Morgunblaðið - 30.05.1978, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 30.05.1978, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGINN 30. MAI 1978. 37 Elín Eggerz-Stefánsson hjúkrunarfræðingur: Hverjir hjúkra og hverjum skal kennt að hjúkra? Er hægt að hjúkra án þess að læra það? Hverjir hjúkra? Hverj- um skal kennt að hjúkra? Allt eru þetta spurningar, sem æskilegt væri að fá raunsæ svör við, en fyrst þarf maður að gera sér grein fyrir hvað átt er við með hugtak- inu að hjúkra. Hjúkrun og að hjúkra eru gömul orð í íslenskri tungu. Frá örófi alda hefur foreldri hjúkrað af- kvæmi sínu og vanmegna einstakl- ingum hefur lengst af verið sinnt af meiri eða minni nærgætni af hálfu hinna getumeiri innan sam- félagsins eða fjölskyldunnár, eink- um hafa sjúkir hlotið hjúkrun. Vanþekking og vanmáttur manna Elín Eggerz-Stefánsson gagnvart ógn sjúkdóma, slysfara og styrjalda fyrr á öldum var oft svo yfirþyrmandi að helst varð til ráðs að leita á vit æðri máttar- valda, svo sem með særingum, enda er starfsheitið læknir af keltneskum uppruna í merking- unni særingamaður. Sé leitað til fornra ritaðra heimilda er erfitt að greina hlutverk læknis og hjúkrunarkonu hvort frá öðru. Læknisstarfið virðist hafa einkum fallið í hlut kvenna, enda voru þær taldar til þess búnar sérstökum hæfileikum. Hinn læknandi máttur var raunar talinn guðleg náðargáfa og læknis- listin átti sinn fulltrúa meðal ásynja í gyðjunni Eir. Konungum þótti og sæmandi að stunda lækningar þótt ekki væru þeir kvenkyns. Fróðlega og skemmti- lega er um þessi fornu fræði ritað í inngangi bókarinnar „Læknar á íslandi“ eftir Lárus H. Blöndal og Vilmund Jónsson, sem útgefin var í Reykjavík 1970. Nú á dögum eru hin fjölþættu störf heilbrigðisþjónustunnar ekki einungis í höndum lækna og hjúkrunarkvenna, heldur eru þau falin forsjá svo margra stétta og stéttahópa að langt mál yrði upp að telja. Sérhæfing er oft svo mikil að einn getur ómögulega án annars verið og góð samvinna skiptir hvað mestu til að ná góðum árangri hvort heldur unnið er að viðhaldi og eflingu heilbrigði, lækningu sjúkra og endurhæfingu, ellegar reynt að lina þjáningar deyjandi manna. I alla þessa þætti heilbrigðisþjónustunnar er hjúkr- AUGLÝSINGATEIKNISTOFA MYNDAMÓTA Aðalstræti 6 simi 25810 un samofin og auk þess að viðhafa góða samvinnu við aðrar heil- brigðisstéttir er afar mikilvægt að þeir sem hjúkra leitist eftir að virkja sem best sjálfsbjargarvilja og sjálfsbjargargetu þjónustu- þegnanna í hvívetna. Hvort sem um er því að ræða leika eða lærða er því stöðugt þörf á að kenna eða leiðbeina, beint sem óbeint, í orði og í verki, athafnir er falla undir merkinguna að hjúkra. Þessi staðreynd, að svo margir hljóta að gjörast þátttakendur í hjúkrun- inni, eykur mjög mikilvægi góðrar menntunar hinna faglærðu aðila þessa sviðs. Þjóðfélaginu ber raunar hrein skylda til að sinna fræðsluþörf allra þeirra, sem gerast launþegar með virkri þátt- töku á sviði hjúkrunar á hinum opinbera vinnumarkaði og skal hér á eftir getið þeirra hópa, sem helst koma til greina. Fyrst er að geta fræðsluþarfar hjúkrunarfræðinga. Þeir bera frumábyrgð á framkvæmd og stýringu hjúkrunar, hjúkrunar- fræðslu og hjúkrunarframförum. Hjúkrunarfélag Islands, sem er stéttarfélag hjúkrunarfræðinga, hefur eindregið farið fram á að sú menntun verði færð til fulls á háskólastig hið fyrsta og að forðast beri að hafa meira en eina stétt hjúkrunarfræðinga starfandi í landinu. Máli sínu til stuðnings hefur H.F.Í. vísað til margvíslegra ályktana sérfræðingahópa á sviði hjúkrunar á vegum Alþjóða heil- brigðismálastofnunarinnar, en þyngst á metunum hlýtur að reynast raunsæ könnun á aðstæð- um innanlands með tilliti til hver ábyrgð hvílir á stétt hjúkrunar- fræðinga hér í dag. Sú ábyrgð er um margt breytt frá því er var fyrir nokkrum árum og áratugum. Gildandi hjúkrunarlög frá 1975 heimila að þjálfa (mennta) sjúkra- liða til aðstoðar við hjúkrun samkvæmt ákvæðum reglugerðar þar að lútandi. Þannig er sjúkra- liðum falið að sinna almennri sjúkrahjúkrun undir stjórn hjúkr- unarfræðinga, bæði innan sjúkra- húsa og á vettvangi hjúkrunar í heimahúsum. Starf sjúkraliðans krefst tæknilegrar hæfni, en þó ekki síður hæfni til góðra mann- legra tengsla. Menntun sjúkraliða hefur tekið miklum framförum undanfarin ár og dyggilega er unnið að frekari umbótum og endurskoðun námsefnis og náms- aðferða með tilliti til yfirstand- andi mótunar alls framhaldsskóla- stigsins á grundvelli fjölbrauta- hugmynda. Löggjöfin varðandi ljósmæður og ljósmæðranám, svo og lög varðandi þroskaþjálfa og þroska- þjálfanám snerta þjónustu við sérstaka hópa, sem vissulega eru mjög hjúkrunarþurfi og þess vegna hlýtur fræðsla á sviði hjúkrunar að verða ríkur þáttur í námi þessu. A vinnumarkaðnum er og enn annar hópur, sem oft á mikil samskipti við hjúkrunarþurfi ein- staklinga. Þessi hópur saman- stendur af starfsstúlkum á sjúkra- húsum og dvalarheimilum svo og þeim konum, er vinna að heimils- hjálp, einkum í þágu aldraðra. Verksvið þessa hóps snertir hjúkrunarþjónustuna svo náið, að mörgum finnst að að hér sé í raun einnig um vissa tegund hjúkrunar að ræða, sem vissulega kalli á uppfræðslu til nokkurrar hjúkr- unarhæfni og tilheyrandi viður- kenningu til starfsréttinda. Rangt er að tala um að þessi hópur taki við hlutverki hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða ef skortur er á þjónustu þeirra, því í raun réttii er um það að ræða að annað hlutverk er látið koma í staðinn, sem í sumum tilfellum nægir e.t.v. en í öðrum tilfellum alls ekki. Faghlutverk getur sá einn upp- fyllt, sem kann framkvæmd þess og viðurkenndur er hæfur til að gegna því. Sé kunnátta fyrir hendi en viðurkenninguna skortir, þá á að leita eftir viðurkenningu á formlegan, óhlutdrægan og raun- hæfan máta. Sé hins vegar ein- staklingi falin framkvæmd, sem hann ekki veldur vegna þekkingar- leysis, verður annað hvort að fela öðrum verkið, sem því veldur, ellegar að mennta hinn fyrr nefnda nægilega til að þekking hans og geta verði samboðin þeirri ábyrgð, er honum skal á herðar lögð. Sé þessu ekki sinnt hefur þjóðfélagið brugðist skyldu sinni við þegnana, bæði þá sem lélegrar þjónustu njóta og hina sem bjóða upp á lélega þjónustu e.t.v. tilneyddir. Hjúkrunarfræðingum, öðrum fremur, ber skylda til að miðla hjúkrunarþekkingu og kanna af raunsæi hverjum skal kennt að hjúkra, hvar og hvernig. Mat á getu hjúkrunarfræðinga til að sinna þessu hlutverki hlýtur að koma frá hjúkrunarfræðingunum sjálfum ekki hvað síst, og slíkt mat verða þeir að byggja á fræðilegum grundvelli. Slíkan grundvöll telur Hjúkrunarfélag Islands þurfa að vera háskóla- menntuð hjúkrunarstétt, viður- kennd og studd af yfirvöldum eigin þjóðar. Hafnarfirði 22. maí 1977, Elín Eggerz Stefánsson. Þekjandi fúava Sadolin fæst i 12 litum. Tilvalið ef þér hyggist skipta um liteða áferð. Hrindir frá sér vatni.stenst íslenska veðráttu frábærlega vel. murinn Síðumúla15 sími 3 30 70 \br í Reykjavík Við bjóðum landsmenn velkomna til Reykjavíkur. Vekjum athygli á þeim sérstöku vorkjörum, sem við bjóðum nú á gistingu. Leitið upplýsinga, - hafið samband við okkur, eða umboðsskrifstofur Flugleiða um land allt. II Suðurlandsbraut 2. Simi 82200 HOTEL LOFTLEIÐIR Reykjavíkurflugvelli. Sími 22322

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.