Morgunblaðið - 30.05.1978, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGINN 30. MAÍ 1978.
IUTjIAIM
„Tómas Guömundsson hefur ekki síöur en Jónas Hallgrímsson túlkaö Þjóö
sinni ný og undursamleg örlög.“
eftir HANNES HÓLMSTEIN
GISSURARSON
Að túlka
þjóð sinni örlög
Tómasi Guðmundssyni hefur stundum
verið jafnað við Jónas Hallfírímsson. í
kvæði sínu til Jónasar í Fljótinu helga
kveður Tómas:
Og sú er miskunn mrst og náðin stærst
að eiga á sinni tungu og mcga túlka
þjóð sinni ný og undursamleg örlög.
Tómas hefur ekki síður en Jónas
„túlkað þjóð sinni ný og undursamleg
örlög“. Hann er þjóðskáld íslendinga, og
það, sem gerir hann að þjóðskáldi, „er hin
einfalda og skáldlega túlkun hans á
innstu og upprunalegustu viðbrigðum
fólksins gagnvart náttúru landsins og
örlögum þess sjálfS. í ljóðum hans hefur
þjóðin fundið tilfinningum sínum búning
í máli, sem er hennar eigin tunga, og þar
hafa jafnvel hin hversdagslegustu tákn
öðlazt nýtt og skáldlegt inntak í vitund
hennar," svo að dómur Tómasar um Jónas
sé felldur um hann sjálfan (þó að orðið
„umhverfi" eigi betur við á tuttugustu
öldinni en orðið „náttúra"). Með öðrum
orðum er Tómas þjóðskáld vegna þess, að
hann gefur hinum gömlu verðmætum
íslenzku þjóðarinnar nýtt líf í ljóðum
sínum. íslenzkir sagnfræðingar tólftu og
þrettándu aldar gáfu þá skýringu á
landnámi íslands, að íslendingarnir
hefðu valið frelsið, en hafnað ofríkinu.
Það skiptir litlu máli, hvort þessi skýring
er rétt eða röng, menningargildi hennar
er merkilegra en þekkingargildið: Það
skiptir miklu máli, að þeir gáfu þessa
skýringu, en ekki aðra, sýnir hug þeirra
til ofríkisins. Og þingræðu Þorgeirs
Ljósvetningagoða um lögin og friðinn
árið þúsund kunna allir íslendingar.
Þessi verðmæti þjóðarinnar — frelsið,
lögin og friðinn — yrkir'Tómas inn í
þess að nægilega margir aðrir eru
nægilega auðtrúa. Sumir íslendingar
lögðu á flótta undan veruleikanum, inn í
heim draumóranna, þeirgengu mótmæla-
göngur og sungu mótmælasöngva, stofn-
uðu þann brjóstumkennanlega söfnuð,
sem kallar sig þessa stundina „herstöðva-
andstæðinga". En þeir geta ekki gengið af
sér veruleikann, hann eltir þá alla uppi.
Á fund við
skuggans völd
Tómas Guðmundsson valdi þjóðinni
verðmæti á tuttugustu öldinni eifts og
Jónas Hallgrímsson á hinni nítjándu,
þess vegna er hann þjóðskáld, þess vegna
er hann mikið skáld. Hann kom orðum að
„innstu og upprunalegustu viðbrigðum"
þjóðarinnar, ástinni á frelsinu og virðing-
Hver er lausn skáldsins? Hún liggur í
siðferði mannanna, þeim sannleik, sem
gerir þá frjálsa:
Og loks — gogn dauðans ógn vort oðli snýr.
Vor andi á sjálfur vald. som myrkrið knýr
til undanhalds. Eitt ákall vort i' nauðum.
oin auðmjúk ha*n far roist oss upp frá dauðum.
Tómas skilur það eins og rússnesku
andófsmennirnir, nú á dögum að dyggðin
er í vissum skilningi laun syndarinnar, að
hið góða skírist í logum hins illa. Hann
yrkir:
Og jx'i or það másko í angist og umkomuloysi.
som okkur. mannanna hiirnum. or lífið kærast.
Góð ljóðlist getur
aldrei sagt ósatt
Er ég kominn í mótsögn við sjálfan
mig, með því að ég sagði í fyrstu grein
minni um Tómas, að einungis ætti að
íslendingar stofna með öðrum þjóðum
Atlantshafsbandalagið:
En vit. að öll þin arfloifð. von og þrá
or áskorun frá minning. sögu og Ijóðum.
að ganga af hoilum hug til liðs við þá.
som hoiminn vilja hyggja frjálsum þjiiðum.
Varnarsamvinnan við aðrar þjóðir er
vegna þess, að íslendingar telja ættjörð-
ina einhvers virði, þeir elska hana. Sumir
menn hafa sagt, að ættjarðarljóðin í
bókinni séu að vísu vel ort, en innantóm.
En getur ekki verið, að þeim finnist þau
innantóm, vegna þess að þeir séu
innantómir sjálfir í þessum efnum, elski
ekki ættjörðina, hugsi ekki af alvöru um
þanri vanda, sem fylgir vegsemd íslenzku
þjóðarinnar? Sannleikurinn er sá, að
ættjarðarljóð eru ekki úrelt, á meðan
ættjörðin er lifandi hugsjón með Islend-
ingum, þó að þau breytist að sjálfsögðu
með tímanum. Sjálfstæðisbaráttunni,
lífsbaráttu þjóðarinnar, lauk ekki á
Þingvöllum 17. júní 1944. Hún er
ævarandi. Tómas Guðmundsson er bar-
áttuskáld í öðrum og betri skilningi en
róttæklinganna. Hann hvetur alla Islend-
inga til að berjast fyrir lífi þjóðarinnar
í sálum sínum. Sú barátta er ekki við
aðrar þjóðir í öðrum löndum, heldur er
hún íslendingsins við sjálfan sig. Sjálf-
stæði að alþjóðalögum skiptir miklu máli,
en þó ekki öllu. Hvers virði er það, ef
íslenzka þjóðin glatar sál sinni? Það er
hlutverk þjóðskáldsins að halda lífi í
henni.
Gagnkvæmni
eða barátta
íslendingar kjósa samvinnu við hinar
vestrænu þjóðir, vegna þess að þær búa
í lýðræðisríkjum eins og þeir. Tómas
tekur í ljóöum sínum á afltaug lýðræðis-
ins. Hver er hún? Dr. Benjamín Eiríksson
hagfræðingur sagði í stórfróðlegum lestri
um ríkið og ríkisvaldið fyrir unga
Sjálfstæðismenn árið 1964 (sem birtist í
Stefni 1964), að frumhugtak lýðræðis
væri gagnkvæmnin. en alræðis baráttan.
Það er rétt: Lýðræði er leið friðarsamn-
inga, bræðralags, en alræði er leið sífellds
HEIM TIL ÞIN, ISLAND
okkur, hann kemur orðum að tilfinning-
um okkar í tveimur síðustu ljóðabókum
sínum, Fljótinu helga og Ileim til þín,
ísland.
Veruleikinn yrkir
Árið 1940 hernámu Bretar Island.
Tveimur árum síðar unnu kommúnistar
fylgismenn hinnar útlendu helstefnu,
mikinn kosningasigur á Islandi. Islend-
ingar vöknuðu upp af Iöngum svefni.
Vandi smáþjóðar í viðsjálum heimi blasti
skyndilega við þeim, vandi valsinsi Hvert
sk.vldi stefna? Til lýðræðis eða alræðis?
Tíminn hafði ekki liðið eins á Islandi og
í öðrum löndum. Sömu tímamótin urðu í
rauninni árið 1940 á Islandi og höfðu
orðið í öðrum löndum árið 1914, skáldin
vissu fyrir þau varla af styrjöldum eða
stjórnmálum. Skáld fegurðarinnar sakn-
aði friðarins, en veruleikinn var kominn
í heimsókn, hvort sem hann var aufúsu-
gestur eða ekki. íslendingar voru komnir
inn á vettvang alþjóðamála:
0>? vol þoim. som oi virúir
skáldskap þann.
som voruloikinn yrkir krinmim hann.
Sum skáldin rugluðust í ríminu, þegar
veruleikinn heimsótti þá, ortu eins og
Jóhannes úr Kötlum:
l;m Kullin typptar Kromlarhallir
kvöldsins svali íor.
ok mansönK oinn frá Grúsfu
í mildum úmi hor.
Ok stjiirnuauKun hlika ska-rt
frá hlárri himinsa nií.
— þar oni;lahi>rnin loika sór
<>K yppa hvítum \a n>;.
En inn um Kluuuann sórrtu rólout
andlit viikumannsi
þar situr J«Wf Djúxasvili.
sonur skóarans.
Trúði Jóhannes þessu sjálfur? Það
getur verið, en auðtrúa menn eru
hættulegir. Stpndum er heimskan verri
en glæpurinn, því að hún villir á honum
heimildir. Tómas segir, að heiminum hafi
„alltaf stafað hætta af litlum mönnum og
húmorslausum". En hvers vegna? Vegna
unni fyrir lögunum, þegar veruleikinn
sótti Island heim. Tómas yrkir snemma
í tilefni kynþáttastefnunnar:
Samt dáúist óg onn moir aú hinu.
hvo hjörtum mannanna svipar saman
i Súdan ok (irímsnosinu.
I þessum einföldu vísuorðum felst sú
bræðralagshugsjón, sem listin getur ekki
hafnað, því að listin er almenn, vísar til
allra manna. Listin kann engan eðlismun
á mönnum, hún gerir ekki greinarmun á
„undirmenni" og „yfirmenni" eða „borg-
ara“ og „öreiga". Tómas segir í viðtalinu,
sem Matthías átti við hann í bókinni Svo
kvað Tómas, að „öreigalist" sé ekki til,
því að „andæfing hungurs, áþjánar eða
flótta er ekkert einkasvið nokkurrar
stefnu eða nokkurs flokks". Sú list, sem
„öreigarnir" (en hverjir eru þeir á
Islandi?) geta einir notið, er ekki list, því
að verkefni listamannsins er að breyta
einkareynslu í almenna reynslu, vinna
hið almenn úr hinu einstaka eins og
forngríski heimspekingurinn Aristóteles
sagði í bók sinni, Um skáldskaparlistina.
Að andmæla hinni útlendu helstefnu,
alræðisstefnu fasista og kommúnista, er
ekki að brjóta leikreglur listarinnar,
heldur aö fara að þeim. Listamanninum
ber sama skyldan til þess og vísinda-
manninum að andmæla hjáfræðinni. Þeir
gera það sem einstaklingar með blaða-
greinum, sem menntamenn með verkum
sínum. Skáldið leikur á alræðisrfkið með
nýsköpun mannsins í ljóðum sínum,
vísindamaðurinn hrekur stofnunarsann-
leik þess með rannsóknum sínum.
Fullkomnasta kvæði Tómasar um hel-
stefnuna er Riddarinn blindi í Fljótinu
helga. skáldleg skynjun hennar. Hann
velur einnig Dansinn í Hruna að yrkisefni
og kemur gamalli og nýrri reynslu að í
ljóðinu:
Ok vítt um lönd ok álíur onn í kvöld
íor 6>;autan á fund virt skuKKans völd
ok sufnar um sík útskúfaúra liúi.
aú afstýrt vorúi monninK.
hoill ok friúi.
3. grein
leggja mælikvarða fegurðarinnar á
listaverk? Öðru nær, því að fegurðin er
eiginleg listaverkinu, ljóðinu, sem heild,
en ekki efnistökunum einum (orðavali og
hætti ljóðsins). Fögur orðin nægja ekki,
hugsunin, sem þeim er komið að, verður
einnig að vera fögur. (Greinarmun „efnis"
og „forms", sem sumir gera, ber að nota
í miklu hófi, þvi að frumhugtak ritskýr-
andans er ljóðið, um það fellir hann
dóm.) Það.sem máli skiptir, og gerir
mótsögnina að engu er, að veruleikinn
neyddi skáldin til að yrkja um hina
útlendu helstefnu. Þau bregðast ekki sem
skáld (því að þau geta verið eins góð
skáld eftir og áður), ef þau láta hana
afskiptalausa, heldur sem menn.
l»ví moúan til or biil. som ba-tt þú Kazt.
<>K harizt var á moúan hjá þú sazt.
or úlán hoimsins oinnÍK þór aú konna.
Maðurinn á að gæta bróður sína,
áhyrgðartilfinningin er yrkisefni Tóm-
asar í þessu ljóði. Veruleikinn neyddi
skáldin til að yrkja um hina útlendu
helstefnu, og að yrkja um hana er að
yrkja gegn henni, eðlisrök skáldskapar-
ins sjálfs hníga að því. Tómas á við það,
þegar hann segir í viðtalsbókinni: „Góð
ljóðlist getur aldrei sagt ósatt, og hún er
meira en tízkufyrirbæri."
Að ganga af heilum
hug til liðs við þá
Ljóðabókin Heim til þín, ísland sýnir
tilfinningar þjóðarinnar eins vel og
Fljótið helga, hún er í rauninni framhald
hennar. Islendingar kjósa samvinnu við
aðrar frjálsar þjóðir til tryggingar
friðnum. Tómas yrkir árið 1949, þegar
ófriðar, bræðravíga. Af því má skilja
margt í látæði alræðissinna, sem ella er
óskiljanlegt. Og gagnkvæmnin — sú
hugsun, að réttindum fylgi skyldur,
vegsemd vanda, frelsi ábyrgð og gjöfum
gjöld — er rík í öllum ljóðum Tómasar.
Hann veit það, að frelsið er meðalhófs-
hugtak, í óhófi er það lausung, frelsi til
að níðast á náunganum:
Því írolsið oítt or háski
ok hoíndarKjöf
án hri'iðurþols til allra ok alls.
som lifir.
on samhuKur or voKur vurrar KÍÍtu.
Tómas framleiðir ekki rímaða þjóð-
viljaleiðara eins og gæfulítil leirskáld,
hann kyndir ekki elda hatursins í
kvæðum sínum, skiptir íslendingum ekki
í tvær stéttir, sem eigi að berjast, þangað
til önnur sigri hina, minnir menn á það,
art íslands forni andi
ok frolsisþrá
varð aldroi sóroÍKn oinstaklinKs
nó stóttar.
Jafn skarpskyggn maður og Tómas
kemur einnig auga á þversögn lýðræðis-
ins: Lýðræðissinni getur ekki samið við
þá, sem hafna samningaleiðinni, hann
verður að berjast við þá, sem fara að
honum með ófriði, þótt honum sé það
þvert um geð. Lýðræðissinnar kjósa hið
gullna meðalhóf — en hóf er þó bezt í
hófi. Róttæklingar hér á landi hafa
þrisvar farið að lýðræðisríkinu með
ófriði, valið leið ofbeldisins, hafnað leið
samninganna: í Hvíta stríðinu 1921,
Gúttóslagnum 1932 og árásinni á Al-
þingishúsið 1949. Tómas yrkir 1949 eftir
árás vitstola múgs á Alþingishúsið, sem
varið var drengilega af sjálfboðaliðum.
I>ví vorift kum! En stoúji úIök aú
UK ÚKnaú vorfti framtíú niúja þinna.
mun ha ttan sjálf fá saKt þór til um þaú.
hvar sannan kjark ok trúnaú var að finna.
Og hann er að finna hjá þjóðskáldinu.
Það brýtur ekki það fjöregg þjóðarinnar,
sem því er trúað fyrir.