Morgunblaðið - 25.05.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.05.1978, Blaðsíða 17
Páll V. Daníelsson skrifar: Framfara- byltingin hófst árið 1962 Öll erum við þannig gerð, að við viljum flýta okkur að fá sem flesta hluti og þá ekki sízt gerum við miklar kröfur varðandi þær fram- kvæmdir, sem opinberir aðilar eiga að láta í té. Hvað okkur Hafnfirðinga snertir er þetta e.t.v. ekki undarlegt. Á 36 ára stjórnar- ferli Alþýðuflokksins og Álþýðu- bandalagsins biðu bæjarbúar furðu þolinmóðir eftir því að uppbygging og framfarir hæfust. Stór orð voru sögð og mikil loforð gefin en þar við sat. Var svo komið að fólk var almennt hætt að reikna með því að Hafnarfjörður kæmist í röð þeirra kaupstaða þar sem athafnalíf og framfarir blómstruðu. En svo skeði það ótrúlega. Þessir flokkar misstu meirihluta sinn og Sjálfstæðismenn tóku við forystu í málefnum bæjarins. Þá hófst framfaratímabil og hefur bærinn tekið stakkaskiptum á öllum sviðum. Og þá fékk fólk að nýju x-s í Kópavogi Það voru tímamót í Kópavogi segir Richard Björgvinsson í Morgunblaðinu 23. þ.m. þegar sjálfstæðismenn í Kópavogi tóku við stjórn bæjarins 1970. • Satt er það. En það voru ekki síður tímamót og sorgardagur í sögu Sjálfstæðisflokksins, þegar flokkseigendafélagið í Kópavogi, með formann upp- stillinganefndar í broddi fylk- ingar, ákvað að hafa að engu úrslit prófkjörsins sem haldið var 4.-5. mars s.l. Þannig var ótvíræðum vilja sjálfstæðisfólks kastað út í S ysta myrkur og grundvallar- MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1978 17 trú á að Hafnarfjörður gæti orðið blómlegur bær, hægt væri að njóta framfara og uppbyggingar og það þyrfti ekki lengur að una við holóttar götur og rauðamelsrykið, draumurinn um hitaveitu gæti ræzt auk margs annars. Og þegar afturbatinn kom átti fólk erfitt með að bíða. Það var orðið langþreytt og nú vildi það fá hlutina sem allra fyrst. En ekki er hægt að gera alla hluti í einu. Og þótt allt væri gert til þess að hraða framkvæmdum sem mest urðu margir að bíða um sinn. Þannig liðu t.d. þrjú ár frá því að þeir fyrstu nutu hagkvæmni hitaveitunnar og þangað til þeir síðustu urðu þeirra hlunninda aðnjótandi. En þetta var hægt að umbera þar sem þannig var á málum haldið, að það sást örugg- lega fyrir endann á biðinni. Sama er að segja um varanlega gatnagerð. Þar var gerð verk- áætlun, sem eftir hefur verið unnið. Lokið er undirbyggingu allra gatna í bænum og varanlegt slitlag verður komið á næstum allar götur árið 1980 vinni næsta bæjarstjórn samkvæmt áætlun- inni. En í þessu efni 'eins og með hitaveituna hefur fólk orðið að bíða mislengi eftir því að losna við holurnar og rykið og margir bíða ennþá. En það hyllir undir enda- lokin á þeirri bið. Sé litið á gatnagerðarmálin í Hafnarfirði tímabilið 1926—1962, þegar Alþýðuflokkurinn hafði íorystuna í bæjarmálunum og malbikaðar götur að því tímabili loknu voru aðeins 1620 metrar og engar aðrar götur til undirbyggð- ar, þá er það ævintýri líkast að lokið verði við malbikun allra gatna í bænum árið 1980, en þær eru um 42 km. Á 36 árum 1.6 km en á 18 árum rúmlega 40 km. Við Hafnfirðingar þurfum ekki að vera í vafa um það, hvað við eigum að kjósa á sunnudaginn. Við viljum halda áfram á framfara- braut. Sterk áhrif Sjálfstæðis- manna í bæjarstjórn Hafnarfjarð- ar eru bezta tryggingin fyrir áframhaldandi uppbyggingu í bænum á öllum sviðum. X-D Páll V. Daníelsson. sjónarmiðum Sjálfstæðis- flokksins hafnað. • Það vita allir, sem til þekkja, að prófkjör eru mun lýðræðis- legri aðferð við val frambjóð- enda en þær aðferðir sem áður hafa tíðkast. Prófkjörin draga til muna úr flokksræði og valdi flokks- eigenda, og stuðla þannig að auknu lýðræði. Því er eðlilegt að alþýðu- bandalagsmenn finni próf- kjörum allt til foráttu. • En þegar forvígismenn Sjálf- stæðisflokksins taka slíka afstöðu þá er flokknum hætta búin. Slík afstaða er mönnum til skammar, og sýnir það eitt að þeir eru ekki hæfir til að sinna stjórnmálastarfsemi í lýðræðisríki. • I kjölfar slíkra vinnubragða er framboð sjálfstæðisfólks í Kópavogi tilkomið. • Þess vegna mun sjálfstæðis- fólk í Kópavogi fylkja sér undir merki S-listans og segja X—S á sunnudaginn kemur. Kristján Guðmundsson sýnir í Gall- erí SÚM LAUGARDAGINN 20. maí kl. 16 opnar Kristján Guðmunds- son myndlistarsýningu í Gallerí SÚM, Vatnsstíg 3b í Reykjavík. Sýnir hann þar 9 verk sem hann vann á árunum 1972—77, Ijóð, teikningar og bækur. betta er 15. einkasýning Kristjáns en þar af sú 7. hér á landi og auk þess hefur hann tekið þátt í samsýningum hér- lendis og erlendis. Kristján Guðmundsson hefur Gallerí SÚM er opin daglega kl. 16—20 og stendur hún til 1. júní. Aðgangur er ókeypis. undanfarin ár verið búsettur í Amsterdam í Hollandi og fengist þar yið myndlist. Sýningin í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.