Morgunblaðið - 30.05.1978, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 30.05.1978, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGINN 30. MAÍ 1978. 11 Guðjón Steingrímsson endurkjörinn formaður Lögmannafélags Islands AÐALFUNDUR að Hótel Loftleið- um í Reykjavík fyrir nokkru. Formaður félagsins Guðjón Steingrímsson, hrl. flutti skýrslu stjórnar vegna liðins starfsárs. I upphafi minntist hann 2ja látinna félagsmanna, þeirra Lárusar Jó- hannessonar, hrl. og Sigurðar Guðjónssonar, bæjarfógeta í 01- afsfirði og vottuðu fundarmenn hinum látnu virðingu. Formaður félagsins rakti störf stjórnar og nefnda félagsins. Sagði hann, að sem fyrr hefði veruleg vinna verið í það lögð að leysa ágreiningsefni á milli lögmanna og umbjóðenda þeirra en gat þess jafnframt að slíkum málum færi fækkandi. Þá hefði stjórn félags- ins borist allmörg lagafrumvörp til umsagnar og gerði formaður einkum grein fyrir frumvarpi um hlutafélög og öðru um gjaldþrota- skipti. Þá rakti formaður ýmis innanfélagsmálefni. Við stjórnarkjör var Guðjón Steingrímsson, hrl. endurkjörinn formaður félagsins, en aðrir í stjórn eru Hákon Árnason hrl. varaformaður, Jón E. Ragnarsson hrl. meðstjórnandi, Stefán Páls- son, hdl. ritari og Skarghéðinn Þórisson, hdl. gjaldkeri. I vara- stjórn eru nú Helgi V. Jónsson, Rit Sögu- félags Is- firðinga komið út ÁRSRIT Sögufélags ísfirðinga er nú komið út í 21. sinn og er fjölbreytt að vanda. Meöal efnis í ritinu nú er ritgerð dr. Kristjáns Eldjárns forseta íslands um listaverk séra Hjalta Þorsteinssonar í Vatnsfjarðar- kirkju. Þá ritar Lýður B. Björns- son um saltvinnslu á Vestfjörðum og saltverkið í Reykjanesi við Djúp. Bárður Jakobsson skrifar grein um landnám á Bolungarvík og eitt og annað af þeim slóðum. Jens Hólmgeirsson ritar um ostagerðarmanninn Jón Á. Guð- mundsson frá Þorfinnsstöðum og Ostagerðarfélag Önfirðinga. Jó- hann Gunnar Ólafsson bætir við fyrri frásögn sína um kirkjustóla úr Hraunskirkju í Keldudal. Gunnar Guðmundsson frá Hofi skrifar grein um Hof i Dýrafirði og fornar grafir í Dýrafirði og Jóhannes Davíðsson ritar um Villingadalshjónin á Ingjaldssandi og um kornmyllur. Myndir eru í ritinu af listaverk- um séra Hjalta í Vatnsfirði og einnig af hvalveiðistöðvunum í Framnesi og á Sólbakka. í fréttatilkynningu frá Sögufé- laginu segir að fyrsti árgangur ritsins hafi lengi verið ófáanlegur, en hafi nú verið ljósprentaður í litlu upplagi. MS MS MS 2WI jjjjp rrE3 sjF IjjP AUGLÝSINGA- TEIKNISTOFA MYNDAMÓTA Ad.ilstræti 6 simi 25810 hrl., Ólafur Axelsson, hdl. og Jón Magnússon, hdl. Nokkrar umræður urðu um félagsmálefni og má nefna að Hákon Árnason, hrl. gerði grein fyrir tillögum að nýjum siðaregl- um Lögmannafélags Islands. Gætti þar ýmsra markverðra nýmæla. Skrifstofa félagsins er sem fyrr að Óðinsgötu 4 undir stjórn Arnbjargar Guðbjörnsdóttur. (Fréttatilkynning) Stjóm Lögmannafélags íslands frá vinstrii Jón E. Ragnarsson hrl. meðstjórnandi. Hákon Árnason hrl. varaformaður. Guðjón Steingríms- son hrl. formaður. Stefán Pálsson hdl. ritari og Skarphéðinn Þórisson hdl. gjaldkeri. Bifreiðaeigend- ur halda fund 1 Stykkishólmi Stvkkishólmi 26. maí. í STYKKISHÓLMI s.l. sunnudag var haldinn almennur fundur bifreiðaeigenda að frumkvæði FÍB. Framsögumenn voru Árni Emilsson, sveitarstjóri í Grundar- firði, og Sveinn Torfi Sveinsson, verkfræðingur í Reykjavík. Þá voru mættir fuiltrúar frá FÍB og eins vegagerðarmenn. Það kom greinilega fram á fundinum að almenn óánægja er með hlut Vesturlandskjördæmis í vegamálum og þá sérstaklega á Snæfellsnesi. Þykir það hafa mest orðið útundan við vegagerð og viðhald vega. Urðu miklar umræður um vega- Framhald á bls. 35 Eru Mendin útíaoa Já margir hverjir, það fer ekkert milli mála - þó eru þeir sérstaklega úti að aka ásumrin - þáskipta þeir þúsundum. Ástæðan? Jú ástæðan er einföld, hún er sú að afsláttarfargjöld okkar gera öllum kleift að komast utan ísumarleyfi til þess að sjá sig um, kynnast frægum stöðum - og gista heimsborgir. Þeir sem þannig ferðast ráða ferð- inni sjálfir - sumir fara um mörg lönd - aðrir fara hægar yfir og halda sig lengst þar sem skemmtilegast er. Það þarf engan að undra þótt margir séu úti að aka á sumrin - á eigin bílum eða leigðum bílum. Kynntu þér afsláttarfargjöld okkar - þau gætu komið þér þægilega á óvart - og orðið til þess að þú yrðir líka úti að aka í sumar. ^íicfélac LOFTLEIDIR /SLAJVDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.