Morgunblaðið - 25.05.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.05.1978, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1978 Nýir menn reyna að verja titilinn HELMUTH Schön, landsliöseinvaldur Vestur-Þýzkalands, hefur valið þá 22 leikmenn, sem keppa eiga fyrir hönd þjóðarinnar í heimsmeistarakeppn- inni í Argentínu. Aðeins sjö af þessum 22 leikmönnum voru í vestur-þýzka landsliðshópnum fyrir fjórum árum þegar Þjóðverjar urðu heimsmeistarar í knattspyrnu. Hættir eru frægir kappar eins og Becken- bauer, Breitner, Gerd Miiller, Overath og Grabowski svo einhverjir séu nefndir og úr meistaraliöinu, sem sigraöi Holland 1974 í úrslitum HM í Múnchen eru aðeins fimm leikmenn nú með, þeir Maier, Vogts, Schwarcenbach, Bonhof og Hölzen- bein. Vestur-þýzki landsliðshópurinn er skipaöur þessum leikmönnum. Mark- verðir: Sepp Maier, Bayern Múnchen, Rudi Kargus Hamburger SV og Dieter Burdenski, Werden Bremen. Varnarmenn: Berti Vogts, Borussia Mönchengladbach, Rolf Russmann Schalke 04, Manfred Kaltz, Ham- burger SV, Bernhard Dietz, Duisburg, Herbert Zimmermann og Harald Konopka, FC Köln, Georg Schwarcenbach, Bayern Múnchen, Gerhard Zewe, Fortuna Dússeldorf. Miövallarspilarar og framlínumenn: Heimz Flohe, Bernd Cullmann og • Heimsmeistarar Vestur-Þýzkalands léku vináttuleik við Brasilíu í Hamborg í vor og þá unnu Brasilíumenn 1:0. Margir álíta að Þessar tvær Þjóöir muni leika til úrslita á HM í Argentínu. Myndin er frá leiknum í vor og sýnir brasilíska framherjann Amaral skjóta að markinu en til varnar eru Berti Vogts og Manfred Kaltz. Senn líöur að HM í Argentínu: Flestar þjóðirnar hafa valið leikmenn á HM SENN líður aö Því að heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hefjist í Argentínu en hún er íþróttaviöburður, sem jafnan vekur heimsathygli. Á síðustu dögum hafa ÞátttökuÞjóðirnar 16 tilkynnt hvaöa 22 leikmönnum Þær muni tefla fram í keppninni. Hér á eftir verður skýrt frá skipan landsliða sjö Þjóða, sem væntanlega munu láta mikið aö sér kveða í Argentínu í júní. Dieter Múller, allir FC Köln, Rudiger Abramczikk og Klaus Fischer, Schalke 04, Rainer Bonhof, Borussia Mönchengladbach, Karl-Heinz Rummenigge, Bayern Múnchen, Bernd Hölzenbein, Eintracht Frank- furt, Ronald Worm, Duisburg, Eric Beer, Herta Berlín og Han Múllet, Stuttgart. Slær Nordquist landsleikjametið? ÁTTA af 22 leikmönnum í sænska landsliðshópnum, sem taka þátt í heimsmeistarakeppninni fyrir hönd Svíþjóðar voru í sænska hópnum þegar keppnin fór fram í Þýzkalandi fyrir fjórum árum. í þeim hópi er Björn Nordquist, sem verið hefur fyrirliði sænska landsliðsins undan- farin ár. Björn hefur leikið hvorki meira né minna en 106 landsleiki og ef allt gengur að óskum mun þessi 35 ára gamli leikmaður bæta lands- leikjamet Bobby Moore, sem er 108 landsleikir. Nordquist hefur oft leikið gegn íslendingum og síöast á Laug- ardalsvellinum í fyrra. Sænski landsliöshópurinn er ann- ars skipaöur þessum leikmönnum: Markverðir: Ronnie Hellströn, FC Kaiserlautern, Göran Hagberg, Öst- er, Jan Möller, Malmö FF. Varnar- menn: Magnús Andersson, Roland Anderson, Roy Andersson og Ingi- mar Erlendsson, allir úr Malmö, Hasse Borg, Eintrack Braunschweig, Ken Karlsson, Eskilstuna, Björn Nordquist, IFK Gautaborg, Ronald Áaman, Örebro. Miðvallarleikmenn: Bo Larsson og Staffan Tapper, báðir Malmö FF, Lennart Larsson, Schalke 04, Anders Linderoth, Olympique Marseille, Olle Nordin, IFK Gauta- borg og Conny Thorsteinsson, FC Zurich. Framlínumenn: Ralf Edström og Torbjörn Nilsón, báðir IFK Gauta- borg, Thomas Sjöberg, Malmö FF, Benny Wendt, FC Kaiserlautern og Sanny Áslund, AIK Stokkhólmi. Það er athyglisvert, að sænski landsliðseinvaldurinn Georg „Áby“ Ericsson hefur valiö í hópinn þrjá menn, sem voru í sænska landsliðs- hópnum í heimsmeistarakeppninni í Mexico 1970, þá Hellström, Nord- quist og Bo Larsson. 15 af 22 leikmönnum frá Torino ÞAO FER víst ekki milli mála aö Tórínó er mesta knattspyrnuborg ítalíu um þessar mundir og ekki færri en 15 leikmenn Tórínóliðanna Ju- ventus og Tórínó eru í 22 manna iandsliöshóp ítala, sem einvaldurinn Enzo Bearzot hefur .nýlega valið til þátttöku í heimsmeistarakeppninni í Argentínu. Mesta athygli vekur að fyrirliðinn undanfarin ár, Facchetti er ekki með, en þessi 35 ára gamli leikmaöur hefur leikiö 93 landsleiki fyrir ítalíu. Hann meiddist fyrir nokkru og óskaöi sjálfur eftir því að veröa ekki valinn. Hins vegar mun hann verða aðstoðarmaður Bearzot í keppninni. Landsliðshópur ítala lítur þannig út: Markveröir: Dino Zoff, Juventus, Paolo Conti, Roma og Ivano Bordon, Inter. Varnarmenn: Mauro Bellugi, Bologna, Antonio Cabrini, Antonello Cuccureddu, Claudio Gentile og Gaetano Scirea, allir Juventus, Aldo Maldera, Milan og Lionello Manfred- onia, Lazio. Tengiliðir: Romeo Ben- etti, Franco Causio og Marci Tardelli, allir Juventus, Giancarlo Antognoni, Forentina, Eraldo Pecci, Claudio Salai, Patrizio Sala og Renato Zaccarelli, allir Tórínó. Framlínu- menn: Roberto Bettaga, Juventus, Paolo Russi, Lanerossi, Francesco Graziani og Paolino Pulici, báöir í Tóríno. „Góð blanda", segja Skotar SKOSKI landsliöshópurinn í knatt- spyrnu hefur verið valinn. Eftirtaldir 22 leikmenn munu leika fyrir Skot- land í HM í Argentínu: Markverðir: Bobby Clark, Aberdeen, Alan Rough, Patrick Thistle, Jim Blyth, Coventry. Varnarleikmenn: Sandy Jardine, Glasgow Rangers, Stuart Kennedy, Aberdeen, Gordon Mc Queen, Man- chester United, Martin Buchan, Manchester United, Tom Forsyth, Glasgow Rangers, Kenny Burns, Nottingham Forest, Wille Donachie, Manchester City. Miðvallarspilarar: Archie Gemmill, Nottingham Forest, Bruce Rioch, Derby, Don Mason, Derby, Asa Hartford, Manchéster City, Lou Macari, Manchester United, Grame Souness, Liverpool. Fram- línumenn: Kenny Dalglish, Liverpool, Joe Jordan, Manchester United, Wille H. Johnston, West Bromwich, Derek Johnstone, Glasgow Rangers, Joe Harper, Aberdeen og John Robertson, Notthigham Forest. Sex leikmnnanna léku í si'öustu heimsmeistarakeppni, meðal þeirra Jordan, Mc Queen, Jardine og Dalglish. Kenny Dalglish hefur leikið flesta landsleiki liðsmanna, en hann hefur 51 sinnum leikið fyrir Skotlands hönd. — Þetta eru e.t.v. ekki 22 beztu leikmenn Skotlands, en þetta er góö blanda, sem ég tel aö geti náö vel saman og jafnvel unnið heims- meistarakeppnina í Argentínu, sagði Ally MacLeod eftir að hann hafði tilkynnt hvaöa 22 leikmenn hann hafði valið til Argentínuferðarinnar. Peters verður ekki meö ÞAO KOM mjög á óvart þegar hollenski landsliðsþjálfarinn Ernst Happel tilkynnti 22ja manna hópinn, sem fara á til Argentínu, að nýja stjarnan, Jan Peters, er ekki í þeim hópi. Eins og marga rekur eflaust minni til, skoraöi Peters tvívegis í landsleik gegn Englandi á Wembley ekki alls fyrir löngu og flestir reiknuöu meö, að hann yrði örugg- lega í hollenska liðinu í Argentínu. En það vantar fleiri fræg nöfn í hollenska hópinn, sóknarmennina frægu Johan Cruyff og Ruud Geels og markvörð- inn Jan Van Beveren, sem talinn er langbesti markvörður Hollands. Þessir kappar gefa ekki kost á sér af persónulegum ástæöum og má reikna með því að fjarvera þeirra veiki til muna hollenska liðið. Engu að síður eru í hópnum níu þeirra leikmanna sem léku úrslitaleikinn gegn Vestur-Þjóöverjum áriö 1974. En hópurinn er þannig: Markverðir: Piet Schrievers (Ajax), Jan Jongbloed (Roda) og Pim Doesburg (Sparta). Varnarmenn: Wim Suurbier (Schalke 04), Ruud Krol (Ajax), Win Reijsbergen (Feyen- oord), Hugo Hovenkamp (AZ ‘67), Piet Wildschut (Tvente), Arie Can Kray og Ernie Brandte (báðir PSV Eindhoven). Tengiliðir: Jan Poortveil- et og Willy Van Der Kerkhov (báöir PSV), Arie Haan (Anderlecht), Wim Jansen (Feyenoord), Wim Van Hanegem (AZ ‘67) Johan Neeskens (Barcelona) og Jan Boskamp (Molen- beek). Framherjar: Johnny Rep (Bastia), Rene Van Der Kerkhov Framhald á bls. 32. HM FUAKKAET VBEEA. list L-Ei< 'I FOE.Vc&PFTODOKjI í 'PeAeJ^ 3-0 'I PARÍS, TATíA öteerKi t=EIM M sop1a ve<jrt-JA OM- D6ÍLAMLeet5 Vítís sesA tUEV TercoBL AkjsJAK LElKof a?'feUMF‘ttAK4- Lecroie fkaklkae. eeo áíeoöfa'ie OO PÚSSA MORZi Ctc>.0 TAKI FÆei. Ob evel«.ú©A BÚLtrAEA TEKS-T Kt® VAKIMOVS-SICOTI aoOTAKJUKA 612AMHTA FEAtOCKA HAecveeBiMOvi ÞiöecjF. JieRfOAerj- , FCAKKAe eeo C&O^C.lt5 'A Ae> OA.TA 11 t-dcis oAUAVjOO SÍMA Landslið 21 árs og yngri valið NÆSTKOMANDI þriðjudag leika íslendingar landsleik í knatt- spyrnu við Noreg og er um að raeða leikmenn 21 árs og yngri. Er þetta í fyrsta sinn sem Islendingar leika landsleik í þessum aldursflokki. Landsliðsnefnd hefur valið eftir- talda leikmenn í landsliðið: Jón Þorbjörnsson ÍA, Pétur Pétursson ÍA, Guðmund Baldursson Fram, Pétur Ormslev Fram, Rafn Rafns- son Fram, Einar Ólafsson ÍBK, Sigurð Björgvinsson IBK, Bene- dikt Guðmundsson UBK, Albert Guðmundsson Val, Atla Eðvalds- son Val, Guðmund Kjartansson Val, Inga Björn Albertsson Val, Arnór Guðjohnsen Víkingi, Róbert Agnarsson Víkingi. Leikurinn fer fram í Fredriks- stad. Liðið heldur utan á mánudag. Fararstjórnina skipa Helgi Daníelsson og Gunnar Sigurðsson. Þjálfarar verða Yuri Ilichev og Lárus Loftsson. Torfi Tómas- son kosinn formaður UBK AÐALFUNDUR Ungmennafélagsins Breiðablíks var haldinn í Félags- heimili Kópavogs 16. mars s.l. Reynir Karlsson sem verið hefur formaður félagsins undanfarin tvö ár baðst undan endurkjöri. Var honum Þakkað ötulf starf í Þágu félagsins. FjölÞætt íÞróttastarfsemi var hjá félaginu aö vanda, og árangur góöur í mörgum greinum. Félagið eignaðist marga íslands- meistara á árinu í einstaklings- greinum og flokkaíÞróttum og voru Þeir heiöraðir sérstaklega á fundin- um með verðlaunagripum og peningum. Fundurinn pakkaði bæjaryfirvöld- um í Kópavogi gott samstarf og stuðning á árinu. Þá fagnaöi fundur- inn byggingu nýs íÞróttahúss sem hafin var bygging á, og áfram- haldandi framkvæmdir við nýja íÞróttavöllinn. Þessar framkvæmdir bættu mjög aðstöðu íÞróttafólks í Kópavogi í framtíðinni. Stjórn félagsins skipa nú eftir- taldir menn. Torfi Tómasson formaður, Gestur Guðmundsson varaform., Jóhann Baldursson ritari og Helga Kristjánsdóttir spjaldskrárritari. Námskeið í Hafnarfirði — íþróttanámskeið í Hafnarfiröi verður haldiö í júní og júlí fyrir börn frá 6 til 13 ára aldurs. Innritun fer fram fimmtudaginn 1. júní frá 9 til 15 í Víðistaðaskóla og í skálanum á Hörðuvöllum. Allar greinar íþrótta verða kenndar þannig að börnin finni eitthvaö við sitt hæfi. Inn í þetta kemur svo siglingaklúbbur, dagsferö upp í sumarbústaö við Elliðavatn, keppnis-, göngu- og hjólareiöaferðir og fleira. Þátttökugjald er kr. 300. Um 500 börn hafa verið á nám- skeiöunum undanfarin ár og við vonumst eftir enn meiri þátttöku. Verölaun og skjöl afhent í lokin á foreldradaginn. Kennarar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.