Morgunblaðið - 25.05.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.05.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1978 5 Þorlákshöfn: Góðri vertíð lokið V öruskiptajöfnuðurinn: Óveruleg áhrif útflutningsbanns VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR landsmanna var hagstæður í aprílmánuði um 84,4 milljónir króna, þrátt fyrir útflutnings- bann Verkamannasambands ís- lands, enda var útflutningur mjög mikill þrátt fyrir bannið og er óvíst að það hafi dregið úr verðmæti hans í þessum mánuði — eins og segir í frétt frá Hagstofu íslands um verðmæti útflutnings og innflutnings. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins Ungfrú al- heimur krýn- ir fegurðar- drottningu íslands UNGFRÚ alheimur, fegurðardís frá Trinitat, kemur hingað til lands næstu daga og mun krýna fegurðardrottningu íslands á Sunnukvöldi á Hótel Sögu n.k. sunnudagskvöld. Janelle Commissiong heitir fegurðardísin, 24 ára að aldri, og tízkan er aðaláhugamál hennar og Marlon Brando sá er hún hefur mestar mætur á. Með henni kemur Claude nokkur Berr, forseti alþjóöasamtakanna um keppnis- hald af þessu tagi, og mun hann flytja ávarp um kvöldið. Fjölbreytt skemmtiatriði verða að sögn talsmanna Sunnu, en í keppninni sjálfri keppa 6 stúlkur til úrslita, sem valdar hafa verið á Sunnukvöldum undanfarið. var vöruskiptajöfnuðurinn óhag- stæður um rúmlega 5 milljarða en á sama tíma í fyrra um 17,5 milljónir. Út voru flutt í aprílmánuði verðmæti fyrir rúma 12,6 miilj- arða króna, en inn fyrir rúma 12,6 milljarða króna. Af útflutn- ingi var ál og álmelmi 4,9 milljarðar, en innflutt til ÍSALS, Landsvirkjunar, Kröfluvirkjunar og Járnblendifélagsins fyrir 2,3 milljarða króna. Síðan segir í fréttatilkynningu Hagstofunnar. „Við samanburð við utanríkis- verslunartölur 1977 verður að hafa í huga, að meðalgengi erlends gjalderyis í janúar-apríl 1978 er talið vera 33,4% hærra en það var í sömu mánuðum 1977. Um miðjan apríl (í Reykjavík frá og með 13. apríl) kom til framkvæmda verkfall við útskipun útflutningsvöru í öllum út- flutningshöfnum, nema í Keflavík og öðrum höfnum á Suðurnesjum, í höfnum á Vestfjarðakjálkanum, á Hofsósi, Þórshöfn, Reyðarfirði, Stöðvarfirði, Breiðdalsvík og Djúpavogi. Nokkuð hefur verið um undanþágur frá þessu útflutnings- banni, þannig hefur t.d. ávallt verið veitt undanþága þegar vinna í frystihúsi hefur verið að stöðvast vegna skorts á geymslurými. Eins og fram kemur hér fyrir ofan var útflutningsverðmæti í apríl 1978 mjög mikið þrátt fyrir útflutn- ingsbannið. Er óvíst að það hafi orsakað lækkað útflutningsverð- mæti í þeim mánuði. Að vísu hefur mikill útflutningur farist fyrir í seinni hluta mánaðarins af þess völdum, en þar á móti kom að útflytjendur hafa kappkostað að afskipa sem mest af útflutnings- vörum áður en verkfall þess kom til framkvæmda." Ekki Póker heldur Brimkló I frásögn af væntanlegri kosninga- hátíð D—listans í Laugardals höll n.k. föstudagskvöld í blaðinu í gær var sagt að það yrði Hljómsveitin Póker, sem flytti nokkur lög á hátíðinni. Þetta er ekki rétt því að það verður Hljómsveitin Brimkló, sem fram kemur ásamt Björgvini Halldórssyni söngvara og flytur nokkur lög. Að þessu sinni voru útskrifaðir úr dagskóladeildum Menntaskólans við Hamrahlíð 103 stúdentar. Ljósm. Vigfús Sigurgeirsson. Þorlákshöfn. 24. maí í VETRARVERTÍÐARLOK, sem miðast við 15. maí, má segja að vertíðin hafi verið góð, þó slæmar gæftir og fiskileysi hafi verið framan af vertíðinni eða alit þar til í apríl. Þá gjörbreyttist allt til batnaðar og eins og oft áður var þessi mánuður fengsæll og gerði hér gæfumun. Aflahæsti báturinn var Höfrungur III með 1033 tonn og hann var jafnframt hæstur yfir landið í annað sinn. meðalafla í róðri kemur í ljós að vertíðin er að þessu sinni hagstæð. Meðalaflinn í hverri sjóferð var tæp 9 tonn, en var 7 tonn árið 1977, 8,2 tonn árið 1976 og 8,5 tonn árið 1975. Sem fyrr segir var Höfrungur III. aflahæstur með 1033 tonn í 44 sjóferðum, en næstir komu Jón á Hofi með 964 tonn í 44 sjóferðum og Friðrik Sigurðsson með 945 tonn í 50 sjóferðum. Tveir bátar eru nú farnir á net Heildaraflinn á vertíðinni var 24.607 tonn, þar af 12.972 tonn af bolfiski og 11.635 tonn af loðnu. Árið 1977 var heildaraflinn 34.994 tonn, þar af 13.699 tonn af bolfiski og 21.118 tonn af loðnu. Árið 1976 var heildaraflinn 21.578 tonn, þar af 12.904 tonn af bolfiski og 8.674 tonn af loðnu. Árið 1975 var heildaraflinn 30.140 tonn, þar af 13.864 tonn af bolfiski og 16.276 tonn af loðnu. og hafa færi með, tveir eru farnir á spærling og 3—4 fara á humar. Aðrir eru að lagfæra báta sína eftir vertíðina. — Ragnheiður. 103 stúdentar útskrifaðir frá Menntaskólanum við Hamrahlíð STÚDENTAR frá dagskóladeild- um Menntaskólans við Hamrahlíð á þessu vori hafa verið útskrifaðir. Að þessu sinni útskrifuðust 103 stúdentar en n.k. laugardag verða um 40 stúdentar útskrifaðir úr Öldungadeild skólans. Hæstu eink- unnir stúdenta úr dagskóladeild- um fengu þau Andri Geir Arin- bjarnarson og Halldóra Björns- dóttir, en Hamrahlíðarskólinn reiknar ekki út ákveðna meðal-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.