Morgunblaðið - 30.05.1978, Side 45

Morgunblaðið - 30.05.1978, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGINN 30. MAÍ 1978. 45 ZJ ✓S VELVAKANDI SVARAR j SÍMA 0100KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI r^í/jyunivK - ua'i) i r • Að skilja eftir sig „Vafalaust mundum við gaml- ingjarnir deila um, hvað bezt væri að gera og hvernig. Erum við íslendingar ekki deilugjarnir? En samt hef ég trú á því, að sameiginleg niðurstaða mundi fást. Játa verður þó, að ýmis viðhorf okkar eru mismunandi. Ég hitti t.d. um daginn jafnaldra minn, sem átti það áhugamál helzt að skilja sem mest eftir sig, þegar hann færi, svo að blessuð börnin gætu notið þess. Börn hans voru þó vel í álnum. Ég reyndi að skýra fyrir honum mitt viðhorf. Hafði hann ekki komið börnum sínum til mennta og búið svo um hnúta, að þau voru þess vel megnug að sjá um sig sjálf, enda gert það? Væri nú ekki komið að honum að njóta þess sem hann ættr? Æ-i nei, hann var ekkert viss um að hann tímdi að leggja aurana sína í viststofnun, þar sem hann gæti dvalist áhyggjulaus síðustu æviárin. Slík- an hugsunarhátt sagðist ég ekki vilja heyra, svo við ákváðum að hittast síðar og ræða þá málin betur. • Viljum ekkert til að rífast um „Ég veit, að þessi maður á ekkert verri börn en ég, og ég hvatti hann til þess að ræða þessa skoðun mína við þau. Mín börn hafa nefnilega sagt: Við viljum ekki að þú skiljir nokkuð eftir þig, eyddu því sem þú átt i sjálfan þig. Við viljum ekki fá nokkuð eftir þig til þess að rífast um. Já, til þess að rífast um, að dæmin eru alltof mörg um slíkt. Ég er viss um, að margur maður- inn hefði heldur viljað fara héðan slippur og snauður ef hann hefði haft hugmynd um, að eignir hans yrðu til þess að sundra fjölskyld- unni, og það jafnvel svo, að aldrei greri um heilt. Þetta er nú orðið miklu lengra en ég ætlaði í fyrstu, en við skulum vona að nú fari að vora hjá okkur gamalmennunum. Maður við aldur.“ Þessir hringdu . . . • Hundar á götunum Kona í miðborginni hringdi og spurði, hvort ekki væri rétt hjá sér skilið, að hundahald væri bannað í bænum. Að minnsta kosti yrðu þeir, sem hunda ættu, að halda þeim innan dyra. Hún sagðist spyrja vegna þess, að nú tvo daga í röð hefði hún mætt mönnum á götunum með hunda í bandi. Annan daginn tvo, en hinn daginn einn. Hún sagði, að alveg hefði gengið fram af sér, þegar einn hundaeigandinn stanzaði og horfði spekingslega út í loftið á meðan gæludýrið kastaði af sér vatni við húshorn. Jú, hundahald er bannað í borginni, en þetta er eitt af þeim vandamálum, sem engin lausn virðist fást á. • Hjálpsemi Þá hringdi önnur kona og vildi koma á framfæri þakklæti til tveggja unglingspilta, sem aðstoð- uðu aldraða móður hennar við að komast yfir Hringbrautina. Þeir komu til hennar, þar sem hún stóð og treysti sér ekki yfir götuna vegna bílaumferðar. Það skal tekið fram, að þetta var ekki við gangbraut. Piltarnir sáu að konan átti í einhverjum erfiðleikum, gáfu sig á tal við hana, leiddu hana síðan að merktri gangbraut, skýrðu út fyrir henni að þar ætti hún að fara yfir og skildu ekki við hana fyrr en heima við dyr. „Þessu vil ég koma á framfæri“, sagði konan, „það er nóg talað um illá uppalda æsku“. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlegu skákmóti í Albena í Búlgaríu í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Raicevics, Júgóslavíu, sem hafði hvítt og átti leik, og Suba, Rúmeniu 49. Rg5! (Leiðir til máts. Eftir 49. Kxh6 — Hxh4+ eða 49. Kxf6 — c4 eru málin langt frá því að vera ljós) Kg8, 50. Hc7. Svartur gafst upp. Eftir 50.... Kf8, 51. Kxf6 - Ke8, 52. Re6 er hann óverjandi mát). HÖGNI HREKKVÍSI Hillan með hundamatnum er 22 sm lengri en hillan fyrir kattamatinn? Þórey Sigurgrímsdóttir Pétursson - Minning Hinn 8. maí s.l. andaðist Vestur-íslenska merkiskonan Þór- ey Sigurgreimsdóttir Pétursson, prestsfrú í Winnipeg. Hún var fædd í Winnipeg 20. desember 1903 og átti þar heimili sitt alla ævi. Faðir hennar var Sigurgrímur Gíslason smiður frá Bitru í Hraungerðishreppi, Guðmunds- sonar á Löngumýri á Skeiðum en móðir Sigurgríms og seinni kona Gísla var Ingveldur Eiríksdóttir dannebrogsmanns í Kampholti, Helgasonar af hinni kunnu Bol- holtsætt. Móðir Þóreyjar og kona Sigurgríms var Hallbera Guðrún Vigfúsdóttir frá Flatey á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu, Sigurðs- sonar, Sigurðssonar úr Öræfum, en kona Vigfúsar var Þórey Bjarnadóttir bónda að Holti á Mýrum Gíslasonar. Sigurgrímur og Hallbera fluttust til Kanada árið 1903. Settust þau að í Vinnipeg og stundaði Sigurgrímur húsasmíði þar meðan ævin entist, en hann dó 21. september 1927. Hallbera varð háöldruð og dvaldi til dauðadags hjá Þóreyju dóttur sinni. Árið 1926, hinn 26. september, giftist Þórey Philip Markúsi Ólafssyni, Péurssonar frá Ríp í Skagafirði. Er Philip bróðursonur Rögnvalds Péturssonar prests, sem á sínum tíma var einn af þekktustu ís- lenskum mönnum vestan hafs. Eiginmaður Þóreyjar, Philip M. Pétursson, fetaði mjög í fótspor Rögnvalds frænda síns. Hann gerðist prestur Unitarakirkjunnar — Minning Kjartan Framhald af bls. 39 læknishéraðið. Oftast ók Kjartan einn í bifreið sinni, nema þegar hann varð að fara á bát yfir Hornafjarðarfljót, sem var al- gengt á hans fyrstu starfsárum í læknishéraðinu. Þeir sem um læknisþjónustu hugsa og til þekkja hér í Hafnar- héraði gera sér grein fyrir hversu gífurlega er erfitt fyrir einn lækni að inna þessa þjónustu af hendi. íbúafjöldinn er hart nær 2000 manns og þar að auki 150—200 manns sem er aðkomufólk, en einnig má taka með í reikninginn fjölda ferðamanna, sem getur þurft á læknisþjónustu að halda. í þessu umfangsmikla starfi naut Kjartan sinna miklu hæfi- leika, sem fram komu í störfum hans sem héraðslæknis, ennfrem- ur var hann hollur ráðgjafi, sem allir gátu leitað til með sín vandamál og aldrei brást trúnaður læknisins. Fyrir utan störf héraðslæknis- ins hafði Kjartan mörg áhugamál. Hann hafði víðtæka þekkingu á þjóðfélagsmálum bæði innlendum og erlendum. í 6 ár átti Kjartan sæti í stjórn Kaupfélags Austur-Skaftfellinga, en baðst þá undan endurkjöri. Ennfremur átti Kjartan sæti í stjórn Fiskimjöls- verksmiðju Hornafjarðar .f., út- gerðarfélagsins Borgeyjan h.f. og í stjórn Golfklúbbs Hornafjarðar frá stofnun hans. Kjartan var skjótur að átta sig á sérhverju viðfangsefni og tillögugóður, því var sótzt eftir honum í störf að félagsmálum og gott með honum að starfa, en hann hafði lítinn tíma aflögu frá sínu aðalstarfi. Kjartan kvæntist eftirlifaridi eiginkonu sinni • Ragnhildi Sig- björnsdóttur árið 1948. Ragnhild- ur er mikilhæf myndar- og greind- arkona, stúdent og húsmæðra- kennari. Börn þeirra eru: Birna húsmæðrakennari, gift Jóni Hjaltalín Stefánssyni verkfræð- ingi og eiga þau tvo drengi; Árni byggingarverkfræðingur, stundar framhaldsnám í arkitektúr í Sví- þjóð, giftur Kristbjörgu Guð- mundsdóttur stúdent og eiga þau tvö börn; Anna stundar nám í líffræði í Háskóla íslands; Sig- björn stundar nám í jarðeðlisfræði í Háskóla Islands. Börnin eru öll í Winnipeg ög fyrstu sambands- kirkju íslendinga þar. Þá var hann forseti Þjóðræknisfélags Islend- inga í Vesturheimi um skeið og forseti hins Sameinaða kirkjufé- lags Islendinga, Unitara og annarra frjálstrúarmanna. Það væri langur listi ef rekja ætti öll hin margvíslegu störf séra Philips, en þess skal aðeins getið til viðbótar, að hann var í mörg ár. þingmaður á Manitóbaþingi og ráðherra um skeið. Það getur hver maður sagt sér sjálfur, að kona slíks umsvifa- manns hafi einnig haft mörgu að sinna á gestkvæmu heimili, sem um marga áratugi var í fremstu röð heimila í Winnipegborg. Hið mikilvæga hlutverk eiginkonunn- ar, móðurinnar og húsmóðurinnar rækti Þórey af mikilli alúð og skilaði öllum sínum hlutverkum ■ með mikilli sæmd. Hlédræg mun • hún hafa verið að eðlisfari, en skörp greind og skörungsskapur til allra framkvæmda skipuðu henni í fremstu kvenna röð. Þau hjón eignuðust tvö börn, dóttur, Onnu Sigurveigu, sem andaðist tæplega þrítug eftir áratuga baráttu við heilsubilun sem reyndi mjög á þrek foreldr- anna, sérstaklega móðurinnar, og son, Philip verkfræðing í Winni- peg, sem giftur er vestur-íslenskri konu og eiga þau fjögur börn. Þótt þau hjónin Philip og Þórey væru bæði fædd vestanhafs og elskuðu landið sem fóstraði þau þá var Framhald á bls. 31 góðum gáfum gædd, fjölþættum hæfileikum og má mikils af þeim vænta. Heimili þeirra hjóna Ragnhildar og Kjartans fékk fljótt orð á sig sem alveg sérstakt menningar- og myndarheimili, aðlaðandi, látlaust en yfir því hugþekkur blær, bar með sér einkenni fjölskyldunnar. Fyrstu búskaparárin sín bjó lækn- isfjölskyldan í gömlu óhentugu húsnæði. Eftir nokkur ár var byggður nýr læknisbústaður og fluttist fjölskyldan í hið nýja hús. Kjartan var mikill unnandi gróð- urs og náttúruverndar, svo er og í reynd með alla fjölskylduna. I garði við hið nýja hús ræktaði Kjartan tré og skreytti garðinn fágætum steinum, en húsmóðirin ræktaði fögur blóm og var reitur þessi hinn fegursti. Þau læknis- hjónin fengu land undir sumarbú- stað í Stafafellsfjöllum. Byggðu þau þar vandaðan bústað, sem er einkaniega hlýlegur að allri gerð. Þar naut fjölskyldan alltof fárra næðisstunda. Þessi staöur kallaði á hinn mikla áhuga Kjartans læknis á gróðri og ræktun, enda bersumarbústaðarlandið við Raftagi! þess glöggt vitni. Árið 1977 höfðu þau hjónin lokið við byggingu vandaðs íbúðarhúss hér á Höfn og fluttist fjölskyldan þangað. Allt í þessu húsi ber vott um menningu og einstaka smekk- vísi og mikla skipulagshæfileika, sem hafa skapað fagurt samræmi. Þegar skyggnst er um utandyra kemur í ljós hlýtt hugarþel til fagurs gróðurs og umhverfis. Fyrir hönd rekstrarnefndar Heilsu- gæslustöðvarinnar og þá um leið fyrir hönd Hafnarhéraðs kveð ég Kjartan sem héraöslækni og kær- an vin, með einlægri þökk og virðingu. Við þökkum honum sem mikilhæfum lækni, sem naut órofa trausts hins sanna drengskapar- manns. Ég flyt honum hugheilar þákkir vinar- og saknaðarkveðjur frá mér og minni fjölskyldu. Ragnhildi og börnum hennar, svo og barnabörnum votta ég mína og okkar allra dýpstu samúð. Móður hins látna héraðslæknis Aagot Vilhjálmsson votta ég einlæga samúð, virðingu og þökk, svo og öllum öðrum aðstandend- un). Það er huggun í erfiðri raun, að vera þess fullviss, að vel unnið lífsstarf f.vlgir til starfa á enn æðra tilverusviði. Guð blessi ykkur öll. Óskar Ilelgason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.