Morgunblaðið - 25.05.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.05.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1978 45 U W A VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI Er þetta kannski of mikil heimtufrekja? 4530-1877.“ • Meiri hámarks- hraða? Hér fer á eftir smá um- þenking um hámarkshraða og telur bréfritari m.a. að leyfa eigi meiri hámarkshraða á Reykjanes- brautinni til Keflavíkur: „Sem kunnugt er er leyfilegur hámarkshraði víðast hér á landi 70 km úti á vegum og nokkru lægri í þéttbýli. Það er líka jafnkunnugt þeim sem eitthvað aka um vegi landsins að fremur fáir fylgja þessum lögum, þ.e. á góðum vegum og við góð skilyrði er umferðar- hraði jafnan nokkru meiri en 70 km og má sjálfsagt þakka það líka góðum ökutækjum. I umferðarlög- um er kveðið á um að ökuhraða skuli miða við ástand og gerð ökutækis, staðhætti, veður og færð þ.e. að hann á vart að vera meiri en lögin segja til um hámarks- hraðann, en minni ef eitthvert ofantalinna atriða krefst þess. Nú mætti spyrja sem svo: Er ekki allt í lagi að leyfa örlítið meiri ökuhraða úti á vegum t.d. 80 km eins og er nú leyft á Reykjanesbrautinni eða Keflavík- urveginum, eins og hann er oftast nefndur. Á sumrin a.m.k. er leyfður þar 80 km hraði, en mig minnir að hann sé lægri á vetrjnum. En er ekki allt í lagi að leyfa aukinn hraða þar einnig, t.d. allt upp í 90 eða jafnvel 100 km? Reykjanesbrautin er einn bezti vegur landsins og þar er fátt sem hindrar að ökumenn geti látið gamminn geisa nema ef væru nokkrar rollur og svo auðvitað ísing og ófærð þegar svo ber undir, en þá fara menn að sjálfsögðu varlegar. Ef ekið er milli Reykja- vikur og Keflavíkur eru ekki mjög margir sem aka á 80' km hraða, langflestir leyfa sér að fara örlítið upp fyrir það og sumir mikið. Er ekki betra að viðurkenna það með breyttum hámarkshraðamörkum að það er í lagi að aka þarna á 90—100 km hraða? Flóðlegt væri að vita hversu mikill hraði væri leyfður á hliðstæðum vegi í útlöndum. Annað atriði í þessu sambandi má einnig minna á. En það er hvort ekki sé ráðlegt að taka upp ákvæði um sérstakan lágmarkshraða úti á vegum eða a.m.k. á Reykjanesbrautinni. Það er líka algengt að sjá menn á 60 km hraða sem er mun hægar en hinn almenni umferðarhraði og það veldur mjög óeðlilegum fram- úrakstri og hættu þar með. Um- ferðin um þennan veg er orðin það mikil að það getur tafið verulega fyrir ef einn og einn ökumaður tekur upp á því að aka alltof hægt. Það er lítið betra en þegar ekið er alltof hratt. Um þessi atriði væri gaman að fá meiri umræðu og helzt þyrftu umferðarsérfræðingar að tjá sig um þau svo hægt væri að meta þeirra álit á málunum. Suðurnesjamaður.“ Þessir hringdu . . . • Hreinsum sjálf Húsmóðir nokkur i Vestur- bænum vildi fá að nefna að í stað þess að krefjast þess jafnan af borgarstarfsmönnum að þeir sæju um alla gagnstéttahreinsun, þá myndu húseigendur sjálfir sjá um að hreinsa frá sínum húsum, þ.e. gagnstéttum fyrir framan sín hús. • Óþarfa ryk ? Maður sem ekur stundum til Straumsvíkur hafði það á orði að oft væri slæmt skyggni á stuttum kafla á Reykjanesbraut nánar tiltekið þar sem vegurinn frá Hafnarfirði liggur samsíða Reykjanesbrautinni áður en kem- ur að vegamótum við Krísuvíkur- veg. Stafaði þetta slæma skyggni af ryki frá þessum vegi og væri það jafnan svo þegar stórum bílum væri ekið þarna um að mökkurinn legðist yfir Reykjanesbrautinu og hindraði að menn ækju á eðlileg- um hraða. Spurði sá hinn sami hvort ekki væri hægt að fá þarna rykbundið eða jafnvel malbikað, því þetta væri mjög mikið ekin leið og því slæmt á þurrum dögum að hafa ekki gott skyggni. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákmóti í Sovétríkjunum í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Zeitlins, sem hafði hvítt og átti leik, og Ziljbersteins. 30. Hxe4H — dxc4 (Eftir 30. ... Dxc3 31. Bxd5+ - Hf7 32. He8+ - Kh7 33. Bxf7 - Dxf3 34. Hh5+ — Dxh5 35. Bxh5 er staða svarts töpuð, því að hann kemur mönnum sínum ekki út) 31. Dxc4+ — Df7 32. He7!! og svartur gafst upp. HÖGNI HREKKVÍSI A£ fanganum er tekinn hnykill, leikfangamús og eitt fiskbein. Nú fæst tiSÞPinotex -betra ^ ^ nokkru^ 'X' sinni §pdoi§ og í fjoi litaúrvali. litarinn Síöumúla15 sími 3 30 70 Utankjörstaðakosning Utank jörstaðaskrif stof a Sjálfstæðisflokksins er Valhöll, Háaleitisbraut 1 - Símar 84751, 84302, 84037. Sjálfstæðisfólk! Vinsamlega látið skrifstofuna vita um alla kjósendur, sem verða ekki heima á kjördegi. Utankjörstaðakosning fer fram í Miðbæjarskólanum alla virka daga kl. 10—12,14—18 og 20—22. Sunnudaga kl. 14—18. Tízkusýning í kvöld kl. 21.30 Modelsamtökin sýna tízkufatnað frá Gráfeldi Gerið svo vel og lítiö inn. Skála fell 9. hæð Hótel Esju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.