Morgunblaðið - 25.05.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.05.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1978 33 „ Upphafið að lokasókninni í baráttunni umReykjavík ” —segir Olafur B. Thors um kosninga- hátíðina í Laugardalshöll annað kvöld — Þessi kosningahátíð verður með nokkuð öðrum hætti en tíðkast hefur fyrir síðustu kosningar. Við leggj- um áherzlu á að þetta verði hátíð allrar fjiilskyldunnar, bæði ætti dagskráin að vera við hæfi sem flestra aldurs- hópa og einnig verður í anddyri Laugardalshaliar- innar barnagæzla og leik- tæki fyrir börn. Ég er ekki í vafa um að þetta verður glæsileg hátíð og það bar- áttuhátíð — og ég vona að sem flest stuðningsfólk D—listans til borgarstjórn- ar sjái sér fært að koma, sagði Ólafur B. Thors, annar maður á D—listanum, lista Sjálfstæðisflokksins við borgarstjórnarkosningarn- ar, en hann verður kynnir á kosningahátíð D—listans í Laugardalshöilinni n.k. föstudagskvöld. — Dagskrá hátíðarinnar verður fjölbreytt og við get- um nefnt leik Lúðrasveitar Reykjavíkur, sem leikur við Höllina áður en hátíðin hefst. Flutt verður dagskrá úr ljóðum Tómasar Guðmunds- sonar af þeim Rúrik Haralds- syni leikara, Kristínu Jóhannsdóttur söngkonu og Hljómsveitinni Melkior. Liðs- menn „big band“ Björns R. Einarssonar ætla að flytja jassdagskrá, sem þeir nefna „Ragtime í Reykjavík", og þá flytja Björgvin Halldórsson og hljómsveitin Brimkló nokkur lög. Nokkrir fram- bjóðendur á lista Sjálfstæðis- ólafur B. Thors flokksins til borgarstjórnar flytja ávörp en aðalræðu kvöldsins flytur Birgir ísleif- ur Gunnarsson borgarstjóri. Víst er einnig að sitthvað fleira verður á dagskránni, sem áreiðanlega á eftir að koma viðstöddum á óvart. — Við sjálfstæðismenn stöndum nú frammi fyrir tvísýnum kosningum. Sigur okkar vinnst ekki nema með samstilltu átaki ails stuðningsfólks D—listans og ég vil því endurtaka áskorun mína til sjálfstæðismanna um að koma á hátíðina en hún mun marka upphafið að lokasókninni fyrir baráttunni um Reykjavík og sigri Sjálf- stæðisflokksins, sagði Ólafur B. Thors að lokum. Hljómsveitin Brimkló og Björgvin Halldórsson söngvari flytja nokkur lög á hátíðinni. Björgvin og Brim- kló með kassagítara - „í HÖLLINNI komum við fram án okkar venjulegu hljóð- færa en í stað þeirra byggjum við mest á kassagíturum. Tón- list okkar verður því ekki rafmögnuð og við vonum að það komi ekki að sök þó langt sé síðan við höfum leikið með þessum hætti“, sagði Björgvin Halldórsson söngvari, en hann kemur fram á kosningahátíð IMistans ásamt hljómsveitinni Brimkló. Þeir sem skipa hljómsveitina Brimkló auk Björgvins eru Arnar Sigurbjörnsson, gítar, Ragnar Sigurjónsson, trommur, Haraldur Jónsson, sem leikur á bassa, og hljómborðsleikari er Guðmundur Benediktsson. „Berum niður í Reykjavikur- ljóð Tómasar” — VIÐ berum niður í ljóð Tómasar Guðmundssonar og þá ekki síst Reykjavíkurljóð hans. Meðal þeirra ljóða. sem við flytjum, verða ljóðin Kosning- ar, Augun þín og Við Lauga- veginn. Strákarnir í hljómsveitinni Melkior hafa samið tónlist við ljóðin og við Kristín Jóhanns- dóttir söngkona flytjum ljóðin. Þessi músík þeirra er alveg ljómandi skemmtileg, sagði Rúrik Haraldsson leikari, en hann kemur fram á kosningahá- tíð D-listans í Laugardalshöll- inni n.k. föstudagskvöld og flytur dagskrá úr Ijóðum Tóm- asar Guðmundssonar ásamt Melkior og Kristínu Jóhanns- dóttur. — Það er rétt að þetta er í fyrsta sinn, sem ég kem fram með popphljómsveit og vist er að þetta er skemmtileg reynsla en það er bara að sjá hvernig gestir á hátíðinni kunna að meta þennan flutningsmáta á ljóðum Tómasar, sagði Rúrik að síðustu. Rúrik Ilaraldsson „Big band” með léttan djass „ÞETTA verður léttur djass, sem við leikum og auk þess þvælast nokkur dæmigerð „ragtime“-lög með. Annars sak- ar ekki að láta það fljóta með að „ragtime“ er notað yfir fyrstu svokölluðu djasslögin, sem leikin voru fyrir og eftir síðustu aldamót. Þá voru ýmsir kunnir kompónistar upp á sitt besta en frckar lítið af þessum lögum er nú skrifað fyrir hljómsveit á stærð við „big band“ hljómsveit okkar,“ sagði Björn R. Einarsson hljóðfæra- leikari en hann flytur á kosningahátíð D-listans dag- skrána „Ragtime í Reykjavík“ ásamt „big band“-hljómsveit sinni. I „big band“-hljómsveit Björns R. Einarssonar eru auk hans Hafsteinn Guðmundsson, Þorvaldur Steingrímsson og Sveinn Ólafsson, sem allir leika á saxafóna, á trompet leika þeir Jón Sigurðsson, Sæbjörn Jóns- son og Jónas Þ. Dagbjartsson en á básúnu leika Árni Elvar, Oddur Björnsson auk Björns R. Á píanó leikur Reynir Sigurðar- son og ameríkumaður að nafni Scott leikur á bassa og trommu- leikari er Guðmundur R. Eihárssoh'. „Big band" Björns R. Einarssonar æfir fyrir kosningahátíðina í Laugardalshöll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.