Morgunblaðið - 30.05.1978, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGINN 30. MAÍ 1978.
KfoFINLJ ^!
j_____
'p >Y_
W’O-
n
^tO
.IV
Mamma, heldurðu að ég sé
heppinn. — barf ekki að kaupa
nýjar skólabækur næsta ár, ég
á að notast við sömu bækurnar
líka næsta vetur!
Ég hef Jílcymt lyklinum að verkfæratöskunni!
Þetta er með ólikindum — það
borða allir án þess að gretta
sig!
Aldraðir láta
í sér heyra
„Maður við aldur“ skrifar
eftirfarandi bréf.
„Loksins, loksins, varð mér á að
hugsa, þegar ég las nýlega grein í
Morgunblaðinu frá samtökum
aldraðra — og raunar aðra grein
nokkru áður. Loksins láta aldraðir
til sín heyra um hagsmunamál sín.
Það er svo sannarlega kominn tími
til þess.
Ekki svo að skilja að mál okkar
hafi ekki áður borið á góma, þau
gera það oft og þá ekki sízt fyrir
kosningar. Allir virðast sammála
um, að vel verði að gera við okkur
eftir langan starfsaldur, en því
miður lifir enginn á orðum einum.
Það má kannski segja að við
höfum ekki verið nógu duglegir að
hamra járnið á meðan það er heitt,
tekið ,„þjóðfélagið“ á orðinu.
Orsökin er ef til vill meðfædd
hógværð, eða þá það að okkur er
tamara að gera kröfur til okkar
sjálfra en annarra. Það hefur
yfirleitt ekki verið mulið undir
okkur á lífsleiðinni, hver hefur
orðið að vinna og berjast fyrir
sínu.
• Meiri alvara
„Ég er ekki spámaður, en
samt hef ég það á tilfinningunni
að í umræðunni núna um, að meira
verði gert en verið hefur til þess
að forða öldruðum frá því að kvíða
ellinnar, sé meiri alvara en fyrr.
Ríki og bæjarfélög bókstaflega
skammist sín fyrir, ef okkur
„vesalingunum" líði ekki bærilega.
Nú hafa aldraðir sjálfir bent á,
að þeir þurfi ekki endilega að vera
einhverjir bónbjargarmenn. Mörg-
um hefur tekizt að nurla það mikið
saman, að þeir geta vel séð fyrir
sér sjálfir í ellinni, það er að segja
fjárhagslega, en þá skortir aðstöð-
una, þar sem þeir geta notið
þeirrar aðhlynningar, sem nauð-
synlegt er. Auðvitað á þessi
fjárhagsgeta ekki við um alla, en
þó æði marga. Við gætum sagt:
Hjálpum öðrum til þess að hjálpa
okkur. Látið okkur aðeins vera
með í ráðum um, hvernig það
verður trert.
BRIDGE
Umsjón: Páfí Bergsson
Það er alltaf hættulegt og
sjaldan ábatasamt að spila út
undan ás gegn litarsamningi í
upphafi spils. Þess vegna ætti,
þegar spilað er við reynda og
hugsandi spilara, að gera ráð fyrir
að þeir beiti ekki slíkum brögðum.
Þegar spil dagsins kom fyrir gaf
suður en austur-vestur voru á
hættu.
Norður
S. ÁG
H. 1976
T. K2
L. KD8763
Vestur Austur
S. 1076532 S. K8
H. 2 H. 853
T. G874 T. ÁD93
L. Á5 L. G1094
Suður
S. D94
H. ÁKDG94
T. 1065
L. 2
Vestur spilaði út tígulfjarka
gegn fjórum hjörtum suðurs. Og
sagnhafi hugsaði með sjálfum sér,
að þetta væri eini möguleikinn til
að fá á kónginn. En það reyndist
heldur illa. Austur tók með ás og
sá strax, að sennilega ætti vestur
gosann. Annars hefði sagnhafi
látið lágt frá borðinu til að tryggja
sér slag á litinn enda með minnst
þrjú spil í tígli ef marka mátti
útspilið.
Samkvæmt þessu spilaði austur
lágum tígli undan drottningunni.
Vestur fékk á gosann og kom auga
á hvað makker ætlaðist til; spjlaði
spaða. Eftir þetta komst sagnhafi
ekki hjá að tapa slag á spaða auk
tveggja á tígul. og ásinn í laufi.
Einn niður.
Suður vinnur spilið auðveldlega
líti hann ekki eingöngu á tígulinn.
Heldur á spilið í heild. Sé látið lágt
frá blindum í fyrsta slag er austur
neyddur til að taka báða tígulslagi
varnarinnar. Og komið í veg fyrir,
að vestur geti spilað spaða fyrr en
það er um seinan. Suður hefur þá
tíma til að taka trompin og spila
laufi sínu. Þar með eru möguleikar
varnarinnar úti.
MAÐURINN Á BEKKNUM Jóhanna Kristjónsdóttir islenzkaði
53
— Já, hón hefur alltaf gert
það.
— Hvers vegna?
— Vegna þess að fyrir ótal
mörgum árum fann hún far
eftir varalit á vasaklútnum
hans. Og mamma notar sjálf
aldrei varalit.
— Voruð þér þá barn að
aldri.
— Já. tíu ára eða svo. En ég
man fjarska vel eftir þessu.
Þau kærðu sig að vísu ekki um
að ég heyrði til þeirra. Pabbi
sagði að ein af ungu stúlkunum
í fyrirtækinu hefði fengið
aðsvif og hann hefði sétt
eitthvað í vasaklútinn sinn til
að fá hana til að koma til
meðvitundar.
— Og það hefur kannski
verið satt?
— Mjög trúlegt. En mamma
vildi ekki ieggja trúnað á orð
hans.
— Svo að við snúum okkur
aftur að spurningu minni.
Faðir yðar gat sem sagt ekki
komið heim með meiri peninga
í veskinu en hann hafði þegar
hann fór um morguninn, að
minnsta kosti ekki meiri pen-
inga en móðir yðar taldi sig
vita að hann ynni fyrir.
— Nei. Hann geymdi peninr
ana í herberginu hér í París.
— Uppi á skápnum?
— Hvernig vitið þér það?
— Mætti ég beina sömu
spurningu til yðar?
C Einu sinni þegar ég kom
og bað hann um peninga tók
hann fram stól og teygði sig
upp á skápinn og tók niður
gult umslag. Það var úttroðið
af stórum seðlum.
— Vissi Albert þetta?
— Já. en það var engin
ástæða íyrir því að drcpa hann.
Auk þess hefði Albert aldrei
getað stungið hann niður með
hnífi.
— Hvernig getið þér verið
svona vissar um það?
— Vegna þess að ég hef séð
hann fölna og hér um bil líða
í öngvit við að sjá blóð.
— Sváfuð þér hjá honum?
Aftur yppti hún öxlum.
— Þvílík spurning! sagði
hún.
— Hvar?
— Á ýmsum stöðum. Það er
nóg af hótelum hér í París, sem
eru til þess eins. Þér ætlið
kannski að halda því fram að
lögreglan hafi ekki hugmynd
um það.
— Sem sagt. svo að við
drögum saman þetta athyglis-
verða samtal okkar. þér og
Albert kúguðuð peninga út úr
föður yðar með það fyrir
augum að stinga síðan af til
SuðurAmeríku, þegar þið höfð-
uð fengið næga peninga.
Hún deplaði ekki auga.
— Og ég þykist líka merkja
að þrátt fyrir að þér létuð
Albert njósna um íöður yðar
komust þér aldrci að því
hvernig faðir yðar aflaði sér
fjár.
— Við lögðum ekkert kapp á
að kanna það.
— Nei, auðvitað skipti það
ekki meginmáli, heldur hitt að
peningarnir voru fyrir hendi.
Öðru hverju hafði Maigret á
tilfinningunni að hún liti á
hann eins og henni þætti ósköp
lítið til hans koma. Henni
fannst hann sjálfsagt jaín
innilega vitlaus og ieiðinlegur
eins og öll hennar fjölskylda.
— Nú vitið þér allt, tautaði
hún og myndaði sig til að rísa
á fætur. — Ég bið yður að taka
eftir því að ég hef ekki reynt
að leika neinn dýrling. Og að
öðru leyti er mér hjartanlega
sama hvaða skoðun þér hafið á
mér.
Þó var eitthvað sem hún var
að bræða með sér.
— Get ég verið viss um að
þér scgið mömmu ekki frá
þessu?
— Hvaða máli skiptir það
fyrst þér hafið ákvcðið að fara?