Morgunblaðið - 30.05.1978, Side 13
13
MÖRGUNBkAÐIÐ ÞRIÐJUDAGINN 30. MAÍ 1978.
■ ;r- n I ... i 'I ...■— .......
Silfurtún heitir ein gróðra-
stöðin á Flúðum í Ilraun-
mannahreppi. Þar býr Örn
Einarsson garðyrkjubóndi
ásamt konu sinni. Marit. og
tveimur börnum, Erni Krist-
jáni og Erlu Björgu. Örn og
Marit hafa rekið Króðrarstöð-
ina í tíu ár og búa í fallegu
einbýlishúsi. sem með sanni má
segja það standi í miðjum
aldingarði. því að tómatar eða
rauðaldin eins og það heitir á
málvöndunaríslenzku eru
þeirra sérsvið.
— Mest höfum við ræktað
tómata, en einnig erum við með
allmikla útirækt, blómkál, hvít-
kál og rófur. í svona ræktun
skiptir meiginmáli að takmarka
sig við sem fæstar tegundir, —
það er eiginlega forsenda þess
að reksturinn geti borið sig,
segir Örn. — Ég hef lagt
verulega áherzlu á útiræktun-
ina, enda er svo komið að hún
er það eina, sem þolir aukningu
ef tekið er mið af því hvað
markaðurinn þolir, en undan-
Hundurinn á bænum er stæði-
legur og þó nokkuð aðsópsmik-
ill. og hann er mun hærri í
loftinu en hún Erla Björg, sem
lætur sig samt ekki muna um
að siða hann ofurlítið til þegar
á þarf að halda. í bflskúrnum
f Silfurtúni er hænsnanýlenda.
byggð fáeinum ættstórum
mektarfuglum, svo scm „brún-
um ítölum“. og þar á meðal er
alveg sérlcga tignarlegur og
skrautlegur hani. Örn bjargaði
þessu fiðurfé undan fallöxinni
á sínum tíma. Síðan hafa
hænsnin verið á hans framfæri
þarna í bflskúrnum. en hann
segist ekki gera sér neinar
gyllivonir um búdrýgindi fyrir
þejrra tilstilli.
Örn. Marit og Örn Kristján
annast öll störf í gróðrarstöð-
inni. að undanskildu því að um
hásumarið er bætt við einni
aðstoðarstúlku. Marit er frá
Þelamörk og kynntust þau
hjónin þegar Örn var við
garðyrkjunám í Noregi.
Útiræktin það eina
sem þolir aukningu
•• _
— segir Orn Einarsson garðyrkjubóndi
farið hefur þeim farið fækkandi
sem stunda útirækt.
— Þú minnist á markaðsmál.
Hvað hefur verið gert til þess að
skipuleggja markaðsmál garð-
yrkjubænda að undanförnu?
— Markaðsmálin hafa lengi
verið til verulegra vandræða í
þessum atvinnuvegi, en nú
virðist loks vera að rakna úr
þeim. Framleiðsluráð land-
búnaðarins hefur sýnt þessu
mikla hagsmunamáli okkar
garð.vrkjubænda góðan skilning
og hefur tekið vel í okkar mál
að undanförnu. Til dæmis ætlar
framleiðsluráðið á næstunni að
aðstoða okkur við ýtarlega
markaðskönnun, sem á að taka
til landsins alls, og þegar
niðurstöður hennar liggja fyrir
ætti að vera hægt að gera
eitthvað róttækt til að skipu-
leggja ræktun og sölu betur en
gert hefur verið, bæði í sam-
bandi við grænmeti og blóm.
— Nú þykir mörgum dýrt að
kaupa blóm hér á íslandi. Hver
er ástæðan fyrir því að þau eru
svo miklu dýrari hér en í
nágrannalöndunum?
— Ég tel að markaðsmálin
séu veigamikill þáttur í þessu.
Það er ekki fjarri sanni að
milliliðar fái um helming þess
verðs, sem garðyrkjubóndinn
fær fyrir blómin, og afleiðingin
hefur svo orðið sú að yfirleitt
lítur fólk á blóm sem dýran
hégóma eða sem munaðarvöru,
sem einungis sé hægt að veita
sér til hátíðarbrigöa. í ná-
grannalöndunum kaupir al-
menningur kynstrin öll af blóm-
um, og þarf ekki annað en að
benda á að til dæmis í Dan-
mörku eru pottablóm á boðstól-
um í venjulegum kjörbúðum
eins og hver önnur nauðsynja-
vara. Islenzkir garðyrkjubænd-
ur hafa mikinn áhuga á því að
lækka verðið til neytenda og
stækka þannig blómamarkað-
inn, en á meðan núverandi
sölufyrirkomulag er við lýði er
þetta tómt mál að tala um, segir
Örn.
— Það, sem við garðyrkju-
bændur væntum okkur mikils
af, er blóma- og grænmetis-
markaður í Reykjavík. Þetta
mál hefur verið á döfinni í
nokkur á, en það eru nú ýmis
ljón í veginum. Kaupmenn hafa
verið þessari markaðshugmynd
afar mótfallnir og hafa til
dæmis hótað að hætta að verzla
með þessa vöru ef Sölufélag
garð.vrkjumanna fer út í slíkan
rekstur. Það er augljóst mál, að
þeir, sem hafa heildsöluna með
Framhald á bls. 35
Fyrsti aðalfundur Orkubús Vestfjarða:
Lokaáfangi línulagn-
ar til Bolungarvík-
ur stærsta verkið
Fyrsti aðalfundur Orkubús
Vestfjarða var haldinn í Félags-
heimilinu í Ilnífsdal s.l. laugar-
dag. Orkubúið. sem er sameignar-
félag sveitarfélaganna á Vest-
fjörðum og rikisins. var stofnað á
grundvelli laga nr. 66 frá 1976.
Þar segir m.a. að tilgangur
Orkubúsins séa ð hafa á hendi
alla orkuöflun og orkudreifingu í
fjórðungnum. bæði á sviði raf-
orku og jarðvarma. Eignahlutföll
eru þannig. að sveitarfélögin eiga
60% hlutafjár en ríkissjóður 40%.
Árið 1975, skipaði iðnaðarráð-
herra, Gunnar Thoroddsen, orku-
nefnd Vestfjarða, sem undir for-
sæti Þorvalds Garðars Kristjáns-
sonar alþingismanns undirbjó
stofnun orkubúsins. Fyrstu stjórn
O.V. skipuðu Guðmundur G. Ing-
ólfsson formaður, Ólafur Kristj-
ánsson, og Össur Guðbjartsson af
hálfu heimamanna og Jóhann
Bjarnason tilnefndur af iðnaðar-
ráðuneytinu og Engilbert Ingvars-
son af hálfu fjármálaráðuneytis-
ins. O.V. var stofnað 26. ágúst 1977
en hóf rekstur orkumannvirkja á
Vestfjörðkm 1. janúar s.l.
Á aðalfundinum kom fram, að
upphygging O.V. gengur vel. Fyrir-
tækið skiptist í 3 deildir undir
yfirstjórn Kristjáns Haraldssonar
verkfræðings. Fjármáladeild er
stjórnað af Sveinbirni Óskarssyni
viðskiptafræðingi, Hönnunar- og
áætlunardeild er stjórnað af Aage
Steinssyni tæknifræðingi og
Rekstrar- og framkvæmdadeild er
undir stjórn Jakobs Ólafssonar
tæknifræðings. Starfsmannafjöldi
er um 60.
Á aðalfundinum var afgreidd
framkvæmdaáætlun ársins 1978.
Þar er gert ráð fyrir framkvæmd-
um að upphæð 553,6 millj. króna.
Auk þess var samþykkt að taka
150 millj. kr. lán hjá Orkusjóði,
sem nota á til byrjunarfram-
kvæmda við byggingu fjarvarma-
veitu á ísafirði. Stærsta verkefni
þessa árs er lokaáfangi línulagnar
frá Mjólkárvirkjun í Arnarfirði til
Bolungarvikur og aðveitustöðvum
fyrir dreifikerfið. F'rumgerð af
framkvæmdaáætlun ársins 1979
var einnig samþykkt á fundinum.
Gert er ráð fyrir að framkvæma
fyrir. 1000 milljónir króna, en af
þeim er ætlað að véita 390
milljónir til fjarvarmaveitna í
þrem byggðakjörnum.
Mikill einhugur ríkti á fundin-
um, um að halda áfram uppbygg-
ingu orkubúsins og var stjórnin
endurkjörin einróma.
Úlfar
r
Arleg reið-
hjólaskoðun
hefst í
næstu viku
LÖGREGLAN og umferðarnefnd
Reykjavíkur efna til reiðhjóla-
skoðunar og umferðarfræðslu fyr-
ir börn á aldrinum 7—14 ára
dagana 1.—6. júní n.k.
Dagskráin verður sem hér segir:
Fimmtudagur 1. júní:
Fellaskóli kl. 9.30, Hlíðaskóli kl.
11.00, Melaskóli kl. 14.00 og
Austurbæjarskóli kl. 15.30.
Föstudagur 2. júní:
Vogaskóli kl. 9.30, Langholtsskóli
kl. 14 og Breiðagerðisskóli ki.
15.30.
Mánudagur 5. júní:
Hólabrekkuskóli kl. 9.30, Álfta-
mýrarskóli kl. 14.00 og Laugarnes-
skóli kl. 15.30.
Þriðjudagur 6. júní:
Fossvogsskóli kl. 9.30, Hvassaleit-
isskóli kl. 11.00, Breiðholtsskóli kl.
14.00 og Árbæjarskóli Jd. 15.30.
Börn úr Landakotsskóla, Vest-
urbæjarskóla, Öskjuhlíðarskóla,
Skóla ísaks Jónssonar og Æfinga-
deild K.H.Í. eiga að mæta við þá
skóla, sem næstir eru heimili
þeirra. Þau börn, sem hafa
reiðhjól sín í lagi, fá viðurkenning-
armerki Umferðarráðs 1978.
Samvinnuskólinn:
44 annarsbekk-
ingar og 17 stúdent-
ar brautskráðir
Samvinnuskólanum að Bifröst
var slitið hinn 1. maí. í Bifröst var
í vetur 81 nemandi, þar af 37 í 1.
bekk og 44 í 2. bekk. Luku
annarsbekkingar allir burtfarar-
prófi frá skólanum.
I skólaslitaræðu skólastjóra,
Hauks Ingibergssonar, kom m.a.
fram, að s.l. vetur voru haldin í
samvinnu við Kaupfélag Borgfirð-
inga í Borgarnesi verzlunarnám-
skeið fyrir nemendur í 2. bekk.
Fóru námskeiðin fram í Borgar-
nesi, og dvöldu tveir nemendur þar
í senn í vikutíma, og er þetta
annað árið í röð, sem slíkt
samstarf er á milli Samvinnuskól-
ans og Kaupfélags Borgfirðinga.
Æskulýðsráð íslands hefur viður-
kennt félagsmálanám í skólanum
sem fullgilt kennaranám. Efstar á
burtfararprófi úr 2. bekk urðu
Lára Ágústa Snorradóttir, Pat-
reksfirði, sem hlaut 8,84, Guðbjörg
Skúladóttir, Borgarfirði, 8,75, og
Guðlaug Baldvinsdóttir, Dalvík
með 8,71.
Framhaldsdeild Samvinnuskól-
ans í Reykjavík var slitið hinn 11.
maí. Þar gengu til prófs 16
nemendur í 3. bekk, sem allir luku
prófum, og 18 nemendur í 4. bekk.
Luku 17 þeirra stúdentsprófi, en
hinn átjándi mun ljúka prófi síðar
á árinu.
Efst á stúdentsprófi varð Vil-
borg Hauksdóttir, sem hlaut 8,67,
önnur varð María Jónsdóttir með
8,57, og þriðja Steinunn Jónasdótt-
ir með 8,50. Aðrir nýstúdentar
voru Andrés Magnússon, Arnar
Gr. Pálsson, Ásgerður Þorsteins-
dóttir, Guðbjörn Smári Hauksson,
Guðjón Kristjánsson, Kristín Ein-
arsdóttir, Kristján Skarphéðins-
son, Ragnar Jóh. Jónsson, Ragn-
heiður Jóhannsdóttir, Sigurjón
Ingi Ingólfsson, Svanhildur Árna-
dóttir, Úlfar Reynisson, Vilhelm-
ína Þ. Þorvarðardóttir og Vil-
hjálmur Sigurðsson.
seljum
• Gluggatjaldaefni og húsgagnaáklæði úr bómull og
ull — 450 tegundir
• Kókos- og sísalgólfteppi — 25 tegundir.
• Leðursófa og stóla — húsgögn í samkomusali og
fundaherbergi — sérhönnuð húsgögn handa öldruðum.
Við leggjum sérstaka áherslu á vandaðar og vel hannaðar vörur úr
náttúruefnum, sem endast vel og vinna á með aldrinum. Vörur, sem
menn geta verið stoltir af að hafa á heimili sínu.
epol
V/Laugalæk Reykiavíh
V/Laugalæk Reykjavík — sími 36677
Opið mánudaga — föstudaga frá kl. 14—18.