Morgunblaðið - 23.06.1978, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 23.06.1978, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1978 3 Olafur Jóhannesson gagnrýndi naglasúpu Alþýðubandalagsins Vinstri flokkamir í hári saman, afhjúpa, ósam komulag sitt fyrir sjónvarpsáhorfendum Magnús Torfi kallar stefnu Alþýðubanda- lagsins „gaffalbitastefnu” ÞAÐ VAKTI athygli í sjón- varpsumræðum formanna stjórnmálaflokkanna í fyrrakvöld, hve talsmenn vinstri flokkanna fóru oft í hár saman, m.a. réðst Magnús Torfi Ólafsson harkalega að Benedikt Gröndal fyrir afstöðu Al- þýðuflokksins til útfærslu fiskveiðilögsögu 1971, en Benedikt Gröndal svaraði því m.a. til. að atlaga þeirra SFV-manna væri hrein föls- un og sagði, að þeir hefðu með fullyrðingum sínum og tilvísun í bréf þáverandi formanns Alþýðuflokksins hrundið af stað rógi um Alþýðuflokkinn, eins og hann komst að orði. Magnús Torfi svaraði því til, að Alþýðuflokksmenn hefðu sakað sig um falsanir og dylgjur og kvaðst ekki mundu sitja undir slíkum fúkyrðum án þess að svara þeim. Þá sagði Lúðvík Jósepsson, að ekki væri hægt að byggja á Alþýðuflokknum, þótt hann bætti einhverju við fylgi sitt, því að þar mundu aðeins koma til atkvæði óánægðra sjálfstæðismanna, eins og hann komst að orði, en Benedikt Gröndal tók þá yfirlýsingu mjög óstinnt upp. Þá vakti það einnig mikla athygli, að Ólafur Jóhannesson spurði Benedikt Gröndal, í hverju hið nýja andlit Alþýðuflokksins, eins og það hefur verið nefnt, væri fólgið. Hann talaði um stefnuskrá Alþýðuflokksins sem boðorðin 10 og fór háðsorðum um Alþýðuflokk- inn, sem hinn „frelsaða" flokk. Benedikt Gröndal reyndi að svara því til að nýir starfshættir tíðkuðust nú í Alþýðuflokknum og nýir menn tækju þátt í störfum hans. Ólafur Jóhannesson spurði þá í tilefni af hinum „nýju starfsháttum", hvar þeir Alþýðuflokksmenn hefðu sagt frá því, að þeir hefðu fengið erlent fjár- magn, sem hefði runnið í vasa Alþýðuflokksins. Bene- dikt Gröndal svaraði hinni þungu ádrepu formanns Framsóknarflokksins: „Það kemur í næsta reikningsyfir- liti“. Ólafur Jóhannesson benti á, að hin „nnýju andlit" Alþýðuflokksins væru allt gamalkunnir alþýðuflokks- menn — eða hvort það væri ekki rétt? Benedikt viður- kenndi það, en sagði að „nýju andlitin“ hefðu fengið nýja stöðu í flokknum. Ólafur Jóhannesson lagði áherzlu á það, að eina „nýja andlitið" í framboðsliði Alþýðuflokks- ins væri Bjarni Guðnason og lét orð falla um það, að „hið nýja andlit“ væri það eitt, að í stað andlits Gylfa Þ. Gíslasonar væri komið and- litið á Benedikt Gröndal. Þá sagði Ólafur Jóhannesson, að hann hefði kynnt sér hina nýju stefnuskrá Alþýðu- bandalagsins og sagði að þar væri að finna „yfirgnæfandi blekkingar og gyllingar, sem skortir allt jarðsamband," eins og hann komst að orði. Sagði hann að hin nýja álaíur Maifnús JóhannoNson Torfi I.úóvik lícnrdikt J«'iN4>p.N.son (íröndal. stefnuskrá Alþýðubanda- lagsins minnti á söguna um naglasúpuna en nú er eftir að sjá, hvort kjósendum þykir sú naglasúpa jafngóð og konunni í sögunni, sagði formaður Framsóknar- flokksins. Þess má að lokum geta, að Magnús Torfi Ólafsson gagn- rýndi stefnuskrá Alþýðu- bandalagsins harðlega, tal- aði um hana sem boðorðin 120, þar sem hvað ræki sig á annars horn. Kallaði hann afstöðu Alþýðubandalagsins í utanríkisviðskiptum „gaff- albitastefnuna" — í stað þess að tryggja okkur mikil- vægasta markað í Evrópu með aðild að EFTA hefði Alþýðubandalagið aðeins bætt við enn einum vafasöm- um kafla í austurviðskiptum eins og hann komst að orði. Á meðan Alþýðubandalags- menn hefðu verið austur í Moskvu að tala við Brésnef um „gaffalbitastefnuna", hefði Alþýðubandalagið greitt atkvæði gegn aðild við EFTA á Alþingi. Þá sagði Magnús Torfi að stefna Alþýðubandalagsins í orkumálum væri Krafla, en Lúðvík Jósepsson mótmælti því, framkvæmdirnar við Kröflu ættu allar rætur að rekja til ríkisstjórnarinnar og afneitaði þar með starfi fyrirrennara síns í sæti formanns Alþýðubandalags- ins, Ragnars Arnalds, sem situr í Kröflunefnd, svo og einróma samþykkt Alþingis um Kröfluvirkjun á sínum tíma. Loks minnti Magnús Torfi Ólafsson á, að iðnaðar- stefna Alþýðubandalagsins væri Grundartangi, en járn- blendiverksmiðjan á rætur að rekja til iðnaðarráðherra flokksins, eins og kunnugt er. GT-VINYLAÐFERÐIN er ný vísindalega þróuö bandarísk aöferö til viögeröa á rifnu, tættu, rispuöu eöa upplituöu vinyláklæði, leöurlíki og vinyllíki á bifreiðasætum og húsgögnum. Viögeröin er varanleg og þolir alla venjulega notkun, sem aldrei heföi oröiö skemmd á hlutnum. VENTILL H/F T0Y0TAVARAHLUTAUMB0ÐIÐ Armúla 23 sími 30690

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.