Morgunblaðið - 18.07.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1978
5
Vegfar-
endur
spá
Karpov
sigri
Morgunblaðsmenn
brugðu sér út í miðb-
orgina, tóku nokkra veg-
farendur tali í tilefni þess
að heimsmeistaramótið á
Filipseyjum er að hefjast
og bað þá að spá um
sigurvegarann«
„Aldur skipt-
ir ekki máli
í skák”
Jón Sigurðssoni
„Korchnoi vinnur örugglega,
allavega líst mér þannig á það
miðað við hvernig þessi sálræni
áróður sem þeir eru með hvor á
annan hefur gengið.
Korchnoi er mjög sterkur
skákmaður að mínu mati og
held ég ekki að það skipti máli
þó hann sé eldri. Það hefur
a.m.k. ekki sýnt sig hingað til að
aldur skipti máli í skák.“
„Korchnoi
er farinn
að dala”
Ágúst Haraldsson.
„Karpov vinnur alveg örugg-
lega því ég held að Korchnoi sé
farinn að dala. Karpov er
ábyggilega mun reyndari en
hinn því þótt hann sé yngri er
hann búinn að fylgjast vel með
í gegnum árin. Hann ætti líka
að hafa betra úthald en Korch-
noi og það kemur honum til
góða.“
„Mjög jafnir
skákmenn”
Guðjón Bjarnason.
„Ætli Karpov vinni ekki bara,
hann er yngri. Annars held ég
að þeir séu mjög nálægt því að
vera jafnsterkir skákmenn, en
þar sem Karpov er yngri hefur
hann ábyggilega meira úthald."
„Karpov
hefur meira
úthald”
Tómas Sigurðsson.
Karpov vinnur — hann er
yngri og hefur því meira úthald.
Korchnoi hefur þó sýnt mikla
hæfni á mótum að undanförnu
svo þetta verður mjög tvísýn
keppni, en maður giskar á að sá
ýngri hafi þetta."
„Karpov
vinnur —
hann er
yngri”
Svavar Garðarsson.
„Karpov vinnur örugglega.
Korchnoi er ekki þannig skák-
maður að Karpov eigi ekki að
geta unnið hann. Karpov er
yngri og hefur meira úthald
þannig að hann vinnur mikið
frekar en Korchnoi að mínu
mati."
Ljósm.: Kristinn
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Þvottavél í þjónustu 10
manna fjölskyldu verður að
standa sig og geri hún það
þarf hún ekki annan vitnis-
burð.
Þessi f jölskylda á Philco
þvottavél.
Philco þvottavél, sem skilar
tandurhreinum þvotti til
stórrar fjölskyldu.
Það er Philco þvottavél,
sem þolir stöðuga notkun
dag eftir dag, viku eftir
viku og mánuð eftir mánuð.
W W > __ _ __
8 stunda
vinnudag að ræða
Það er Philco þvottavél,
sem er ódýrari en sambæri-
legar vélar.
Það er Philco, sem býður
upp á frábæra viðgerðar-
þjónustu.
Philco og fallegur þvottur
fara saman.
heimilistæki sf
HAFNARSTRÆTI 3 — 20455— SÆTÚN 8 — 15655
Al'GLYSINIi A-
SIMINN F.R:
22480