Morgunblaðið - 30.05.1978, Qupperneq 21
21
MÖRGJlJNBLiAÐIÐ ÞRIÐJUDAGINN 30. MAÍ 1978.
Landsliðið leikur
í Noregi í kvöld
í KVÖLD leikur ísland sinn fyrsta landsleik í flokki 21 árs og yngri.
Mótherjarnir verða Norðmenn og leikið verður í Fredriksstad.
Landsliðið hélt utan í gær og er væntanlegt heim aftur á morgun. Það
verður fróðlegt að sjá hvar íslendingar standa í þessum aldurshópi,
samanborið við frændur okkar Norðmenn, en eins og kunnugt er hefur
tveimur síðustu A-landsleikjum þjóðanna lokið með sigri Islendinga.
Sigurmöguleikar ættu að vera töluverðir nú, enda skipa íslenska liðið
margir af snjöllustu knattspyrnumönnum landsins.
15 ára kylfingur vann
SIGURVEGARINN í Michelin-golfkeppninni hjá Golfklúbbi Suðurnesja,
um helgina varð Gylfi Kristinsson, 15 ára kylfingur úr Keflavík. Leikin
var punktakeppni með forgjöf. Alls mættu 50 golfmenn til leiks þrátt
fyrir slæmt veður báða daga keppninnar. Gylfi lék 36 holur á 159
höggum, var hann með 6 í forgjöf. Annar varð Björgvin Þorsteinsson
GA, á 152 höggum, er hann með 1 í forgjöf. Þriðja sætið hlaut svo Júlíus
Júlíusson GK, lék á 158 höggum. Hannes Eyvindsson lék á 159 höggum
og hálfdán Þ. Karlsson á 159.
W
Ovænt
úrslrt
ÞRIÐJA umferð 1. dcildar í knattspyrnu fór fram um
helgina, fyrir utan einn leik sem varð að fresta.
Umferðin bauð upp á þau óvæntu úrslit að nýliðarnir
í deildinni Þróttur, lögðu hið harðsnúna lið Víkings af
velli 2—0. Á myndinni sjáum við markvörð Þróttara
Rúnar Sverrisson grípa knöttinn eftir eina af
fjölmörgum sóknum Víkinga í leiknum. Um leiki
helgarinnar má lesa á bls. 22, 23, 24, 25, 28.
• Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hefst á fimmtudag. AUar
þátttökuþjóðirnar eru mættar til leiks. og hefur mikill iburður fylgt
komu flestra liðanna til Argentínu, t.d. var ritað á flugvél þá er flutti
Skotanai „Argentína here we come“. Meðfylgjandi mynd var tekin við
komu heimsmeistaranna V Þjóðverja. Leikmennirnir klæddust allir til
höfuðsins argentínskum kúrekahöttum. Þjálfarinn frægi Schön er
fyrir miðju á myndinni og veifar blómvendi sem honum var færður
við komuna.
Skíðanámskeið
á Langjökli
Þórunn hlaut af-
reksbikarSSÍ
ÞÓ AÐ sumar sé gengið í garð
notar skíðafólk enn tækifærið og
fer á skíði ef vel viðrar. Undanfar-
in sumur hafa unglingar á suð-
vesturhorninu notað þá aðstöðu
sem er við Langjökul og Húsafell
til skíðaiðkana. Keppniskrakkar
skíðafélaganna í Reykjavík hafa
byrjaö sumarþjálfun og virðist
þetta heppilegur tími til að bæta
tækni sína og læra eitthvað nýtt.
I sumar vprfta tvii námskpiA
fyrir ungljnga og eru þau opin
fyrir alla sem hug hafa á. Upplýs-
ingar um námskeið þessi gefur
Tómas Jónsson, s. 75706, og er
hann jafnframt kennari á þeim.
Góður og mikill snjór er nú í
Leik ÍBV og
FH frestað
LEIK ÍBV og FH í 1. deildinni í
knattspyrnu sem fram átti að fara
í Vestmannaeyjum á laugardag
var frestað. Ekki var flogið til
e.vja. Ekki hefur verið ákveðið
hvenær leikurinn fer fram.
hliðum Langjökuls og toglyftan er
opin fyrir allan almenning um
helgar. Greiðfært er á bílum að
toglyftunni.
SUNDMÓT Ármanns fór fram í
sundlauginni á Laugardal á
laugardag. Árangur var frekar
góður miðað við árstíma en
aðstæður óhagstæðar. er keppnin
fór fram. Keppt var um afreks-
bikar sundsambands íslands á
mótinu en hann er veittur fyrir
besta afrekið samkvæmt stiga-
töflu.
Þórunn Alfreðsdóttir hlaut
bikarinn og fékk hún 677 stig
fyrir árangur sinn í 200 metra
fjórsundi 2.36.1, sem er nýtt
íslenskt met. í stigakeppninni
var Sonja Hreiðarsdóttir í öðru
sæti með 674 stig.
Helztu úrslit mótsins urðu
þesjsii
200 m flugsund karla
Axel Alfreðsson Æ 2,23,4 mín.
200 m fjórsund kvenna
Þórunn Alfreðsdóttir Æ 2,36,1
nýtt ísl. met.
100 m skriðsund karla
Bjarni Björnsson Æ 57,5 sek.
50 m baksund telpna
Þóranna Héðinsdóttir Æ 36,9 sek.
200 m bringusund kvenna
Sonja Hreiðarsdóttir Æ 2,55,0
mín.
Þórunn Alfreðsdóttir
200 m bringusund karla
Hermann Alfreðsson Æ 2,44,3
mín.
100 m skriðsund kvenna
Þórunn Alfreðsdóttir Æ 1,04,3
mín.
50 m skriðsund drengja
Ingi Þór Jónsson ÍA 27,4 sek.
200 m fjórsund karla
Axel Alfreðsson Æ 2,25,9 mín.
100 m flugsund kvenna
Þórunn Alfreðsdóttir Æ 1,11,17
mín.
100 m haksund karla
Bjarni Björnsson Æ 1,07,9 mín.
4x100 m fjórsund kvenna
Sveit Ægis 5,07,7 mín.
1x200 m skriðsund karla
Sveit Ægis 8,52,9 mín.
-ÞR.
Fjögur met
Á innanfélagsmóti Ægis er
fram fór í Sundhöllinni í
Reykjavík síöastliðinn föstu-
dag voru sett fjögur ný
íslandsmet.
Þórunn Alfreðsdóttir setti
nýtt met í 50 m baksundi,
34,0 sek. Sveit Ægis setti nýtt
met í 4x50 metra fjórsundi
kvenna, 2,18,4 mín. og karla-
sveit sama félags setti met í
4x50 metra fjórsundi 1,59,0
mín.
Þá setti Sonja Hreiðars-
dóttir stúlknamet í 400 metra
fjórsundi synti vegalendina á
5,29,4 mín.
Ágúst leikurí
V-Þyskalandi
IIANDKNATTLEIKSMAÐURINN góðkunni Ágúst Svavarsson.
sem Iék með sænska liðinu Drott síðastliðinn vetur. hefur
undirritað samning við lið í V Þýskalandi. Lið það er Ágúst hefur
gert samning við er Tus Spenge. Leikur það í annarri deild.
Hafnaði liðið í áttunda sæti síðasta keppnistímabil.
Ágúst sagði í stuttu spjalli við Mbl. T gær, að sér hefði tekist
að ná mjög góðum samningi við liðið, og því undirritað samning
til tveggja ára. Þó hefur hann uppsagnarmöguleika, líki honum ekki
hjá liðinu. Spenge er 40.000 manna bær um það bil 100 krn frá
Hannover, og enn skemur frá Minden en þar búa þeir Axel Axelsson
og Ólafur Jónsson og leika með 1. deildar liöinu Dankersen. Sænska
liðið Drott sýndi verulegan áhuga á að halda í Ágúst, en eins og
kunnugt er var hann markhæsti leikmaður liðsins á síðasta
keppnistímabili. Tilboð það er Ágúst fékk freistaði hans hins vegar
ekki og fór hann þá að leita fyrir sér í V-Þýskalandi. Er tilboðið
kom frá Spenge gerði Drott gagntilboð, en Ágúst tók frekar tilboði
þýska liðsins.
- þr.