Morgunblaðið - 30.05.1978, Side 30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGINN 30. MAI 1978.
30
--* «LH
Meiri skriður hefur greinilega
færzt í þrívaldatafl Rússa,
Kínverja og Bandaríkjamanna.
Pekingferð ráðgjafa Carters
forseta í þjóðaröryggismálum,
Zbigniew Brzezinskis, fylgir í
kjölfar ferðalags Leonid
Brezhnevs flokksritara til hér-
aðanna sem liggja að landa-
mærum Kína. Rússar hafa sent
aðalfulltrúa sinn í samninga-
viðræðum við Kínverja, Leonid
Ilychev, aftur til Peking þótt
Kínverjar hafi nýlega hafnað
enn einu tilboði Rússa um að
samningur verði gerður milli
landanna. Og Kremlverjar hafa
beðið Kínverja opinberlega
afsökunar, þótt það eigi sér enga
hliðstæðu, á atburði þeim er
varð á landamærunum, er
sovézkir hermenn misþyrmdu
óbreyttum kínverskum borgur-
um.
En þetta er aðeins ytra borð
umræðna sem fara fram í
Peking um samskipti Kínverja
við risaveldin tvö. Mál málanna
í þessum umræðum er hvort
Kínverjar ættu að koma aftur á
vinsamlegum samskiptum við
Sovétríkin. Þetta stendur í
beinu sambandi við þá baráttu
sem nú stendur yfir um innan-
landsstefnuna í Peking. Stefnu-
umræðan gefur til kynna að
baráttan standi á milli þeirra
sem vilja halda áfram barátt-
unni gegn maoisma, manna eins
og Teng Hsiao-ping varafor-
sætisráðherra, og hinna sem eru
ekki eins áfjáðir í að fara þá
leið, manna eins og Hua Kuo-
feng flokksformanns.
Teng hvetur til hinnar hægri-
sinnuðu stefnu um breytingar í
nútímaátt. Hua hallast að þeirri
vinstrisinnuðu stefnu að haldið
verði fast í meginreglur sósíal-
ismans. Aðalhvatamenn þeirrar
vinstri öfgastefnu að endurlífga
róttæka stefnu Maos eru margir
fylgismenn „þrjótanna fjög-
urra“ sem eru stöðugt fordæmd-
ir í kínverskum blöðum. Jafnvel
þótt „þrjótunum" undir forystu
eiginkonu Maos vaeri kollvarpað
eftir dauða hans torveldar
áhrifamikil klíka maoista í
hernum ráðamönnunum í
Peking að hundsa sjónarmið
vinstriöfgamanna.
Þær nútímabreytingar sem
Teng hvetur til krefjast þess að
auðlindir landsins séu nýttar í
þágu uppbyggingar iðnaðar og
landbúnaðar og það þýðir að
minna verður aflögu handa
landhernum. Þetta er ein af
ástæðunum til þess, burtséð frá
öllum hugsjónafræðilegum
sjónarmiðum, að í hernum er
einnig til staðar hörð andstaða
gegn Teng. Hann hefur lofað því
að nútímabreytingar í efnahags-
lífinu leiði einnig til nútíma-
breytinga í heraflanum, en segir
að efnahagslífið verði að sitja í
fyrirrúmi. Ymsir þeirra sem
heyra til andstöðuhópnum í
heraflanum halda því fram að
nútímabreytingar í hernum feli
í sér að sagt verði skilið við
skæruhernaðarkenningar mao-
isma um „alþýðustríð“ og að það
hefði í för með sér ósigur ef til
styrjaldar kæmi við Rússa.
I nýlegri grein í flokksritinu
Rauði fáninn var deilt á þá
„rógsskoðun" að tilraunir til
þess að hraða nútímabreyting-
um í landhernum jafngiltu því
að gera að engu hugmyndirnar
um alþýðustríð. Andstöðu-
hóparnir halda því fram að her,
sem sé þjálfaður og skipulaður
til þess að heyja „alþýðustríð",
sé ekki jafnframt hægt að útbúa
og skipuleggja til að heyja
nútímastríð með einhverjum
árangri. Rök andstöðuhópanna
virðast skynsamleg frá hern-
aðarlegu sjónarmiði.
Teng Hsiao-ping reynir að
dylja þennan mun með því að
hvetja landherinn til þess að
heyja alþýðustríð „við nútíma-
aðstæður". En þetta þýðir að
hann vill halda nafninu „alþýðu-
stríð“ og gæða það nútíma
inntaki. Þau nútímalegu og
kostnaðarsömu hergögn sem til
Eftir
Victor Zorza
Valda-
tafi
Kín-
verja
þyrfti til þess að gera þetta
mögulegt væri aðeins hægt að fá
með því að kaupa þau erlendis
frá í nálægri framtíð og með því
að færa efnahagskefið í nútíma-
horf ef lengra er horft fram í
tímann.
Ohugsandi er að kaup á
erlendum hergögnum gætu
breytt þeim geysistóra her sem
Kínverjar hafa yfir að ráða á
Teng Hsiao-ping
Hua Kuo-feng
skömmum tíma í nútíma herafla
sem gæti staðizt hernaðarmátt
Sovétríkjanna í stríði sem ýrði
háð með nútíma vopnum og
aðferðum. Aætlun Tengs um
nútímabreytingar — hvort held-
ur í efnahagslífinu eða í land-
hernum — útheimta mikinn
tíma. Þær útheimta tryggan frið
við Rússa, jafnvægi á landa-
mærunum og pólitískt andrúms-
loft sem gæti gert Kínverjum
kleift að einbeita sér að upp-
byggingu efnahagsmálanna án
þess að herinn minni þá þráfald-
lega á að stríð sé á næsta leiti.
Það sem þetta útheimtir er í
fáum orðum sagt samningar við
Rússa. Þetta er í raun og veru
kjarninn í þeim umræðum sem
standa yfir og virðast í fljótu
bragði fjalla eingöngu um inn-
anlandsmál. En ef Teng Hsiao-
ping vill samninga við Rússa
verður hann fyrst að fá í Kreml
þær tilslakanir sem mundu gera
honum kleift að sannfæra aðra
kínverska leiðtoga um að samn-
ingarnir séu einhvers virði.
Brezhnev vill líka samninga en
hann getur ekki að svo stöddu
samþykkt þær víðtæku tilslak-
anir sem Teng þarfnast. Nýlegt
ferðalag Brezhnevs til landa-
mærahéraðanna þjónaði meðal
annars þeim tilgangi að full-
vissa leiðtoga flokksins og hers-
ins á þessum svæðum — sem eru
kjarni þrýstihóps andstæðinga
Kínverja í Sovétríkjunum — um
að uggur þeirra yrði ekki virtur
Brezezinski
að vettugi. Ræðurnar sem þeir
héldu fyrir Brezhnev á ferðalagi
hans sýndu glöggt að þeir voru
áhyggjufyllri út af hættunni
sem stafar frá Kínverjum en
ýmsir leiðtoganna lengst austur
í Moskvu virtust vera.
Með því að bjóða Brzezinski
til Peking eins og nú er ástatt
var Teng að segja Kremlverjum
að ef þeir létu undir höfuð
leggjast að leggja fram betra
tilboð gætu Kínverjar komið á
nánari samskiptum við Banda-
ríkjamenn, bæði stjórnmála-
legum og hernaðarlegum. Ráða-
mennirnir í Moskvu geta annað
hvort hjálpað Teng að ná fram
þeim friði og því öryggi sem
hann vill Kína til handa eða að
öðrum kosti skaðað öryggi So-
vétríkjanna sjálfra með stefnu
sem hefði í för með sér traustari
og áhrifameiri tengsl Banda-
ríkjanna og Kína.
Stjórnin í Washington hefur
auðvitað eigin ástæður til að
senda Brzezinski til Peking og
ein þeirra er sú að hún vill stía
Rússum og Kínverjum eins
mikið í sundur og frekast er
hægt. En Peking-stjórnin notar
heimsókn Brzezinskis til að fá
Kremlverja til að greiða bætta
sambúð Kínverja og Rússa
hærra. verði og öll sólarmerki
benda til þess að þeim takist
það. Skjóta afsökunarbeiðni
Rússa vegna landamæraatburð-
arins átti sér enga hliðstæðu og
má túlka þannig að hún lýsi að
verulegu leyti þeim anda sem
ríkir í samningaviðræðum þeim
sem Kínverjar og Rússar hafa
átt með mikilli leynd í Peking.
Og
risaveldanna
— Húsavlk
Framhald af bls. 15
sig töluverðu fylgi. Ætli landspóli-
tíkin hafi ekki spilað inn í kosn-
ingarnar hér hjá okkur eins og
annars staðar, en þó ekki eins mikið.
Mér finnst Sjálfstæðisflokkurinn
vera að ná tökum hér á Húsavík og
að sjálfstæðisfylgið hér sé að verða
nokkuð traust," sagði Katrín
Eymundsdóttir, sem var efst á lista
Sjálfstæðisflokksins á Húsavík, en
þar hélt flokkurinn báðum bæjar-
fulltrúum sínum.
Kristján Ásgeirsson, efsti maður
á K-lista, sem nú fékk þrjá fulltrúa
í stað tveggja áður, hafði þetta að
segja um kosningaúrslitin:
„Ég er ánægður með þessa útkomu
í kosningunum. Við Alþýðubanda-
lagsmenn og óflokksbundnir höfum
bætt við okkur manni hér og
tvímælalaust held ég að telja megi
að úrslitin nú muni hafa sín áhrif í
alþingiskosningunum. Eitthvað tel
ég nú að landsmálin hafi spilað inn
í fylgisaukningu okkar í kosningun-
um um helgina, en fyrst og fremst
tel ég að hún eigi sér staðbundnar
orsakir. Við erum nú langsterkastir
í bæjarstjórn Húsavíkur, án þess þó
að hafa meirihluta, en úrslitin hafa
það í för með sér að við munum nú
hefja viðræður um myndun meiri-
hluta. Sjálfstæðisflokkurinn var
einn í minnihluta í bæjarstjórn
síðasta kjörtímabil, en að svo stöddu
treysti ég mér ekki til að fullyrða
hvort sú skipan verður áfram. Ætli
næsta vika fari ekki að mestu í
viðræður um myndun meirihluta,"
sagði Kristján Ásgeirsson.
— Hljótum
að keppa...
Framhald af bls. 48
við eigum mikið verk fyrir
höndum að skýra verk Sjálf-
stæðisflokksins á undanförnum
árum og stefnu flokksins í
næstu framtíð. Ég heiti á alla
Sjálfstæðismenn að sýna, nú
þegar á reynir, samstöðu og
samheldndi og óþrjótandi
dugnað. Við skulum fara um
land allt og ná til allra lands-
manna, ná eyrum þeirra og
skýra málin og vænta þess, að
skynsemin nái yfirhöndinni.
— Ólafur
Framhald af bls. 2
að segja, að hreyfing sé í kosning-
um,“ sagði Ólafur.
Þegar Morgunblaðið spurði Ólaf
Jóhannesson hvort hann væri
hræddur um að sama þróunin yrði
í alþingiskosningunum, svaraði
hann: „Ég vil nú ekki vera með
miklar spár, en ég vil trúa því að
við sækjum okkur þá og að þetta
verði til þess, að við herðum
róðurinn og þjöppum okkur betur
saman."
~ Endurtalning
Framhald af bls. 48
öll atkvæði á ný. Kom
yfirkjörstjórn saman á ný
kl. 16 í gær og stuttu síðar
hófst talning á ný í leikfimi-
sal Austurbæjarskólans.
Yfirkjörstjórn sendi frá sér
fréttatilkynningu síðdegis í gær
vegna endurtalningunnar. Segir
þar að níu atkvæða munur hafi
reynst á afhentum kjörseðlum og
nokkur brögð hafi verið á því við
talninguna, að kjörseðlar hafi
flokkast ranglega.
Síðan segir aö með hliðsjón af
framansögðu hafi yfirkjörstjórn
ákveðið að endurtelja alla greidda
atkvæðaseðla af öryggisástæðum,
svo að ekkert færi á milli mála um
úrslit kosninganna.
Þá segir í fréttatilkynningunni,
að úrskurðir yfirkjörstjórnar, sem
kveðnir voru upp við fyrri talningu
um gild atkvæði, ógild atkvæði og
auð atkvæði og ekki hafi verið
mótmælt af umþoðsmönnum, séu í
fullu gildi þrátt fyrir endur-
talninguna.
Kl. 01.30 í nótt var lokið við að
fara yfir öll atkvæði nema utan-
kjörstaðaatkvæði, sem eru um
4000, og var ekki búizt við að því
verki yrði lokið fyrr en kl. 03. Áður
var farið yfir alla kjörkassa, og
áður en farið var með þá út úr
leikfimisalnum, fannst eitt at-
kvæði í einum kassanna og reynd-
ist það tilheyra B-listanum. Þegar
Morgunblaðið spurði Björgvin
Sigurðsson formann yfirkjör-
stjórnar hvort vænta mætti ein-
hverra breytinga á fylgi flokkanna
við endurtalninguna sagðist hann
ekkert geta sagt fyrr en að
talningu lokinni.
— Björgvin
Framhald af bls. 3
„Ég er sammála þeirri skoð-
un, sem fram hefur komið, að
auglýsa einfaldlega eftir borgar-
stjóra. Þetta er skoðun, sem
kom fram fyrir borgarstjórnar-
kosningarnar 1974. Þá vorum
við talsmenn minnihlutaflokk-
anna sammála um það að ef
sjálfstæðisflokkurinn missti
meirihlutann bæri að auglýsa
starf borgarstjóra og ráða í
starfið duglegan og hæfan em-
bættismann, duglegan fram-
kvæmdamann og ég er enn
óbreyttrar skoðunar.
— Nú er fyrsti fundur
borgarstjórnar á fimmtudag.
Hvað má búast við að gerist þá?
— Viðræður meirihlutaflokk-
anna eru ekki hafnar svo að ég
vil ekkert segja um það á þessu
stigi.
— Kristján
Framhald af bls. 3
eða mjög svipaðan og fóru með
svipað veigamikla málaflokka
og réðu þar af leiðandi álíka
miklu þótt gífurlegur munur
hafi verið á stærð flokkanna.
Enda er það svo að slíkur
meirihluti byggist á báðum
aðilunum og ef annar þeirra
brestur er hinn ekki lengur til
staðar sem meirihluti.
— Hefur einhver ákvörðun
verið tekin um nýjan borgar-
stjóra?
— Það er nú vel fyrir öllu séð
á meðan Jón G. Tómasson er í
starfi borgarstjóra og ég sem
aldursforseti og þar með forseti
borgarstjórnar, þó ekki reikni
ég með löngum valdaferli okkar.
Ég hygg að það verði eitt fyrsta
verkefni hins nýja meirihluta að
líta eftir efnilegu borgarstjóra-
efni og ég hugsa að það séu
ýmsir í kringum okkur sem
myndu verða fáanlegir og hafa
hæfileika til þess að leysa þetta
vel af hendi.
— Nú hefur þeirri hugmynd
skotið upp að auglýsa eftir
borgarstjóra. Hvernig líst þér á
þá hugmynd?
— Ég get vel hugsað mér að
sá háttur verði hafður á.
— Það hefur verið stefna
Framsóknarflokksins að fjölga
borgarfulltrúum. Telur þú að
borgarfulltrúum verði fjölgað á
komandi kjörtímabili?
— Eins og nú háttar heimila
sveitarstjórnarlögin að fjölgað
sé borgarfulltrúum upp í 27 og
það er því einföld ákvörðun
borgarstjórnar hvort tala borg-
arfulltrúa verður 15, 17 og allt
upp í 27. Við höfum sameigin-
lega flutt tillögur um það að
borgarfulltrúum yrði fjölgað í
21 vegna þess að umsvif hjá
borginni hafa vaxið mjög mikið.
Mér þætti mjög líklegt að þetta
mál kæmi upp á þessu kjörtíma-
bili.
— Sigurjón
Framhald af bls. 3
við erum langstærsti flokkur-
inn. En á þessu stigi verður
ekkert sagt um það hvernig
samstarfinu verður háttað hjá
flokkunum þremur. Fulltrúar
þeirra eiga eftir að setjast á
rökstóla og ræða þau mál og
gera með sér málefnasamning
til þess að vinna eftir.