Morgunblaðið - 18.07.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.07.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JULI 1978 43 Tiltektir hjá Kýpurforseta Níkósiu-Kýpur, 17. júlí, AP. Spyros Kyprianou, forseti Kýp- ur, lýsti því yfir í dag að tekizt hefði að ráða niðurlögum sam- særis gegn stjórn eyjarinnar og rak hann jafnframt úr embætti aðalsamningamann sinn í sátta- viðræðum við Tyrki. Ekki er þó vitað til að beint samband hafi verið á milli þessara aðgerða. I uppsagnarbréfi sínu til Tasos Papadopoulos, talsmanns Grikkja í deilu þeirra og Tyrkja, sakaði forsetinn hann um „blinda og sjúklega metorðagirnd, öfund og hatur“. Lét Kyprianou enn fremur í ljós von um að Papadopoulos ætti eftir að skilja hörmuleg mistök sín, nýleg sem gömul, ög að hann myndi iðrast og betrumbæta afstöðu sína, sem stefnt hefði Svo kann að fara að fastafulitrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Andrew Young, segi af sér, vegna þess að honum finnst staða sín ekki eins eftirsóknarverð og hún var, er hann tók við henni. Young hefur verið harðlega gagnrýndur, þann tíma er hann hefur verið fastafulltrúi og nú síðast var hann gagnrýndur fyrir að láta hafa eftir sér að „hundruð ef ekki þúsundir pólitískra fanga væru í Bandaríkjunum." Þessi mynd var tekin nýlega af Young ásamt eiginkonu sinni og syni. Engin afstaða tekin til Kúbu Khartoum. 16. júlf. Reuter. Utanríkisráðherrar landa, sem aðild eiga að einingarsamtökum Afríku- ríkja, neituðu á sunnudag að taka afstöðu til þeirrar kröfu Sómala að reka Kúbumenn úr samtökum hlutlausra ríkja sökum tengsla þeirra við Sovétmenn. Ráðherranefnd samtakanna, sem nú fundar í Khartoum, ræddi um helgina sameiginlega stefnu- mörkun til undirbúnings ráðstefnu hlutlausra ríkja, sem á að hefjast þann 25. júlí. Krafa Sómala kom fram á sama tíma og yfirvöld í Eþíópíu vöruðu nágranna sína við að svo kynni að fara að næsta styrjöld út af Ogaden-svæðinu yrði ekki háð þar heldur Sómalíu- megin landamæranna gerðu Sóm- alar áfram kröfur til eyðimerk- unnar. Kúbanskir hermenn og sovéskir skriðdrekar voru í fremstu víglínu Eþíópa, er Sómal- ar voru reknir á flótta úr Ogaden í marz. Búizt var við að 30 leiðtogar Afríkuríkja, að minnsta kosti, myndu sækja ráðstefnu einingarsamtakanna sem byrjar formlega í dag, þriðjudag. Rússar skjóta þyrlur niður Teheran, íran 17. júlí. AP. HIN opinbera fréttastofa írans, Pars, skýrði frá því í dag að tvær íranskar þyrlur hefðu verið skotn- ar niður í sovéskri loft- helgi hinn 21. júní síðast- liðinn. Allir um borð í annarri þyrlunni létust, en áhöfn hinnar særðist aðeins. Samkvæmt fréttum Pars villtust þyrlurnar vegna mikillar þoku. Þyrlurnar voru skotnar niður skammt frá borg- inni Sabzevar, sem er í Norðaustur-íran. Báðar voru þyrlurnar óvopnaðar og að sögn Pars voru þær í æfinga- flugi er þær villtust af leið. Háttsettur Rússi á fund feðra sinna Moskva 17. júlí. AP. Reuter. Fyodor Kulakov, einn þeirra sem álitinn var Eitursnákar í bögglapósti Istanbúl, 16. júlí. AP. TYRKLAND logaði áfram í óeirðum síðustu helgi. Fyrrver- andi leiðtogi verkalýðsfélags fékk böggul með eitursnákum sendan í pósti og tveir menn létu lífið í vopnaátökum í Ankara á laugardag. Samkvæmt frásögnum blaða mun verkalýðsleiðtoginn Ilhami Gencalp ekki hafa beðið tjón af sendingunni og var hann snögg- ur að pakka henni saman aftur er hann barði innihaldið augum. Tók lögregla við bögglinum til rannsóknar. Ennfremur herma fréttir að unglingur hafi látið lífið samstundis er hægrisinn- aðir öfgamenn réðust í almenn- ingsgarð í útborg Ankara. Ann- ar mun hafa látið lífið eftir að hafa orðið fyrir skothríð óþekktra launsátursbófa á af- skekktum þjóðvegi nærri An- kara. Snáksendingin er síðasta merki þess að hryðjuverkamenn eru nú að gera tilraunir með ný ógnarbrögð. Nýlega varð það verkamanni að aldurstila að hann kveikti í sígarettu, sem útbúin hafði verið með sprengi- efni. Kýpur og hellenskri menningu í voða og höggvið að rótum ríkisins. Ekki er vitað til að óeirðir hafi orðið eftir að ákörðunin var kunngerð. I annarri tilkynningu forsetans kom fram að samblástur útlendra sem innlendra aðila til höfuðs stjórninni hefði mistekizt og að forsetinn myndi ávarpa þjóðina í sjónvarpi næstkomandi miðviku- dag. Það vakti hins vegar athygli að ríkisstjórnin lét undir höfuð leggjast að tilkynna handtökur eða aö styðja samsærisásakanir rök- um. Var þess m.a. krafizt í blöðum á Kýpur að sökudólgarnir yrðu teknir höndum og þeim refsað tilbærilega. ERLENT Veður víða um heim Amsterdam 18 skýjaó Apena 35 bjartvióri Berlín 15 skýjaó BrUssel 19léttskýjað Chicago 28 bjartvióri Frankfurt 22 skýjað Gent 25 léttskýjað Helsinki 14 rigning Helsinki 14 rigning Jóh.b. 16 léttskýjaó Kaupmh. 17 skýjaó Lissabon 32 léttskýjað London 21 léttskýjaó Los Angeles Madríd 32 bjartvióri 40 léttskýjaó Malaga 24 heióskírt Miami 30 rigning Moskva 23 bjartvióri New York 23 rigning Ósló 18 léttskýjað Palma, Majorca 26 léttskýjaó París 23 skýjað Reykjavík 10 alskýjaó Róm 31 léttskýjað Stokkh. 17léttskýjaó Tel Aviv 29 bjartvióri Tokýó 31 bjartviðri Vancouver 18 skýjað Vfn 22 hélfskýjaó Kommúnist- ar í forsæti í San Marino líklegur til að taka við af Leonid Brezhnev, leiðtoga Sovétríkjanna, lézt í dag úr hjartaslagi. Hann var sextugur að aldri. Kulakov var einn fjórtánmenn- inganna í stjórnmálaráði Sovétríkjanna, en stjórnmálaráðið fer með æðstu völd í Sovétríkjun- um. Tass skýrði svo frá að Kulakov hefði þjáðst af krónískri lungna- bólgu. Hann sást síðast opinber- lega fyrir tæpum tveimur vikum, en þá sat hann fund hjá æðsta ráðinu. Fráfall Kulakovs hefur enn orðið til þess að erfiða vestrænum stjórnmálaskýrendum að spá hver verði næsti formaður kommúnistaflokksins og þá um leið leiðtogi Sovétríkjanna. Líklegastir nú eru taldir þeir Vladimir Shcherbitsky og Grigory Romanov, en þeir eru báðir yngri en Kulakov. Þá er núverandi ritari kommúnistaflokksins Andrei Kirilenko einnig talinn koma til greina, en hann er mun eldri en hinir tveir, eða 71 árs að aldri. San Marino 17. júlí. Reuter. EINA stjórn Evrópu, þar sem kommúnistar eru í forsæti, tók við völdum í San Marino í dag. Stjórnin, sem er samsteypustjórn kommúnista og sósíalista, var mynduð 28. júní, mán- uði eftir almennar þing- kosningar í ríkinu. Kommúnistaflokkur San Marino er á sömu línu og ítalski kommúnistaflokkur- inn og aðrir kommúnista- flokkar Vestur-Evrópu. Hefur flokkurinn lýst því yfir að hann sé með öllu óháður stjórninni í Moskvu. Síðast fóru kommúnistar með völd í ríkinu árið 1957, en þeir voru hraktir frá völdum í blóðlausu valda- ráni. Stjórnarsamvinnan í San Marino er af mörgum talin vera prófsteinn á það hvort sams konar samvinna gæti gengið á Ítalíu, en San Marino er lítið ríki innan landamæra Ítalíu. Ný sjón- varpsstöð í Bretlandi? BREZKA blaðið „The Observer" greinir frá því á sunnudag að brezka stjórn- in muni mæla með fjórðu sjónvarpsstöðinni í Bret- landi í hvítbók, sem birta á í næstu viku. Sjónvarpsstöð þessi mun verða styrkt með opinberu fé og auglýsingum. Sjónvarpsstöðin nýja segir blað- ið að muni að öllum líkindum lúta stjórn sérstaks ráðs, sem kallað er „open Broadcasting Authority". Mun stöðin reka sína eigin frétta- þjónustu og birta efni hvaðanæfa að. Timman og Ribli í forystu Amsterdam, 16. júll. Reuter. HOLLENDINGURINN Jan Timman var efstur ásamt Ungverjanum Zoltan Ribli, þegar þrjár umferðir höfðu verið leiknar á IBM skákmót- inu í flokki stórmeistara. I þriðju umferð skák- mótsins, sem tefld var á laugardag, gerði Ribli jafntefli við landa sinn Adorjan, en Timman vann Bandaríkjamann- inn Walter Browne og var það eina vinnings- skákin í umferðinni. í stórmeistaraflokki var því staðan þessi: Ribli og Timman höfðu tvö og hálfan vinning, Adorjan, Dzindzhindashvili og Ljubojevic tvo, Langeweg og Anderson, einn og hálfan, Nikolac og Hort einn og biðskák, Miles, Romanishin, Ree og Pfleger einn en Browne rak lestina vinningslaus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.