kl. 14. Einn leikur fer fram í meistara- keppni KSÍ, Vestmanneyingar leika við.Akranes í Vestmannaeyj- um. Staðan í Reykjavíkurmótinuer nú þessi. KR 6 3 2 1 10,2 10 Valur 5 3 0 2 15.5 8 VíkinKur 5 3 0 2 9,6 7 Fram 4 12 1 4i4 5 Þróttur 4 112 4«4 4 Fylkir 5 1 2 2 2,5 4 Ármann 5 1 0 4 2,19 2 Yfirburðir Anderlechts ANDERLECHT varð í fyrrakvöld fyrsta liðið til að vinna sigur í Evrópukeppni bikarhafa í knattspyrnu í tvö skipti. Liðið hafði yfirburði gegn Vín frá Austurríki er liðin mættust í París og úrslitin, 4,0. tala sínu máli um gang leiksins. Vonir Austurríkis manna urðu að cngN^r liðið fékk á sig 2 mörk á hálfri mínútu rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins. Hollenski landsliðsmaðurinn Rob Rensenbrink skoraði tvö fyrstu mörk leiksins. en bclgíski landsliðsmaðurinn Van Binst tvö siðari mörkin. Framkvæmdastjóri Ander- lechts, Raymond Goethals, sagði að leiknum loknum að Rensen- brink hefði leikið meiddur frá því um miðjan hálfleikinn. — En ég hef alltaf sagt að Rensenbrink væri það góður að hann gæti leikið á annarri löppinni, sagði Goethals. í úrslitaleiknum var þáð fyrst og fremst mikil reynsla leikmanna Anderlechts, sem skóp sigurinn. Leikmenn liðsins unnu þennan bikar einnig 1976, en töpuðu í fyrra fyrir Hamborg SV í úrslitum keppninnar. Heimatap hjá Lilleström eft- ir 19 mánuði EFTIR 19 mánuði kom loks að þvi' á fimmtudaginn að Lilleström tapaði á hcimavclli sínum. Norsku meistararnir fengu þá Start frá Kristiansand í heim- sókn og Ilooley og hans menn máttu sætta sig við 1,2 tap. Start og Brann hafa nú tekið forystu í 1. deildinni í Noregi, hafa baKli 5 stig að loknum 3 umferðum. Þessi lið léku gegn Fram og ÍA í Evrópumótunum á síðasta hausti. Viking er ásamt Moss í 3.-4. sæti deildarinnar. bæði liðin með 4 stig og á uppstigningardag léku Víkingarnir á útivelli gegn Skeid í Ósló og þar varð marklaust jafntefli. Skeid fékk sitt fyrsta stig til þessa í deildinni. flrslit 1 Noreiíi á uppstÍKninttardaK, Bryne — Válerengen 1,1 Lilleström — Start Moss — Brann Skeid — Viking Steinkjer — Lyn Molde — Bodö/Glimt í 1. deildinni sænsku var einnig leikið um helgina og Öster gcrði þá jafntefli á heimavelli gegn Halmstad. 2,2. Malmö er í forystu í Svíþjóð með 9 stig að loknum 5 umferðum. en Norrköping og Kalmar hafa 8 stig. Teitur og félagar hans í Öster koma síðan í 4. sæti með 7 stig. Átvidaberg pr eitt án stiga fJrslit 1 Svlþjóð á limmtudaKÍnn, Elfsborg — AIK Gautaborg — Malmö Hammarby — Atvidaberg Landskrona — Kalmar Norrköping — Djurgaarden Vester&s — örebro öster — Ilalmstad

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.