Morgunblaðið - 18.07.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.07.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1978 35 Gunnlaugur Egilsson skipstjóri — Minning Fæddur 8. janúar 1912 Dáinni 7. júlí 1978 Þegar ég frétti andlát vinar ’ míns Gunnlaugs Egilssonar skip- stjóra, setti mig hljóðan um stund. En þegar ég hugleiddi hvaða skarð var fyrir skildi hjá eiginkonu hans, kærum uppeldissyni, syst- kinum og augasteininum litla, alnafna hans hlýtur söknuður minn að vera smár í sniðum. Mér finnst sem ég sjái góðlát- lega glettnissvipinn á vini mínum sem segi: „Skóari, haltu þér við leistinn þinn. Gunnlaugur var ekki hár í loftinu þegar hann fór að sækja í beitingaskúrana í Sand- gerði og ekki kominn mikið yfir fermingu þegar hann fór á sjóinn fyrir alvöru. Þessir 7—12 tonna bátar, sem róið var á í þá tíð, voru sannarlega engin nýsköpunarskip. Ef slíkar fleytur sæjust einhvers- staðar í dag myndi enginn maður hætta sér á sjó á þeim. Oftast urðu menn að standa allt landstímið við dekkdæluna, því þótt að vélardæl- an ynni með fullum afköstum þá hafði hún oft ekki undan. Þetta var því ekkert sældarlif, enda fengu ekki nema þeir harðdugleg- ustu starf og voru öfundaðir fyrir vikið. Að vera orðinn sjómaður var stórt orð, ekki síður en Hákot. Gunnlaugur hafði ekki róið margar vertíðir þegar hann fór á mótorskólann og tók próf. Þau ár er hann stundaði vélamennsku var hann einn sá eftirsóttasti í því fagi og farsæll með afbrigðum. Mér er sjálfum kunnugt um hversu snjall hann var og laginn við allar vélar. A sínum skipstjóraferli kom þetta sér vel þegar bilaði úti á sjó. Gunnlaugur tók fljótlega hið minna fiskimannapróf og nokkru síðar hið meira próf. Skipstjóri var hann samfleytt um eða yfir 30 ár. Um árabil gerði Gunnlaugur út leigubáta í félagi með Sveinbirni Einarssyni frá Endagerði. Starf hans fór honum ákaflega vel úr hendi, eins og allt það sem hann snerti á. Þar fór saman mikill áhugi, snyrtimennska og grandvar heiðarleiki í öllum viðskiptum. Mannasæll var hann með afbrigð- um svo honum varð aldrei mann- fátt. Þetta stutta ágriþ segir nú ekki mikið fljótt á litið. En þeir sem eru kunnugir vita að þetta er löng og ströng barátta upp á hvern dag. Oft við óblíð náttúruöfl, mjög ófullkominn aðbúnað og frum- stæða tækni, þar sem kompásinn, blýlóðið og margarínið voru einu hjálpartækin. í þá daga dreymdi menn ekki um útvarp, talstöðvar, dýptarmæla eða lífbáta. Lífbelti voru munaðarvara. Undir stríðs- lok fór þetta að vísu ört batnandi og í dag er tæknin og allur aðbúnaður með ólíkindum. Því þykir mér það frásagnarvert að á sínum langa og stranga skip- stjóraferli skilað Gunnlaugur ávallt farkosti og mönnum heilum í höfn að leiðarlokum. Gunnlaugur var einstakt prúð- menni og mesti drengskaparmað- ur. Hann var ekki allra eins og Jón Krístinn Halldórs- son vélstjórí—Minning Fæddur 9. desember 1925 Dáinn 9. júlí 1978 Hann Jón afi minn er dáinn. Mig langar að kveðja hann og þakka honum fyrir allar ánægju- stundirnar sem ég átti með honum og ömmu minni í Fögrukinninni. Oft þegar við komum í stutta heimsókn til þeirra var svo gaman að gista eina nótt eða tvær. Ekki voru síðri ferðalögin sem við fórum saman og eigum svo margar minningar um. Ferðin okkar um „Hringveginn" í fyrra, með tjaldvagninn, er mér í fersku minni þótt ungur sé. Margan sunnudaginn skruppum við saman á Þingvöll eða í Mýrarskóga í Laugardalnum sem var þér svo kær staður. Þangað fórum við í dagsferðir, helgarferð- ir eða gistum í heila viku og alltaf kom ég jafn sæll og glaður heim úr þeim ferðum. Síðasta ferðin okkar í Mýrar- skóga fór á annan veg en við ætluðum, því Guð tók þig til sín á þeim stað sem þú og vinnufélagar þínir hjá Olíufélaginu voruð að byggja upp. Jón Arnar bróðir minn er svo ungur enn og fer á mis við svo margt að kynnast þér ekki en þegar hann verður eldri þá ætla ég að segja honum hvað afi hans og nafni var góður afi. Góði Guð styrk þú ömmu mína og okkur öll í sorg okkar. Minningin um góðan afa mun lifa hjá okkur. Einar G. Dauðinn gerir ekki alltaf boð á undan sér. Það kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti er okkur barst til eyrna að vinnufélagi okkar hjá Olíufélaginu h.f., Jón Halldórsson, hefði orðið bráð- kvaddur hinn 9. þessa mánaðar. Hann hafði haft á orði skömmu áður að hann mundi ekki koma með í fyrirhugaða sumarferð starfsmannafélagsins um helgina að þessu sinni, en það gæti verið að hann hitti okkur að ferðinni lokinni, en það fór a annan veg. Hann ætlaði að dvelja í orlofshúsi starfsmannafélagsins í Laugardal, og þar var hann staddur þegar kallið kom. Jón Halldórsson réðist sem starfsmaður hjá Olíufélaginu h.f. sem viðgerðarmaður við kynditæki árið 1962, og var við það til dauðadags. Jón var mikill áhuga- maður um málefni starfsfólksins, og hafði verið í stjórn starfs- mannafélagsins í mörg ár, og formaður þess síðustu árin. Sér- stakan áhuga og dugnað sýndi hann í sambandi við húsbyggingar starfsmannafélagsins, og þær eru ótaldar vinnustundirnar, sem hann hefur lagt fram við byggingu þeirra, fyrir utan allt annað, en hann hafði mikinn hug á t.d. að fegra landið kring um sumarhúsin, klæða það skógi og gera það vistlegt, því hann hafði mikið dálæti á staðnum og fór þangað marga aukaferð, og þar var hann staddur þegar hann lagði í sína hinstu för, förina miklu sem allir verða að fara en enginn er kannski tilbúinn að fara í þegar kallið kemur. Jón Halldórsson var mjög dag- farsprúður maður og ekki fyrir að hefja viðræður við hvern sem var, en hann var skemmtilegur og- glettinn í vinahópi. Það dróst oft á langinn að fara heim af stjórnar- fundunum, og margt var skrafað yfir kaffibolla. sagt er, en vinur vina sinna. Ég var alltaf undrandi yfir því hversu mikill hafsjór af fróðleik bjó í honum. Minnið var með afbrigðum gott og það var með ódæmum hve mikið hann hafði lesið. Hann var vel heima í fornbókmenntunum allt frá Landnámu til Njálu sem hann kunni heilu kaflana úr. Þó tók steininn úr þegar kom að ljóðunum. Það var varla til það ljóðskáld sem hann hafði ekki lesið og bókstaflega lært, að minnsta kosti þau eldri, og virtist Gunn- laugur t.d. kunna Andvökur spjaldanna á milli. Ég vissi aldrei hvaða ljóðskáld hann hélt mest upp á, en hann virtist unna allri ljóðlsit þess höfunar er féll í smekk hans. Sem dæmi má nefna Hávamál og Egil Skallagrímsson. Framsögn hans var á þann veg að menn hlýddu á alveg heillaðir. Gunnlaugur kom manni oft á óvart. Ég minnist þess eitt sinn er við hjónin fórum með honum í heimsókn til föðursystur hans, Nínu Sveinsdóttur leikara. Við höfðum vart sest niður þegar hljómfögur orgeltónlist fyllti stof- una. Það hefði enginn trúað því að þarna sæti veðurbarinn sjóari, með sigggrónar hendur. Þessi kvöldstund verður mér ógleyman- leg. Þau frændsystkinin fóru á kostum. Ljóðin flugu á milli þeirra, bókmenntagagnrýnin, heilu kaflarnir úr Islandsklukk- unni og glaðbeittur húmorinn seitlaði út í hverja taug. Þegar ég horfi í huga minn, hlít ég að trúa að slíkar eldsálir lifi þótt líkaminn deyi. Ég man að Laugi var ekkert sérstaklega hrifinn af minningar- greinum. Ég held mér því við leistinn minn framvegis og vona að Laugi taki lag á orgelið fyrir mig næst þegar við hittumst. Kristiinn. Jón Halldórsson var giftur Arnfríði Mathiesen og eiga þau 5 börn, 2 stúlkur og 3 drengi, auk þess hafa þau alið upp systurson Arnfríðar. Við flytjum fjölskyldu Jóns Halldórssonar innilegar sam- úðarkveðjur. Starfsmannafélag Oh'ufélagsins h.f. — Minning Framhald af bls. 34. ur, sem báðir höfðu nýlega lesið. Stundum færði hann mér bækur, sem honum þóttu eftirtektarverð- ar; sú síðasta liggur á borðinu, Jónatan Livingstone mávur. Mér fannst raunar undravert, hversu mikið hann komst yfir að lesa með löngum vinnudegi. Og lestur hans var ekki rígskorðaður við þröngt svið, eins og oft vill verða, hann var víðlesinn í þess orðs bestu merkingu. Ég held, að Logi _þafi staðið á nokkrum tímamótum, þegar hann féll frá. Hann hafði nýlokcið verkefni í þágu stéttar sinnar á vegum Hafrannsóknarstofnunar- innar, og hafði í huga að sækja um nýtt starf á framandi slóðum. Hann hafði búið sér snoturt og hlýlegt heimili og komið upp húsnæði til að geta sinnt áhuga- málum sínum. Engu að síður virtcist mér hann að nokkru leyti í vafa um, hvaða framtíðarstarf honum félli best. Við sáumst síðast miðvikudag- inn 6. júlí. Hann kom til mín með grein um hugðarefni sitt og hgsmunamál sjómanna, sém hann hafði skrifað og ætlaði að birta í Ægi. Við lásum hana saman og ræddum örlítcið efni hennar, þótt mig brysti þekkingu á flestu því, sem þar var um fjallað. Loks mæltum við okkur mót í byrjun ágúst, hugðumst þá fara á krækl- ingafjöru upp í Hvalfjörð. Sú ferð verður aldrei farin. A einum stað segir, að þeir deyi ungir, sem guðirnir elski. Þetta eru orð, sem sett eru fram af vanmætti manna gegn þeim duldu rökum örlaganna, er fella unga menn til moldar. Þeim dómi verður ekki hnekkt, en eftir lifir minningin í hugum þeirra, er þekktu hinn gengna. Ég sendi ástvinum hugheilar samúðarkveðjur. Sölvi Sveinsson. LéNUE.VIöT 1 S 'jit fluq-i i5. .s: V'í'iö ó.x XtA SlhjSi .Wbm TttT.e.viiK)$ kF.oú' 1 mm Leiíur Magnússon íslandsmeistari í svifflugi 1978 stendur þarna við verkefnaskrá eins keppnisdagsins á Ilelluflugvelli. Ljósmynd Mbl. Árni Johnsen. Svifflugmótið á Hellu: Leifur í slands- meistari í þridja sinn ÍSLANDSMÓTI í svifflugi, sem Flugmálafélag íslands hélt a Helluflugvelli í s.l. viku, lauk á sunnudag, og náðust þrír gildir keppnisdagar. Islandsmeistari varð Leifur Magnússon verkfr., og er þetta í þriðja sinn sem hann vinnur mótið. Úrslitin urðu sem hér segir: 1. Leifur Magnússon 2. Þórmundur Sigurbjarnason 3. Sigurbjarni Þórmundsson 4. Sigmundur Andrésson 5. Garðar Gíslason 6. Stefán Sigurðsson 7. Bragi Snædal 8. Sverrir Thorláksson 9. Haukur Jónsson 2429 stig (sviffluga Ka-6CR) 1802 stig (sviffluga Ka-6E) 1788 stig (sviffluga Olympia) 1775 stig (sviffluga Ka-6CR) 1607 stig (sviffluga HP-16) 1500 stig (sviffluga Vasama) 1169 stig (sviffluga Ka-6CR) 1049 stig (sviffluga K-8B) 193 stig (sviffluga Libelle) Fyrsti gildi keppnisdagurinn náðist á þriðjudag, en þá áttu keppendur að fljúga sem lengsta fjarlægð um 6 tiltekna hornpunkta. Leifur komst 80,4 km, sem jafnframt varð lengsta svifflugið á þessu móti, og 7 aðrir keppendur komust yfir 25 km. Fimmtudaginn náðist annar gildi keppnisdagurinn, og einnig þá var verkefnið fjarlægðarflug um tiltekna hornpunkta. Lengsta flugið flaug Garðar Gíslason á HP-16 svifflugu sinni, 47,9 km, en svipaða vegalengd, eða 46,6 km, flaug yngsti keppandinn, Sigurbjarni Þórmundsson, á elstu svifflugu keppninnar. Þar sem sú sviffluga hafði verulega hærri forgjöf en HP-16 svifflugan, hlaut Sigurbjarni flest stig fyrir þann keppnisdag. Þriðji gildi keppnisdagurinn náðist síðan á laugardag, þrátt fyrir að veðurskilyrði til sviffiugs væru óhagstæð. Þá var verkefnið markflug frá Hellu-flugvelli að Breiðabólstað og til baka að Hellu, samtals 32 km. Lengstri vegalengd náði Leifur, 29 km, en fjórir aðrir keppendur, þeir Þórmundur, Stefán, Sigurður og Garðar vc skammt á eftir með 26 til 28 km. Veðurskilyrði voru fremur óhagstæð til svifflugs flesta mótsdagana, og mjög einhæf með þrálátri vest^nátt og skýjuðu lofti SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Er nauðsynlegt að sækja kirkju, svo að afstaða okkar til Guðs sé eins og vera ber? Ég er gefinn fyrir útivist, og mér finnst ég öðlast andlegan styrk með því að ganga á vit náttúrunnar. Spurning yðar er ekki ný af nálinni. Þér eruð ekki fyrsti maðurinn né sá síðasti, sem vill njóta gæða kristindómsins án þess að taka á sig skuldbindingar hans. Biblían segir, að Kristur hafi elskað söfnuðinn og lagt sjálfan sig í sölurnar fyrir hann. Við getum ekki yppt öxlum og sagt, að stoftiun, sem sonur Guðs dó fyrir, skipti engu máli. Ég hef heyrt marga mehn segja, að þeir geti tilbeðið Guð alveg eins auðveldlega vel úti og á stöðuvatni og í kirkju, en ég á eftir að sjá fyrsta manninn gera það. Þeir eru venjulega að veiða fisk úr bát eða fást við eitthvað annað. í kirkju erum við okkur meðvitandi um návist Krists. Þar örvar andrúmsloftið okkur til tilbeiðslu. Það beinir huga okkar upp á við. I raun réttri er ekki nauðsynlegt að „sækja kirkju“ til þess að afstaða okkar til Guðs sé eins og vera ber, en þegar afstaða okkar til hans er rétt, þá hljótum við að leita að söfnuði, þar sem við öðlumst styrk og kraft meðal annarra trúaðra manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.