Morgunblaðið - 25.05.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.05.1978, Blaðsíða 24
Mögn- leikar til náms að loknnm grnnnskóla í nútímaþjóðfélagi telst menntun til grundvallarmannréttinda. Grunnskólamennt- un er ekki eitthvað sem menn geta valið og hafnað því ákveðin þekking er nauðsynleg til þess að við getum tekið virkan þátt í þjóðfélaginu. Aður fyrr var „skóli lífsins" helsta stofnunin en gallinn vár sá, að þar er lítið um val á efni, reynslan var góð eða slæm. í dag er skólaskylda frá 7 ára til 15 ára. Síðan er mönnum laus taumurinn. Við lok grunnskólanámsins láta menn því oft reka beint út í atvinnulífið eða inn í skóla * 1 ■ ’tis’e’T'a11 9 7 8 9 10 11 12 13 14 15 sem þeir hafa ekki nægilega hugsað um hvort henti því áhugasviði, sem menn vildu helst starfa á. Þar með þykir sumum of seint að snúa við og upp frá því getur skapast iífslöng óánægja. Það er því mikils um vert að athuga gaumgæfilega leiðir til náms að loknum grunnskóla. Hér á síðunni sjáum við skipulagsteikningu af möguleikum eftir grunnskólanám. Þeir sem vilja svo kynna sér nánar starfssvið þessara skóla, er bent á rit sem Menntamálaráðuneyt- ið gaf út í 3 útg. í apríl ‘78 og heitir „Nám að loknum grunnskóla". J 10 • 11 « 12 ■ 13 ■ 14 ' 15 ' 16 ’ 17 * 16 Msnntaskólar -1e ’9 20 2' 22 29 2< MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1978 ■EífEIElO Grunnskóli E1HZHZHZ1E3HZ1E1HZH3 "E3i£3 ISLENSKfl SKÚLIIKERFID 1978 Verslunarskólar Fjölbrautaskólar Kennaraháskóli Iþróttakennaraskófi islands |o ipruud^eniididbn EHDc Sjúkraliðaskóli m Hjúkrunarskóli OChBc Röntgensk.-Lyfjatæknask. EHEHBC Þroskaþjálfaskól i_ B-B-E° L)ósmæðraskóli E-Ec tEHCHB' □ D R II □ o o D> Skófaár Bóklegt og verklegt nám Deildarskipting Valfrelsi námsgreina Verkleg þjálfun Listaskólar. kvoldskólar. námskeið Lokapróf Rétlur til háskólanáms Réttur til sárfræðináms Inntökupróf Opin leið Lokuð leið RGD Raungreinadeild UBD Undirbúningsdeild Husmæóraskóli n° Iðnskól Námskeið Meistaraskóli -Qc Iðnskóli _ _ _ _ _ __ CHEHEJ^EoD □ Tækniskóli i I EhEEhE3£HEHi!c Vélskóli _ | -OOöö Póst- og simaskóli_ -BChB° Sérgremadeildir Fiskvinnsluskóli |t> o«nt> OBLJO Stýrimannaskóli —\t>r Jol—Jot Búnaðarskólar 4-|o íHH-EEDöö Hótel- og veitingaskóli •BhlEhE0 Myndlista- og handíðaskóli_ CHEhEhBo staskólar, kvoldskólar, námskeið HZHZHUCKZI Viðtal við Ragnheiði Gunnarsdóttur, menntaskólanema KSS, hvað er nú Það Ragnheið- ur? Skammstöfunin KSS merkir Kristileg skólasamtök. Eins og nafniö bendir til er KSS félag sem starfar á kristilegum grundvelli, einkum meðal ungs fólks á aldrin- um 13—20 ára. Markmið félagsins er að fá sem flesta til trúar á Jesúm Krist og hjálpa þeim síðan að vaxa og styrkjast í trúnni., Hvernig starfar KSS? KSS er sjálfstætt félag, en starfar í tengslum við Kristilegt stúdentafélag (KSÍ) og KFUM og K og hefur aðsetur sitt að Amt- mannsstíg 2B. Á veturna eru haldnir fundir vikulega, sem byggjast upp á stuttri hugleiöingu um kristilegt efni, söng og síðan bæn. Eftir þessa fundi eru stundum „síðfund- ir“ þar sem bæði er sungið og skrafað. KSS stendur fyrir biblíu- leshópum, sem starfa í flestum framhaldsskólum á Stór-Reykja- víkursvæðinu, þeir eru öllum opnir. Nokkrum sinnum á vetri hverjum eru haldnar svokallaöar „Vökur" bæði í skólum og kirkjum. Bæna- stundir eru mikilvægur þáttur í starfi félagsins. Á sumrin eru einnig vikulegir fundir þar sem gjarnan fer fram biblíulestur. Þá eru einnig hjól- reiðaferðir og göngutúrar á dag- skránni í sumar. Tvisvar á ári hverju eru haldin „skólamót“. Hið fyrra stendur yfir um bænadagana og fjöldans vegna verður að skipta mótsgest- um niður á tvo staði, Vatnaskóg og Vindáshlíð. Hið síðara er haldið fyrst í september. Mót þessi eru byggð á biblíufræðslu, einnig eru haldnar kvöldvökur og margt annað sér til gamans gert. Þessi mót eru sótt af ungu fólki víös vegar af landinu. Nokkrir hópar starfa innan KSS sem hafa ákveðin verkefni og má þar nefna að einn hópurinn hefur heimsótt Hrafnistu og staðiö þar fyrir helgistund. RAGNHEIÐUR Aö lokum má nefna Öskudags- feröalag, sem orðinn er fastur liður í starfinu og þar að auki er farið í vorferðalag. Hvar starfar félagið? KSS starfar hér á Reykjavíkur- svæðinu og eru um 400 manns skráðir í félagiö. Einnig eru hópar úti á landi, sem starfa í tengslum við félagiö. Þessir hópar starfa á Selfossi, Keflavík, Akranesi, Vest- mannaeyjum og Akureyri. Hvar kynnist fólk KSS? KSS gefur út Kristilegt Skóla- blaö, sem heitir „Vegurinn" og er því dreift endurgjaldslaust til allra á aldrinum 13—20 ára, sem búsettir eru á Stór-Reykjavíkur- svæöinu. Einnig er dreifing blaðs- ins úti á landi hafin. Þá eru gefnir út bæklingar um ýmiss grundvall- aratriði kristinnar trúar. „Vökun- um“ er ætlað að kynna félagiö út á við. Á skólamótum bætast nýir félagsmenn einnig við. Mesta kynning á félaginu hlýtur samt að vera félagsmennirnir sjálfir, því hvað er félag annað en fólkið sem starfar í nafni þess?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.