Morgunblaðið - 30.05.1978, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGINN 30. MAÍ 1978.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGINN 30. MAI 1978.
25
Ósanngjarn sigur
Fram yfir UBK
það voru slæm skilyrdi til að lcika knattspyrnu á Kópavogsvellinum
á laujíardaK er UBK og Fram áttust þar við í 1. deildar keppninni
i knattspyrnu. Fram sigraði i leiknum með tveimur mörkum gegn
ensu ok voru það mjöjf ósanngjörn úrslit eftir jfanjfi leiksins.
Framarar áttu aðeins eitt umtalsvert marktækifæri í fyrri hálfleik
ojf þá tókst þeim að skora. Sama skeði í síðari hálfleik. En það eru
mörkin sem úrslitum ráða. Tvö dýrmæt stig tryjfgðu Framarar sér,
í hinni hörðu haráttu 1. deildar.
Völlurinn í Kópavogi var gler-
háll, eftir miklar rigningar er
leikið var þar á laugadag, og var
mesta furða hve vel leikmönnum
gekk að fóta sig á vellinum.
Blikarnir léku í fyrri hálfleik
undan sterku suðaustanroki og
hófu þegar í upphafi leiksins
þungar sóknir að marki Fram.
Ekki leið á löngu þangað til að
fyrsta hættuiega marktækifæri
leiksins skapaðist. Strax á 6.
mínútu hálfleiksins átti Hinrik
Þórhallsson hörkugóðan skalla að
marki eftir sendingu bróður síns
Einars, en knötturinn fór hárfínt
yfir þverslá. Allan fyrri hálfleik-
inn sækja Breiðabliksmenn mun
meira og leika oft vel saman þrátt
fyrir erfið skilyrði. Atti vörn Fram
oft í vök að verjast, en tókst oftast
að snúa sig út úr vandræðunum
eða góður markvörður þeirra greip
inn í á réttu augnabliki. Við
skulum aðeins líta á gang fyrri
hálfleiksins.
22. mínúta. Benedikt Guðmunds-
son á hörkuskalla að marki eftir
góða fyrirgjöf. Rafn Rafnsson er
rétt staðsettur og bjargar fyrir
Fram á línu. Þar skall hurð nærri
hælum.
Mark Breiðabliks liggur í loft-
inu.
30. mínúta. Ólafur Friðriksson
leikur upp v. kantinn og á
vítateigshorninu leggur hann fyrir
sig knöttinn og skýtur hörkuskoti
í bláhorn marksins en góður
markvörður Fram, Guðmundur
Baldursson, nær að verja út við
stöng.
35. mínúta. Gísli Sigurðsson á
hörkuskot, en enn er Guðmundur
markvörður vel staðsettur og ver
meistaralega.
Framarar skora.
A sömu mínútu og Gísli átti sitt
ágæta tækifæri á að skora ná
Framarar ágætu upphlaupi á
miðju vallarins. Knötturinn er
gefinn á Ásgeir Elíasson sem
leikur upp að vítateigslínu, en
sendir síðan góðan bolta yfir á
Pétur Ormslev, sem er óvaldaður
jnni í vítateig. Pétur fer sér engu
óðslega, leggur knöttinn vel fyrir
sig við markteigshornið fjær, og
neglir í netið yfir höfuð Sveins
Skúlasonar markmanns UBK.
1—0 fyrir Fram, eina sóknin sem
skapaði hættu hafði skilað sér
fullkomlega. Þrátt fyrir þetta
mótlæti gefast Blikarnir ekki upp
og sækja enn stíft en allt kemur
fyrir ekki. Staðan í leikhléi er
1-0.
Fram lék undan stekum vindi
eins og Breiðablik hafði gert í fyrri
hálfleik svo að ekki var við öðru
að búast en að þeir myndu sækja
ákaft eins og UBK hafði gert. Sú
varð þó ekki raunin. Fyrstu
mínútur síðari hálfleiksins var
töluvert þóf á miðju vallarins, en
er líða tók á leikinn tók UBK öll
völd í sínar hendur og sótti án
UBK- Fram 0:2
Textii
Þórarinn Ragnarsson
Myndi
Friðþjólfur Ilelgason
afláts. Á 11. mínútu á Valdimar
Valdimarsson ekalla að marki rétt
yfir þverslá. Fram sækir annað
slagið og einstaka upphlaup
skapar hættu, Sigurbergur á skot
inn í vítateig Blikanna á 17.
mínútu en yfir. Hvert marktæki-
færið af öðru fer forgörðum hjá
UBK og þá mest fyrir það hve
Breiðabliksmenn eru seinir og
óákveðnir.
Seinna mark Fram.
Fram sem hafði átt í vök að
verjast allan tímann, nær í lok
leiksins skyndisókn og það er hinn
snjalli miðvallarspilari Ásgeir
Elíasson sem þar er á ferðinni.
Hann sendir háan stungubolta inn
á Kristin Jörundsson sem smeygir
sér á milli tveggja varnarmanna
og er skyndilega á auðum sjó.
Markvörðurinn hleypur út á móti
Kristni er hann kemur inn í
vítateiginn miðjan. Kristinn er
ekki í vandræðum heldur skýtur
nokkuð örugglega yfir markmann-
inn og i netið, 2—0. Mark þetta
kemur á 87. mínútu leiksins.
Hvílík óheppni hjá UBK. En
þannig er knattspyrnan óútreikn-
anleg. Á lokamínútu leiksins eiga
Blikarnir enn eitt tækifærið er
Ólafur Friðriksson brennir af í
dauðafæri inni í markteig. Var það
í samræmi við annað sem forgörð-
um fór hjá þeim í leiknum.
Mikilvægur leikur.
Fyrir UBK var leikur þessi mjög
mikilvægur. Eftir að hafa tapað
þremur stigum af fjórum í tveimur
fyrstu leikjum mótsins í ár var
þýðingarmikið að sigra: í rauninni
má segja að fyrir hvert lið eru
töpuð stig á heimavelli áfall, því
þurfa lið að keyra baráttuna í
topp, og sýna góða leiki. Ekki
verður annað sagt að UBK hafi
gert þetta í leiknurn. Þeir sýndu
allan tímann betri knattspyrnu og
börðust vel, en það er ekki
nægjanlegt þegar ekki er hægt að
skora mörk.
I liði Breiðabliks áttu bestan leik
þeir Einar Þórhallsson, og Þór
Hreiðarsson, samt var Þór allt of
seinn að afgreiða knöttinn frá sér
í leiknum, og um of rarur að skjóta
á markið af löngu færi, þá átti
Bjarni bakvörður Bjarnason ágæt-
an leik og stóð vel fyrir sínu.
Fram-liðið sýndi lítið í þessum
leik, nema helst Ásgeir Elíasson á
miðjunni sem skapar ávallt hættu
með góðum sendingum, sérlega
útsjónarsamur leikmaður. Það var
Ásgeir sem átti bæði mörk Fram
í leiknum með sendingum sínum.
Markvörðurinn, Guðmundur
Baldursson, átti góðan leik, sýndi
yfirvegun og góðar staðsetningar.
Þá er rétt að geta Gunnars
Guðmundssonar sem er sívinnandi
og gefst aldrei upp þótt á móti
blási.
ístuttu málii 27. maí, Kópavogs-
völlur 1. deild UBK—Fram 0—2
(0-1)
Mörk Frami 35. mfnútu Pétur
Ormslev og á 88. mínútu Kristinn
Jörundsson.
Gult spjaldi Rafn Rafnsson.
Áhorfenduri 337.
• Síðara mark Fram í uppsiglingu. Kristinn Jörundsson afgreiðir knöttinn snyrtilega yfir markvörð
UBK. sem er kominn út fyrir markteig í von um að geta bjargað.
• Ingi Björn Albertsson skorar síðara mark Vals gegn ÍBK með skoti af vítateig, sem hafnaði í bláhorni Keflavíkurmarksins eins og sjá má,
án þess að Þorsteini Bjarnasyni markverði tækist að koma vörnum við.
SIGUR HJÁ VAL ÞRÁU FYRIR
SLAKAN SEINNI HÁLFLEIK
VALSMENN héldu áfram á sigurbrautinni í 1. deild er þeir mættu
Keflvíkingum á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Valsmenn
sigruðu en sigurinn var mjög naumur, 2il. Eftir mjög góðan fyrri
hálfleik hjá Val, þar sem liðið hafði öll völd f leiknum datt leikur
liðsins alveg niður í seinni hálflcik og urðu Valsmenn þá virkilega
að berjast fyrir sigrinum þvi að Keflvfkingarnir tvfefldust þegar þeir
fundu að Valsmönnum þvarr krafturinn. En Valsmenn héldu út
áhlaup Keflvfkinganna og höfðu bæði stigin.
Veður og aðstæður allar voru
heldur óskemmtilegar til knatt-
spyrnuiðkunar, rok og rigning og
völlurinn flugháll. Aðstæðurnar
virtust þó ekki setja Valsmenn út
af laginu í fyrri hálfleik því að þeir
léku þá oft á tíðum mjög góða
knattspyrnu og baráttan í liðinu
var til fyrirmyndar.
Fyrsta tækifærið kom strax á 5.
sekúndu! Valsmenn byrjuðu með
boltann og Albert spyrnti strax
inn fyrir vörn Keflvíkinga. Ingi
Björn hafði tekið sprettinn og
hann var skyndilega á auðum sjó
og spyrnti að markinu en ágætur
markvörður Keflvíkinga, Þor-
steinn Ólafsson, varði vel. Áfram
héldu Valsmenn sókninni og voru
þeir Albert Guðmundsson og Atli
Eðvaldsson oftast mennirnir bak
við sóknarlotur Vals. Atli átti skot
á slá á 6. mínútu og Þorsteinn
varði stórvel skallabolta frá Dýra
Guðmundssyni á 7. mínútu. Kefl-
víkingar komust sárasjaldan ná-
lægt marki Vals nema hvað á 8.
mínútu komst Rúnar Georgsson
upp að endamörkum hægra megin
og gaf knöttinn inn í markteiginn,
þar sem Steinar Jóhannsson var
einn og óvaldaður tvo metra frá
marklínu fyrir miðju marki. Stein-
ar skallaði boltann heldur kæru-
leysislega beint til Sigurðar mark-
varðar. Bezta tækifæri Keflvík-
inga hafði þarna farið forgörðum.
Á 16. mínútu kom fyrra mark
Vals. Atli átti þá stórkostlegan
einleikskafla upp vinstri kantinn,
lék á fjóra Keflvíkinga og komst
upp að endamörkum, þar sem
hann renndi boltanum út í teiginn
til Alberts Guðmundssonar, sem
skor^ði með þrumuskoti óverjandi
fyrir Þorstein. Áfram hélt Vals-
sóknin og á 30. mínútu komst
Grímur laglega í gegn vinstra
megin og sendi siðan boltann fyrir
á Inga Björn í dauðafæri en aldrei
þessu vant brást honum bogalistin
og hann skallaði framhjá.
Valur - ÍBK 2:1
Textii
Sigtryggur Sigtryggsson.
Myndi
Friðþjófur Helgason.
Seinna mark Vals kom á 36.
mínútu. Hilmar Hjálmarsson var
þá með knöttinn og hugðist spyrna
fram völlinn en spyrnti beint til
Inga Björns, sem virtist taka
boltann niður með hendinni. En
hvorki dómari né línuvörður gerðu
athugasemd og Ingi brunaði upp
miðjan völlinn og skaut af mark-
teig góðu skoti neðst niður í
hornið, sem enginn möguleiki var
að verja.
I upphafi seinni hálfleiks sóttu
Valsmenn af krafti og var þá m.a.
bjargað á línu hörkuskoti frá Dýra
islandsmótlð i. delld
Guðmundssyni. En smám saman
dró úr sóknarþunga Vals og
Keflvíkingarnir fóru að sækja
meira en áður. Og á 15. mínútu
seinni hálfleiks bar sókn þeirra
árangur. Ólafur Júlíusson, sem
hafði komið inná sem varamaður
seint í f.h. lék þá laglega í gegn
vinstra megin og sendi góðan bolta
fyrir markið, þar sem Einar
Ásbjörn Ólafsson var vel staðsett-
ur og skallaði boltann í markið.
Einni mínútu síðar munaði
minnstu að Ólafi tækist að jafna
metin en Sigurður varði skot hans
vel. Það sem eftir var hálfleiksins
voru Keflvíkingarnir sókndjarfari
án þess þeim tækist þó að jafna
metin en allur vindur var úr
sóknarmönnum Vals og komst
Keflavíkurmarkið aldrei í hættu
lengi vel í seinni hálfleik. En
Valsmenn hrósuðu sigri og þau tvö
stig, sem liðið fékk verða vafalaust
dýrmæt í keppninni um Islands-
meistaratitilinn.
Sem fyrr segir skiptist leikur
Valsliðsins alveg í tvennt. Mjög
góðan fyrri hálfleik en slakan
seinni hálfleik. Sóknarlotur Vals-
manna voru oft stórglæsilegar í
fyrri hálfleik. Þeir voru þar
fremstir í flokki Albert og Atli og
er óhætt að segja að Atli sé að
verða einn okkar albezti
knattspyrnumaður. Sumt af því
sem hann framkvæmir úti á
vellinum gefur ekki eftir tilþrifum,
sem atvinnuknattspyrnumenn
sýna. Var Atli bezti maður Vals-
liðsins í þessum leik ásamt Dýra
Guðmundssyni, sem átti stórleik,
var klettur í vörninni og oft á
tíðum beittastur í framlínunni.
Hjá IBK var Þorsteinn Bjarna-
son mjög öruggur í markinu og í
vörninni voru þeir beztir Gísli
Grétarsson og Skúli Rósantsson,
ungur en stórefnilegur bakvörður.
Á miðju vallarins bar Ólafur
Júlíusson af enda þótt hann kæmi
inná sem varamaður en framlínan
var með slakasta móti svo og Gísli
Torfason, sem hefur þó löngum
verið kjölfestan í Keflavíkurliðinu.
í STUTTU MÁLI.
Laugardalsvöllur 1. deild, laug-
ardaginn 27. maí, Valur — ÍBK
2,1 (2.0)
Mörk Valsi Albert Guðmunds-
son á 16. mínútu og Ingi Björn
Albertsson á 36. mínútu.
Mark ÍBK. Einar Ásbjörn
Ólafsson á 60. mínútu.
Áminningi Hilmari Hjálmars-
syni sýnt gula spjaldið.
Áhorfendur. 874.
Skagamenn unnu
lausan sigur vfir
þröngt og Jón varði vel með
úthlaupi. Siðan er varla hægt að
tala um knattspyrnu þar til á 43.
mínútu, er Þorbergur varði
meistaralega aukaspyrnu Jóns
Alfreðssonar.
SKAGAMENN gefa ekkert eftir í því mara-
þon-kapphlaupi sem hafið er að íslandsmeistara-
titlinum í knattspyrnu. Þeir sigruðu á laugardag-
inn lið KA frá Akureyri með marki Kristins
Björnssonar á 25 mínútu fyrri hálfleiks. Markið
var klaufalegt og leikurinn í heild vafalaust með
því slakara sem Skagamenn hafa séð þar upp frá
í langan tíma.
Leikurinn mótaðist mjög af
ytri aðstæðum, allan tímann
geisaði hamslaus suðaustanátt
með tilheyrandi rigningu og
ástand vallarins er slikt, að ef
ekki væri leikin þar knattspyrna
reglulega, myndi melgresi eflaust
spretta þar prýðilega. Var stund-
um líkara því að verið væri að
keppa í sandspyrnu en ekki
knattspyrnu. Það er því ekki
eingöngu við leikmennina að
sakast þó að leikurinn hafi verið
ein samfelld hryggðarmynd.
En þó að skort hafi fallega
knattspvrnu. vantaði síður en svo
baráttuna og þar höfðu gestirnir
vinninginn, en því miður fyrir þá
vinnast leikir ekki á baráttunni
einni saman og til marks um það
þá átti lið KA aðeins einu sinni
nokkuð sem kallast mátti gott
færi. Skagamenn sóttu undan
vindi í fyrri hálfleik og Voru þá
sem og í siðari hálfleik meira með
boltann.án þess þó að gera
nokkurn skapaðan hlut við hann
og um góð tækifæri er varla hægt
að tala fyrr en þeir skoruðu eina
mark leiksins á 25. mínútu.
Leikmaður KA missti þá frá sér
knöttinn á miðjum eigin vallar-
helmingi, Kristinn náði honum,
lék inn 1 vítateiginn og renndi
knettinum fram hjá Þorbergi
markverði sem kom hlaupandi út
úr markinu, 1-0.
Varla var liðin ein mínúta þar
til að KA fékk það eina sem kalla
mátti færi í leiknum. Elmar
Geirsson stakk sér þá inn fyrir
vörn Skagamanna, en færið var
Texti og myndi
Guðmundur Guðjónsson
Alfreðsson og Kristinn Björnsson
voru slakir.
Styrkur KA virðist felast í hve
liðið berst vel og allir hjálpa hver
öðrum. Þykir manni ólíklegt að
liðið verði í alvarlegri fallbaráttu
ef liðið berst alltaf svona grimmi-
lega. Tveir leikmenn KA skáru
sig úr að mati undirritaðs. en það
voru þeir Jóhann Jakobsson. sem
var sívinnandi og á bak við flest
það sem Norðanmenn gerðu
jákvætt í sókninni. og Elmar
Geirsson sem átti allmarga góða
spretti, sem lauk flestum með því
að hann var höggvinn niður af
varnarmönnum IA.
En enginn nema hugsanlega
Arni Sveins sýndi neitt líkt því
sitt besta. enda yfirbuguðu ytri
aðstæður alla tilburði til slíks.
í STUTTU MÁLI.
Akranesvöllur. 27. maí. 1. deild.
ÍA-KA 1-0 (1-0)
Áhorfendur. 586
Dómari. Sævar Sigurðsson
Áminningari Sigurbjörn Gunn-
arsson KA skoðaði gula spjaldið.
Síðari hálfleikur var alger
leikleysa allt þar til að aðeins 10
mínútur voru til leiksloka. en þá
komust bæði Pétur Pétursson og
Kristinn Björnsson í góð færi á
sömu minútunni, en brenndu
báðir af. Undir lokin sótti KA
nokkuð, en það kom þeim næstum
í koll á 89. mínútu, en þá lék
Matthías upp hægra megin og
sendi fyrir markið á Pétur sem
kastaði sér fram. en skalli hans
lenti í hliðarnetinu.
Lið ÍA var afar ósannfærandi í
leik þessum og var alveg hreint
á mörkunum að þeir ættu sigur-
inn skilið. Þeir áttu þó besta
mann vallarins, en það var Árni
Sveinsson sem skilaði bakvarðar-
stöðunni sérlega vel. Karl og
Matthías voru fjörugir til að
byrja með, en dofnuðu er á leið,
en menn eins og Pétur, Jón
• Kristinn Björnsson skoraði
sigurmark Akurnesinga.
• Pétur Pétursson skallar hér í
fagna. sem og flestir áhorfendur,
hliðarnetið skömmu fyrir leikslok.
cnda töldu allir í fyrstu að Pétur
eftir fyrirgjöf Matthíasar (nr. 10). Kristinn (nr. 3) er byrjaður að
hefði skorað.