Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.06.1978, Blaðsíða 32
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1978 Vtrt 1 í\ /V^ MOBÖdlv-ÍY W' (ð Jn h— katpino u r J O'rs£l S ÍL/ W J /[*—-/// GRANI göslari '993 MOVL £- Ék or lika barnasálfrædinKur! Má ck biöja yöur um að útvega mér olíumæli, éu kem þessum ekki ofaní vélina! Fleirum verð- ur flökurt „í lesendabréfi Vísis, 2. júní, rakst ég á bréf frá Gylfa Krist- jánssyni, með yfirskriftinni: „Manni verður flökurt". Veslings maðurinn, varð mér að orði. En við nánari umhugsun fannst mér einhvernveginn að' Gylfi ætti að geta varist þessum listahátíðarflökurleika, sem hann kvartar yfir, einungis með því að sniðganga staðina sem bjóða upp á list, þar undanskil ég þó matarlyst. Svo gæti hann þá notað gamla, góða ráðið að skrúfa fyrir útvarp og sjónvarp þegar maginn fer að taka kippi. Það er þó allténd betra en að vera með langvarandi flökurleika eins og barnshafandi konur verða iðulega að þola með meðgöngutímann. Hinsvegar get ég á vissan hátt tekið undir með manninum. Mér verður nefnilega ( alltaf hálf flökurt þegar ég lít yfir Austurvöll en hann blasir við augum frá vinnustað mínum. Astæðan, sem veldur minni ógleði, er þó ekki hin sama og hjá Gylfa heldur sú að horfa á grasið á vellinum vera troðið niður á stórum svæðum þótt hellulagðir göngustígar liggi þar til allra átta. Það má jafnvel sjá fólk vaða yfir blómabeðin um hásumarið þegar allt er í fullum skrúða. Um árabil var Austurvöllur girtur en það þótti ekki viðeigandi og borgarar kröfðust þess, að sú hindrun væri fjariægð. Það var gert. Árangur- inn hefir heldur ekki látið á sér standa. Yngri sem eldri hjálpast nú dyggilega að við að traðka niður grasblettina og gera þá að mórauðu moldarflagi. Eg hélt þó að unga kynslóðin. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Slælega unnin úrspilsáætlun er betri en engin og nægir stundum. En í dag reynum við að finna bestu og iiruggustu leiðina til að vinna lokasögnina. Suður gefur en austur og vestur eru á hættu. Norður S. 109 H. D4 T. KG102 L. D10653 Suður S. ÁKD6432 H. 9852 T. ÁD L. - Austur og vestur hafa alltaf sagt pass en við ætlum að vinna fjóra spaða í suður og fáum út laufás. En fyrst skalt þú lesandi góður mynda þér skoðun um úrspilið. Ef trompliturinn liggur ekki illa er auðvelt að fá ellefu slagi. En ef trompi er spilað og í Ijós kemur að annarhvor andstæðinganna á öll trompin sem okkur vantar verður spilið erfiðara. Þá verða tíglarnir að skiptast 4—3 á höndum austurs og vesturs og við getum látið tvö hjörtu í tígla blinds sama hvort sá síðasti er trompaður eða ekki. En hvernig á að vinna spilið séu hendur austurs og vesturs þannig? Vestur S. - H. 1073 T. 87654 L. ÁKG98 Austur S. G875 H. ÁKG6 t. 93 L. 742 Fyrsta slaginn trompum við auðvitað. En ef við spilum tíglun- um áður en öllum trompunum hefur verið náð af austri getur hann trompað áður en við höfum losnað við tvö hjörtu af hendinni. Og við töpum þá spilinu. Lausnin er ákaflega einföld — bara að koma auga á hana. Við spilum lágum spaða frá hendinni í 2. slag. Vörnin getur þá tekið tvo slagi á hjarta auk spaðagosans en það eru eínmitt slagirnir þrir sem við máttum gefa. Við fáum hina tíu. MAÐURINN Á BEKKNUM Jóhanna Kristjónsdóttir islenzkaði 76 hvað þér gerið yður til lífsframfæris... — Er ætlun yðar að láta hann vita af því? — Svo kynni að fara. í þetta sinn tókst henni ekki að ieyna geðshræringu sinni. — Svo að þér hafið verið í Clermont Ferrand? Hafið þér heimsótt foreidra mina? - Ekki enn. Hún þaut fram að dyrunum og reif þær upp svo að minnstu munaði að Mariette Gibon steyptist á höfuðið inn í her- bergið svo vendilega hafði hún þrýst sér upp að dyrunum til að hlusta. — Góða hafðu þína henti- semi! — Má ég koma inn? — Nei. Láttu mig í friði. Og ef þú lætur mig einu sinni í viðbót standa þig að því að njósna um mig... Maigret hafði ekki hreyft sig. — Jæja, sagði hann. — Hvað er það sem þér viijið? — hér vitið það vel. — Nei. Ég kann hetur við að menn tali hreinskilnislega. — Þér hafið búið í þessu húsi i hálft ár. — Og hvað með það? — hér eruð hrima lungann úr dcginum og vitið hvað fer fram hér. — Haldið áfram. — hað var maður sem kom reglulega hingað og hefur ckki stigið sínum fæti inn í húsið frá því hr. Louis dó. hað var engu Ifkara en augun á henni stækkuðu fyrir framan augun á honum. Enn einu sinni gekk hún að dyrun- um en í þetta skipti var þar engin. — Það var að minnsta kosti , enginn sem kom min vegna. — Hvern var þá verið að heimsa-kja? — Ætli þér vitið það ekki. Kannski væri betra ég klæddi mig. — Hvers vegna? — Vegna þess að ég geri ekki ráð fyrir að ég geti legið lengi í leti að loknu þcssu samtali. Hún lét sloppinn falla á gólfið en í þetta skipti ekki með neinni tvíra'ðH merkingu. greip huxur og hrjóstahaldara og opnaði skáp. — Ég hefði átt að gera mér grcin fyrir því að það hlyti að enda á þennan veg. Ilún talaði bersýnilega við sjálfa sig. — Yður er náttúrlega skemmt, ekki satt? — Ég hef það að atvinnu að taka giæpamcnn höndum. — Eruð þér búnir að hand- taka hann? Hún kla ddi sig i svartan kjól og var í óðaönn að snyrta sig. — Ekki enn. — Vitið þér hver maðurinn er? — hér eigið að segja mér það. — hér virðist viss í yðar siik. Ilann tók veskið fram og sýndi henni mynd af manni um þrítugt með stórt ör við vinstra gagnauga. Hún leit snöggt á myndina og sagði ekkert. — Er þetta hann? — Þér virðist halda það. — Skjáltlast mér? — Hvert get ég farið þangað til þér hafið handsamað hann? — Fulltrúar mínir munu koma yður fyrir á stað þar sem eítirlit verður haft með yður. — Hver þeirra? — Hvcrn viljið þér? — hennan dökkhærða? — Lapointe. Maigret sneri sér aftur að myndinni og spurði> — Hvað vitið þér um Marco? — Að húsfreyjan hér er ástkona hans. burfum við að tala um það hér. — Hvar er hann? An þess að svara tróð hún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.