Morgunblaðið - 18.07.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.07.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1978 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JULI 1978 27 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjórí Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsíngastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aöalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. ó mánuói innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakiö. Alþýdubanda- lagið í f orystu í landsmálum? Astæða er til að vekja athygli á því, í sambandi við þær viðræður um m.vndun vinstri stjórnar, sem nú eru að hefjast, að forsendurnar fyrir myndun slíkrar stjórnar nú eru allt aðrar en áður hafa verið. Þegar vinstri stjórnir voru rjjyndaðar 1956—58 og 1971—74 var Framsóknarflokkurinn öfluf<astur þeirra flokka, sem að þeim ríkisstjórnum stóðu. Framsóknarflokkurinn var óumdeilanlegur forystuflokkur á þeim tíma, næststærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar og enginn þurfti að draga í efa, að Framsóknarflokkurinn réði ferðinnii Nú þegar viðræður hefjást enn um myndun vinstri stjórnar eru aðstæður allt aðrar. Þegar að samningaborði er gengið, er Framsóknarflokkurinn minnstur þeirra flokka, sem þátt taka í viðræðunum, bæði minnsti þingflokkurinn og sá flokkur, sem minnst fylgi hefur meðai þjóðarinnar. Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur eru að vísu jafn stórir með jafnmarga þingménn og Alþýðubandalagið örlítið meira fylgi meðal kjósenda, en fram hjá því verður ekki horft, að Alþýðubandalagið byggir á traustari grunni en Alþýðuflokkurinn. Sveiflurnar í fylgi Alþýðuflokksins í kosningum á þessum áratug hafa verið mun meiri en sveiflur í fylgi Alþýðubandalagsins og Ijóst er, að það flokkskerfi, sem stendur að baki þingflokkí Alþýðubandalagsins er mun 'sterkara en það sem Alþýðuflokkur byggir á og þarf ekki annað en benda á stöðu málgagna þessara tveggja flokka því til staðfestingar. Þótt Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag séu jafnstórir flokkar verður samt að líta svo á, að innviðir Alþýðubandalagsins séu mun sterkari en innviðir Alþýðuflokksins. Það þýðir í raun, að takist samningar um myndun nýrrar vinstri stjórnar er þar um að ræða vinstri stjórn sem ekki lýtur forystu Framsóknarflokksins, ekki heldur Alþýðuflokksins, heldur Alþýðubandalagsins. Þá væri komin upp sú staða í íslenzkum þjóðmálum, að Alþýðubandalagið væri í forystu bæði í ríkisstjórn og í borgarstjórn Re.vkjavíkur. Frá sjónarmiði borgaralega sinnaðs fólks væri hér um mjög alvarlega þróun að ræða, sem hlyti að kalla á margvísleg viðbrögð. Engin trygging Margir virðast haldnir þeim misskilningi, að þátttaka Alþýðubanda- lagsins í ríkisstjórn sé nauðsynleg til þess að tryggja samstarf verkalýðshreyfingarinnar við ríkisstjórn og Alþingi. Reynslan frá tveimur vinstri stjórnum sýnir, að þátttaka Alþýðubandalagsins í ríkisstjórn er nákvæmlega engin trygging fyrir því, að verkalýðssamtök- in eigi eðlilegt samstarf við þá ríkisstjórn sem situr. Vinstri stjórnin fyrri hrökklaðist frá völdum í árslok 1958 vegna þess, aö hún náði ekki samkomulagi við Alþýðusamband Islands um stefnuna í efnahags- og kjaramálum, og átti þó þáverandi forseti Alþýðusambands íslands sæti í þeirri ríkisstjórn. Vinstri stjórnin fyrri fór frá völdum með þeirri yfirlýsingu forsætisráðherra hennar, að stjórnarflokkarnir hefðu engin úrræði til þess að leysa efnahagsvanda þjóðarinnar. Vinstri stjórnin síðari missti tökin m.a. vegna þess, að í febrúar 1974 voru gerðir fjarstæðukenndir kjarasamningar, sem voru langt umfram greiðslugetu þjóðarbúsins. Þessir samningar voru gerðir, þótt þrír ráðherrar sætu yfir samningamönnum verkalýðsfélaganna, og þótt forseti Alþýðusambands Islands væri einn af ráðherrum í ríkisstjórn- inni. Þremur mánuðum eftir að þessir samningar voru gerðir setti vinstri stjórnin síðari bráðabirgðalög, sem tóku vísitöluna úr sambandi. Þessi tvö dæmi frá fyrri vinstri stjórnum sýna, að þátttaka Alþýðubandalagsins í ríkisstjórn er engin trygging fyrir því að verkalýðssamtökin eigi eðlilegt samstarf við ríkisstjórnina. í báðum þessum ríkisstjórnum hafa forsetar ASÍ átt sæti og það'dugði heldur ekki. Þar við bætist nú, að þingflokkur Alþýðubandalagsins, sem skipaður er 14 þingmönnum, er að yfirgnæfandi meirihluta í höndum menntamannaklíku flokksins. Þar er nú aðeins einn verkalýðsmaður, Eðvarð Sigurðsson. Vitað er, að nú þegar eru verkalýðsforingjar Alþýðubandalagsins mjög óánægðir með þá stefnu, sem þessi þingflokkur hefur tekið í stjórnarmyndunarviðræðum. Þegar fengin reynsla óg aðstæður innan Alþýðubandalagsins nú eru hafðar í huga verður ljóst, að þátttaka Alþýðubandalagsins í ríkisstjórn er engin trygging fyrir því, að verkalýðssamtökin taki raunsærri afstöðu til kjaramála en þau hafa gert á undanförnum árum. Ruddaleg framkoma Ruddaleg viðbrögð Alþýðubandaiagsins við tilmælum Benedikts Gröndals formanns Alþýðuflokksins, um þátttöku í viðræðum um myndun svonefndrar nýsköpunarstjórnar hafa vakið þjóðarathygli og þá ekki síður áframhaldandi viðbrögð Alþýðubandalagsins við óskum formanns Alþýðuflokksins um skýringará þessari afstöðu Alþýðubanda- lagsins. Þessi ruddalegu viðbrögð Alþýðubandalagsins virðast miða að því að auðmýkja Alþýðuflokkinn og tryggja að tilraun hans til stjórnarmyndunar mistakist. En þau eru líka til marks um hversu hræddir Alþýðubandalagsmenn eru við að taka þátt í ríkisstjórn. Sú hugsun hlýtur að leita á kjósendur Alþýðubandalagsins hvaða tilgangi það þjóni að kjósa flokk, sem ekki þorir að taka á sig þá ábyrgð, sem af kjörfylgi hans leiðir. Nýsköpunarst j órnin „Nýsköpunarstjórn, „viðreisnar- stjórn", „vinstri stjórn“ eru hugtök sem nú er haldið fram í sambandi við stjórnarmynd- i unarviðræður flokkanna. Ekki eru þetta þó ný hugtök sem | menn eru að finna upp heldur er um að ræða heiti sem fyrri ríkisstjórnir hafa fengið og er | tilvísun til þeirra nú byggð á samsetningunni einni saman, j þ.e. „nýsköpunarstjórn" vísar til samstjórnar Sjálfstæðis- flokks, Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags. Slík stjórh var annað ráðuneyti Ólafs Thors, sem tók við af utanþingsstjórn 21. október 1944 og stóð til 10. október 1946 að Olafur baðst lausnar, en ráðherrar hennar gegndu embættum áfram þar til ný stjórn tók við 4. febrúar 1947. U tanþingsst jórn og tólf manna nefnd flokkanna Eftir aö stjórnmálaflokkarnir höfðu árangurslaust reynt að mynda ríkisstjórn eftir haust- kosningarnar 1942 skipaði Sveinn Björnsson ríkisstjóri ut- anþingsstjórn á ríkisráðsfundi 16. desember 1942. Þetta er eina utanþingsstjórnin sem setið hef- ur á Islandi og það kom í hennar hlút að hafa með höndum allar framkvæmdir í sambandi við uppsögn sambandslaganna við Danmörku og stofnun lýðveldis- ins 17. júní 1944. Töluvert var reynt til þess að mynda þingræð- isstjórn, ekki sízt rétt fyrir stofnun lýðveldisins, en án árangurs. Eftir lýðveldisstofnun þótti mörg- um bæði innan þings sem utan að nú mætti ekki lengur við svo búið standa og seint í júlímánuði var enn hafizt handa við að athuga möguleikana á ríkisstjórn sem þingflokkarnir fjórir stæðu allir að. Kusu flokkarnir þriggja manna nefndir í málið og gengu þessir menn undir nafninu Tólf manna nefndin. Dýrtíðarmálin voru efst á blaði þeirra vanda- mála sem við var að glíma. Umræður Tólf manna nefndar- innar stóðu sem hæst þegar Alþingi kom saman í byrjun september og fékk til meðferðar frumvarp utanþingsstjórnarinn- ar um dýrtíðarmálin. Tóku al- þingismenn því svo þunglega, að í útvarpsumræðum um þau 11. september, sagði dr. Björn Þórð- arson forsætisráðherra, m.a. að stjórnin hefði ákveðið að leggja fyrir forsetann lausnarbeiðni ' sína ef þingið eða meirihluti þess hefði ekki fyrir 15. þess mánaðar bent á nýja stjórn eða lýst yfir því eða samþykkt að gera þær ráðstafanir í dýrtíðarmálum, . sem stjórnin teldi „að við megi hlíta“. Alþingi gerði hvorugt og 16. september lagði ’dr. Björn fram lausnarbeiðni fyrir sig og ráðuneyti sitt. Forseti Islands ræddi samdægurs við Gísla Sveinsson forseta sameinaðs Alþingis um viðhorfin sem upp voru komin og síðan við þá Ólaf Thors formann Sjálf- stæðisflokksins, Eystein Jónsson formann þingflokks Framsókn- arslokksins, Einar Olgeirsson formann þingflokks Sósíalista- flokksins og Harald Guðmunds- son formann þingflokks Alþýðu- flokksins. Að loknum viðræðun- um lýstu talsmenn flokkanna því yfir að þingflokkarnir myndu halda áfram tilraunum sínum til stjórnarmyndunar. Sjálfstæðisflokkurinn skrifar svo hinum bréf 14. september með ákveðnum tillögum um málefna- legan samstarfsgrundvöll og fundarhöld í Tólf manna nefnd- inni héldu áfram. A fundi 2. október tilkynnti Eysteinn Jóns- „Þessi vinsœlasta og gifturíkasta stjórn sem ísland hefur átt” (Einar OÍKeirsson) son að Framsóknarflokkurinn teldi þýðingarlaust að halda viðræðunum áfram þar sem sýnilegt væri að Sjálfstæðis- flokkur og Sósíalistaflokkur ætl- uðu sér að ganga til stjórnar- myndunar án ákveðinnar fjár- málastefnu eða stefnu í atvinnu- málum. Ólafur myndar nýsköpunar- stjórnina Með brotthvarfi Framsóknar- flokksins var þjóðstjórnarmögu- leikinn úr sögunni og ákvað forseti Islands að fela Ólafi Thors að gera tilraun til stjórn- armyndunar. Ólafur snéri sér fyrst til Framsóknarflokksins, sem geröi tillögu um það að flokkarnir stæðu saman um ríkisstjórn undir forsæti dr. Björns Þórðarsonar. Sjálfstæðis- flokkurinn hafnaði þessu og 4. október snéri Ólafur Thors sér til Alþýðuflokks og Sósíalista- flokks og lagði fyrir þá drög að málefnasamningi, sem var i meginatriðum sá sami og lagður hafði verið til grundvallar í þjóðstjórnarviðræðunum. 14. október tókst að koma á málefnasamningi milli Sjálf- stæðisflokks, Alþýðuflokks og Sósíalistaflokks með þeim höf- uðmarkmiðum að tryggja sjálf- stæði og öryggi íslands út á við og hefja stórvirka núsköpun í atvinnulífi þjóðarinnar. Af hálfu Alþýðuflokksins voru sett skilyrði um launakjör, al- mannatryggingar o.fl. sem fall- izt var á en engin skilyrði voru sett af hálfu Sósíalístaflokks- ins. Verkaskipting innan ráðu- neytis var svo rædd og 21. október var stjórnin mynduð. í ritinu Stjórnarráð Islands 1904—1964, sem stuðzt er við hér, segir höfundur Agnar Kl. Jónsson: „Það er væntanlega engum gert rangt til, þótt því sé haldið fram, að það sé engum einum manni jafnmikið að þakka og formanni Sjálfstæðisflokks- ins, Ólafi Thors, að það tókst, Ólafur Thors þrátt fyrir mjög mikla erfiðleika að mynda þingræðisstjórn flokka með jafn ólíkum sjónar- miðum og stefnum er hér var um að ræða, og það var samkvæmt tillögu hans, að hver hinna þriggja flokka án tillits til þingfylgis skyldi hafa tvo menn í stjórninni. Um það sagði Ólafur Thors að það sem fyr.ir sér vekti, væri að slá því föstu að formi og efni, að hér störfuðu þrír aðilar, jafnir að rétti, skyldum og ábyrgð. Urðu ráð- herrarnir því alls sex, sem skipaðir voru áðurnefndan dag, hinn 21. október". Ráðherrarnir voru; Ólafur Thors forsætis- og utanríkisráðherra og Pétur Magnússon viðskipta- og fjármálaráðherra frá Sjálf- stæðisflokknum, frá Alþýðu- flokknum Emil Jónsson sam- göngumálaráðherra og Finnur Jónsson félagsmála- og dóms- málaráðherra og frá Sósíalista- flokknum Brynjólfur Bjarnason menntamálaráðherra og Áki Jakobsson atvinnumálaráðherra. Þessi ríkisstjórn, sem gekk undir nafninu „nýsköpunarstjórnin, vegna aðalstefnu sinnar um stórkostlega nýsköpun atvinnu- lífsins með innkaupum og smíð- um á nýjum framleiðslutækjum fyrir atvinnuvegina, hafði sterka aðstöðu á þingi. Hún naut stuðnings allra 7 þingmanna Alþýðuflokksins, 10 þingmanna Sósíalistaflokksins og 15 þing- manna Sjálfstæðisflokksins en fimm þingmenn hans snérust gegn stjórninni, þeir Gísli Sveinsson, Ingólfur Jónsson, Jón Sigurðsson á Reynistað, Pétur Ottesen og Þorsteinn Þorstein- son. Framsóknarflokkurinn var á móti stjórninni sem naut því stuðnings 32 þingmanna af 52. Einn þingmanna Framsóknar- flokksins, Jónas Jónsson, frá Hriflu bar strax án vitundar flokks síns eða samráðs við hann fram vantrauststillögu á ríkis- stjórnina. Við atkvæðagreiðslu í sameinuðu Alþingi var tillagan felld með 31 atkvæði gegn 1 atkvæði flutningsmanns og sátu aðrir stjórnarandstæðingar því hjá atkvæðagreiðsluna. Nýsköpunin „Eftir hálfs mánaðar þinghlé tók nýsköpunarstjórnin til óspilltra málanna og hratt mörgum og merkum málum af stokkunum samkvæmt hinni sameiginlegu stefnuskrá", segir Agnar Kl. Jónsson í riti sínu. „Þrátt fyrir hin ólíku sjónarmið og skoðanir tókst öll samvinna furðanlega vel“. Um mál nýsköpunar- stjórnarinnar nefnir Agnar Kl. Jónsson að 1943 var samið um smíði á 45 fiskibátum í Svíþjóð sem seldir voru einkaaðilum og bæjar- og sveitarfélögum, og síðar 5 bátum til viðbótar. Innanlands var að tilhlutan ríkisstjórnarinnar hafinn undirbúningur að smíði 30 fiskibáta. En stærsta skrefið til aukningar á fiskiskipastólnum voru þó samningar ríkis- stjórnarinnar við brezkar skipa- smíðastöðvar um smíði 30 tog- ara. Auk þessa hófst ríkis- stjórnin handa um öflun flutn- ingaskipa og ennfremur var hafinn undirbúningur að bygg- ingu nýrra verksmiðja til vinnslu á sjávarafla, og Ný- byggingarráð var sett á laggirn- ar til að fara með uppbyggingu á sviði landbúnaðar og iðnaðar. Nýsköpunarstjórnin á ríkisráðsfundi. Þegar komið var framundir lok þingsins 1945—46 báru forystu- menn Framsóknarflokksins, Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson, fram vantrauststillögu, sem var svo felld eftir töluverðar umræður með 33 atkvæðum gegn 14. 22. júlí 1946 var Alþingi kvatt saman til aukafundar að nýaf- stöðnum kosningum til að ræða tillögu ríkisstjórnarinnar um inntökubeiðni Islands í Sameinuðu þjóðirnar. Hannibal Valdimarsson bar þá fram breytingartillögu þess efnis að ríkisstjórnin krefðist þess að herlið það sem enn dveldi í landinu hyrfi þegar á brott og síðan kom fram þings- ályktunartillaga frá öllum þingmönnum Sósíalistaflokks- ins um brottför Bandaríkja- hers. Þessi tillaga varð ekki útrædd en Ólafur Thors sagði ríkisstjórnina mundu hefja umræður við stjórn Banda- ríkjanna um fullnægingu og niðurfellingu herverndarsamn- ingsins frá 1941 og tilkynna Alþingi um árangurinn, er það kæmi saman aftur. Inntöku- beiðni Islands í S.Þ. var sam- þykkt. Hermálið klýfur stjórnina Þegar Alþingi kom saman aftur 19. september 1946 lagði for- sætisráðherra fram tillögu til þingsályktunar um heimild fyrir ríkisstjórnina til að gera samn- ing við Bandaríkin um niðurfell- ingu herverndarsamningsins frá 1941 o.fl. en Bandaríkjunum skyldi áfram heimilt að halda uppi á Keflavíkurflugvelli þeirri starfsemi sem nauðsynleg væri talin til að Bandaríkin gætu innt af hendi skyldur í sambandi við herstjórn Þýzkalands. Þetta heimildarákvæði sættj mikilli gagnrýni og mótspyrnu og þá einna mest frá Sósíalistaflokkn- um sem snérist öndverður gegn samningsuppkastinu og krafðist skilyrðislausrar brottfarar her- liðsins af Keflavíkurflugvelli. Urðu mjög snarpar umræður á þingi og utan þings urðu æsingar með mönnum og óeirðir á götum og var gerður aðsúgur að Álþingi og einstökum alþingismönnum. Þingsályktunartillaga forsætis- ráðherra var samþykkt 5. október með 32 atkvæðum gegn 19. Að atkvæðagreiðslu lokinni lýsti Brynjólfur Bjarnason mennta- málaráðherra yfir að grundvöll- ur stjórnarsamstarfsins væri rofinn. Tveimur dögum síðar rituðu ráðherrar Sósíalista- flokksins Ólafi Thors bréf þar sem þeir lögðu að honum að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga og að ef hann ekki bæðist lausnar fyrir ráðuneytið í heild þá óskuðu þeir þess að hann bæðist lausnar fyrir þá tvo. Ólafur Thors svaraði á þá leið að hann sæi ekki ástæðu til þingrofs né heldur teldi hann að sam- starfsgrundvöllurinn hefði verið rofinn. Hins vegar yæri það staðreynd að ráðherrar Sósíalistaflokksins óskuðu lausn- ar og þess vegna væri grundvöll- ur stjórnarsamstarfsins úr sög- unni þar sem ákveðið hefði verið að það byggðist á fullri aðild allra flokkanna þriggja. Sama dag, 10. október, baðst Ólafur Thors lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt en ráðherrarnir gegndu embættum sínum áfram, ráðherrar sósíalista eftir um- hugsunarfrest, þar til 4. febrúar 1947 að ráðuneyti Stefáns Jóhanns Stefánssonar tók við völdum. Vonbrigði Ólafs og eftirmæli Einars Olgeirssonar Aðdragandi nýsköpunarstjórnar- innar og endalok drógu ýmsa dilka á eftir sér auk þess sem stjórnin sjálf var næsta einstæð Framhald á bls 28. Gorch Fock. Siglt undir þýzkum fána — Skólaskipið Gorch Fock í heimsókn í Reykjavík út um kýraugað kíkti sjó- maður og blístraði glaðlega á eftir kvenljósmyndara Morgun- blaðsins. „Almáttugur" dæsfi ljósmyndarinn um leið og hún smeliti mynd af skólaskipinu þýzka „Gorch Fock“ sem kom til Reykjavíkur í gærmorgun. Skipið „Gorch Fock“ úr þýzka flotanum er í sinni 55. kennslu- ferð og fer aftur héðan áleiðis til Gautaborgar í Svíþjóð n.k. föstudag. Það kom hingað frá heimahöfn sinni í Kiel við Kielarskurðinn með 197 manna áhöfn og kennaralið. þar af 117 foringjaefni í þýzka sjóhern- um. Fáir þeirra voru uppi á þilfari er Morgunblaðið bar að garði. en brosandi blaðafulltrú- inn. Detlef Röber, hauð okkur til sætis í einni káetunni, þar sem skenkt var rússneskt vodka og þýzkur bjór. Röber og Karlheinz Krug sendiráðunautur í þýzka sendi- ráðinu á íslandi höfðu ofan af fyrir blaðamönnum á meðan komu skipstjórans var beðið. Ræddu þeir um skipið, sem er hið eina sinnar tegundar í þýzka flotanum, tilgang þess og fleira. Seglskipið Groch Fock er 1760 lestir að stærð og 90 metrar á lengd. Því var hleypt af stokk- unum í Hamborg árið 1958 ,og hefur síðan verið notað sem skólaskip fyrir þjálfun sjóliðs- foringja í þýzka sjóhernum, sem og óbreyttra. Gorch Fock er annað skipið sem ber þetta nafn. Það er skýrt eftir sjóskáldinu Johan Kinau, sem féll í Jótlandsorrustunni 19J6, en Gorch Fock var skálda- nafn hans. Skipið er hið fimmta sinnar tegundar í þýzka flotan- um. Systurskip þess voru smíð- uð af sama fyrirtækinu, Blomh & Voss skipasmíðastöðinni í Hamborg fyrir stríð og eru nú notuð sem skólaskip í öðrum löndum. Möstrin eru u.þ.b. 45 metrar á hæð og geta borið 23 segl, þannig að seglbúnaðurinn er um 2000 fermetrar. Þess eru dæmi að skipið hafi náð um sextán hnúta hraða undir fullum segl- um. Beztum árangri náði það í 49. æfingarferð sinni árið 1976 og sigldi þá 568 kílómetra undir fullum seglum á einum sólar- hring. Einu sinni sigldi Gorch Fock alls 2295,5 kílómetra á fimm sólarhringum (124 tímum) á Norður-Atlantshafi. Góður félagsandi og sjálfsafneitun I áhöfn skipsins nú eru undirforingjaefni sem eru í þjáifun frá aprílbyrjun til septemberloka en þá tekur við þjálfun sjóliðsforingjaefnanna sem stendur skemur eða í sex vikur. Áður en siglingar um heimshöfin hefjast eru piltarnir á nokkurra vikna námskeiði í Kiel. þilfari Gorch Fosk. t. frá vinstri. Pálmi Hlöðversson frá landhelgisgæzlunni, Herwig yfirforingi, Karlheinz Krug sendiráðu- nautur í þýzka sendiráðinu. skipstjórinn og blaðafulltrúinn Detlef Röber. Skipstjórinn Ilelmut Wind í annað sinn í Reykjavík. „Þeir læra hlýðni, samvinnu, fá tilfinningu fyrir siglingum og kynnast því að sigla undir fána þýzka sambandslýðveldisins," sagði Röber blaðafulltrúi sem hefur starfað á Gorch Fock í tvö ár.“ Kjarni áhafnarinnar eru 72 sjóliðsforingjar eða yfirmenn, undirforingjar og óbreyttir sjó- liðar og sex óbreyttir borgarar. Síðan skipið var tekið í notkun fyrir tveimur áratugum og þar til það fór í 52. kennsluferðina hafa alls verið þjálfaðir um borð 7197 sjóliðsforingjar og sjóliðar. Skipstjórinn Helmut Wind hedur verið á Gorch Fock síðan 1966 en þá kom hann með skipinu(til Reykjavíkur, að visu Framhald á bls 28. Þrjú þýzk undirforingjaefni á •röngu við Reykjavíkurhöfn. Jm í . f f f f 'iSI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.