Morgunblaðið - 30.05.1978, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGINN 30. MAÍ,J97B.
Kópavogur*
„tlrslitin
ævintýri
líkust“
• „Þessi úrslit eru ævintýri líkust
fyrir okkur alþýðuflokksmenn hér í
Kópavogi sem annars staöar. Við
höfum bætt ótrúlega miklu við
okkur,“ sagði Guðmundur Oddsson,
efsti maður á lista Alþýðuflokksins,
sem bætti við sig mestu fylgi í
Kópavogi við kosningarnar í fyrra-
dag. Þeir fengu nú tvo fulltrúa
kjörna en höfðu áður einn.
Guðmundur kvað það alveg ljóst
að þessi úrslit mætti túlka sem beina
refsingu við núverandi ríkisstjórn og
hennar aðgerðir að undanförnu. Þá
heföi það auðvitað mikið að segja að
sjálfstæðismenn gengju nú klofnir
til leiks og unga fólkið hefði í
miklum mæli komið til Alþýðu-
flokksins.
„Þessi úrslit eru aðeins upphafið
að stórsókn Alþýðuflokksins um allt
land, sem nú er hafin,“ sagði
Guðmundur að síðustu.
Þá ræddi Mbl. við Axel Jónsson
efsta mann á lista sjálfstæðismanna
sem nú fékk tvo fulltrúa kjörna í
stað fjögurra áður og sagði hann
m.a.
„Ég lít svo á að hér sem annars
staðar á landinu hafi ekki verið kosið
um bæjarmálin heldur hafi lands-
málin átt þarna óeðlihega mikinn
þátt, sagði Axel Jónsson.
Ég gat alls ekki fundið það á
kjósendum fyrir kosningar að þeir
væru á neinn hátt óánægðir með
okkur sjálfstæðismenn í bæjarstjórn
og ég held að svo hafi einnig verið
um andstæðinga okkar.
Þá var fólk nokkuð hikandi og
óánægt með það.að sjálfstæðismenn
skyldu ekki bera gæfu til að bjóða
fram einn lista, og hefur efalaust
margt af því fólki setið heima og
ekki kosið.
Hvað varðar meirihlutamyndun
sagði Axel að það myndi eflaust
vefjast fyrir mönnum þar sem
lágmark væri að þrír listar kæmu
sér saman, þar sem engir tveir hefðu
nægilegt fylgi. Um samstarf við
S-lista sagði Axel að það kæmi ekki
annað til greina en að sjálfstæðis-
menn ynnu saman í framtíðinni
þrátt fyrir þann ágreining sem hefði
einkennt þessa kosningabaráttu.
Að síðustu ræddi Mbl. við Guðna
Stefánsson efsta mann á S-lista —
lista sjálfstæðisfólks, sem bauð nú
fram í fyrsta skipti og fékk einn
mann kjörinn.
„Við S-listamenn erum bærilega
ánægðir með útkomuna í bæjar-
stjórnarkosningunum hér hvað okk-
ur varðar, aftur á móti er það slæmt
að sjálfstæðismenn skuli tapa hér
manni, og almennt er hið mikla. tap
Sjálfstæðisflokksins um land allt
mjög alvarlegt, sagði Guðni Stefáns-
son.
Guðni kvaðst óttast það ef vinstri
stjórn tæki völdin í bæjarstjórninni,
og sagði af því vera mjög slæma
reynslu hér áður fyrr. Hann sagði
S-lista menn vera tilbúna til sam-
starfs um myndun meirihluta í
bæjarstjórninni og sagði jafnframt
að það yrði þeirra fyrsta verk að
ræða við D-listamenn, þ.e. lista
Sjálfstæðisflokksins um samvinnu.
Að síðustu sagðist Guðni vera
undrandi á því mikla fylgi sem
Alþýðuflokkurinn hefði fengið í
Kópavogi.
Koflavík:
„Fyrst og
fremst döm-
ur fólks um
núverandi
ríkisstjórn“
•„Það er ekki hægt að loka
augunum fyrir því, að þetta er fyrst
og fremst úrskurður fólks um
núverandi ríkisstjórn. Sérstaklega á
þessu svæði, því hér hafa þeir fylgt
í fótspor vinstri stjórnarinnar og
sett okkur hreinlega út af „sakra-
mentinu" í einu og öllu,“ sagði
Ólafur Björnsson, efsti maður á lista
Alþýðuflokks í Keflavík sem vann
stóran sigur í bæjarstjórnar-
kosningunum á sunnudag, í samtali
við Mbl. í gær.
Þá sagði Olafur það einnig að mál
væri komið að stjórnvöld færu að fá
þessar syndir í höfuðið því „við
Suðurnesjamenn tilheyrum nú enn-
þá íslandi".
„Þá er það einnig greinilegt að
Alþýðuflokkurinn er í mikilli sókn,
fyrst og fremst er að ungt fólk
flykkist til fylgis við okkur. Og við
höfum haft hér alveg frábærlega
lifandi áhuga í starfi,“ sagði Ólafur
að síöustu.
Þá ræddi Mbl. við Ingólf Halldórs-
son 2. mann á lista sjálfstæðismanna
sem töpuðu einum fulltrúa yfir til
Alþýðuflokks.
„Eg átta mig satt bezt að segja
ekki á neinni skýringu í sambandi
við bæjarmálin hjá okkur á því að
við töpum þarna einum fulltrúa og
fáum nú aðeins 3 menn kjörna,"
sagði Ingólfur Halldórsson.
„Skýringarninnar hlýtur að vera
að leita í sambandi við landsmála-
pólitíkina. Þar höfum við Suður-
nesjamenn verið nokkuð afskiptir,
sérstaklega varðandi atvinnumálin.
Til þessa hafa engar viðræður
farið fram um myndun nýs meiri-
hluta bæjarstjórnar, en ég tel ekki
óeðlilegt að kratar hafi að því
frumkvæði þar sem segja má að þeir
séu hinir raunverulegu sigurvegarar
í kosningunum," sagði Ingólfur að
síðustu.
Hafnarfjörður:
„Vonbrigði
að 5. mað-
urinn
skyldi
falla“
• „Það eru mér auðvitað viss
vonbrigði að halda ekki inni 5.
fulltrúanum í bæjarstjórn, sér-
staklega þar sem það munaði mjög
litlu að það hefðist," sagði Arni
Grétar Finnsson efsti maður á
lista sjálfstæðismanna í Hafnar;
firði í samtali við Mbl. — I
kosningunum fékk flokkurinn 4
fulltrúa en hafði 5 áður.
„Eigi að síður er þetta fylgi
svipað og það sem við fengum
1970. Og sé miðað við það sem
gerðist um allt land held ég að
okkar hlutur sé ekki slæmur.
Ástæðurnar fyrir þessu tapi er
fyrst og fremst að leita í þeim
erfiðleikum sem ríkt hafa í
efnahagsmálum þjóðarinnar allt
frá dögum vinstri stjórnarinnar.
Það bitnar beint á stjórnarflokk-
unum, þó svo að það sé ekki
eðlilegt að bæjarmálin séu sett til j
hliðar. Þetta sést einnig glöggt á I
tapi framsóknarmanna sem til ;
þessa hafa verið taldir hafa j
tryggasta fylgi allra.
Okkar staða í bæjarmálum fyrir
þessar kosningar var mjög sterk
og þess vegna kemur það enn
frekar á óvart að 5. maðurinn skuli
falla. Nú ekkert hefur verið rætt
um nýjan meirihluta en það er
ekkert í sjálfu sér sem útilokar
sama meirihluta aftur, það er
sjálfstæðismenn og óháðir, en það
skýrist nú fljótlega.
Við sjálfstæðismenn höfðum
mikinn áhuga á að fylgja þeim
málum eftir sem við erum þegar
byrjaðir á svo sem varanlegri
gatnagerð. — Nú við sjálfstæðis-
menn í Hafnarfirði eigum hér
tpausta stuðningsmenn eins og
úrslitin sýna. Ég vil sérstaklega
nota þetta tækifæri til að þakka
þeim fjölmörgu sem unnu mikið og
óeigingjarnt starf við undirbúning
kosninganna."
Ekki tókst Mbl. að ná sarnbandi
við fulltrúa Alþýðubandalagsins,
sem vann fulltrúa af sjálfstæðis-
mönnum.
Akureyri:
„Tek þess-
ar ófarir
sjálfstæðis-
• „Mér er skapi næst á þessari
stundu að segja að oft og víða sé
meira um framboð en eftirspurn. En
að slepptu þessu gálgagamni verð ég
að segja eins og er, að ég tek ófarir
sjálfstæðismanna á Akureyri nærri
mér,“ sagði Gísli Jónsson, efsti
maður á lista sjálfstæðismanna á
Akureyri, sem í bæjarstjórnarkosn-
ingunum tapaði tveimur fulltrúum
af fimm.
Þessar ófarir komu mér á óvart
miðað við undirbúning og undirtekt-
ir, þótt ég fyndi seinni hluta
sunnudagsins að eitthvað uggvæn-
legt væri á seyði. Hitt er þó hverjum
sjálfstæðismanni sárast að sjá
Reykjavík falla. Fyrir löngu sagði ég
og margir aðrir að vandamál þjóðar-
búsins og aðgerðir ríkisstjórnarinn-
ar ætti að leggja fyrir kjósendur í
alþingiskosningum fyrr en sveitar-
stjórnarkosningar færu fram.
Hættan, sem fylgdi því að fara
öfugt að, er nú komin fram með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Rétt
er þó að hafa í huga að Sjálfstæðis-
flokkurinn er ennþá langstærsti
flokkur þjóðarinnar og hér á Akur-
eyri er hann einnig stærsti flokkur-
inn. Tapið nú er minna en aukningin
1974. Fylgið sem við fengum þá í
hundraðatali frá öðrum flokkum
hefur nú horfið til baka, einkum til
Alþýðuflokksins. Sögulegast við
þessar kosningar á Akureyri nú er að
Alþýðuflokkurinn er nú orðinn mun
stærri en Alþýðubandalagið.
Sjálfstæðismenn á Akureyri munu
að sjálfsögðu ekki láta deigan síga en
reyna að standa við gefin loforð um
víðleitni til að fegra og bæta bæinn.
Umboð það sem við báðum um til að
gangast fyrir myndun nýs meiri-
hluta í bæjarstjórn höfum við ekki
fengið frá kjósendum að þessu sinni. í
Frumkvæðið að meirihlutamyndun
kemur trúlega frá þeim sem mestan !
meðbyr hafa fengið um sinn.
Stærsti flokkur bæjarins hleypur
hins vegar ekki frá þeirri ábyrgð sem
honum er á herðar lögð. Frambjóð-
endur Sjálfstæðisflokksins á Akur-
eyri þakka öllum þeim er unnu fyrir
þá með ráðum og dáð, einkum
skrifstofufólki, ritstjóra Islendings
og öðrum trúnaðarmönnum, sem oft
lögðu nótt við nýtan dag í störfum
sínum. Ennfremur fjölda sjálfboða-
liða sem lagði á sig mikið erfiði af
dugnaði og ósérhlífni. Árangur þessa
starfs kemur betur í ljós þó síðar
verði.
Ekki tókst Mbl. að ná sambandi
við fulltrúa Alþýðubandalagsins,
sem að þessu sinni vann einn
fulltrúa til viðbótar þeim eina sem
þeir höfðu fyrir.
Isafjörður:
„Sjálfstæð-
isflokkur-
inn geldur
landsmála“
• Á ísafirði er Guðmundur H.
Ingólfsson efsti maður á iista
Sjálfstæðisflokksins, en flokkurinn
hélt þeim fjórum fulltrúum í bæjar-
stjórn sem hann hefur haft á liðnu
kjörtímabili. Þegar Morgunblaðið
hafði samband við Guðmund kvaðst
hann ekkert vilja láta hafa eftir sér
um kosningaúrslitin, en sagöi að það
yrði að bíða þar til að loknum
flokksfundi um málið.
Kristján Jónasson var efsti maður
á lista Alþýðuflokksins á ísafirði.
Þar hafði flokkurinn einn fulltrúa en
fékk nú tvo. Kristján hafði þetta að
segja: „Úrslitin eru mjög ánægjuleg
fyrir Alþýðuflokkinn hér á ísafirði,
en þó höfðum við gert okkur vonir
um þriðja manninn og fórum langt
með að ná því takmarki. Þetta er
mikil fylgisaukning Alþýðuflokksins
þegar miðað er við að síðast buðum
við fram sameiginlega með Samtök-
um frjálslyndra og vinstri manna og
óháðum, og það bandalag fékkþrjá
fulltrúa. Skýringin á þessari aukn-
ingu er sú að þrátt fyrir það að
Sjálfstæðisflokkurinn heldur full-
trúum sínum þá tapar hann miklu
fylgi, en Alþýðuflokkur og Sjálf-
stæðisflokkur hafa verið i meiri-
hlutasamstarfi á kjörtímabilinu. Því
liggur beinast við að ætla að þessi
kosningaúrslit hér á ísafirði séy bein
afleiðing þess að Sjálfstæðisflokkur-
j inn gjaldi landsmálanna jafnhliða
j sveiflu til Alþýðuflokksins," sagði
j Kristján Jónasson á Isafirði.
Fáskrúðsíjörður:
„Við héld-
um okkar
hlut
fyllilega“
• „Það er ágætt hljóð í okkur
sjálfstæðismönnum á Fáskrúðsfirði,
við héldum okkar hlut fyllilega í
Frá kjörstað í Hafnarfirðii Matthías A. Mathiesen, fjármálaráðherra ræðir við tvo góðborgara í Firðinum, Stefán
Sigurðsson (Stebba í Stebbabúð) og konu hans Laufeyju Jakobsdóttur.
manna
nærri mér“