Morgunblaðið - 25.05.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.05.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1978 Davíð Oddsson heíur setið í borgarstjórn Reykjavíkur 8.1. 4 ár. Davíð hefur verið mjög virkur borgarfulltrúi og hefur hann öðru fremur sinnt æskulýðs- og menningarmálum. Hann er formaður Æskulýðsráðs, en starfsemi þess hefur farið verulega vaxandi meðal annars með tilkomu félagsmiðstöðva f úthverfum. Hann á sæti í fræðsluráði og hefur þar beitt sér fyrir bættri nýtingu skólahúsnæðis í þágu félagsmála. Hann er nú formaður framkvæmdastjórnar Listahátíðar í Reykjavík. í komandi kosningum er Davíð 4. maður á lista Sjálfstæðisflokksins. Hvenær vaknar áhugi þinn á pólitík? Það má segja að ég hafi haft pólitískan áhuga allt frá blautu barnsbeini. Ég var mjög ungur þegar ég hóf að fylgjast með eldhúsdagsumræðum frá Alþingi með fjölskyldu minni og það þarf ekki lítið þrek til þess, eins og málum er háttað í dag. Síðan má segja að áhugi minn vaxi stig af stigi og í menntaskóla er ég farinn að taka verulegan þátt í öllum félagsmálum. Þar var ég formaður Herranætur og Inspector scholae, en reyndar má segja að félagsmálastörf í menntaskóla eru ekki flokkspólitík nema að litlu leyti. Síðan tek ég virkan þátt í pólitíkinni í Háskólanum og þá eru flokkspólitísku línurnar farnar að skýrast verulega. Er ég á eftir tvö ár í háskólanum, gerist það að ég lendi inn í borgarstjórn þá yngstur borgarfulltrúa, 26 ára gamall, og ég h.-ild ég megi segja eini neminn sem setið hefur í borgarstjórn Re.vkjavíkur. — Annars var það fyrir algera tilviljun að ég lenti í borgarstjórn. Því hagaði þannig til að lagt var nokkuð að mér að taka þátt í prófkjörinu fyrir borgarstjórnarkosning- arnar 1974. Eftir mikla athugun og yfirvegun ákvað ég að taka ekki þátt í því þar sem það gæti seinkað mér í námi og tilkynnti kjörnefnd það á síðasta degi. Ég held nokkuð glaður heim á leið og segi konu minni af ákvörðun minni og tók hún henni mjög vel. Þá verður mér það á að spyrja Þorstein, 3 ára gamlan son minn, álits á þessu. — Stráksi svaraði um hæl játandi. Þetta þótti mér fyrirboði góðs og hringdi samstundis í kjörstjórnina og tilkynnti þeim að ég hefði skipt um skoðun og ætlaði að vera með. — Nú í dag hins vegar þegar Þorsteinn er kominn til „vits og ára“ er hann algerlega á móti þessu pólitíska standi á föður sínum. Beinist pólitiskur áhugi þinn frekar inn á eitt svið en annað, t.d. frekar inn á sveitarstjórnarmál en landsmálin? Jú, því er ekki að neita. Ég hef alla tíð haft mun meiri áhuga fyrir sveitarstjórn- armálum og t.d. var lokaprófsritgerð mín við Lagadeild Háskólans um „valdmörk sveitarfélaga". I sambandi við sveitar- stjórnarmálin hefur mér alltaf verið sérstaklega annt um sjálfstæði sveitar- félaga, sem ég tel að ríkið hafi troðið fótum í ríkum mæli. Það er með alls kyns „samkrullshætti" sem ríkinu tekst að hefta sveitarfélögin á mörgum sviðum. T.d. er það algengt að ríkisvald og sveitarfélög sameinist um framkvæmdir. Þá er það algerlega undir geðþótta ríkisins hvenær og hvort er hafist handa við hinar ýmsu framkvæmdir. Nú hefur þú tekið þátt í tveimur prófkjörum. Hvert er álit þitt á þeim? Ég er mjög hlynntur prófkjörunum. Þrátt fyrir að á þeim séu augljósir gallar, þá vega kostir þeirra langtum þyngra. Prófkjörin virka mjög hvetjandi á menn. Það er t.d. alveg nauðsynlegt að vera í betra sambandi við borgarana en ella. Það er alls ekki nóg að ætla sér að vera vinalegur í garð fólks rétt fyrir prófkjör, menn verða að vera í mjög góðu samstarfi allt kjörtímabilið, ellegar er litið á þetta sem alger látalæti, sem það og auðvitað er. Þá eru prófkjörin aðhald bæði fyrir frambjóðendurna sjálfa svo og flokks- ræðisihennina, sem eru í öllum flokkum. Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem byrj- aði með þessi prófkjör og siðan fylgdu allir hinir flokkarnir í kjölfarið nema Alþýðubandalagið. Þá er ég alveg viss um að það er lítið verk að sníða þá galla af prófkjörum sem á þeim eru. Gengur þú með þingmanninn í maganum? Nei, ég hef hreinlega ekkert hugleitt þann möguleika, enda eins og ég hef áður sagt er áhugasvið mitt mun bundnara við sveitarstjórnarmálin. — Annars tel ég það ágætan skóla fyrir verðandi þing- menn að hafa tekið þátt í sveitarstjórn- um. Þeir skilja þá betur mikilvægi sjálfstjórnar heimabyggðanna á hverjum stað. Þá má í því sambandi skjóta því að, að í núverandi ríkisstjórn sitja sex ráðherrar af átta, sem setið hafa í sveitarstjórn áður. Hvað með önnur áhugamál en póli- tíkina? Stjórnmálaafskipti mín taka auðvitað langmest af frítímanum og koma óneit- anlega nokkuð niður á fjölskyldunni, en þeir sem eru í þessu, eru að því vegna þess Rætt við Davíð Oddsson borgar- fulltrúa 4. mann á lista Sjálf stæðisflokksins: að þeir hafa gaman af því, og er því engin vorkunn. Nú, ég hef auðvitað fleiri áhugamál en pólitíkina. í gegnum árin hef ég haft mjög gaman af því að skrifa, sögur, leikrit, skemmtiþætti og þess háttar. Þetta hefur verið nær eingöngu afþreyingarefni, sem ég hef gert mér sjálfum fyrst og fremst til ánægju, jú og hugsanlega öðrum. En það hefur aldrei verið hugmynd mín að reisa mér eitthvert riiinnismerki í heimsbókmenntunum. — Nú er verið að sýna leikritið Róbert Elíasson á hinum Norðurlöndunum. Hvernig viðtökur hefur það fengið? — Það má segja að þær hafi verið mjög misjafnar, en ég held að ég megi segja að þær hafi verið sanngjarnar. — I seinni tíð er æ sjaldgæfara að ég setjist niður við skriftir, þá fyrst og fremst að frítímar verða sífellt færri svo og að ég kýs að verja þessum fáu frekar til bóklesturs, eða jafnvel til að spila eða tefla; ég er nú raunar lélegur spila- og taflmaður en það þarf ekki að vera svo ýkja góður til að hafa gaman af slíku. Hefur þú ádrci tekið neinn þátt í íþróttum? Um íþróttirnar er það að segja, að þær eiu sá þáttur mannlífsins sem ég hef algerlega vanrækt í gegnum árin og er það ekki um áhugaleysi að ræða, þvert á móti hef ég t.d. mjög gaman af því að fara á völlinn. „En ég er nú bara svo ósköp klaufskur". — Það er mér alltaf í fersku minni einn af mínum fáu kappleikjum. þ.e. 1974 þegar saman léku borgarfulltrú- ar og embættismenn borgarinnar á Laugardalsvellinum, að viðstöddum 10 þúsund manns. Þar var ég yngsti maðurinn á vellinum, en hafði heldur lítið í hendurnar á gömlu kepunum að gera. Það var mér að vísu eilítil huggun að ég var ekki alveg einn á báti í þessu. En það er nú bara svo, að þegar maður fer að taka verulegan þátt í pólitíkinni, að maður vill eyða sem mestum tíma heima hjá sér, ferkar en standa í öðru. Sérstaklega á þetta við þegar börnin eru ung, því að tíminn flýgur fljótt frá manni. — Rétt í þessu kemur inn til okkar ungur maður móður og másandi með eplarauð- ar kinnar. Þar er þá kominn Þorsteinn, sonur Davíðs, að koma inn úr fótbolta. En hann er að því leyti alger andstæða föður síns að hans mesta yndi er fótboltinn. Ég spyr Þorstein því með hvaða knatt- spyrnufélagi hann haldi. Það kemur kindarsvipur á stráksa og hann gýtur augunum til pabba síns og segir það algert leyndarmál. — Seinna kemst ég að því hvað hefði valdið allri þessari leynd, jú hann hélt með liði í „öðru kjördæmi", þ.e. Akranesliðinu, það er ekki beint gott til afspurnar." Hvernig gengur að sameina starfið og stjórnmálaþátttökuna? Það gengur nokkuð vel, þó að það fari ekki hjá því að það komi nokkuð niður á hvoru tveggja. Nú er ég starfandi hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur og hef verið þar alveg frá því að ég útskrifaðist úr Háskólanum fyrir tveimur árum. Það er alveg sérstaklega gott að starfa þar, vegna þess góða andasem þar ríkir svo og að starfsfólkið er mjög gott. Mitt starf sem skrifstofustjóri felst fyrst og fremst í stjórnun og umsjá með peningagreiðsl- um, svo og að svara fyrirspurnum manna um rétt þeirra. Að síðustu, hvert er þitt álit á , borginni okkar í dag? Þau ár sem ég hef verið að alast upp hefur orðið alveg ótrúleg breyting á, t.d. fyrir um 15—20 árum þegar ég var að leika mér með félögum mínum á „Klambratúninu var þar sveitabær með tilheyrandi og reykhús. Nú er þarna „huggulegur“ skemmtigarður. — Al- mennt finnst mér bærinn hafa „fríkkað" geysilega mikið hin síðari ár og kemur þar til að fólk er farið að hugsa mun meira um umhverfismál en það gerði j áður. Mér er það mikið áhugamál að miðbærinn verði gerður ungu fólki aðgengilegri til búsetu. Að því hefur I Reykjavíkurborg stuðlað með endurskoð- un á aðalskipulaginu og nýju uppbygg- ingaráætlunum sem fela í sér byggingu I íbúða í eldri hverfum fyrir nokkur þúsund íbúa. Ég er alls ekki sammála þeim röddum að miðbærinn sé að deyja út, alla daga er þar iðandi fjör og margt fólk, en á kvöldin er þar reyndar mjög fámennt, og ég held einfaldlega að orðin sé sú breyting á, að fólk vill frekar vera j heima hjá sér og tel égþað vera mjög i jákvæða þróun. Að lokum tel ég nauðsyn- legt að skapa kaffihúsunum betri skilyrði , í samkeppninni við mötuneytin. Ég hef áður nefnt, að rétt sé að kanna hvort hægt sé, að nýta Fjalaköttinn, sem mótstað bæjarbúa í Miðbænum, enda á félags- og skemmtanalíf bezt heima í gamla bænum, og það miðflóttaafl, sem herjað hefur skemmtanalífið er af hinu vonda. Davíð á heimili sínu ásamt Ástríði Thorarensen konu sinni og Þorsteini, litla, syni þeirra. „Hef haft póli- tískan áhuga allt frá blautu barnsbeini"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.