Morgunblaðið - 06.05.1978, Page 48
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
2H«r0un(>l«bib
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
2H«r0unbbbib
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1978
w
Aætlun
olíuskips
breytt
OLÍUSKIP með tæplega 19
þúsund tonn af gasolíu er
væntanlegt til Reykjavíkur 9.
maí. Upphaflega átti skip
þetta að fara til Seyðisfjarð-
ar fyrst, en síðan til Reykja-
víkur, en áætlun þess hefur
nú verið breytt vegna boðaðs
innflutningsbanns hinn 11.
maí.
Samkvæmt upplýsingum
Indriða Pálssonar, forstjóra
Olíufélagsins Skeljungs h.f.,
er þess vænzt að takist að
losa olíufarminn áður en til
innflutningsbannsins kemur
og komist þessi farmur á
land eru olíufélögin vel birg
fram í júnímánuð. Þá er
væntanlegt bensínskip hinn
19. maí frá Svartahafs-
ströndum.
Indriði kvað það geta
brugðið til beggja vona, hvort
tækist að afferma olíuskipið,
sem væntanlegt er 9. maí. Fái
skipið vont veður á leiðinni
til Islands getur það tafizt
eitthvað. Þá var annað olíu-
skip væntanlegt, sem kemur
ekki að sinni.
Hauki
sleppt
ígær
HAUKI Guðmundssyni fyrr-
verandi rannsóknarlögreglu-
manni í Keflavík var sleppt úr
gæzluvarðhaldi um sexleytið í
gærkvöldi en hann hafði setið
í Síðumúlafangelsinu í sex
sólarhringa vegna rannsóknar
handtökumálsins.
Samkvæmt upplýsingum
Þóris Oddssonar vararann-
sóknarlögreglustjóra er rann-
sókn handtökumálsins á loka-
stigi. Er búist við því að
rannsókninni Ijúki í næstu viku
og verður málið þá sent ríkis-
saksóknara til ákvörðunar.
Horft til sumars.
Bjarni Jakobsson, formaður Iðju, um annan verkfallsdaginn
Fimmtungur fyrirtækjanna
greiddi samkvæmt samningi
— Þekki engin slík dæmi, segir Davíð Sch. Thorsteinsson, form. FÍI
ANNAR verkfallsdagur Iðju,
félags verksmiðjufólks í Reykja-
vík, var í gær og munu þá um 600
manns hafa verið í verkfalli. eða
talsvert minni hópur en síðastlið-
inn miðvikudag, er um 1.000
manns felldu niður vinnu. Vinna
var í gær stöðvuð hjá um 30
fyrirtækjum, en samkvæmt upp-
lýsingum Bjarna Jakobssonar,
formanns Iðju, munu um 20%
fyrirtækjanna, sem verkfall var
boðað hjá, hafa gctað sýnt fram
á að þau greiddu samkvæmt
samningunum frá sl. sumri.
Verkfallið í gær náði til mat-
vælaiðnaðarins, kexgerða, köku-
gerða, sælgætis- og efnagerða,
kaffi- og smjörlíkisgerða og öl- og
gosdrykkjagerða. Er þá eftir einn
verkfallsdagur í boðuðum aðgerð-
um Iðju, mánudagurinn 8. maí, en
þá verður felld niður vinna hjá
fyrirtækjum í tréiðnaði, pappírs-
iðnaði og prentun, kemiskum
iðnaði, gler- og steinefnaiðnaði,
málmsmíði, smíði og viðgerðum
rafmagnstækja, plastiðnaði,
myndiðn, burstagerð, silfursmíði,
bólstrun og innrömmun. Nær það
Tel tjónið á
Breka vera
5—600 millj.
„ÞAÐ var alveg grátlegt að sjá
þetta,“ sagði Haraldur Gísla-
son, framkvæmdastjóri Fiski-
mjölsverksmiðjunnar h.f. í
Vestmannaeyjum, er Mbl.
ræddi við hann í gærkvöldi
nýkominn frá Akureyri, en
Fiskimjölsverksmiðjan er eig-
andi Breka. „Skipið er tryggt á
1145 milljónir króna,“ sagði
Haraldur, „og að mínu áliti er
Framhald á bls. 26
Blaðaútgáfa sendiráða bönnuð?
ALLT henti til þess í gærkvöldi
að frumvarþ til laga um bann við
fjárhagslegum stuðningi
crlendra aðila við íslenzka stjórn-
málaflokka yrði að lögum seint í
gærkveldi eða nótt. Frumvarpið
hafði verið afgreitt til neðri
deiidar, scm í gær breytti því að
tillögu Sighvats Björgvinssonar
og Guðmundar II. Garðarssonar.
Var skotið inn í frumvarpið
ákvæðum um að erlendum sendi-
ráðum á íslandi væri óheimilt að
kosta eða styrkja hlaðaútgáfu í
landinu.
Sighvatur Björgvinsson bar í
gær fram frávísunartillögu við
frumvarpið, þar sem sagði að þar
sem í ráði væri að undirbúa
rammalöggjöf um starfsemi
stjórnmálaflokkanna, virtist ein-
sýnt að þetta mál ætti erindi inn
í þann undirbúning og athugun, og
með hliðsjón af því því legði hann
til að frumvarpinu yrði vísað til
ríkisstjórnarinnar. Þessari
frávísunartillögu var hafnað í
neðri deild með 27 atkvæðum gegn
5.
Breytingartillaga Sighvats og
Guðmundar H. Garðarssonar var
um þrjú atriði. í fyrsta lagi um að
aftan við fyrstu grein, sem er
svohljóðandi: „Islenzkum stjórn-
málaflokkum er óheimilt að taka
við gjafafé eða öðrum fjárhagsleg-
um stuðningi til starfsemi sinnar
hérlendis frá erlendum aðilum,"
bætist: „Þá er erlendum sendiráð-
um á íslandi óheimilt að kosta eða
styrkja blaðaútgáfu í landinu."
í öðru lagi var lagt til að aftan
við aðra grein frumvarpsins:„Lög
þessl taka til stjórnmálaflokka og
félagasamtaka þeirra, svo og til
hvers konar stofnana, sem starfa
á þeirra vegum, beint eða óbeint,
þ. á m. blaða," bætist: „og einnig
til blaða eða tímarita, sem út eru
gefin á vegum einstaklinga eða
samtaka."
í þriðja lagi gerðu þeir félagar
tillögu um breytingu á fyrirsögn
Framhald á bls. 26
verkfall til um 1.200 til 1.300
Iðjufélaga.
Bjarni Jakobsson kvað stjórn
Iðju hafa orðið vara við fyrsta
brotið gegn aðgerðum Iðju í gær.
Unnið var í mæjóhesverksmiðju
fram til klukkan 14 eða í þann
mund er verkfallsverði Iðju bar að
garði. Hafði starfsfólkið unnið af
sér síðari hluta dagsins og var að
hætta í þann mund er verkfalls-
verðirnir komu. Bjarni kvað samn-
ingssvæði Iðju vera stórt og því
hefði verkfallsvarzlan ekki orðið
þessa vör fyrr en um tvöleytið.
Hann kvað þennan aðila ekki hafa
sannað það svo aö ekki væri um að
villast að hann greiddi samkvæmt
samningi og hefði þar með rétt til
þess að láta fólkið vinna.
Verkföllin í gær beindust gegn
færri aðilum og stærri, sagði
Bjarni, en var síðastliðinn mið-
vikudag. Hann kvað þau fyrirtæki,
sem greiddu fullar vísitölubætur
og hefðu sannað það óyggjandi,
hafa verið um fimmtung þeirra
fyrirtækja, sem verkfall var boðað
hjá. Á miðvikudag var það hins
vegar þriðjungur fyrirtækjanna
sem það gerði.
Á mánudaginn kemur kvað
Bjarni vera viðamesta verkfalls-
daginn, þar sem þá myndi verkfall
ná til 1.200 til 1.300 félaga innan
Iðju. Eftir þann dag kvaðst hann
mundu geta gefið nákvæmari
upplýsingar um gang verkfallanna
í heild, og m.a. heildartölu þeirra
fyrirtækja, sem greiddu sam-
kvæmt samningum.
Morgunblaðið ræddi í gær við
Davíð Scheving Thorsteinsson,
formann Félags íslenzkra iðnrek-
enda, og spurði hann, hvað hann
vildi segja um þær upplýsingar
Bjarna Jakobssonar, formanns
Iðju, sem fram komu í Morgun-
blaðinu á fimmtudag að þriðjung-
Framhald á bls. 26
Þinglausnir
síddegis
REIKNAÐ var með að deilda-
fundir hæfust í Alþingi klukk-
an 10 í dag eftir langar
umræður í samcinuðu þingi í
nótt og að siðari hluta dags, ef
til vill klukkan 16—17, hæfist
svo fundur í sameinuðu þingi
og færu þá fram þinglausnir.
P'undur í sameinuðu þingi
hófst klukkan 21 í gærkvöldi og
voru átta mál á dagskrá, þar af
tvö, sem búizt var við löng-
um umræðum um; tillaga
til þingsályktunar um ís-
lenzka stafsetningu (z) og
skýrsla iðnaðarráðherra um
Kröflu. Fyrst kom á dagskrá
tillaga um endurskoðun meið-
yrðalöggjafarinnar og hafði
Vilborg Harðardóttir þar fram-
Framhald á bls. 26
Rúta með
34 mönnum
fauk út af
RÚTA með 34 farþegum fauk út af
veginum skammt frá Akranesi í
gærkvöldi. Margir farþeganna
voru fluttir í sjúkrahúsið, þar sem
gert var að meiðslum þeirra, en
enginn mun hafa meiðzt alvarlega.
Bíllinn stórskemmdist.
Slysið varð um klukkan 20:20 í
gærkvöldi. Rúta frá Borgarnesi
var að flytja hóp fólks í Munaðar-
nes. Skammt frá Berjadalsá,
austan við Akranes, fauk rútan út
af veginum og fór eina veltu.