Morgunblaðið - 30.05.1978, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGINN 30. MAÍ 1978.
+ Faðir okkar og tengdafaöir, 1
JÓNMUNDUR GÍSLASON,
skipstjóri.
Kirkjuteig 15,
andaöist sunnudaginn 28. þ.m.
Gísli Jónmundsson, Lilja Helgadóttir,
Anna Jónmundsdóttir, Hilmar Ólafsson,
Pálína I. Jónmundsdóttir, Guómar Marelsson,
Sjöfn Jónmundsdóttir Black, David C. Black,
Guörún Jónmundsdóttir, Aóalsteinn Þórólfsson.
+
Elskuleg móðir mín.
MAJA BALDVINS,
andaöist aö morgni sunnudagsins 28. maí í Borgarspítaianum.
Maia Siguröardóttir.
Eiginmaöur minn,
HANNES PÁLSSON,
varkatjóri,
Meöalholti 9,
andaöist sunnudaginn 28. þ.m.
Sigríóur Hannesdóttir.
+
Eiginmaöur minn, taðir okkar og tengdafaöir,
ÞORVALDUR FAHNING,
Bólstaóarhlíð 40,
varö bráökvaddur aö heimili sínu að morgni, sunnudagsins 28. mai.
Sigríóur Eyjólfsdóttir,
Rúnar Þorvaldsson, Jakobína Gunnlaugsdóttir,
Hilmar Þorvaldsson, Sigrún Aöalsteinsdóttir,
Margrét Þorvaldsdóttir, Robert Pennington.
+
Eiginmaður minn og faöir okkar,
FILIPPUS BJARNASON,
fyrrverandi brunavöróur,
lézt á Landakotsspítala aöfaranótt 27. maí síöastliðinn.
Ntfnna Hallgrimsdóttir
og börn.
Maöurinn minn og faöir okkar,
er látinn.
OLAFUR G. JÓHANNSSON,
Rauóageröi 42,
Sigríóur Magnúsdóttir,
Bára og Ingibjörg Ólafsdœtur.
+
Móðir okkar, tengdamóöir og amma,
MARÍA TÓMASDÓTTIR,
Skeióarvogi 63,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 1. júní kl. 13.30.
Álfheiöur Oladóttir, Kolbeinn Kristófersson,
Bolli Ólason, Kristín Guðjohnsen,
Gunnar Ólason, Guörún Sverrisdóttir,
Ingibjörg Óladóttir, og barnabörn.
+
Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi,
PÁLL ÞÖRODDSSON,
Lönguhlíö 15,
verður jarösunginn frá Háteigskirkju, í dag þriöjudaginn 30. maí kl. 3 e.h.
Elín Björnsdóttír,
Hallgeróur Pálsdóttir, Halldór Stefánsson.
barnabörn og barnabarnabörn,
+
Utför konu minnar og móöur,
ODDNÝJAR S. EIRÍKSDÓTTUR,
Álftamýri 14,
fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 31. mai kl. 15.00. Þeir sem viidu
mínnast hinnar látnu er bent á Krabbameinsfélagiö.
Steinar Viggósson,
Eiríkur Stainarsson.
Minning:
Jóhannes Pálmason
fyrrv. sóknarprestur
F. 10. janúar 1914
D. 22. maí 1978
Horfinn er úr hópi vorum, 64
ára aö aldri, séra Jóhannes
Pálmason prestur aö Stað í
Súgandafirði þrifjgja áratuga
skeið og um tíma prófastur í
Vestur-Isafjarðarprófastsdæmi,
en prestur í Reykholti í Borgar-
firði nokkur síðustu árin. Við
andlát hans sækja minningarnar
að, minningar síðan langt aftur
fyrir stríð, þegar við sátum saman
á skólabekk um árabil í Mennta-
skólanum á Akureyri í hópi góðra
og býsna sundurleitra bekkjar-
systkina af öllum landsins horn-
um. Þær skólaminningar eru
undarlega fast tengdar við Jó-
hannes Pálmason. Hann setti
meiri svip og lit á hópinn en
nokkur annar. Svo vildi til að
fyrstu mennirnir sem ég kynntist
þegar ég kom til Akureyrar voru
fóstbræður tveir, þeir Jóhannes og
Björn Jónsson, síðar landsþekktur
maður sem forseti' Alþýðusam-
bands Islands. Þeir voru á næstu
grösum við mig í Brekkugötunni,
á góðu og hlýlegu heimili foreldra
Jóhannesar, Kristínar Sigfúsdótt-
ur skáldkonu og Pálma Jóhannes-
sonar, og ég var fljótur að finna
leiðina til þeirra. Ljóslifandi er
mér mynd þessara fyrstu skólafé-
laga minna. Þeir voru ólíkir eins
og dagur og nótt, þótt samrýmdir
væru og nær óaðskiljanlegir. Og
þeir tóku mig nýsveininn að sér og
gerðu mig að vini sínum.
Jóhannes Pálmason hafði flest
það til að bera sem gerir menn
eftirminnilega, sérkennilega bráð-
þroska og fullorðinslegur í útliti,
margfróður þegar á æskuárum,
fjölgáfaður, skáldmæltur, gaman-
sámur og góðri tónlistargáfu
gæddur, námsmaður með ágætum,
og ekki laust við að hann skynjaði
sitthvað sem okkur hinum var
huiið, var til dæmis framan af ævi
skyggn á áru eða litarhjúp kring-
um fólk og gerðu það margir að
láta hann segja sér um áru sína.
Ég held ég megi fullyrða að við
litum öll mjög upp til Jóhannesar
og vorum upp með okkur af
honum, töldum að hann væri efni
í skáld og rithöfund eða væri
jafnvel þegar orðinn það á þessum
menntaskólaárum, enda voru gáf-
ur hans í þá átt ótvíræðar, þótt
hann kysi að hasla sér völl á öðru
sviði eins og síðar kom fram.
Jóhannes var þegar í skóla mjög
málvís og tungumálamaður frá-
bærlega góður. A vorprófi í öðrum
bekk þótti okkur Thompson ensku-
kennari — sá sem löngu seinna
þýddi Sjálfstætt fólk á ensku —
hafa gefið okkur ósæmilega þung-
an stíl að skrifa. Gerðum við
dálitla hópför heim til hans og
kvörtuðum hógværlega undan
þessu ranglæti. Thompson svaraði
fáu en dró fram stíl Jóhannesar og
sagði að ekki væri að sjá á þeirri
úrlausn að verkefnið væri óeðli-
lega þungt. Þar með var vindurinn
úr þeirri mótmælagöngu.
En nú gerðist það að loknu
gagnfræðaprófi að hinn mikli
tungumálagarpur tók það í sig að
vilja heldur læra stærðfræði en
latínu, dautt mál. Engin var þá
stærðfræðideild við Menntaskói-
ann á Akureyri, en tímans fylling
var í nánd. Nokkrir piltar úr
bekknum, meðal annarra og ef-
laust framarlega í flokki Jóhannes
Pálmason, bundust samtökum um
að lesa stærðfræðideiidarfög utan-
skóla, vitanlega í samráði við
skólameistara og velviljaðan kenn-
ara, og þetta var vísirinn að
stærðfræðideild við skólann, sem
fljótlega festist í sessi eins og hver
önnur staðreynd. En óþarfi er að
það gleymist hverjir áttu frum-
kvæðið ís þessu réttlætismáli.
Hafi það verið undrunarefni að
tungumála- og bókmenntamaður-
inn vildi heldur læra stærðfræði
en latínu, kom þó hitt enn meira
á óvart að maðurinn sem átti
drjúgan þátt í að stofna til
stærðfræðideildar við skólann fór
að loknu stúdentsprófi og kenn-
araprófi að læra til prests við
Háskóla íslands. En það gerði
Jóhannes Páimason og er ekki
vitað til að hann hvikaði nokkurn
tíma frá þeirri stefnu sem hann
markaði lífsbraut sinni með þeirri
ákvörðun.
Ef til vill er það aðeins fámenn-
ur hópur sem varðar nokkuð um
einkanlegar minningar manna um
æskuvini sína. Þó má vera að þeir
mörgu í söfnuðum séra Jóhannes-
ar sem nú s.vrgja ástsælan sálu-
sorgara sinn muni fúslega vilja
heyra hvernig hann var á æsku-
aldri í hópi skólafélaga sinna og
hverjar hugmyndir þeir gerðu sér
um persónuleika hans. Og dýrmæt
minning fárra manna um góðan
dreng og æskufélaga á sinn rétt og
má koma fyrir almannasjónir. Sú
minning um Jóhannes er flekklaus
og fögur og í þakklátum huga
geymd, þótt leiðir skildu af því að
hann kaus sér starfsvettvang utan
við þá alfaraleið sem flest okkar
fóru og hafði sig lítt í frammi í
alþjóðar augsýn.
Oft eru menn að velta því fyrir
sér hvað hefði getað orðið úr
hinum eða þessum manninum ef
hann hefði tekið aðra stefnu í
lífinu eða komist í aðrar kringum-
stæður. Og satt er það að sumum
mönnum eru svo margir hæfileik-
ar af guði gefnir að endast mættu
til mikils árangurs á nær hvaða
sviði sem væri. Slíkrar gerðar
hygg ég að Jóhannes Pálmason
hafi verið, en í rauninni eru allar
getgátur um það hver æviferill
manna hefði hugsanlega orðið
heldur hégómlegar og það eitt rétt
og sanngjarnt að líta á ævistarfið
eins og það varð og þakka fyrir
góðs manns líf. Enginn veit til
fulls um annars hug, og vel má
vera að margt hafi brotist í
Jóhannesi áður en hann sá til
hlítar þann veg sem halda skyldi.
Ég veit það ekki, en hafi svo verið,
leiddi hann þau umbrot til lykta
Sjáifur og gekk sína ævibraut eftir
eigin höfði, varð það sem hann
vildi verða og kaus sér vitandi vits
það hlutskipti að gerast sóknar-
prestur á afskekktum stað við
norðurhöf og helga hæfileika sína
og krafta söfnuði sínum og sveit-
arfélagi. Þar skipaði hann sér í röð
þeirra fjölmörgu úrvalsmanna
sem um aldaraðir hafa verið
merkisberar kristni og kirkju og
íslenskrar menningar í þessu
landi, og veit ég ekki betur en að
hann hafi fundið hamingju og
fullnægingu sem hlekkur í þeirri
löngu keðju. Hann kunni vel að
meta Stað í Súgandafirði, samlag-
aðist öllu umhverfi vel og undi þar
með fjölskyldu sinni, bókum sínum
og margvíslegum áhugamálum.
Ekki var hann oftar á ferli í
höfuðstað landsins en nauðsyn
krafði og því urðu samfundir við
gamla skólafélaga ekki margir. En
sveitungum sínum og sóknarbörn-
um var hann máttarstólpi á
ýmsum sviðum, skyldurækinn og
virðulegur klerkur og kennimaður
í fremstu röð, en einnig athafna-
samur og tillögugóður í öllu
félagslífi og menningarmálum í
sókn sinni. Störf slíkra manna láta
ekki mikið á sér bera utan
heimahaga og verða líka trauðlega
metin á neinn algildan kvarða. En
hamingjudrjúgt er samstarf og
samlíf góðs prest við söfnuð sinn,
og kunnugt er mér að séra
Jóhannes gegndi embætti sínu á
þann veg, að hann vann sér ást og
virðingu sóknarbarna sinna. Þau
orð munu Súgfirðingar sanna
þegar þeir nú minnast þess langa
tíma sem séra Jóhannes deildi með
þeim kjörum í blíðu og stríðu.
Við gamlir skólafélagar blessum
minningu séra Jóhannesar Pálma-
sonar og sendum konu hans
Aðalheiði Snorradóttur og fjöl-
skyldu þeirra samúðarkveðjur.
Kristján Eldjárn.
Séra Jóhannes Pálmason, fyrrv.
sóknarprestur í Staðarprestakalli,
er dáinn. Þrátt fyrir að hann hafi
átt við nokkur veikindi að stríða
síðustu árin, kom fráfall hans mér
á óvart.
Ég átti því láni að fagna að
þekkja séra Jóhannes og kynnast
hans fjölbreyttu hæfileikum. Ég
var sóknarbarn hans í Súganda-
firði um 30 ára skeið. Hann gifti
mig, skírði börnin mín, gifti sum
þeirra og skírði nokkur barna-
börnin. Séra Jóhannes var sá
maður, sem alltaf var hægt að
leita til, í sorg og gleði, og hann
leysti vandann á farsælan hátt.
Mér er minnisstætt framlag
séra Jóhannesar til félags og
menningarmála í Súgandafirði.
Allar gamanvísurnar, sem hann
orti. Hljómlistaráhugi hans og
æfingar í því sambandi. Starf hans
í hinum ýmsu félögum byggðar-
lagsins. Sæti í hreppsnefnd Suður-
eyrarhrepps ofl. Prestssetrið Stað-
ur er í um 4 km fjarlægð frá
kauptúninu Suðureyri. Séra Jó-
hannes taldi það aldrei fyrirstöðu,
að fara þessa leið, þótt á vetrum
væri og allt á kafi í snjó. Það var
ekki bara að setjast upp í bíl og
aka af stað. Nei, það þurfti að fara
gangandi og oft í myrkri og hríð.
En hann vildi ekki bregðast
sóknarbörnum sínum, sem væntu
hans til leiðbeiningarstarfa á
Suðureyri. Ákveðin hafði verið
æfing hjá kirkjukórnum. Það
þurfti kannski að æfa kvartettinn
eða gamanvísnasöngvarann, spila
undir hjá leikflokknum, sem var
að æfa Æfintýri á gönguför eða
Skuggasvein. Það brást heldur
ekki að séra Jóhannes kom í tæka
tíð. Hann vann líka hugi og hjörtu
íbúanna í hreppnum og þeir fundu
að hann vildi standa með þeim í
blíðu og stríðu. Hann hvatti þá til
starfa að menningarlegum verk-
efnum.
Séra Jóhannes var góður prestur
og kennimaður. Framkoma hans
var virðuleg og hófsöm. Hann
flutti hugljúfar ræður og mér er í
minni mörg kveðjustundin, þar
sem hann kvaddi þann framliðna
á látlausan og hjartnæman hátt,
án hástemmdra orða eða athafna.
Það var hlýja og innileiki yfir
störfum hans.
Það er alltaf skarð fyrir skildi,
þegar góðir samferðamenn hverfa
úr hópnum. Vitanlega er söknuð-
urinn mestur hjá þeim, sem næstir
standa. Ég votta ekkju séra
Jóhannesar, frú Aðalheiði Snorra-
dóttur, börnum og téngdabörnum,
innilegar samúðarkveðjur mínar
og fjölskyldu minnar. Eru þessar
samúðarkveðjur einnig frá nokkr-
uin vinum öðrum, sem þekktu séra
Jóhannes og voru samtíða honum
á starfsvettvanginum fyrir vestan.
Biðjum við guð að styrkja Aðal-
heiði og venzlafólk hennar.
Hermann Guðmundsson,
Akranesi.
+
RAGNHILDUR JÓNSDÓTTIR,
Holtsgötu 35,
veröur jarösungin frá Fosvogsklrkju miövikudaginn 31. maí kl. 13.30.
Systkinabörn.