Morgunblaðið - 25.05.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.05.1978, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1978 Indverska Gharial krókódílnum bjargað frá algerri tor- tímingu? Unnið er nú stöðugt að því að bjarga frá útrýmingu merkilegri krókódílategund indverska Gharial-krókódílnum, sem litlum breytingum hefur tekið í 60—70 milljónir ára. Þeir sem að þessu verki vinna eru nokkrir náttúru- vísindamenn í Róm undir stjórn brezka vísindamannsins dr. H.R. Bustard, sem þekktur er fyrir baráttu sína fyrir náttúruvernd. Dr. Bustard hyggst flytja krókó- dílsunga frá Rómaborg til Ind- lands og Nepals og sleppa þeim þar í stórfljótin, sem voru upphaf- lega aðalheimkynni Ghari- al-krókódílanna, en þeir eru nú orðnir mjög fáséðir þar. I lok marz s.l. hafði Dr. Bustard þegar sleppt rúmlega 70 ungum, sem virtust við athuganir kunna því hið bezta að vera komnir í fljótin. Dr. Bustard hefur unnið að þessu verkefni allt frá árinu 1975 og hefur það verið unnið í samvinnu við indversku stjórnina og FAO, matvæla- og land- búnaðarstofnun Sameinuðu þjóð- anna. Þá hefur Nepalsstjórn einnig tekið nokkurn þátt í verkinu. Gharial-krókódíllinn er elztur krókódílstegunda og er í litlu frábrugðin forfeðrum sínum „archosaurian dinosaurus", sem var uppi fyrir um 60—70 milljón- um ára. Aðalheimkynni þeirra hafa verið eins og áður sagði í stórfljótum Indlands og Nepals, Ganges, Indus, Bramaputra og þverám þeirra. Gharial krókódíll- inn getur orðið allt áð 7 metra langur og er skrápurinn afar eftirsóttur og af þeim sökum hefur honum nærri því verið útrýmt, segir dr. Bustard. Sagt er um Gharial-krókódílinn að hann sé með afbrigðum mein- laus skepna sem ráðist aldrei á neinn og dr. Bustard hefur sagt að hann viti nokkur dæmi þess að börn hafi verið að leik í pollum með Gharial-krókódílsungum. Þegar krókódílarnir hafa skrið- ið úr eggjunum í klakstöð dr. Bustards eru þeir fóðraðir á fiskmeti um 18 mánaða skeið og eru þeir þá orðnir um 1 metri á lengd. Þá fyrst eru þeir taldir færir um að bjarga sér upp á eigin spýtur. Fvrstu kynni Gharial-krókódílsins af umheiminum! Litazt um í nýjum heimi. Þá er að koma undir sig fótunum... . Þegar Gharial-krókódilUnn er loks allur komjnn úr egginu er hann æði hjálparvana og þarf virkilega •*umhyggju við. ' ' '* ' 1 -l'“' - ,n 1 Umsjón: Bergljót Ingólfa- dóttir Bakaðar kartöflur Nú er sá árstími, þegar á boðstólum eru yóðar, mjölmiklar erlendar kartöflur oy innan um eru stórar, sem eru vel fallnar til að baka inni í ofni. Slíkar kartöflur þykja hið mesta lostœti oy er svo einfalt að matreiða þær, að ekki verður á betra kosið. Kartöflurnar eru burstaðar vel, þveynar oy þerraðar. Settar inn i heitan ofn, í ofnskúffuna eða eldfast fat oy bakaðar neðarleya í ofninum þar til þær eru meyrar. (1 klst.—l'/é eftir stærð.) Skorin rauf i kartöfluna um leið oy hún er borin fram, smjörbita stunyið í. Gott með öllum yrill-réttum ofl. Áyœtt að bera fram teskeið til að borða kartöfluna með. 6 stórar kartöflur, matarolía, salt, pipar 100 y bacon, 100 y majonnaise 200 y ostur, 1 rauður pipar, yraslaukur, salt oy pipar. Kartöflurnar þveynar, skorn- ar í tvennt. Settar í eldfast fat, skorna hliðin upp, penslaðar með oliu, salti oy pipar stráð yfir oy bakaðar í 20 mín. í ofni. Ostur oy majonnaise hrœrt saman, laukur, pipar oy bacon allt í smábitum blandað sarhan við. Brayðbætt eftir smekk oy skipt niður á kartöflurnar, settar aftur i ofninn í 15—20 mín. Góðar æfingar fyrir bakhlutann ÞaÖ er kunnara en svo, I. aö um þurfi aö tala, aö Krjúpiö meö hendur á margir gildng, um bak- mföömum, setjist síöan á hlutann og þykir heldur vixl til hægri og vinstri, miöur. eins og sýnt er á mynd- Þessar tvær æfingar inni, í 5 skipti hvorum eiga aö vera góöar fyrir megin. þennan likamshluta og því II. ekki aö reyna nú i sumr- LiggiÖ á bakinu meö byrjun, áöur en ,þikiniö“ handleggi flata á gólfinu. er tekiö fram. Ýtiö síöan bakhluta og lærum upp, eins og sýnt er á myndinni. SpenniÖ vöövana eins og hægt er,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.