Morgunblaðið - 30.05.1978, Page 29

Morgunblaðið - 30.05.1978, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGINN 30. MAÍ 1978. Sama hlutf aU sósíalista 1946 og Alþýðubandalagsins nú SÍÐAN Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður og bauð í fyrsta sinn fram í bæjarstjórnarkosningum í Reykjavík á árinu 1930 hefur hann haft meirihluta en fylgi sveiflast allmikið, eins og sést á hlutfallstölum á meðfylgjandi töflu, sem sýnir að flokkurinn hefur mest haft 57,7% atkvæða 1958 og aftur 1974, en minnst 47,7% á árinu 1970 og nú aftur 1978 47,5%. Nokkrum sinnum áður hefur legið við að Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihlutann. Svo var t.d. 1934, þegar 101 atkvæði munaði á 8. manni Sjálfstæðisflokksins og 6. manni Alþýðuflokksins. Einnig 1942, þegar 114 atkvæða munur var á 8. manni Sjálfstæðisflokksins og 4. manni Alþýðuflokksins og 1966, þegar 128 atkvæða munur var á 8. manni Sjálfstæðisflokksins og 3. manni Framsóknarflokksins. Og nú er ekki nema 8 atkvæða munur á 5. manni Alþýðubandalagsins og 8 manni Sj álfstæðisflokksins. Frá 1930 hafa 15 fulltrúar verið kosnir í senn til fjögurra ára í Reykjavík. Fyrstu bæjarstjórnarkosningar fóru fram 1836 og voru bæjarfulltrúar þá 4. Árið 1836 var þeim fjölgað í sex, 1872 í níu og 1902 í 11 og 1908 í 15. En frá 1908 til 1930 var kjörtímabil bæjarfulltrúa sex ár og voru þá kosnir fimm bæjarfulltrúar á tveggja ára fresti. Á meðfylgjandi töflu sést að fylgi Alþýðuflokksins hefur farið minnkandi hlutfallslega síðan 1930. Þá hafði Alþýðuflokkurinn 34,53% atkvæða. Og svo var raunar fyrr, þegar yfirleitt buðu sig fram aðeins tveir flokkar, Borgaraflokkur og Alþýðuflokkur, sem hafði t.d. 1918 41,7%, 1920 34,1%, 1922 36,2% og 1926 39,7%. „Vegið hart að okkur úr þremur áttum” — segir Salome Þorkelsdóttir í Mosfellssveit „HÉR eins og sums staðar annars staðar var kosið um samstæðan meirihluta Sjálfstæðisflokksins eða sambræðslu vinstri flokkanna eftir kosningar. Vinstri mönnum tókst ekki að koma sér saman um einn lista, þeir vildu hver fyrir sig kanna fylgi sitt og kosningabar- áttan einkenndist mjög af þessu og var harðari og pólitískari en áður,“ sagði Salóme Þorkelsdóttir, efsti maður á lista Sjálfstæðis- flokksins í Mosfellssveit. Þar hélt Sjálfstæðisflokkurinn sfnum meirihluta, fékk 4 fulltrúa af sjö sem fyrr. „Það var vegið hart að okkur sjálfstæðismönnum úr þremur átt- um, en við stóðumst þessa raun, ekki sízt fyrir það hvað samstaðan í okkar röðum var góð og fólkið duglegt við að vinna. Vil ég þakka okkar stuðningsfólki fyrir veitt traust og nú er aðeins að standa sig og halda áfram með þau málefni, sem við höfum unnið að,“ sagði Salóme. „Landspólitíkinni óskyn- samlega blandað sam- an við bæjarmálin” — segir Garðar Sigurgeirsson í Garðabæ „ÚRSLIT sveitarstjórnarkosning- anna í Garðabæ sýna ótvírætt að landsmálapólitfkinni hefur aivar- lega og óskynsamlega verið bland- að við bæjarmáiin,“ sagði Garðar Sigurgeirsson efsti maður á lista sjálfstæðismanna í Garðabæ í samtali við Mbl. f gær. „Ég tel þessa þróun bæði skað- lega hagsmunum bæjarbúa og ósanngjarna gagnvart fólki sem heilshugar gefur kost á sér til að vinna að sameiginlegum málum okkar, Sjálfstæðismenn í Garðabæ efndu til prófkjörs þar sem kjós- endur létu ótvírætt í ljós stuðning við frambjóðendur flokksins. Að þessu sinni fengum við mjög nauman meirihluta sem gerir það að verkum að engin kona verður hér í bæjarstjórninni næsta kjör- tímabil, sem er mjög miður. Og andstæðingar okkar berja sér á brjóst yfir sigri, sem þeir hafa í engu til unnið. Þetta tækifæri vil ég að sjálf- sögðu nota til að þakka innilega öllu því fólki sem tryggði áfram- haldandi meirihluta Sjálfstæðis- flokks í bæjarstjórn og Garðabæ þannig ábyrga stjórn. Sérstakar þakkir færi ég þeim stóra hópi sjálfstæðisfólks sem við kosn- ingarnar vann mikið og ósérhlífið starf í þágu bæjarins," sagði Garðar að síðustu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Seltjarnarness, talið f.v.. Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri, Magnús Erlendsson forseti bæjarstjórnar, Snæbjörn Ásgeirsson, Júlíus Sólnes og Guðmar E. Magnússon! Sem kunnugt er hélt Sjálfstæðisflokkurinn meirihlutafylgi sínu á Seltjarnarnesi. Ljósm.: Kr.Ól. „Höldum áfram að gera góðan bæ betri” — segir Sigurgeir Sigurðsson á Seltjamamesi „VIÐ höfum treyst rétt á dóm- grcind fólksins og það kann auðsjáanlega að meta það sem bæjarstjórnin hefur gert fyrir það og bæjarstjórnarmeirihlut- inn mun halda áfram sínu striki,“ sagði Sigurgeir Sigurðsson 1. maður á lista Sjálfstæðis- flokksins á Seltjarnarnesi, en þar hélt Sjálfstæðisflokkurinn sinum meirihluta er með 5 af sjö bæjarfulltrúum sem fyrr. „Við höfum alla tíð reynt að vinna málefnalega að málefnum bæjarins og það sem vinir mínir og félagar víða um land hafa blandað landsmálunum inn í sveitar- stjórnarkosningarnar, þá getum við sagt sem svo, að þrátt fyrir landsmálin, þá höfum við haldið okkar fylgi,“ sagði Sigurgeir. „Að sjálfsögðu höldum við nú áfram að gera góðan bæ betri, en ég neita því ekki að fyrir kosningarnar vorum við smeykir um að missa fimmta manninn, fyrst og fremst af þeirri ástæðu, að þegar við fengum fimmta manninn 1974, þá fengum við hann meira fyrir tilviljun að okkar mati og þá eftir óvinsæla vinstri stjórn. Svo gerðist það að andstæðingar okkar komu af stað rógsherferð um núverandi bæjarstjórnar- meirihluta og starfsaðferðir hans, núna rétt fyrir kosningarnar og ég held að þeir hafi unnið kosningarnar fyrir okkur með róginum, og þökkum við þeim fimmta manninn. Þá vil ég þakka Seltirningum vel fyrir veittan stuðning og við ætlum ekki að bregðast þeim frekar en fyrr,“ sagði Sigurgeir að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.